Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 11

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Rekstur Flugleiða á fyrstu mánuðum ársins var erfíður Tekjur af farmiðasölu minni en áætlað var Búist er við að tap á rekstri Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins verði meira í ár en í fyrra. Tekjur af farmiðasölu í millilandaflugi voru minni í apríl og maí en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Mikil óvissa ríkir um hvernig árið kemur út í heild og þess gætti nokkuð á hlutabréfamarkaði í gær. Egill Olafsson skoðaði rekstur Flugleiða. TEKJUR af farmiðasölu í alþjóðaflugi Flugleiða í apríl og maí eru minni en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun fé- lagsins. Fréttir þessa efnis ollu nokkrum titringi á hlutabréfamarkaði í gær. Verð hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði við opnun Verðbréfaþingsins, en sterk tilboð komu fljótlega fram sem hækkuðu verðið. Að sumra mati voru tilboðin sett fram í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfanna. Frétt Stöðvar tvö í fyrrakvöld um sölutölur í millilandaflugi Flugleiða í apríl og maí urðu til þess að félagið sendi í gær frá sér yfírlýsingu. I frétt Stöðvar tvö sagði að tekjur af far- þegaflutningum í maí hefðu verið 11% undir sölumarkmiðum eða sem nemur tæpum 170 milljónum króna. Sam- bærileg tala fyrir api-íl hafí verið 113 milljónir eða 9% undir sölumarkmið- um. Flugleiðir setja fram sölumarkmið sem eru nokkuð hærri en þau mark- mið sem sett eru inn í rekstraráætlun félagsins. í yfírlýsingu Flugleiða segir að fyrstu upplýsingar um sölu í maí hafi bent til að salan yrði 7,7% undir rekstraráætlun og langstærsti or- sakavaldurinn sé verkfall flugvallar- starfsmanna í Danmörku, sem kostað hafi fyrirtækið um 50 milljónfr króna. Þetta frávik hafi síðan minnkað eftir því sem betai upplýsingar hafi borist um sölu á erlendum mörkuðum. Síð- ustu tölur bendi til að frávikið sé inn- an við 7% og gert sé ráð fyrir að í lokauppgjöri verði þetta frávik enn minna. Fyrstu upplýsingar um sölu í apríl hafi bent til að frávikið yrði 9% frá sölumarkmiðum, en í lokauppgjöri hafi niðurstaðan orðið 2,5% frávik frá rekstraráætlun. Slæm staða þarf ekki að koma á óvart Upplýsingar um erfiðan rekstur Flugleiða þurfa ekki að koma á óvart. Ekki er nema tæpur mánuður síðan fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu um að afkoma á fyrsta ársfjórðungi væri verri en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir. Fram kom í yfirlýsingunni að hörð verðsamkeppni væri á Norð- ur-AtlantshafsIeiðum. Þá hefði rekst- ur Flugfélags íslands, ffaktflug og hótelrekstur gengið verr en vænst var. Ekki hafa verið birtar neinar tölui' um afkomu Flugleiða á fyrstu mánuð- um ársins, en ijóst þykir að tap á rekstrinum er mefra en í fyrra. I fyn-a nam tap félagsins á fyrstu sex mánuð- um ársins 526 milljónum og tapið á fyrri helmingi ársins 1996 nam 844 milijónum. Skýringin á minna tapi í fyrra er hagnaður af flugvélasölu. Engin flugvél hefur verið seld á þessu Morgunblaðið/Jim Smart AFKOMA Flugleiða í sumar kemur til með að ráða úrslitum um hvort stjórnendum félagsins tekst að ná því markmiði að snúa tapi í hagnað. ári og því má gera ráð fyrir auknu tapi. I fyrra skilaði rekstur Flugleiða tapi upp á 295 milljónir. Forráðamenn félagsins bentu á gengisbreytingar sem meginskýringu á tapinu. Gengi Evrópumiðla lækkaði, en dollarinn sfyrktist. Meirihluti tekna félagsins eru í evrópskri mynt, en skuldir þess og stór hluti rekstrar- kostnaðar er í dollurum. Þessi gengissveifla átti sér stað á versta tíma fyr- ir félagið eða skömmu áð- ur en sumarið gekk í garð, en stærstur hluti tekna fé- lagsins kemur inn á sum- artímanum. Ekki óvæntar gengissveiflur í ár Afkoma Flugleiða í ár ræðst fyrst og fremst af því hvemig reksturinn gengur yfir sumarið. Bókanir í sumar hafa auldst milli ára og farþegafjöldi það sem af er árinu er umtalsvert meiri en í fyrra, að sögn Einars Sig- urðssonar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða. Þetta segir hins vegar ekki allt um tekjur félagsins. í fyrra jukust tekjumar minna en farþegafjöldinn. Ljóst er að mikil samkeppni hefur verið í flugi yfir Norður-Atlantshafið og sú verðsamkeppni teygir sig inn á sumarið. Gengi evrópskra gjaldmiðla er enn lágt líkt i fyrra og kemm- niður á tekjum félagsins af farmiðasölu í Evrópu. Staða einstakra gjaldmiðla eins og Ld. dönsku krónunnar hefur þó aðeins styrkst sem er mikilvægt fyrir félagið. Gengi dollarans er enn hátt sem veldur því að kostnaður fyr- irtækisins við reksturinn er enn til- tölulega hár. Það hafa því ekki orðið óvæntar gengissveiflur innan ársins líkt og í fyrra. Möguleikar stjómenda félagsins á að sjá fyrir þróunina í rekstrinum era því betri nú en í fyrra. Margir hafa gagnrýnt gengisstýr- ingu Flugleiða, ekki síst eftir tapið í fyrra. Stjórn- endur félagsins hafa látið það sjónarmið ráða við gengisstýringuna, að sýna sterka stöðu á efnahags- reikningi. Áherslan hefur verið á að hafa skuldimár í sömu mynt og flugfloti félagsins er skráðui' í. Þetta tryggir stöðugt eigin- fjárhlutfali og eykur lánstraust fyrir- tækisins og skilar því hagstæðari lán- um. Þetta auðveldar Flugleiðum einnig flugvélaviðskipti, sem hafa á síðustu árum skilað félaginu miklum hagnaði. Áherslan á þessi sjónarmið hefur hins vegar að margra mati kom- ið niður á rekstrinum og félagið þurfi að skrá skuldir og kostnað í meira mæli í sömu gjaldmiðlum og tekjum- ar. Þannig geti það varið sig betur fyrir óvæntum gengissveiflum. Kostnaður við stækkun Leiða má líkur að því að gengi dollarans sé nú sögulega hátt og gengi Evrópumynta sé sögulega nokkuð lágt. Þetta gæti gefið tilefni til að ætla að gengisþróunin yrði Flugleiðum hagstæðari í framtíðinni. Á síðustu áram hafa Flugleiðir auk- ið mjög umsvif sín og hafið flug til nýrra staða. Að sögn Einars Sigurðs- sonar hefur félagið náð markmiðum sínum með þessari stækkun. Hann viðurkennir hins vegar að veralegur kostnaður hafi fylgt stækkuninni. Lagt hafi verið í kostnað við að kom- ast inn á markaðinn og kostnaður við þjálfun nýrra flugmanna hafi einnig verið umtalsverður. Einar segir að nú sé verið að vinna að úttekt innan fé- lagsins á stækkun félagsins, en tók jafnframt fram að það sé ekki gert vegna þess að menn álíti að þar hafi verið gerð mistök. Benda má á að útrás Flugleiða hef- ur fyrst og fremst verið í N-Ameríku. Samkeppni í flugi er þar mjög hörð og amerísk flugfélög almennt talin betur rekin en evrópsk. Að sumra mati hef- ur félagið lagt of mikla áherslu á Am- eríkuflugið. Á móti kemur að efna- hagslíf í Bandaríkjunum er í mikilli uppsveiflu og því má segja að þessi áhersla sé eðlileg. Það er einnig já- kvætt ef félaginu tekst að auka tekjur sínar í dolluram í ljósi þess að skuldir þess era að stærstum hluta í dollur- um. Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert frá því í haust. Lækkunin frá því í október er 30-40%. Þetta kemur Flugleiðum tii góða. Á móti kemur að gera má ráð fyrir að fyrirtækið hafi gert eitthvað af framvirkum samningum um kaup á eldsneyti til að veija sig verðsveifl- um. Frávik frá áætluðum tekjum í apríl og maí 2,5 og 7% Samkeppnisráð gagnrýnir samning landbúnaðarráðuneytis og Félags kjúklingabænda Sjö ára framleiðslu- bann numið úr gildi SAMKEPPNISRÁÐ gerir alvar- legar athugasemdir við samning sem Félag kjúklingabænda gerði við tvo kjúklingaframleiðendur árið 1997, en markmið hans er að út- rýma salmonellusmiti í kjúklinga- rækt. Jafnframt gagnrýnir sam- keppnisráð landbúnaðarráðuneytið fyrir hvemig það stóð að málum. Að mati ráðsins hefur samningur, sem Félag kjúklingabænda og landbún- aðarráðuneytið gerðu, í för með sér röskun á samkeppni á kjúklinga- mai-kaði. Neytendasamtökin óskuðu eftir að samkeppnisráð tæki til athugun- ar lögmæti samnings sem landbún- aðarráðuneytið og Félag kjúklinga- bænda gerðu 25. febrúar 1997 um aðgerðir til útrýmingar á salmon- ellu í kjúklingarækt. Samningurinn gerði ráð fyrir að ráðuneytið legði fram 40 milljónir í þetta verkefni og Félag kjúklingabænda 10 milljónir. Að mati Neytendasamtakanna var með samningnum verið að stuðla að fækkun framleiðenda í kjúklinga- rækt og þar með skaða samkeppni á þessu sviði. Markmiðið að útrýma salmonellusýkingu Landbúnaðarráðuneytið fól Fé- lagi kjúklingabænda að vinna úr samningnum og gerði félagið það á þann hátt að gera samninga við tvo framleiðendur, Fjöregg hf. í Svein- bjamargerði í Eyjafirði og Ásgeir Eiríksson ehf. á Klettum í Gnúp- verjahreppi. Samningurinn gerði ráð fyrir að framleiðendurnir hættu framleiðslu í a.m.k. sjö ár, en á móti fengu þeir 25 milljónir hvor í bætur vegna tímabundis banns við fram- leiðslu kjúklinga. I bréfi Neytendasamtakanna til samkeppnisráðs er vakin athygli á því að salmonella hafi greinst í fimm kjúklingabúum 1995 og fjórum 1996. Samningur við þessa tvo til- teknu framleiðendur geti því tæp- lega leyst vandann. I umsögn landbúnaðarráðuneyt- isins segir að undanfarin ár hafi nokkur alvarleg tilvik salmonellu- sýkingar komið upp í kjúkiingarækt á Islandi. Þetta hafi haft þau áhrif að stórlega hafi dregið úr neyslu á kjúklingum. Það starfs sem hafi verið unnið gegn salmonellu frá 1993, en þá var ráðinn sérstakur dýralæknir alifuglasjúkdóma, hafi borið mikinn árangur. Ráðuneytið hafnaði því alfarið að hægt sé á grundvelli samkeppnislaga að koma í veg fyrir að gripið sé til aðgerða gegn salmonellu og krafðist þess að erindi Neytendasamtakanna yrði vísað frá. Þrír framleiðendur með 70% markaðshlutdeild I áliti samkeppnisráðs segir markmið samkeppnislaga sé að efla virka samkeppni. Það sé skylda ráðsins að vinna að þessu markmiði og hún falli ekki niður þó að stjórn- völd grípi til samkeppnishamlandi aðgerða á grundvelli heilbrigðis- sjónarmiða. Samkeppnisráð bendir á að þrír kjúklingaframleiðendur séu með 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaðinum og erfitt sé fyrir nýja aðila að komast inn á þennan markmið. Þetta geri það að verkum að mildlvægt sé að yfirvöld fari gætilega með afskipti af mark- aðinum. Ljóst sé að með því að fækka framleiðendum á markaði sem einkennist af fákeppni og sterkri stöðu fárra aðila séu mögu- leikar til virkrar samkeppni skertir. Sjö ára framleiðslubann óviðkomandi salmonellu? Samkeppnisráð telur mikilvægt að auka heilbrigði framleiðslu í kjúklingarækt og líklegt sé að slíkt komi neytendum til góða í formi betri og ódýrari vöru. Landbúnað- arráðuneytið hefði hins vegar átt að sjá sjálft um framkvæmd á þessari aðgerð og erfitt sé að sjá hvaða til- gangi það þjóni að gera Félag kjúklingabænda aðila að slíku sam- komulagi. Vakin er athygli á að í samningi Félags kjúklingabænda við Fjöregg hf. og Ásgeir Eiríksson ehf. sé kveðið á um að fram- kvæmdastjórum félaganna og stjórnarmönnum sé bannað að koma að rekstri kjúklingabúa næstu sjö árin. Ekki verði séð með hvaða hætti bann á aðild þessara manna við þátttöku í kjúklingarækt tengist markmiði samningsins um útrýmingu á salmonellu í kjúklinga- rækt. Samkeppnisráð bendir á að vafasamt sé að þetta samningsá- kvæði standist 75. gr. stjómar- ski-árinnar um atvinnufrelsi. I úrskurði samkeppnisráðs er þetta ákvæði um 7 ára bann fram- kvæmdastjóra og stjómaarmanna kjúklingabúanna tveggja fellt úr gildi. Þá beinir ráðið þeim fyrirmæl- um til Félags kjúkhngabænda að leggja fyrir samkeppnisráð, innan þriggja mánaða, greinargerð um ástæður þess að þinglýst er sérstakri kvöð á hús þau sem Fjöregg hf. og Ásgeir Eiríksson ehf. notuðu til kjúklingaframleiðslu, um að húsin megi ekki nota til slíkrar framleiðslu í sjö ár. Þegar þessi greinargerð hgg- ur fyrir ætlar samkeppnisráð að taka þennan þátt málsins upp að nýju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.