Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 27 HESTAR , Morgunblaðið/Ásdís LINDA Rún Pétursdóttir og Fasi frá Nýjabæ kampakát og tilbúin í úrslitakeppnina á sunnudaginn. Skiptast á skin og skúrir ÞAÐ skiptast á skin og skúrir í barnakeppninni eins og / öðru. Eftir forkeppni í barnaflokki var Linda Rún Pétursdóttir langefst, en þegar milliriðli var lokið kom babb í bátinn og ljóst var að þrátt fyrir að hafa hækkað í einkunn var hún kom- in niður í fímmta sæti. Linda Rún er þó ekki af baki dottin. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að í úrslitunum, sem fara fram á sunnudag, mundi hún bara reyna að gera sitt besta og sjá hvernig færi. Linda Rún keppir á hestin- um Fasa frá Nýjabæ sem er í eigu móður hennar, Kol- brúnar K. Ólafsdóttur. „Ég á svona pmulítið í honum,“ segir Linda Rún. „Mér fínnst Fasi mjög góður hestur og hann er svolítið öðruvísi en aðrir hestar. Hann er svolítið frekur því eflaust er ég búin að dekra of mikið við hann. En ég held mikið upp á hann,“ segir hún. Linda Rún segist hafa undir- búið sig vel eftir að ákveðið var að hún tæki þátt í úrtökukeppni fyrir Landsmótið hjá Hesta- mannafélaginu Herði í vor. Hún segist hafa æft sig á hveijum degi og það gerði bróðir hennar, Guðmar Þór Pétursson einnig, en hann keppir í Ungmenna- flokki og er kominn í úrslit þar. „Ég var svolítið taugaóstyrk þegar ég vissi að ég kæmist á Landsmótið. Þegar ég byijaði svo í forkeppninni hér var ég líka spennt, en reyndi bara að gera mitt besta. Ég var mjög hissa að ég skyldi verða efst. Og það urðu auðvitað líka von- brigði að falla niður í fímmta sæti í dag, en Fasi stökk upp þegar ég var að sýna yfírferð- ina. En ég er a.m.k. inni í úrslit- um og maður veit aldrei hvern- ig fer.“ Morgunblaðið/Ásdís KAREN Líndal Marteinsdóttir er efst í unglingaflokki á hestinum Manna frá Vestri-Leirárgörðum. Sviptingar í yngri flokkunum MIKLAR sviptingar urðu í keppni í milliriðlum í barna- og unglinga- flokki á Landsmótinu í gær. Þeir sem keppa til úrslita í ung- mennaflokki eru Davíð Matthías- son, Fáki, á Prata frá Stóra-Hofi með 8,65, Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Háfeta frá Þingnesi með 8,59, Sigurður Halldórsson, Gusti, á Krapa frá Kirkjuskógi með 8,55, Marta Jónsdóttir, Mána, á Rrumma frá Geldingalæk með 8,54, Gunnhildur Sveinbjömsdóttir, Fáki, á Náttfara frá Kópareykjum með 8,54, Ragnheiður Kristjáns- dóttir, Fáki, á Dára frá Keldudal með 8,51, Kristín Þórðardóttir, Geysi, á Glanna með 8,45, Ásta Dögg Bjamadóttir, Gusti, á Eldi frá Hóli með 8,41, Garðar Hólm Birgisson, Herði, á Ónari frá Breiðabólsstað með 8,40 og Agnar Snorri Stefánsson, Hring, á Toppi frá Hömluholtum með 8,38. I unglingaflokki skaust Karen Líndal Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá Vestri-Leirárgörðum upp í fyrsta sætið með 8,69. Aðrir í úrslitum era Daníel I. Smárason, Sörla, á Seið frá Sigmundarstöðum með 8,60, Hinrik Þór Sigurðsson, Sörla, á Val frá Litla-Bergi með 8,58, Silvía Sigurbjömsdóttir, Fáki, á Djákna frá Litla-Dunhaga með 8,56, Sigurður S. Pálsson, Herði, á Rimmu frá Ytri-Bægisá með 8,55, Guðmundur Ó. Unnarsson, Mána, á Mósa frá Múlakoti með 8,55, Ing- unn Birna Ingólfsdóttir, Andvara, á Sprengju frá Kálfholti með 8,53, Viðar Ingólfsson, Fáki, á Grímu með 8,51, Þórdís Erla Gunnarsdótt- ir, Fáki, á Stirni frá Kvíarhóli með 8,49 og Árni Pálsson, Fáki, á Fjalari frá Feti með 8,47. Elva Björk Margeirsdóttir, Mána, á hestinum Svarti frá Sól- heimatungu, fór úr 11. I 1. sæti og hækkaði sig úr 8,25 í 8,66. Maríanna Magnúsdóttir, Fáki, á Ekkju frá Hólum, hækkaði sig úr 18. sæti í 2. sæti með 8,55 og Vala Dís Birgis- dóttir, Gusti, fór úr 19. sæti í það 3. með 8,54. Aðrir í úrslitum era þau Fanney D. Indriðadóttir, Þyt, á Nátthrafni frá Grafarkoti með 8,51, Linda Rún Pétursdóttir, Herði, á Fasa frá Nýja-Bæ með 8,45, Laufey G. Kristinsdóttir, Geysi, á Kosti frá Tókastöðum með 8,44, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Mána, á Skugga frá Skeljabrekku með 8,44, Daði Erl- ingsson, Herði, á Nökkva frá Sauð- árkróki með 8,44, Sigurþór Sigurðs- son, Fáki, á Erli frá Leifsstöðum með 8,44 og Freyja Amble Gísla- dóttir, Sleipni, á Muggi frá Stangar- holti með 8,43. EUMENIA EUMENIAX Euronova þvottavél • 3 kg af þvotti • vinduhraði 600 snún./mín. eða 800 snún./mín. • til í ýmsum litum • mál 67 x 46 x 45 cm Verð frá kr. 59.900 stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Fáðu þér 10 raða lottómiða með Jóker og þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins. í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið. Tvöfaldur /. vumingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.