Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ViKI)
M
LAUGARDAGUR 11. JULI1997
25
Enn vakna
bjartar vonir
PRÆGASTA lið Pollamótsins er
án efa Bjartar vonir vakna en liðs-
menn þess hafa keppt á öllum mót-
unum frá upphafi og jafnan verið
með ýmsar uppákomur. Eitt árið
til dæmis ýtti fyrirliðinn barna-
vagni á undan sér inn á völlinn
með, í honum voru keppnisbúning-
arnir og leikmenn klæddu sig í þá
inn á velli en þemað var afturhvarf
til æsku. Þeir hafa einnig hitað
upp með hljómsveit og spiluðu þá
leiknienn fyrir og eftir leiki en
hljóðfærin voru gítar, saxófónn og
harmoníka. Liðið hefur einnig sér-
stakt hirðskáld, Friðrik Stein-
grímsson frá Grímsstöðum.
Félagið var stofnað við eldhús-
borðið hjá Olafi Sverrissyni fyrir
tíu árum þegar hann, Róbert Agn-
arsson og Kristján Yngvason
ákváðu að selja saman „old boys“
lið og voru að hanna búninga. Ró-
bert hafði þá hannað merkið og
var stoltur mjög af því að hafa
bætt inn á merkið „Mývatni allt“.
Rósa Jónsdóttir, kona Olafs, stakk
síðan upp á nafninu Bjartar vonir
vakna - hún taldi það segja allt
sem segja þurfti.
„Hvað við ætlum að vera lengi
að? - það veit guð almáttugur,“
sagði Ólafur þegar spurður um
hvort eiga mætti von á liðinu
næsta ár. „Ætli við sjáum ekki til
eftir tíu ár til viðbótar. Við náðum
í undanúrslit í fyrra en vorum eitt-
hvað neðar núna en það skiptir
ekki mestu máli. Mest er um vert
að hafa gaman af þessu og bjartar
vonir eru vissulega enn að vakna
hjá okkur.“
LIÐSMENN Bjartar vonir vakna hafa tekið þátt í öllum tíu Pollamótun-
um og beðnir um að stilla sér upp fyrir myndatöku voru þeir ekki lengi
að verða við því - „strákar, Ungmennafélagsuppstillingin," sagði fyrirlið-
inn og afraksturinn má sjá hér að ofan. Þeir eru, í neðri röð frá vinstri:
Jóhannes Steingrímsson, Hinrik Árni Bóasson, Jón „Lambi“ Harðarson,
Sverrir Haraldsson. Efri röð frá vinstri: Páll Ríkharðsson, Ólafur Sverr-
isson, Jónas Pétur Pétursson, Kristján Yngvason, Egill Freysteinsson.
Hökta um völlinn hærugráir
huppasíðir Mývetningar
HIRÐSKÁLD Bjartra vona
vakna, Friðrik Steingrímsson frá
Grímsstöðum í Mývatnssveit, hef-
ur samið vísur eða söngtexta fyrir
flest Pollamótin í gegnum árin.
Eftirfarandi eru nokkur sýnis-
horn. Fyrst er söngtexti saminn
íyrh’ Pollamótið 1989 við lagið
„Hafíð bláa hafið“.
Bjartar vonir vakna
er víkur elli
vöðum fram um víðim völl í dag.
Stórirjá og stæðilegir á velli
syngjum við vort baráttunnar
lag.
Bolta gefum spörk
allir skorum mörk
brunum fram í bráðum hug.
Þó vambir víða hristist
og keppir þeir birtist
sýnum við vorn styrk og
drengjadug.
Friðrik samdi einnig eftirfarandi
fyrir Pollamótið á síðasta ári:
Lávarðanna kappar knáir
kempur þykjast vera slyngar
hökta á völlinn hærugráir
huppasíðir Mývetningar.
Eins þó hafí skorpinn skrokk
skakkan bæði og snúinn
allajafna er þó nokk
andinn reiðubúinn.
Þó svo heildin heldur aum
hampi gengi slöku
skulu konugreyin gaum
gefa næstu stöku.
Þó að fimir fætur
fari að tapa snilli
eru þeir samt eins og fyrr
ókey þar á milli.
Fékk yfír
mig flóðhest
ÁRNI Freysteinsson úr KA kallar
ekki allt ömmu sína og þó að hann
brákaði viðbein þegar „hann fékk
yfir sig flóðhest“ að eigin sögn,
hélt hann sínu striki og lét vefja
um öxlina til að ná næsta leik.
Þegar spurður um hvort hann
gæti beitt sér almennilega með
hægri öxlina veika sagðist hann
enn hafa þá vinstri til að tuska
mótheijanna til.
íí.
iPPl!..aaS’B
VARNARVEGGUR Víkvetja í aukaspyrnu var vígalegur þó að sum lið hefðu uppá að bjóða mun fleiri
rúmmetra í vörninni.
Ofnar og helluborð
Blöndunartæki sem hjálpa þér
að hafa eldhúsið þitt aðeins
öðruvísi - Gæðatæki - Fáguð
hönnun
Blöndunartæki
WðeruminæstahUS' V'ð//^
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
á íslandi
Stærsia hoimiiis-og rBltækjaverslunafkflÖ|a f Evrópu
NARDI
DHÚSTÆKJA
/ m ■ 9-11 júlí
Fáanlegt í
hvítu,
svörtu,
kopar og
stál
Dagana 9-11 júli
veröur hjá okkur
sérfræöingur frá
=*<=NARDI
og gefur góð ráð viö
val á eldhústækjum.
Einnig kynnum viö
Gessi blöndunartæki
sem og Airone
eldhúsháfa.
RflFTíEKMPERZLUN ÍSLflNDSIf
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Fáanlegt í
hvítu,
svörtu,
kopar,
stál og
grænu
daga