Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 17
VIÐSKIPTI
Vísitala neysluverðs
Hækkað um
1,9% síðustu
12 mánuði
SÍÐASTLIÐNA tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um 1,9%
og vísitala neysluverðs án húsnæðis
um 1,4%. Undanfarna þrjá mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækkað
um 0,3% sem jafngildir 1,1% verð-
bólgu á ári.
Samkvæmt fi'éttatílkynningu frá
Hagstofu Islands, reyndist vísitala
neysluverðs miðað við verðlag í júií-
bytjun vera 183,6 stíg og lækkaði um
0,2% frá júní 1998. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis í júlí reyndist vera 186,8
stíg og lækkaði um 0,4% frá júní 1998.
Aukin samkeppni í matvöruverslun
hefur nokkur áhrif á vísitöluna nú en
matur og drykkjarvörur lækkuðu um
2,2% sem olli 0,38% vísitölulækkun.
Vísitala neysluverðs í júlí 1998,
sem er 183,6 stig, gildir til verðtrygg-
ingar í ágúst 1998. Vísitala fyi-ir eldrí
fjárskuldbindingar, sem breytast eft-
ir lánskjaravísitölu, er 3.625 stig fyrir
ágúst 1998.
Verðbólga í EES ríkjum frá maí
1997 til maí 1998, mæld á samræmda
vísitölu neysluverðs, var 1,6% að
meðaltali. Verðbólga í Austurríki og
Frakklandi var 1,0%. A sama tímabili
var verðbólgan á Islandi 2,1% og í
helstu viðskiptalöndum Islendinga
1,5% að því er fram kemur í fréttatil-
kynningunni.
Verðbólga í
nokkrum ríkjum
Hækkun samræmdrar neysluverðs-
vísitölu frá maí 1997 til maí 1998
Irlandi l 2,4%
PortúgalL... 1 2,2%
Holland*! 1 2,1%
E3 ísland 1 1 2,1%
Ítalíal 1 2,0%
Spánnl 1 2,0%
Bretland 1 " 1 2,0%
Noregurl 1 1,8%
Bandaríkin 1 1,7%
Finnlandl 1 1,6%
Svíþjóð 1 1 1,6%
Danmörkl 1 1,4%
Belgía 1 ~1 1,3%
Lúxemborg f" 1 1,3%
Þýskaland L 1 1,1%
Austurríki* 1 1 1,0%
Frakkland CZH 1,0%
Japan□ 0,5%
Sviss D 0,1%
Meðalt. ESB*I~ZZ] 1,6%
Meðalt. EES* 1 1 1,6%
Viðsk.lönd** L ... 1 1,5%
’ Bráðabirgðatölur ” Skv gengisvog Seðlab. isl.
Miklir ávöxtunar-
möguleikar hj á erlend-
um verðbréfasjóðum
DR. KLAUS Jung,
forstjóri ráðgjafarfyr-
irtækisins Dr. Jung &
Partners GmbH í
Munchen, segir
mögulegt að auka líf-
eyristekjur sínar svo
um muni með aðstoð
verðbréfasjóða. „Fólk
eyðir venjulega ekki
öllum þeim peningum
sem það vinnur hörð-
um höndum við að
afla. Venjulega setur
það hluta þeirra til
hliðar; til að eiga fyr-
ir menntun barna
sinna eða til að eiga á
elliárunum. Eg segi:
Þegar þú leggur fé
inn á sparireikning
hjá banka, færðu ekki
meira en 2-3% vexti.
Hvað gerir bankinn
við péningana þína?
Hann veitir lán á 6-
8% vöxtum. Bankinn græðir
semsagt á peningunum þínum
og takmarkar ávöxtun þína
við 3%. Frekar en að „svæfa“
peningaeign þína í banka ætt-
irðu að fjárfesta í fyrirtækj-
um. Þar vinna peningarnir
fyrir þig.“
En dr. Klaus segir að hinn
almenni fjárfestir hafi ekki
tíma til að huga að fjárfest-
ingum í hinum ýmsu fyrir-
tækjum; stundum ekki nægt
fjármagn til að íjárfesta í
mörgum félögum. „Þess vegna
er hinum almenna fjárfesta
Hann nefnir, sem
dæmi um trausta
verðbréfasjóði,
Pioneer-sjóðinn, sem
Islenskir fjárfestar
ehf. eru fulltrúar
fyrir hér á landi, en
dr. Jung er hér á
landi á vegum
þeirra. Hann segist
geta sýnt fram á að
meðaltals árleg
ávöxtun sjóðsins hafi
verið 13% frá stofn-
un hans 1928. Til að
mynda megi nefna,
að ef fjárfestir hefði
opnað reikning í
sjóðnum árið 1978
fyrir 1.000 dollara og
borgað síðan 200 dollara á
mánuði til viðbótar, hefði
hann í fyrra átt rúmlega
262.000 dollara.
Dr. Jung hyggst koma hing-
að til lands á ný í nóvember og
flytja fyrirlestur sem verður
öllum opinn.
hagstætt að festa fé
sitt í verðbréfasjóð-
um,“ segir hann.
13% meðal-
ávöxtun á ári
Bílheimar ehf,
Sœvarhöfða 2a
S: 525 9000
/fgm'
Þetta er enginn venjulegur Saab
Saab er engin venjuleg bifreið. Saab er
bifreið sem framleidd er til að mæta kröfum
eigandans og gott betur. Öll höfum við
mismundandi kröfur. Þess vegna er hver
Saab framleiddur eftir forskrift hins verðandi
eiganda.
Við hjá Saab tölum ekki um þægileg sæti
og vandaðan frágang.Við lítum á það sem
sjálfsagðan hlut. Hlutir eins og fjórir
loftpúðar, rafeindastýrð ABS hemlalæsivörn
og virk SAHR höfuðvörn eru aðeins hluti
af Saab Safeseat hugmyndafræðinni.
Saab er ólýsanleg bifreið. Þú verður að
upplifa hana að Sævarhöfða 2a.