Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 60

Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 60
 MeWitfd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ÞAÐ vo'ru margir sem drógu fram regnhlífar og regnkápur í gær en þær hafa fengið að liggja í skápum Reykvíkinga undanfarið. Tugir ábendinga um peningaþvætti á ári JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, segir að ríkislög- reglu berist árlega tugir ábendinga um vafasöm viðskipti frá fjármála- stofnunum. „Við fáum e.t.v. ábend- ingar frá bönkum sem síðan eru kannaðar. Við vinnum svo úr þessum ábendingum og stundum komumst við að frumbroti glæpsins, t.d. fíkni- efnasölu." Jón segir að enn sem komið er hafí ekki verið ákært fyrir peninga- þvætti hér á landi. „Það þýðir þó ekki að ekkert sé um peningaþvætti hér, því að ágóði af fíkniefnasölu, Frumvarp um víð- tækari iög fyrir Alþingi í haust skattsvikum og smygli nemur hundruðum milljóna hér á landi á ári og afrakstur þessara brota er a.m.k. að hluta til þvættur hér á landi með því að fjárfesta í húsum, bflum og skuldabréfum. Með því er ólöglegum ágóða komið í eign.“ Að sögn Johns Carlsens, sem undanfarna daga hefur dvalið hér á landi til að kanna íslenska kerfið og peningaþvætti, er peningaþvætti að færast frá bönkum til annars konar fjármálastofnana og starf- semi. Til stendur að leggja nýtt frum- varp um peningaþvætti fyrir Al- þingi í haust. I því eru núverandi lög víkkuð út, sérstaklega með tilliti til starfsstétta sem geta tengst pen- ingaþvætti eins og^ lögfræðinga og endurskoðenda. I í'rumvarpinu verður útfærð ábyrgð aðila, sem koma að peningaþvætti, gagnvart refsilögum. ■ Erfitt að meta/10 Jón Steinar Gunnlaugsson svarar Halldóri Guðbjarnasyni íviuiguiiuiauiu/rxi iiaiuui ÞESSI hnáta á Tjarnarborg var ekki mjög sæl með rigninguna enda ekki eins gaman að leika úti í rigningu og í sól. Undirritun fylgir ábyrgð á efninu JÓN Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segir málflutning Haildórs Guðbjamasonar, fyrrver- andi bankastjóra Landsbankans, um að hann beri ekki ábyrgð á efni svar- bréfs til viðsldptaráðherra sem hann hafði undirritað ásamt öðrum banka- stjóra, með ólfldndum. Þetta kemur fram í svari Jóns Steinars sem birt er í Morgunblaðinu í dag við bréfí Halldórs, sem birtist í blaðinu í gær. „Auðvitað er það deginum ijósara að með undirritun bréfs, sem hefur að geyma upplýsingar um stað- reyndir máls, er tekin ábyrgð á efni þess, bæði gagnvart móttakanda bréfsins og einnig gagnvart þeim aðila sem undirritað er fyrir, í þessu tilviki Landsbanka Islands hf. Engu máli skiptir hvort það er venja sem stendur til þess að tveir bankastjór- ar skrifí undir eða aðrar ástæður. Með tveimur undirskriftum er verið að treysta grundvöll bréfs. Hann verður traustari fyrir þá sök að tveir bankastjórar taka með nafn- ritun sinni báðir ábyrgð á efninu. Undirritanir þeirra geta engan ann- an tilgang haft. Hvor þeirra um sig ræður því hvort hann treystir hin- um eða eftir atvikum þeim undir- mönnum sem tekið hafa þær upp- lýsingar saman sem í bréfi birtast. Hann getur ekki dregið úr ábyrgð sinni með því að upplýsa á eftir, að hann hafí ekki kynnt sér sjálfur þá upplýsingaöflun sem að baki bjó,“ segir Jón Steinar m.a. í svari sínu. Regn í Reykjavík EFTIR mikla þurrkatíð á höfuð- borgarsvæðinu fór að rigna í gær. Sóldýrkendur eru væntan- lega ekki alltof ánægðir en fyrir marga boðar rigning betri tíð. „Við erum hæstánægð með rigninguna og vonum að hún vari a.m.k. einn dag í viðbót,“ sagði Guðný Olgeirsdóttir, yfirverk- stjóri hjá Skrúðgörðum Reykja- víkur. „Við höfum verið að bíða eftir rigningu, gróðurinn var orðinn svo þurr að hann var far- inn að gulna. Við urðum líka að hafa mjög marga starfsmenn í vökvun. A móti kemur að nú sprettur illgresið mun betur en það er líka allt í lagi.“ Ásgeir Heiðar, leigutaki Laxár í Kjós, tók undir með Guðnýju en fannst þó ekki rigna nóg. „Við þurfum miklu meiri rigningu en þetta, það rignir heldur ekki eins mikið hjá okkur og í Reykjavík, því miður. Það rigndi í morgun [gærmorgun] og hækkaði örlftið í ánni og reyndar kom mjög mikið af fiski í kjölfarið í Laxá, en þetta er engan veginn nóg.“ „Eg hef verið svo hæstánægð með sumarið til þessa að ég hef ekkert saknað rigningarinnar,“ sagði Aðalheiður Helgadóttir sem tínir ánamaðka og veiðir í frístundum. „En það er auðvitað gott að tína í rigningu og ég stenst örugglega ekki mátið og fer út að tína fljótlega. Það er líka mjög gott að veiða í rigningu þannig að ég kvarta ekki yfir veðurbreytingum." Rigningunni íylgir breyttur klæðnaður og Fanney Lára Ein- arsdóttir, verslunarstjóri 66 gráð- ur norður/Max, sagði að það hefði verið mikið að gera í gær. „Það hefur farið mikið af regnfatnaði í dag, margt fólk er á leiðinni út úr bænum og lætur rigningu ekki stöðva sig heldur Ijárfestir frekar í útivistarfatnaði." Davíð Oddsson forsætisráðherra um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópuríkja Afstaða endurskoðuð gangi helstu viðskiptalönd í EMU EKKI er talin ástæða til þess fyrir Islendinga að hafa áhyggjur af stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, og upptöku nýrrar Evrópu- myntar, evru eða evrós, hjá 11 Evrópuríkjum um næstu áramót, að mati samráðshóps um áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu á íslenskt efnahagslíf sem skilaði áliti sínu í gær. Gallar á meðferð sönn- unargagna hjá lögreglu 34 ÁRA karlmaður var í gær sýkn- aður af ákæru um innbrot í verslun- ina Straumnes í Breiðholti, þar sem honum var gefið að sök að hafa haft á brott um átta hundruð þúsund krónur. Dómarinn taldi meðferð lögreglu á sönnunargagni, vind- lingsstúfí sem fannst í versluninni, mjög ábótavant. Innbrotið var framið í júní í fyrra. Starfsfólk verslunarinnar fann vind- ling strax þegar verið var að hreinsa til eftir innbrotið, þótt lög- •regla hefði ekki fundið hann við vettvangsrannsókn. Stubburinn var settur í innsiglað umslag og sendur rannsóknarstofu í réttarlæknis- fræði en þegar hann kom þangað hafði innsiglið þegar verið rofið. Niðurstaða DNÁ-rannsóknar sýndi fram á að yfirgnæfandi líkur væru á að ákærði hefði reykt vindlinginn en hann neitaði eindregið að hafa framið innbrotið. 1 dóminum er því hafnað að vind- lingurinn sé fullgilt sönnunargagn. Gegn neitun ákærða sé ekki hægt að sanna sekt hans. ■ Vörslu á sönnunargagni/11 í áliti samráðshópsins kemur fram að áhrif myntbandalagsins, sem verður til um næstu áramót, geti orðið bæði jákvæð og neikvæð fytár íslenskt efnahagslíf. Helstu viðskiptalönd ekki með Áhrifa breytinganna mun gæta mest hjá fjármálastofnunum og einnig hjá fyrirtækjum sem flytja út vöi-ur til Evrópu. Helstu við- skiptalönd Islands í Evrópusam- bandinu, Svíþjóð, Danmörk og Bretland, ætla ekki að verða með í myntbandalaginu við stofnun þess. Ef löndin hins vegar ganga í EMU eftir árið 2002, sem búist er við að gerist, þegar evran verður orðin lögeyrir í þeim 11 löndum sem taka sameiginlega upp gjaldmiðilinn, er að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðheiTa ástæða til að endurskoða afstöðu íslands til EMU. „Ef þessi ríki kæmu til með að verða í myntbandalaginu snemma á næstu öld þá má segja að þunginn í okkar utanrfldsviðskiptum sem eiga sér stað innan myntbandalagsins sé orðinn helmingi meiri en við nú- verandi aðstæður. Það er ljóst að ef löndin ganga í myntbandalagið, þá hefur stófnun þess gengið vel og þar með er ástæða íyrir okkur að endurskoða okkar afstöðu, það væri heimskulegt að gera það ekki,“ sagði Davíð Oddsson. Einhliða og tvíhliða tengingar skoðaðar Olafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri og formaður samráðshóps- ins, sagði að með þátttöku þessara þjóða myndu hugsanlega verða skoðaðar einhliða og tvíhliða teng- ingar íslensku krónunnar við evr- una. „Þá verður reynsla komin á evruna og einnig komin reynsla á hvernig Islendingum hefur gengið að haga efnahagslífí sínu í nýju umhverfi." ■ Áhrif einkum á/9 Lögfræðiálit virðist skrifað til að þjóna málflutningi Halldórs Jón Steinar gagnrýnir einnig álitsgerð tveggja lögfræðinga, sem unnin var að beiðni Halldórs, en þeir komust að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir meðundirritun Halldórs undir bréfín beri hann ekki starfs- lega ábyrgð á þeim mistökum sem urðu við samantekt þeirra. Jón Steinar bendir á að ef skilningur lögfræðinganna tveggja væri réttur fælist í því aðferð til að gera upplýs- ingar í bréfi trúverðugar með nafn- ritunum en hlaupa svo frá öllu sam- an síðar, þegar í ljós er komið að þær reynast rangar. Jón Steinar segir að umrætt lögfræðiálit virðist vera skrifað í því skyni að þjóna málflutningi Halldórs. ■ Ekki hægt að hlaupast/12 Hitabylgja á Austurlandi SANNKÖLLUÐ hitabylgja lagðist yfir austanvert landið í gær. Hitamælir á lögreglustöð- inni á Egilsstöðum sýndi 29,6 gráður um miðjan dag í gær í forsælu. Kl. 22 í gærkvöldi var hitinn enn 24 gráður og lá mist- ur yfir öllu svo ekki sá til sólar. Að sögn lögreglumanns á Seyð- isfirði komst hitinn þar upp í 26 gráður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.