Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 29 irnir láti sér ekki kveðjur af þessu tagi í léttu rúmi liggja - þeir leika fyrst og síðast fyrir sína þjóð og þurfa víst ekki að óttast að hún snúi við þeim baki á örlagastund. Síðast unnu þeii- í vítaspyrnukeppni og landar þeirra erfa það ugglaust ekki við þá þótt þeir ljúki ætlunarverkinu ekki fyrr en við sömu aðstæður að þessu sinni. Þjóðin krefst þess að lið hennar fari með sigur af hólmi, hvað sem það kostar! Ekki er spurt um skemmtanagildi leiksins, aðeins úr- slit, og telji þjálfarinn að markmiðinu verði helst náð með því að leika af festu og varfæmi - þá það. „Þetta er bara knattspyma!" Eitt- hvað á þessa leið vom ummæli Loga Olafssonar, knattspymusérfræðings sjónvarps, þegar vítaspymukeppnin milli Brasilíu og Hollands var að bresta á í undanúrslitunum, svona eins og til að róa taugar þeirra sem sátu við skjáinn. Þvílíkur misskiln- ingur! I Brasilíu er ekkert til sem heitir „bara knattspyrna" - þar um slóðir er knattspyrna lífið. Andleg heilsa þjóðarinnar veltur á úrslitum í leik sem þessum - tap er eins og að missa ástvin. Svo einfalt er málið! kappar voru skemmtikraftar í orðs- ins_ fyllstu merkingu. I seinni tíð hittir maður þó æ færri sem styðja Brasilíumenn enda hafa þeir, þrátt fyrir að leika nú í annað sinn í röð til úrslita á HM, að margra dómi bmgðist skyldum sínum - að skemmta áhorfendum. Það er vissu- lega rétt, Brasilíumenn em komnir nokkuð langt frá uppmna sínum, samba- takturinn seiðandi hefur að mestu vikið fyrir festu og stöðugleika. Ætti svo sem engan að undra - þjóðin sættir sig ekki við annað en heimsmeistaratitil. Og hvað unnu Zico, Sókrates og þeir marga slíka? Engan! Fáir, ef nokkur, hugsuðu á hinn bóginn til þeirra eins og góður vinur minn, prúður maður og vel upp alinn, hugsar til mannanna sem etja munu kappi við Frakka á morgun. „Ég trúi því ekki að þessir helv... Brasilíumenn verði heimsmeistarar aftur,“ sagði hann á dögunum og talaði eflaust fyr- fr munn margra knattspymuunn- enda. „Þeir era svo leiðinlegir!" En ætli brasilísku landsliðsmenn- Stuðning, takk! I Frakklandi er þessu öfugt farið. Knattspyrna er að vísu vinsælasta íþróttin í landinu en það er allt sem hún er - íþrótt. „Við þekkjum franska alþýðu," segir Aime Jacquet landsliðsþjálfari, „hún samanstendur af fólki sem fylgist með en ekki stuðningsmönnum. Fólk hefur beðið þess að sjá hvernig okkur myndi ganga en nú þegar við emm komnir alla leið í úrslit verður það að gjöra svo vel að styðja við bakið á okkur!“ Ef marka má andrúmsloftið á Þjóð- arleikvanginum þegar heimamenn öttu kappi við Króata í undanúrslitum á miðvikudag á Jacquet aftur á móti ekki von á góðu. „Þetta var eins og í jarðarför,“ segir fyrirliðinn Didier Deschamps. „Ég kom auga á sveit spari- klæddra manna sem fylgd- ist með leiknum þegjandi og hljóðalaust. Þetta stafar af því að fólkið sem vii-kilega kærir sig um okkur, hinir raunvemlegu stuðningsmenn, höfðu ekki efni á að kaupa miða á leikinn. Það er synd og skömm - við þurfum á þessu fólki að halda!“ Heimavöllurinn er því ef til vill ekki eins drjúgur og hann ætti að vera. Á því græða Brasilíumenn. Þegar allt kemur til alls ráðast úr- slitin eigi að síður hvorki á áhorf- endapöllunum né fyrir framan sjón- varpið - heldur á vellinum sjálfum. Og þar hafa þjóðirnar jafn mörgum mönnum á að skipa. „Þetta var eins og I jarðarför“ Skemmdairerk í Hvalfiarðargöngum Morgunblaðið/Golli SKEMMDARVARGARNIR óku á hlið sem lokaði göngunum og brutu það. i «5 STARFSMAÐUR Fossvirkis sópar upp glerbrotum úr bíl sem mennirnir óku á og skemmdu inni í göngunum. Tveir menn eru grun- aðir um verknaðinn KEMMDIR vora unnar í Hvalfj arðargöngunum snemma í gærmorgun, bæði á veggjum ganganna sjálfra, merking- um og lokunum fyrir göngin, og öku- tækjum meðal annars. Skemmdar- vargarnir tæmdu einnig úr tveimur slökkvitækjum inni í göngunum og unnu tjón á þeim. Lögreglan handtók tvo menn í gær sem eru grunaðir um verknað- inn. Að sögn Sigfúsar Thorarensen hjá Fossvirki var umsvifalaust farið í að laga það sem skemmt var, eftir að lögregla hafði rannsakað verksummerki, og síðdegis í gær var lagfæringum að mestu lokið. Að hans sögn tefja skemmdarverkin ekki fyrir opnun ganganna í dag. Ljósavél, bflar og húsnæði skemmt Lögreglan í Reykjavík telur að tjónið skipti hundraðum þúsunda. ^Tjónið talið skipta himdruð- um þúsunda Að sögn lögreglunnar komu mennirnir að gangamunnanum Reykjavíkurmegin og bmtust inn í vinnuskúr þar sem þeir stálu lykli að bíl sem stóð fyrir utan skúrinn. Þeir óku síðan bílnum á milli vinnu- vélar, sem stóð við gangaopið og átti að loka fyrir umferð, og vegriðs með þeim afleiðingum að vegriðið bognaði og vinnuvélin færðist úr stað. Um leið varð nokkurt tjón á bílnum. Inni í göngunum keyrðu skemmdarvargarnir á lítinn vörubíl og skemmdu ljósavél, rafmagns- töflu og slökkvitæki, eins og sagt var frá hér á undan. Bíllinn var síð- an skilinn eftir við gangaopið Akra- nesmegin og þar var tekin vinnuvél og henni ekið til baka inn í göngin. Gæsla var inni og úti í nótt „Þetta er með ólíkindum. Það er ljóst að tjónið skiptir hundruðum þúsunda," sagði Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík í samtali við Morgunblaðið. Skemmdarverkin vom unnin á sjötta tímanum í gærmorgun en tO- kynning um þau barst lögreglu um klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan hafði nýlega yfirgefið göngin eftir bmnaæfingar sem þar höfðu farið fram og vaktmaður sem var á staðn- um varð ekki var við skemmdarvarg- ana. Ekki var gæsla inni í göngunum á þeim tíma þegar tjónið var unnið. Lögreglan var með gæslu við göngin og inni í göngunum í nótt til að tryggja að allt yrði með ró og spekt nóttina fyrir opinbera opnun þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.