Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Kúla í
mjöðm
Réttinn á að þjáningar manns séu
linaðar á maður hvort sem maður
krefst hans eða ekki.
V'IKVERJI Morgun-
blaðsins tók á þriðju-
daginn upp þráðinn í
vangaveltum sem
staðið hafa á síðum
blaðsins um misrétti eða ekki í
heilsugæslu. Spurði Víkverji
hvaða misrétti væri fólgið í því
að aðstandendur gigtarsjúklings
létu á móti sér að fara í sólar-
landaferð eitt árið og keyptu í
staðinn aðgerð fyrir sjúklinginn,
sem þyrfti því ekki að bíða á
löngum lista eftir að komast í
aðgerð á kostnað opinberrar
heilsugæslu.
Það blasir kannski ekki við að
misrétti felist í slíku, síst af öllu
ef litið er til þess, eins og Vík-
verji benti á, að við þetta myndi
fækka á biðlistanum og þeir sem
VIÐHORF l^Síoka.t
Eftir Kristján ofar- Þetta er
G. Arngrímsson án efa rétt.
Eftir því sem
meiri peningar eru veittir til
heilsugæslu, hvort heldur þeir
koma frá hinu opinbera eða
einkaaðilum, eykst skilvirkni
þess. Ef kostur er á að fólk
kaupi sér sjálft sjúkrahússþjón-
ustu eykst hagkvæmni.
En gleymum því samt ekki að
það væri líka hægt að auka skil-
virknina (og stytta biðlistana)
með því að veita meiri peninga
frá hinu opinbera í heilsugæslu -
nú eða bara nýta betur þá sem
þegar er veitt þangað.
Viðhorf Víkverja Morgun-
blaðsins virðist fela í sér að hag-
kvæmni skuli teljast lykilatriðið
þegar metið er hvað er gott heil-
brigðiskerfí. Þetta vekur hins
vegar þá spumingu hvort hag-
kvæmnin ýti þá ekki sanngirni
til hliðar.
Þeir sem þjáðst hafa af
mjaðmagigt, eða annarri gigt,
vita að kvalimar sem fylgja em
óbærilegar, og þar að auki verð-
ur erfítt, og stundum ómögulegt,
að hreyfa sig. Þetta er í raun og
vera fötlun. Markmið læknisað-
gerðar er því augljóslega það, að
lina þjáningar sjúklings og auka
gæði lífs hans.
Líklega yrðu fáir til að neita
því, að allir sem eiga um sárt að
binda af þessum völdum eigi
rétt á því að þjáningar þeirra
séu linaðar eftir sem er læknis-
fræðilega mögulegt. Þess vegna
má segja að allir sem þjást af
mjaðmagigt séu á „biðlista" eftir
því að þjáningar þeirra verði lin-
aðar með læknisaðgerð og gervi-
liður - kúla - settur í mjöðmina.
Þessi listi er í rauninni hvergi
skrifaður, hann er ekki formleg-
ur; réttinn á að þjáningar manns
séu linaðar á maður hvort sem
maður krefst hans eða ekld.
Gleymum því ekki að þeir sem
eru á listanum era þeir sem
þjást af liðagigt, en þeir sem
gætu orðið á listanum era eigin-
lega allir aðrir - að minnsta kosti
er óhætt að fullyrða að við eram
öll líkleg til að þurfa á einhvers
konar læknisþjónustu að halda.
Spumingin sem kviknar núna
er því sú, hver eigi að fá að fara
næst í aðgerð. Með öðram orð-
um, hvernig á að raða á þennan
lista? Það er hin alræmda
spuming um forgangsröðun sem
hefur allt í einu skotið upp koll-
inum sem þungamiðja þessara
vangaveltna. Til hvaða þátta ber
að taka tillit þegar sjúklingum
er raðað í forgangsröð? Hver er
mælikvarðinn sem hægt er að
nota til að ákvarða hver eigi að
vera næstur?
Sá sem beðið hefur lengst? Sá
sem þjáist mest? (Er hægt að
mæla þjáningar?) Sá sem hefur
efni á að borga sjálfur? Ef val-
kostir í heilbrigðisþjónustu era
auknir með þeim hætti að þeir
sem hafa efni á að borga sjálfír
geti hoppað út úr „hinni opin-
beru“ biðröð er í raun og vera
verið að hleypa þeim fremst í
þessa sömu röð. Það er að segja,
þeir fá að hlaupa fremst á list-
ann sem nefndur var hér að
framan, listann yfir alla þá sem
eiga rétt á að þjáningar þeirra
séu linaðar.
Og ef hafður er í huga listinn
yfír spurningamar um það hvað
beri að taka með í reikninginn
þegar raðað er á forgangslistann
kemur í ljós að það virðist vera
síðasta spurningin sem svarað
hefur verið játandi, ef „valkostir
í heilsugæslu" era auknir með
þessum hætti. Að minnsta kosti
virðist greiðslugeta vera orðin
einn af þáttunum sem hefur
áhrif á það hvernig raðast á for-
gangslistann.
Það væri að öllum líkindum
hagkvæmt, eins og fallist var á
hér í upphafí. En er þar með
sagt að það væri sanngjamt?
Reyndar er hægt að færa rök
að því að þetta væri vafasamt
fyrirkomulag án þess að höfða
til þess sem réttlætismáls að
maður hugsi um hag annarra.
Slík rök má smíða á forsendum
hreinnar eiginhagsmunasemi, til
dæmis á eftirfarandi hátt:
Þýski heimspekingurinn
Immanuel Kant er einn kunn-
asti talsmaður þeirrar kenning-
ar að meðlíðan (eða samúð)
manna í millum sé forsenda sið-
ferðis. Hann benti engu að síður
á það í bók sinni, Undirstöður
framspeki siðlegrar breytni, að
jafnvel þótt menn hugsuðu bara
um sjálfa sig og væra ekki að
velta sér upp úr því hvort ná-
ungar þeirra væra í neyð, myndi
heimurinn halda áfram að vera
til og mannkyninu fleyta fram.
Og ekki þarf að efast um að
þetta væri hagkvæmt. En ef
þetta viðhorf yrði að algildri
reglu gæti maður lent í því að
náungi manns skipti sér ekki af
því þótt maður sjálfur lenti í
neyð og gæti ekki borgað eða
væri ekki svo heppinn að eiga
ættingja sem vildu borga fyrir
mann, og eina von manns væri
opinber heilsugæsla.
Eins og nefnt var að framan
eigum við öll á hættu að lenda á
einhverjum biðlista. Og eins og
Kant benti á, það getur hver
sem er lent í því að eiga undir
högg að sækja, jafnvel þótt
hann hafi ekki til þess unnið
sjálfur.
Þess vegna væri ráðlegra að
auka skilvirkni heilsugæslunnar
með fjármunum úr sameiginleg-
um sjóðum sem við getum öll
sótt í. Það er sanngjamara held-
ur en að þeir sem era svo
heppnir að eiga peninga eða efn-
aða ættingja létti á kostnaði hins
opinbera gegn því að fá að fara
fremst í röðina.
► AÐALVALMYND <
ALMENNT UM ISLAND
FERÐAMATI
EERDIR
AFPREYING
GISTING
MENNING
MATUR
RAÐSTEFNUR
HÆTTA
ÍSLAND ALLT
Engín leið er betrí til að miðla upplýsingum um land og þjóð en að
koma henni í stafrænt form, þó að það kosti sitt. Árni Matthíasson
kynnti sér fyrirhugaðan geisladisk með fjölbreyttum upplýsingum
um Island sem kosta mun á þriðja tug milljóna.
ÝMSAR LEIÐIR era færar til
landkynningar og engin ætlar að
reynast eins vel og tölvutæknin
því drjúgur hluti og sívaxandi
þeirra sem hingað koma leita sér
upplýsinga um land og þjóð á
Netinu áður en þeir festa sér
ferð. Margir hafa einnig velt fyr-
ir sér úgáfu á margmiðlunardisk
með Islandskynningu, til að
mynda Flugleiðir sem sendu frá
sér slíkan disk fyrir nokkru, og
nú vinnur annað íslensk fyrir-
tæki, Iceland Complete, að
margmiðlunardisk sem verður
eitt stærsta verkefni sinnar teg-
undar hér á landi.
Fyrirtækið ísland allt, Iceland
Complete, vinnur að margmiðl-
unardisk sem gefa á út í 70.000
eintökum árlega og dreifa endur-
gjaldslaust hér á landi og erlend-
is. Að sögn Ingvars Jónssonar
sölu- og markaðsstjóra Iceland
Complete verður þetta stærsta
margmiðlunarverkefni íslensks
fyrirtækis til þessa, enda segir
hann að kostnaður við verkefnið
verði vel á þriðja tug milljóna
þegar upp verði staðið.
Ingvar segir að vinna við
diskinn hafi staðið samfellt frá
áramótum, en hugmyndin sé
tveggja ára gömul, enda þurfí
mikinn undirbúning vegna slíks
verkefnis áður en hægt er að
hefjast handa. Forritun á diskn-
um er að mestu lokið og gagna-
grunnur nánast tilbúinn, klárast
á næstu vikum að sögn Ingvars,
en nú eru menn á vegum fyrir-
tækisins að safna upplýsingum í
hann. „I grunninum verða upp-
lýsingar um nánast alla ferðaþjón-
ustu á landinu, gistingu, veitinga-
hús, afþreyingu og menningu, en
einnig verða á honum vegakort og
myndir af þétbýlisstöðum og fjöl-
margar landslagsmyndir, hreyfi-
myndir og tónlist svo fátt eitt sé
talið,“ segir Ingvar.
Grunnupplýsingar verða skráðar
um gististaði, veitingahús, afþrey-
ingu og menningu rekstraraðilum
og aðstandendum að kostnaðar-
lausu, en síðan geta menn keypt
inn á diskinn viðbótarupplýsingar,
til að mynda nánari upplýsingar
um reksturinn og hvað sé í boði,
kennimark fyrirtækisins og ef til
vill myndir, eða hreyfímyndir og
svo mætti telja. Með þessu móti
hyggjast aðstandendur útgáfunnar
afla fjár til verksins og Ingvar seg-
ist ekki eiga von á öðru en að það
gangi eftir, „því mat okkar er að
þetta sé mun ódýrari og notadrýgri
auglýsingar en annað það sem í
boði er fyrir ferðaþjónustu. Með
því að hafa grunnskráninguna
ókeypis tryggjum við líka að til
verður grunnur um allt það helsta
sem í boði er.“
Á þriðja þúsund staða
heimsótt
Diskurinn verður gefínn út á
þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku, en Ingvar segir
að vilji sé fyrir því að hafa tungu-
málin fleiri og reyndar mjög lík-
legt að svo verði.. „Það verður
aftur á móti svo mikið af gögnum
á disknum að erfítt verður að
koma fleiri tungumálum fyrir,
okkur þótti ekki gott að þurfa að
hafa diskana tvo,“ segir Ingvar
og nefnir að til viðbótar við alla
forritun, gögn og ítarefni á
disknum séu einnig fjölmargar
íslandsmyndir eftir Mat Vibe
Lund sem notaðar séu sem bak-
grannur en forritið skiptir um
mynd á þrjátíu sekúndna fresti.
Eins og getið er forritun að
mestu lokið, viðmótið er tilbúið
og lítið eftir af gagnagrunnsvinn-
unni. Eftir er þó stærsti hluti
verksins að sögn Ingvars, sjálf
upplýsingasöfnunin. „Við erum
með fjóra sölumenn á okkar
snærum sem eru farnir af stað til
að safna upplýsingum og selja
pláss á disknum. Við settum
saman lista yfir vel á þriðja þús-
und staða sem þeir heimsækja
um landið, ekki bara gistihús og
veitingastaði heldur einnig allar
laxveiðiár, sundstaði, leikhús,
kvikmyndahús, jöklaferðir, báta-
fólkið og svo má telja. Flokkun-
um er líka enn að fjölga, til dæm-
is bætist við einn yfírflokkur,
verslun, fyrir stuttu með fjórum
undirflokkum,“ segir Ingvar en
flokkarnir eru, auk verslunar, al-
mennt um ísland, afþreying, menn-
ing, ferðamáti, matur, gisting og
ferðir. Undirflokkar era 52.
Ingvar segir að einnig standi til að
setja grunninn eða hluta hans á net-
ið, en ekki sé hægt að setja efnið allt,
til þess þurfi meiri bandvídd en fólk
hafi almennt aðgang að. „Við steíh-
um að því að opna vefslóðina öðru
hvoru megin við áramótin, enda er-
um við að safna upplýsingum allt
fram í nóvember. Diskurinn sjálfur
kemur svo út í endaðan janúar," seg-
ir Ingvar ákveðinn, „allar tímasetn-
ingar hafa staðist hingað til.“