Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Torfí Finnsson, framkvæmdastjóri íslenskra fiallaleiðsögumanna Setja þarf reglur um lág- marksþekkingu starfsmanna í kjölfar atburðanna á Vatnajökli á miðvikudag, þegar hópur Norðmanna lenti þar í hrakninfflim, hafa spurningar vaknað um það hvort nægilegar kröfur séu gerðar til þeirra fyrirtækja, sem bjóða upp á jöklaferðir. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér málið. EINAR Torfi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Islenskra fjallaleið- sögnmanna, segir að ferðamenn sem ferðist með íslenskum ferða- þjónustuaðilum hafi í raun enga tryggingu fyrir öryggi sínu. Enginn öryggisstaðall sé í gildi í íslenskri ferðaþjónustu og fyrirtækin hafi sjálfdæmi um það hvemig fólk þau eru með í vinnu. Hann segir að þekking og reynsla sé nauðsynleg og mikilvægt atriði sem leggja beri áherslu á í þessu sambandi. Ferðaskrifstofu- leyfið sem yfirvöld veiti segi ekkert til um gæði ferðarinnar og öryggi ferðamanna. „Þegar lögunum um skipulag ferðamála var breytt í vor óskuðum við eftir því að afþreying yrði skilgreind innan ramma lag- anna. Það var ekki gert og því er afþreying ekki til skilgreind í lög- unum. Þegar verið er að tala um að Jöklaferðir hafí ekki leyfi til ferða- þjónustu, skiptir það engu máli í þessu sambandi. Ferðaskrifstofu- TRYGGVI Árnason framkvæmda- stjóri Jöklaferða segist vera hlynnt- ur því að settar verði lágmarksregl- ur um afþreyingu í ferðaþjónustu á Islandi. Hann segir jafnframt að fyrirtæki sitt, Jöklaferðir, hafi kom- ið sér upp sínu eigin öryggiskerfi og búnaði, þar sem slíkt sé ekki fyrir hendi frá yfirvöldum. Grundvallar- atriði sé meðal ferðaþjónustuaðila að gera slíkt hið sama. Tryggvi segist hafa marggagn- rýnt opinbera aðila fyrir að krefjast ekki starfsleyfis ferðaþjónustuhafa. „Fyrir flesta starfsemi, aðra en þá sem er með gistingu, eða matsölu, þarf ekki starfsleyfi. Þetta er nátt- úrlega ófremdarástand en það er lágmarkskrafa að menn þurfi að leyfi tekur á því hverjir fá að reka ferðaþjónustu og hvernig hún er rekin, en ekki á gæðum og fæmi ferðaþjónustuaðilans úti í mörk- inni,“ segir Einar. Hann bendir á að til þess að fara með ferðamenn yfir Vatnajökul, hvort sem farið sé akandi eða gangandi þurfi mikla reynslu. I dag væru hins vegar eng- ar kröfur gerðar til starfsfólks um nauðsynlega þjálfun til að starfa á þann hátt. Sakna fjallaleiðsögumanna- réttinda Einar telur að koma þurfi upp kerfi varðandi öryggisstaðla, sem byggist annars vegar á þekkingu og reynslu starfsfólks og hins vegar á búnaði. „Við höfum saknað þess úr fjallaleiðsögugeiranum að það skuli ekki vera til nein almennileg fjalla- leiðsögumannaréttindi hér á ís- landi. Þegar við hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem seljum jöklaferðú’, fengum okkar leyfi til sækja um starfsleyfi. Ég er hlynnt- ur því að settar verði leikreglur um allar gerðir afþreyingar og að sett verði upp starfsleyfí á þessu sviði þar sem menn verða að uppfylla ákveðin skilyrði svo sem trygginga- mál, en þau eru í miklum ólestri. Ég vil þó ítreka að slíkt skal vera lágmarksrammi en ekki þannig að farið sé að setja reglur um hvert smáatriði. Það eiu til reglur um út- búnað báta og bfla en engar um út- búnað þeirra sem selja afþreyingu í ferðaþjónustu." Tryggvi segir að vegna þessa hafi Jöklaferðir útbúið sitt eigið ör- yggiskerfi sem byggist fyrst og fremst á reynslu. „Við vorum fyrsta afþreyingarfyrirtækið á íslandi og ferðaþjónustu sýndum við ekki fram á nein próf, skrifuðum enga greinargerð og vorum aldrei kallað- ir fyrir. Það er enginn sem gerir kröfu á okkur um öryggi. Við getum ráðið hvaða manneskju sem er og gert hana að fjallaleiðsögumanni, því það er ekki til neitt próf sem staðfestir þekkingu þína. Það sama gildir um vélsleðafyrirtækin, þeim er í sjálfsvald sett hvort þau eru með góðan eða lélegan mannskap." Að mati Einars eru ferðimar yfir Vatnajökul öruggar, svo lengi sem ferðamennimir em vel búnir og starfsliðið með reynslu. Fyrsta höfum gert ákveðnar kröfur til sjálfra okkar. Það er í sjálfu sér ágætt, ef metnaður er fyrir hendi í fyrirtækinu, en samt þarf að vera einhver ákveðinn rammi sem hægt er að fylgja.“ Þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði Starfsfólk Tryggva sem starfar á jöklinum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Það þarf að hafa ákveðna lágmarkskunnáttu í tungumálum, reynslu af fjalla- og jöklaferðum, GPS kunnáttu, geta veitt hjálp í viðlögum, hafa innsýn í viðhald tækja og þjónustulund. Að auki séu í gildi reglur fyrir ferðamennina um hegðun þeirra meðan á ferðum regla sé að kanna búnað fólksins og gera kröfu til þess um að vera vel búið. Starfsfólkið þarf einnig að vera starfi sínu vaxið og hann bend- ir á að það þurfi að setja reglur um hvaða lágmarksþekkingu einstak- lingar þurfa að hafa til að fara með fólk yfir jökul sem þennan. „Yfir- völd þurfa að byrja á því að setja sig inn í ferðamálin á hálendinu og setja svo reglur um lágmarksþekk- ingu og reynslu. Það þýðir ekki að byrja á vitlausum enda, en margir í ferðaþjónustunni eru hræddir við að fá yfir sig reglur sem eru ekki í samhengi við raunveruleikann." á jöklinum stendur. Farið sé vand- lega yfir öryggisatriði með þeim áð- ur en ferðin hefjist. Fyrirtækið er vel tryggt Að Tryggva sögn er fyrirtækið vel tryggt gagnvart slysum á ferða- mönnum. Það fari hins vegar eftir því hvers eðlis slysið er, hvort fyrir- tækið sé bótaskylt. Ef slys gerist á vélsleða eða snjóbfl þá greiði trygg- ingar fyrirtækisins umsvifalaust. Ef hins vegar sé um að ræða slys í sprungu eða eitthvað í þeim dúr, fari það eftir eðli slyssins. Ef við- komandi hafi ekki farið eftir settum reglum í ferðinni, til dæmis keyrt út fyrir röðina og lent í sprungu, þá sé það á hans eigin ábyrgð. Magnús Oddsson ferðamálastj óri Þörf á regl- um um nátt- úrutengda afþreyingu MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segir að reglur og lög um leyfi til ferðalaga komi aldrei í stað heil- brigðrar skynsemi. „Enginn einn þáttur í ferðaþjón- ustu er eins mikilvægur og öryggið. Með vaxandi náttúrutengdri afþrey- ingu á Islandi sem hefur verið að byggjast upp á mjög skömmum tíma, hefur þörfin fýrir reglur yfir þessa tegund af ferðaþjónustu auk- ist. Hvort sem það eru jöklaferðir, fljótasiglingar, hvalaskoðunarferðir, hestaferðir og fleiri þættir þar sem um afþreyingu í náttúrunni er að ræða, þá þarf að setja reglur. Við höfum reglur og lög um ferðaþátt- inn, hvort sem ferðast er með flug- vél, í bíl eða með skipum, en þegar kemur að afþreyingarþættinum sem slíkum þá eru sáralitlar reglur í gildi,“ segir Magnús. Grunnrammi fyrir ferðaþjónustuhafa Magnús segir að ákveða þurfi með grunnramma hvaða reglum ferðaþjónustuaðilar eigi að fara eft- ir. Hann benti á að fyrir Alþingi á sl. starfsári hefði verið sett fram þingsályktun um að setja reglur um hvalaskoðunarferðir á íslandi. Það sé eitt dæmi um afþreyingarferðir, en þar væru ferðamenn að fara í tugavís á litlum bátum á haf út. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um að koma einhverjum ör- yggisreglum varðandi afþreyingar- þáttinn í ferðaþjónustu á, en þær væru fáar á þessari stundu. „Lög og reglur einar sér leysa ekki vandann, þær koma aldrei í stað heilbrigðrar skynsemi ferðaskipuleggjenda, leið- sögumanna og ferðamannanna sjálfra. Við þekkjum öll að reglur um hámarkshraða og fleiri þætti í umferðinni koma því miður ekki einar sér í veg fyrir umferðarslys." Magnús sagði að Ferðamálaráð yrði ekki vart við tortryggni er- lendra gesta varðandi tryggingu um öryggi gagnvart afþreyingarferða- þjónustu. „Við fáum sáralítið af fyr- irspurnum um öryggi ferðamanns- ins. Ég held að ástæðan sé kannski sú að við höfum á okkur ákveðna gæðaímynd. Við erum talinn örugg- ur ákvörðunarstaður, en með þess- um vaxandi fjölda ferðaþjónustuað- ila í afþreyingarþættinum þá reynir í auknum mæli á skipuleggjendur ferðanna og þá sem stjórna þeim, en einnig á ferðamennina sjálfa. Við megum ekki gleyma því að hér er mikið af útlendingum á eigin vegum á ferð um landið og þeir bera í reynd ábyrgð á sér sjálfir. Þar kem- ur að hlutverki okkar, að veita sem bestar og nákvæmastar upplýsingar bæði fyiár ferðalag og á meðan á því stendur." * Tryggvi Arnason, framkvæmdastjóri Jöklaferða Þörf er á lágmarksreglum Guðbjörg Ársælsdóttir, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu Reiknað með að starfsemin sé tryggð fyrir óhöppum GUÐBJÖRG Ársælsdóttir, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að engar reglur séu í gildi varðandi öryggisstaðla ferðaþjónustuhafa. Hins vegar þurfi leyfi lögum sam- kvæmt til að starfrækja ferðaskrif- stofu. Lögum um ferðaþjónustu hafi verið breytt nú fyrir þinglok og þar hafi ekki komið fram neinar til- lögur um öryggisráðstafanir. Einu reglumar sem gilda um ferðaþjónustu á íslandi eru þær að leyfi samgönguráðuneytisins er nauðsynlegt til að reka ferðaskrif- stofu eða til að geta kallast ferða- skipuleggjandi. Leyfið skal vera sýnilegt á starfsstöð skrifstofunnar, og er það veitt samkvæmt lögum um ferðamál. í þeim lögum kemur fram að til þess að öðlast leyfi til ferðaþjón- ustu þarf umsækjandi að eiga lög- heimili á Islandi, vera fjárráða og ennfremur þarf einn eða fleiri af starfsmönnum skrifstofunnar að hafa að baki „staðgóða reynslu við almenn ferðaskrifstofustörf". Hafi umsækjandi um ferðaskrifstofu- leyfi orðið gjaldþrota vegna slíkrar starfsemi eða rekstur hennar stöðvast með þeim afleiðingum að gripið hafi verið til tryggingar, skal umsókninni hafnað. Ferðaþjónustuaðilar eru sam- kvæmt lögum einungis skyldir til að sýna fram á fjárhagslegt öryggi, og til að endurgreiða viðskiptavin- um sínum falli ferð niður. Þekking ferðaþjónustuaðila og reynsla af fjallamennsku, fljótabátum eða hverju svo sem um ræðir er ekki grunnforsenda þess að ferðaþjón- ustuleyfi sé veitt. Ekki fylgst með öryggisreglum Slíkt hlýtur óneitanlega að vekja spurningar í kjölfar liðinna at- burða, en Guðbjörg segir að við endurskoðun laga um skipulag ferðamála, nú fyrir síðustu þinglok, hafí ekki komið fram neinar óskir um bætt öryggismál. Ekki hafi komið til tals, henni vitandi, að fram hafi farið endurskoðun á ör- yggisþætti laganna. „Við fylgjumst í raun og veru ekkert með öryggisreglum eða öðru slíku. Við óskum eftir því að fyrir hendi sé trygging varðandi reksturinn og að neytandinn skað- ist ekki verði fyrirtækið gjald- þrota. Svo er reiknað með að ferða- þjónustuaðilarnir gangi frá trygg- ingum vegna sinnar starfsemi ef eitthvað bregður út af. Það er verið að senda fólk í bátsferðir, á bflum og sleðum inn á jökla og á hrossum út um allt. Maður reiknar fastlega með að menn sem standa í þessu tryggi sína viðskiptavini fyrir slys- um og óhöppum. En ráðuneytið getur ekki verið að fylgjast með því. Við eigum fullt í fangi með að fylgjast með því að menn sæki um þessi leyfi og séu á skrá. Að ekki sé verið að auglýsa ferðir út og suður án leyfis." Guðbjörg benti á almenna skyn- semi ferðaþjónustuaðila í þessum efnum: „Fyrirtæki sem er ótryggt og verður fyrir því að slys eða óhapp á sér stað í ferð hjá því, það á sér ekki viðreisnar von í viðskipt- um eftir það atvik. Það er almenn skynsemi að fólk tryggi sig og sína farþega. Við reiknum með að ferða- þjónustuhafar séu búnir að tryggja sig og sína starfsemi," sagði Guð- björg Ársælsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.