Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKIPSTJÓRINN Þorvaldur Guðmundsson nálgast Akraneshöfn í síðasta sinn við stýrið á Akraborginni. JENS Ingi Magnússon vildi létta fólki lundina með harmóníkuleik. Regiulegar siglingar með fólk og varning á Faxaflóa lagðar af „Yið kveðjum þig með trega elsku Akraborg“ Lengstu samfelldu sögu í samgöngumálum íslendinga lauk í gær þegar Akraborgin sigldi sína síðustu ferð með farþega frá Reykjavík til Akraness. Hildur Gróa Gunnarsdðttir blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari fóru með í þessa sögulegu kveðjusiglingu Akraborgar. AKRABORGIN sigldi síðustu áætl- unarferð sína frá Reykjavík til Akraness klukkan hálf sjö í gær- kvöldi. Hvert sæti var skipað og fólk fjöldi fólks á dekkinu og líklega hef- ur sjaldan verið jafn mannmargt í brúnni. Akurnesingar, starfsfólk Akraborgar og góðir gestir kvöddu Akraborgina og þökkuðu fyrir far- sæla siglingu með viðhöfn á Akra- nesbryggju að siglingu lokinni. Niðri á bryggju í Reykjavík var kominn þónokkur hópur fólks fyrir sex til að tryggja sér sæti og sjá Akraborgina leggja að. Hópur kvenna sagði blaðamanni að þær hafí farið í menningarferð til höfuð- borgarinnar í tilefni dagsins. Þær hefðu skoðað Aiþingi, Dómkirkjuna og Ráðhúsið, drukkið kaffí á Borg- inni og gengið um miðbæinn. Dag- inn enduðu þær svo með því að sigla með Akraborginni og taka þátt í kveðjuathöfninni. Allar sögðust þær myndu sakna hennar. „Það var alltaf hægt að stóla á Akraborgina," segir ein og allar taka undir. Tregafullir tónar Akraborgin nálgast nú fánum prýdd og mannfjöldi veifar af dekk- inu. Fólkið tínist frá borði og nýir farþegar fara um borð. Bílamir streyma út og svo inn á bílaþilfarið. Einhverjir þurftu frá að hverfa, enda náði bílaröðin langt út á Sæ- braut. Tónninn fyrir ferðina er gef- inn þegar Akraborgin lætur úr höfn og angurværir trompethljómar hljóma, kveðja frá Reykjavíkurhöfn. Allt gengur í raun sinn vanagang um borð, en sérkennileg blanda af tregafullri hátíðarstemmningu svífur yfir, líkt og þegar góður vinur sem er á fórum til nýrra heimkynna er kvaddur. Það má segja að það sé líka einmitt það sem verið er að gera. Akraborgin hættir að flytja farþega en verður þess í stað skólaskip Slysavarnaskólans með heimahöfn í Reykjavík, hún er því ekki alfarin og eflaust hægt að heilsa upp á hana. í farþegasalnum er skrafað og skeggrætt, mest um Akraborgina. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, ég hef alltaf sagt það,“ heyrist sagt við eitt borðið. Hópur fyrrverandi starfsmanna situr þétt saman, hásetar, stýrimenn og þemur og segja þau samheldni einkenna hópinn. I þeim orðum töl- uðum berst risastór blómvöndur með kveðjum frá Heijólfí. Þau segja það skrýtna tilfinningu að vera að kveðja Akraborgina, það sé saknaðartilfínn- ing. Einn fastagestanna, Svala Braga, hefur sent þeim ljóð sem þau segja lýsa tilfinningu sinni vel: Nú ertu að fara elsku Akraborg þú ætíð hefur sinnt oss hér á Skaga. Við kveðjum þig með trega og sárri sorg og söknum þinna ferða alla daga. Harmóníkutónlist yfírgnæfir sam- tal okkar, einn farþeganna dregur nikkuna sundur og saman. Hann segist auðvitað koma til með að sakna Akraborgarinnar eins og hinir en það þýði ekkert að sýta það. Hann hafí langað að lyfta sjálfum sér og öðrum dálítið upp og því gripið harmóníkuna með sér. Hann spilar hressilega slagara eins og Kátir vom karlar og fleira í þeim dúr og virtust farþegamir kunnu tóniistinni vel. Á leiðarenda Uppi í brú er fjöldi fólks. Þorvald- ur Guðmundsson skipstjóri segir ferðina ganga vel, enda gott í sjóinn. Hann segir fólk koma við hjá sér til að skoða og sumir til að þakka fyrir siglingúna, fólk sé í hátíðarskapi. „Menn ei-u að halda upp á að allt hefúr gengið vel, þetta merkileg stund í samgöngusögunni, langur og farsæll kafli á enda,“ segir Þorvald- ur og þarf nú að einbeita sér við stýrið, því Akraborgin nálgast nú óðum höfnina á Akranesi. Á bryggjunni er mannmergð, skipstjórinn flautar og mannfjöldinn fagnar með lófaklappi, þernurnar, sem hafa verið önnum kafnar, skjót- ast upp á dekk og veifa til fólksins. Það er hátíðleg stund framundan á bryggjunni á Akranesi. Ræður era fluttar, veitingar boðnar og Skaga- leikhópurinn flytur Akraborgarvals, Ferjuþulur og fleira. Kvöldið endar með harmonikuleik. Akumesingar hafa kvatt Akraborgina og þakkað henni og starfsfólki hennar farsæla samferð um áratugaskeið. KVEÐJUSTUND við Reykjavíkurhöfn. SAMHELDINN hópur, fyrrverandi starfsmenn Akraborgar. Tveir stórir vinnu- staðir eru í ná- grenni Hvalfjarðar- ganganna Tíma- sparnaður og stærra atvinnu- svæði TVEIR stórir vinnustaðir eru á Grundartanga, í næsta nágrenni nyrðri munna Hvalfjarðarganga. I Járnblendiverksmiðjunni vinna um 150 manns og í nýju álveri Norðuráls eru 115 starfsmenn. Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Islenska járn- blendifélagsins hf., sagði að nú væru tíu starfsmenn fé- lagsins, af um 150, búsettir sunnan fjarðarins. Hann sagðist telja óhjákvæmilegt að í framtíðinni myndi þeim starfsmönnum fjölga sem byggju á höfuðborgarsvæð- inu. „Þetta gerist ekki í einni hendingu, en mun þróast svona á næstu ár- um,“ sagði Bjarni. Taka hugsanlega þátt í greiðslu veggjalds Síðari hluta næsta árs er reiknað með að starfsmönn- um fjölgi um 20-25 manns vegna stækkunar verk- smiðjunnar. Bjarni sagði ekkert ákveðið um hvort Járnblendiverksmiðjan muni taka þátt í að greiða veggjald þeirra sem fara um göngin til og frá vinnu. Það er í athugun. „Ef við óskum að ráða starfsmann, sem býr sunnan fjarðar, og er kostum búinn sem við finnum ekki á svæðinu, þá hljótum við að vilja leggja eitth'vað á okkur til að fá hann til starfa," sagði Bjarni. Ferðir eru starfsmönnum að kostnaðarlausu Þórður S. Óskarsson, framkvæmdastjóri starfs- mannasviðs Norðuráls hf., sagði að af um 115 starfs- mönnum í álverinu byggju um fjörutíu sunnan Hval- Qarðar en flestir á Akra- nesi og í nærsveitum. Nú eru starfsmenn fluttir, þeim að kostnaðarlausu, til og frá vinnu með hópferðabíl- um. Þórður reiknar með að því verði haldið áfram. Göngin stytta ferðatímann um 60-80 mínútur „Það er mjög mikill kostur að fá göngin, ferð- irnar frá Reykjavík stytt- ast um 30-40 minútur. Hér eru 12 tíma vaktir og vaktaskipti kl. 7.30 og 19.30. Skrifstofufólk byrj- ar einnig kl. 7.30 svo það er hið besta mál að stytta ferðatímann um 60-80 mín- útur á dag hjá þeim sem lengst koma að. Ég tel þó að það hefði mátt koma betur til móts við okkur, sem munum nota göngin mjög mikið, í afslætti á veggjaldi,“ sagði Þórður. Sjálfur er hann búsettur á Seltjarnarnesi og sagðist hlakka til að geta farið að nota göngin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.