Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 3
Hátíðardagskrá í Hvalfirði í dag
Kl. 14:00 við suðurmunna Hvalfjarðarganga:
• Lúðrasveit Akraness leikur frá kl. 13:40.
• Páll Sigurjánsson, stjórnarformaður Fossvirkis sf., og
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., flytja
ávörp.
• Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytur ávarp og
opnar Hvalfjarðargöng.
• Lúðrasveit Akraness leikur.
• Langferðabílar aka með boðsgesti í gegnum göngin.
Kl. 14:45 við norðurmunna Hvalfjarðarganga:
• Karlakór Reykjavíkur syngur.
• Anton Ottesen, oddviti Innri-Akraneshrepps, býður
gesti velkomna norður fyrir.
• Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, flytur ávarp.
• Halldór Blöndal, samgönguráðherra, flytur ávarp.
• Karlakór Reykjavíkur syngur.
Kl. 16:00 Hvalfjarðargangahlaup:
Hvalfjarðargangahlaup í umsjón Reykjavíkurmaraþons
hefstvið suðurmunna kl. 16:00. Þátttakendur fá einstakt
tækifæri til að kynnast göngunum hlaupandi, gangandi,
hjólandi eða á línuskautum. Þeim er síðan boðið að
synda í Jaðarsbakkalaug á Akranesi og njóta veitinga
í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.
Kl. 19:00 Hvalfjarðargöng opnuð fyrir almennri umferð.
Veggjald verður elcki innheimt fyrr en 20. júlí nk.
Óskum þjóðinni tii hamingju með daginn!
Hugmynd um jarðgöng undir Hvalfjörð var fyrst hreyft fyrir um þremur
áratugum. Mörgum þótti slíkt fjarlægur draumur eða hrein fásinna.
í dag er þetta einstæða og glæsilega mannvirki tekið í notkun, átta
mánuðum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Færustu sérfræðingar
á sviði tækni og fjármála komu að verkinu og úttekt bendir til að
Hvalfjarðargöng séu hagkvæmasta stórframkvæmd í samgöngumálum
hér á landi til þessa.
Spölur ehf. byggir og rekur Hvalfjarðargöng. Gert er ráð fyrir að
veggjöld standi undir endurgreiðslu lána og rekstri ganganna. Þegar
lánin hafa verið greidd upp, innan 20 ára, verða göngin afhent íslenska
ríkinu endurgjaldslaust.
Fossvirki sf. er aðalverktaki við gangagerðina. Fyrirtækið er
sameignarfélag Istaks hf., sænska félagsins Skanska AB og danska
fyrirtækisins E. Pihl & Son A/S. Fyrirtækið og eigendur þess voru ábyrgir
fyrir allri fjármögnun á framkvæmdatímanum og tæknilega ábyrgir fyrir
framkvæmd verksins. Göngin verða afhent Speli ehf. í september nk.,
að loknum tveggja mánaða reynslutíma.
Fjármögnunarþáttur verksins er sérkapítuli enda voru samningar þar
að lútandi þeir fyrstu sinnar tegundar á Norðurlöndum. Hér taka höndum
saman íslenskir og erlendir bankar, íslenskir lífeyrissjóðir og bandaríska
líftryggingafélagið John Hancock.
Hvalfjarðargöng marka ekki aðeins tímamót í samgöngumálum heldur
einnig í sögu framkvæmda í landinu og í byggða- og atvinnumálum
þjóðarinnar. Við þökkum öllum, sem að málinu hafa komið, fyrir
árangursríkt samstarf og óskum íslendingum til hamingju með daginn.
siQpr
FOSSVIRKIsf
v 5KAN5KA jJlhl
Þjóðvegur I 1 I undir Hvalfjörð opnaður kl. 19:00 í kvöld