Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 13

Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 13 FRÉTTIR Afköst GSM-kerfis- ins í Eyja- firði aukin AFKASTAGETA GSM kerfisins á Sámsstöðum í Eyjafirði sem sinnir meðal annars Melgerðismelum hefur verið tvöfölduð. Starfsmenn Landssímans hafa fylgst með álagi á kerfið og um leið og ljóst var að kerfið annað ekki álaginu var ákveðið að tvöfalda af- kastagetuna. OLÍUMÁLVERK úr Þórsmörk frá 1927 eftir Jóhannes Kjarval. Kjarvals- myndin úr Þórsmörk Sverrir Hermannsson boðar fund á fsafírði um fískveiðimál Kvótakerfínu sagt stríð á hendur SVERRIR Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri, hefur boðað til fundar um stjómmálaviðhorfið og fiskveiðimál á ísafirði næstkomandi mánudag. Verður fundurinn hald- inn í Stjórnsýsluhúsinu og hefst klukkan 20.30. Fundurinn hefst með ræðu Sverris og síðan verða leyfðar fyrir- spurnir. Fundarstjóri verður Matthías Bjamason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. „Þama verður núverandi fiskveiðikvóta- kerfi sagt stríð á hendur,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. Með þessum fundi segist hann hefja baráttu sína fyrir stofnun nýrra stjómmálasamtaka sem ætla að beita sér gegn núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi og frjálshyggju. Sverrir kvaðst hafa viljað fyrst bera niður á tveimur stöðum, ann- ars vegar þar sem hann á rætur sín- ar og hins vegar í sínu gamla kjör- dæmi á Austfjörðum og ráðgerir næsta fund á Egilsstöðum síðar í sumar. „Á haustdögum byrjar at- lagan í fundahöldum og skipulags- vinnu víða um land,“ segir Sverrir og heldur áfram: „Hér er komið að því að menn una ekki lengur við þetta kerfi þar sem verið er að færa aðaleign og auðlind þjóðarinnar á örfárra manna hendur með öllu því ótrúlega braski og svívirðu sem þessu hefur fylgt.“ ÖNNUR Kjarvalsmyndin úr lista- verkaeign Vestmannaeyja, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær að hefði fundist í Þjóðminjasafni 25 árum eftir gos, var samkvæmt númeri í gjafabrófi Sigfúsar M. Johnens og merkimiða á myndinni sögð heita Frá Dyrfjöllum, þó efa- semdir væru um að það væri rétt. Nú er komið í ljós að myndin er Úr Þórsmörk. Næsta mynd við, númer 14, í gjafabréfinu heitir raunar Þórsmerkurrani og er lík- legt að númerin hafi ruglast í asan- um þegar málverkin voru í gosinu flutt í land. Gunnar Hjaltason listmálari þekkti myndina og staðinn, enda var hann mjög kunnugur Kjarval, móðir hans systir mikUs stuðnings- manns hans, Ragnars Ásgeirssonar, og hann á sjálfur 10 myndir eftir Kjarval frá því fyrir 1930. Hann segir myndina frá 1927, málaða í Húsadal, horft í vest-suðvestur. Nýju sveitarstjórnarlögin Bráðabirgða- lög sett vegna réttaróvissu í GÆR voru gefin út bráðabirgða- lög um gildistöku sveitarstjórnar- laga til að eyða réttaróvissu sem myndast hafði vegna þess að und- irritun forseta fslands og auglýs- ing laganna í Stjómartíðindum fór fram eftir gildistöku laganna eins og hún var tiltekin í þeim sjálfum. Skrifstofa Alþingis sendi félags- málaráðuneytinu lögin undirrituð af forseta Alþingis 2. júní, degi síð- ar rituðu forseti og félagsmálaráð- herra undir þau og 5. júní vom þau auglýst í Stjórnartíðindum. Sam- kvæmt ákvæði í sveitarstjórnar- lögunum sjálfum áttu þau að taka gildi 1. júní. Efasemdir um gildistöku í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu segir að vegna þessa misræmis hafi komið fram efasemdir á síðustu dögum um að lögin hafi raunverulega öðlast gildi. í því sambandi er vitnað til dóms Hæstaréttar frá 25. septem- ber 1997 í máli nr. 136/1997. í ofangreindu máli úrskurðaði Hæstiréttur að ákvörðun Héraðs- dóms um refsingu byggða á nýj- um lögum ætti ekki við, því þau hefðu ekki verið auglýst í Stjórn- artíðindum fyrr en 9. mars 1995, en samkvæmt ákvæði í lögunum sjálfum hefðu þau átt að taka gildi 1. janúar sama ár. Taldi Hæsti- réttur því að um gildistöku lag- anna ættu að gilda ákvæði 7. greinar laga frá nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnarerinda, þar sem kveðið er á um almennan gildistökufrest eftir birtingu laga. Urskurður Hæstaréttar sam- kvæmt því var að lögin hefðu ekki tekið gildi fyrr en 1. júlí 1995, og refsiákvæði eldri laga hefðu því átt við um brot sem framin voru fram að þeim tíma. ------♦♦♦------- ■ LANDSSAMTÖK hjólreiða- manna hafa sent lögreglunni áskorun þar sem segir meðal ann- ars: Stjóm Landssamtaka hjólreiða- manna skorar á lögregluna í Reykjavík að hefja nú þegar átak til þess að fjarlægja bifreiðar af gangstéttum borgarinnar. Þær koma í veg fyrir eðlilega umferð gangandi fólks og hjólreiðamanna, hindra fólk sem kemur, barna- vagna og fólk í hjólastólum og hrekja það út á akbrautimar. íWÍMMWUMIIIlfMMMBaWaMai mmmMi Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eóalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir liknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar i huróum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - S0NATA - til framtiðar ÁrmúLa 13 • SLmi 575-1220 - 575 1200 Fax 568 3818 • bl@bl.is • www.bl.is Á EINSTÖKU TILB0ÐI í N0KKRA DAGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.