Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 24

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 LWK “rgeirsson eru enn að fJs e,,ln MÁLTÆKIÐ segir að eft- ir höfðinu dansi limimir en á Pollamóti Þórs á Akureyri um helgina, þegar rúmlega 600 knattspymuhetj- ur frá aldrinum 30 ára og uppúr reyndu að láta það ganga eftir, var erfitt að átta sig á inntakinu í fyrr- greindum málshætti. Að vísu var al- veg víst að höfuðið vissi alveg hvað ætti að gera og hvemig bera ætti sig að við hinar ýmsu knattspyrnukúnst- ir, líkt og pollarnir höfðu séð á heims- meistarakeppninni í sjónvarpinu. Vandamálið lá hinsvegar í því limim- ir og skrokkurinn voru ekki í stakk búnir til að fylgja skipunum að ofan eftir. En það verður að taka viljann fyrir verkið og fyrir vikið gerðu menn góðlátlegt grín að öllu saman - sjálfum sér og öðrum - svo að úr varð stórskemmtileg knattspymu- helgi með iðandi skemmtilegu mann- lífi þó svo að syði reglulega uppúr. Tíu ár eru síðan Aðalsteinn Sigur- geirsson, Benedikt Guðmundsson og Bjarni Hafþór Helgason sátu í sturtr unni eftir „old boys“ æfingu hjá Þór og hugmynd um að halda 7 liða knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri laust niður í koll þeirra. Þeir létu ekki þar við sitja, Bjarni Hafþór samdi Pollamótslagið og Aðalsteinn og Benedikt, báðir fyrrverandi for- menn Þórs, hófu undirbúning að 16 liða knattspyrnumóti fyrir polla 30 ára og eldri. Nú tíu árum síðar er mótið enn við lýði en liðin orðin sex- tíu og komast færri að en vildu - um- fangið má varla vera meira enda nálgast fjöldi knattspymukappa ásamt fylgdarliði annað þúsundið. Norðangarri eða sólarströnd I mörg horn þurfti að líta, til dæmis huga að dagsetningu, því brugðið getur til beggja vona með blíðuna á Akureyri - norðanáttin getur verið nöpur en í sunnanáttinni er oft blíða, sem gefur Spánarströnd lítið eftir. Því var haldið til Veður- stofunnar og beðið um tölur um veð- urlag á Akureyri, hitastig og vind- hraða, frá því mælingar hófust til að sjá hvenær viðraði best til móts. Eftir úttekt á þeim tölum kom í ljós að fyrsta helgi í júlí hafði í gegnum tíðina verið hagstæðust og undanfar- in tíu ár hefur það sjaldan svikið. Og ekki sviku veðurguðimir á fimmtudag. Mannlífið var iðandi, fólk hópaðist á svæðið, margir höfðu komið oft áður og hittu fyrir gamla kunningja, sem höfðu att við þá kappi auk þess, sem eiginkonur og börn höfðu einnig bundist vináttu- böndum. Ýmist bjó fólk í tjöldum á svæðinu eða hafði leigt sér húsnæði á Akureyri eða nágrenni en margir panta að ári við brottför að móti loknu. Öllu til tjaldað Föstudagurinn rann upp bjartur og fagur. Leikir hófust klukkan níu að morgni en þá þegar voru margir mættir - höfðu mætt upp úr klukkan átta til að hita upp og svoleiðis en fólkið í mótsstjóminni sagði að þetta væri alltaf svona, karlamir væro svo spenntir fyrir leikina og hlakkaði svo til, sum lið lékju færri leiki en aðrir og þeir vildu njóta hverrar mínútu Sveittir og þreyttir en afar einbeittir Pollar, margir með grátt í vöngum og sýni- lega velmegun um sig miðja, spreyttu sig í knattspyrnu á Pollamóti Þórs á Akureyri um helgina. Stefán Stefánsson fylgdist með iðandi mannlífínu, mörgum vel meint- um tilþrifum og hreifst með. Svona svipað og á hinu fótboltamótinu BRÆÐURNIR Magnús og Jó- hannes Bárðarsynir léku úr- slitaleikinn í lávarðadeildinni hvor með sínu liðinu, Magnús með Þrótti og Jóhannes með Vfldngum. „Eg er alltaf að segja honum til því hann er jú yngri en ég,“ sagði Magnús, sem hafði betur í leiknum. Hemmi Gunn og rækjurnar endalausu HERMANN Gunnarsson, knatt- spyrnuhetja og skemmtikraftur, mætti á Þórssvæðið til að fylgjast með en vegna mikillar Ieik- mannaeklu var hann settur á leikmannamarkaðinn hvort sem honum likaði betur eða verr. ís- firðingar þóttust heppnir og buðu í Hermann en samningar náðust ekki fyrr en þeir buðu honum endalausar rækjur. Þá sagði Hemmi já. Isfirðingar geta verið slyngir í samningum og sumir þeirra sögðu - öðrum en Hermanni - að þeir ætluðu að taka nokkrar rælqur og skera af þeim endana og þá fengi Hermann sínar enda- Iausu rækjur. Hermann spilaði einn leik, hélt sig mjög framar- lega á vellinum en þar sem ís- firðingar voru frekar uppteknir í vamarleiknum fékk hann aldrei boltann og gaf sér meðal annars tíma til að Ieyfa Valtý Birni Val- týssyni á Stöð 2 að taka við sig viðtal inni á vellinum. Samning- um var því rift eftir leik en það fréttist að Hermann væri falur á ný og þá fyrir majones og egg - hann langaði í rækjusalat. Hófst þá atið. Hart var barist og oft vantaði nokkra metra upp á sprett eða boltinn fór ekki alveg áætlaða leið. Mönnum hitnaði í hamsi en voru yfirleitt fljótir til að fyrirgefa því nota þurfti orkuna í annað. Á milli leikja skroppu kapp- arnir inn í Hamar, hið glæsilega fé- lagsheimili Þórs, til að sjá aðra kappa sparka tuðro því úrslitaleikir heimsmeistarakeppninnar voru í fullum gangi á stórum skjám. Þegar í næsta leik kom voro menn því oft fullir af hugmyndum um hvemig leikkerfum skyldu gerð skil og hvernig væri best að bera sig að við listina. Allt tók þetta sinn toll og er leið að kvöldi fór að draga úr þrótti, andinn var að sönnu reiðubúinn en skrokkurinn síður. Hinsvegar er ljóst að margir sofnuðu bæði fast og snemma því að laugardagsmorgni voro síðustu leikir í riðlum og loks úrslitaleikir. Á laugardagsmorgni minntu veðurguðimir ó hver það er sem ræður og létu Kára blása kulda að norðan svo að það reyndi á þolrif eiginkvenna og barna, sem mætt voru kappklædd til leiks. Lið féllu úr leik eitt af öðru og flestir voro sáttir við sitt. Eins og við var að búast hafði það allt sínar skýringar, Lóvarðar sögðust vissulega leika ró- lega knattspymu en lékju þess betur og ekki þyrfti að endursýna hægt frá þeirra leikjum - ekki væri hægt að KRAKKARNIR á Þórssvæðinu söfnuðu mörg hver flestum myndum Fylkismanna því flatbaka í verðlaun heillaði. fara öllu hægar og þá gall við í son- arsyni: „Já, þetta er ýkt hægt.“ Fylkir persónu- leiki mótsins Lokahóf mótsins fór fram í íþróttahöllinni að laugardagskvöldi. Þar var meðal annars tilkynnt um niðurstöðu kosninga um besta varn- armann, sóknarmann og markvörð auk markakónga. Að auki útnefndir Skaphundar Pollamótsins, sem keppendur höfðu kosið úr hvorom flokki en hvorugur sá sér fært að mæta á samkomuna. Öllu meiri veg- tylla var titfllinn Persónuleiki Polla- mótsins og kom hann í hlut Bjarna Sverrissonar úr IR-a í yngri flokkn- um. Persónuleiki Lávarðadeildar var lið Fylkis í heild sinni en þeir tóku sig til og gáfu út leikmannamyndir fyrir mótið en þeir, sem náðu að safna öllum 36 myndunum gátu unn- ið sér inn flatböku. Að auki lituðu þeir á sér hárið í Fylkislitum. Var mál manna að þeir hefðu hresst upp á grínið í mótinu og aðrir mættu fylgja í kjölfarið til að glensið og grínið yrði áfram mikilvægur þáttur á þessu móti. Og úrsht, Þróttui- vann Víking í Lávarðadeildinni og Ökkli sigraði KR í yngri flokknum. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson GÖMUL „International" dráttarvél fékk nýtt hlutverk og hefur eflaust verið sátt við það. spenntir í fínum búningum með allar græjurnar á hreinu. Viða var greini- lega fátt til sparað, flestir voru með nýmóðins orkudrykki - sögðust að vísu ekkert endilega hafa mikla trú á mætti auglýsinga en nú þurfti að tjalda öllu tíl. Markverðir margir voru í skrautlegum búningum með alvöromarkmannshanska af nýjustu gerð og skómir í öllum regnbogans litum - svona rétt eins og á heims- meistarakeppninni. Treyjurnar voru flestar fallegar þó að þær væro margar fullstrekktar að framan. Inn á milli voro þó miklir íþróttagarpar, sem höfðu greinilega haldið línunum eins og þeir vilja hafa þær en baráttu- gleðin einkenndi þá alla. FYLKISMENN voru líflegir á mótinu og lituðu meðal annars á sér hárið í stfl við lit félagsins. Þó að Kjartan Björnsson segðist vera með náttúrlegt slíkt rautt hár kom það fyrir lítið - einn fyrir alla og allir fyrir einn - og Birgir Vagnsson dró fram litabrúsann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.