Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 36
)36 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HAUKUR REYNIR
PÁLSSON
+ Haukur fæddist
á Hvassafelli á
Biönduósi hinn 20.
desember 1949.
Hann lést á Land-
spítalanuni 3. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Páll Eyþórsson, f.
3.6. 1919, og Torf-
hildur Kristjáns-
dóttir, f. 28.8. 1924,
d. 13.10. 1997.
W* Systkini Hauks eru:
Anna, f. 24.9. 1943,
Óskar, f. 16.2. 1946,
Ingvar, f. 10.8.
1951, Vigdís, f. 27.8. 1957, og
Lovísa, f. 12.2. 1960.
Eftirlifandi eiginkona Hauks
er Astrós Reginbaldursdóttir, f.
28.7. 1952. Þau giftu sig 31.12.
1970 og eiga þau fjögur börn.
Þau eru: Svanur Freyr, f. 3.2.
1970, Baldur Reynir, f. 16.1.
1972, Sólveig Mar-
ía, f. 16.8. 1975, og
Anna Kristín, f.
21.2. 1980. Barna-
börnin eru fimm.
Haukur ólst upp
á Blönduósi til 17
ára aldurs, en flutt-
ist hann þá til
Reykjavíkur. Hann
bjó þar í tvö ár en
fluttist þá til Gr-
indavíkur og þar
kynntist hann konu
sinni Ástrósu.
Haukur vann hjá
Hópsnesi í Grinda-
vík í 20 ár og keyrði þar af
vörubíl fyrirtækisins í 17 ár.
Þau fluttust svo til Reykjavíkur
í febrúar 1994 og hafa búið þar
síðan.
Útför Hauks fer fram frá Gr-
indavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Nú er minn ástkæri faðir lagður
af stað í þá löngu ferð sem bíður
okkar allra. Hann kvaddi okkur sæll
á svip á Landspítalnum í Reykjavík.
”"nans kall var komið en það kom
alltof fljótt. Ég vil minnast hans
með nokkrum orðum og kveðja
hann hinni hinstu kveðju.
Pabbi var hörkuduglegur á sínu
sviði. Hann vann hörðum höndum á
vörubílnum frá Hópsnesi í heil 17 ár
og lét aldrei deigan síga. Og ekki sló
hann slöku við þegar heim var kom-
ið. Hann vildi allt fyrir alla gera.
Hann var alltaf glaðlyndur og hress
og aldrei heyrðust kvartanir af hans
munni.
Dk Pabbi var mikil félagsvera og
skemmtilegast þótti honum að fara í
útilegur með fjölskyldunni. Hann
var söngmaður mikill, stundaði
fjóra kóra og hafði afbragðs tenór-
rödd. Ég gæti talið upp margt
fleira, betri fóður væri ekki hægt að
hugsa sér. Og ég var svo heppin að
eiga slíkan föður.
Kveðjustundina bar skjótt að eft-
ir að hann var búinn að berjast í
rúman mánuð. En pabbi var bæði
með sterkt hjarta og sterka sál og
barðist eins og hetja til lokadags.
Elsku pabbi, þakka þér íyi'ir allar
þær dásamlegu og dýrmætu stundir
sem við áttum saman og voru ófáar.
Ég sakna þín sárt en minningin um
dásamlegan föður sem alltaf stóð
mér sterkur við hlið lifir í mínu
hjarta. Og hjarta mitt verður ávallt
þitt.
En við getum huggað okkur við
það að amma tekur við honum núna.
Elsku pabbi, Guð blessi þig og varð-
veiti og gefi þér frið. Og elsku
mamma, Guð gefi þér styrk í sorg-
inni og öllum sem um sárt eiga að
binda.
Ykkar dóttir,
Anna Kristín.
Föstudaginn 3. júlí kom höggið
eftir baráttu í heilan mánuð. Það
var sárt, en lífið heldur áfram og við
lifum áfram og eigum góðar minn-
ingar um þig, elsku pabbi minn.
Pabbi var lífsglaður, brosmildur
og alltaf var stutt í spaugið, þótt
pabbi væri veikur í fótunum sínum.
Pabbi var nýbúinn að kaupa sér
fellihýsi sem hann var afar montinn
af og átti hann eftir að sýna mér
það, en hann fékk aldrei tækifæri
til þess. Hann komst samt í eina
útilegu í sumar á Laugarvatn með
fellihýsið sitt og með þremur systk-
inum sínum í síðasta sinn. Engan
óraði fyrir því. Það er mér minnis-
stætt frá því í fyrrasumar þegar
pabbi og mamma komu í heimsókn
til mín í fyrsta skipti. Við fórum
með pabba í jeppaferð og þá var
hjartað ekki stórt í honum pabba
mínum. Um kvöldið settist pabbi í
leðurstól fyrir framan sjónvarpið
og stóllinn brotnaði undan honum
og stóllinn ofan á hann. Það var
hlegið mikið að þessu í marga daga
á eftir.
Pabbi minn var tekinn allt of
fljótt frá okkur, hann ætlaði að
gera svo margt, en svona er lífið,
Drottinn gefur og Drottinn tekur.
Ef ég á að lýsa pabba lauslega þá
var hann ALLRA. Ég þakka bara
allar þær stundir sem ég fékk með
fóður mínum. Það er mikill söknuð-
ur og sorg, en svona er þetta, sorg-
in er búin að vara í fjölskyldunni
síðustu átta mánuði, því að við
misstum ömmu okkar (mömmu
Hauks) í október.
Elsku mamma og allir í fjölskyld-
unni, við stöndum saman í sorginni
og styðjum hvert annað.
Elsku pabbi minn, ég bið Guð að
geyma þig og varðveita.
Þín dóttir,
Sólveig María.
Ef fólk ber í sér ljós leggur birtu
frá þvi. Þannig var okkar ástkæri
bróðir Haukur Reynir Pálsson sem
er látinn eftir stutta legu aðeins
fjörutiu og átta ára gamall úr ill-
kynja sjúkdómi, aðeins níu mánuð-
um eftir að við misstum móður okk-
ar. Hauki munum við fyrst eftir
þegar við vonim smápattar í bíla-
leik uppi í gröf heima á Hvassafelli
á Blönduósi, þar sem við ólumst
upp, þrír bræður og þrjár systur,
með foreldrum okkar. Haukur var
alla tið veikur í fótunum sínum, átti
erfitt með gang og gat lítið hlaupið,
en hann lét það ekkert á sig fá því
hann komst vel áfram með dugnaði
og óþrjótandi vilja í lífi sínu þó
stundum hafi verið erfitt.
Um tvítugt kynntist Haukur eft-
irlifandi eiginkonu sinni Ástrósu
Reginbaldursdóttur og eiga þau
fjögur uppkomin börn, Svan Frey,
Baldur Reyni, Sólveigu Maríu og
Onnu Kristínu og barnabömin eru
fimm. Haukur og Asta hófu búskap
sinn í Grindavík, fluttust svo um
tíma á Blönduós en fóru svo aftur til
Grindavíkur þar sem þau bjuggu
lengst af eða þar til Haukur varð að
hætta vinnu vegna heilsubrests.
Hann var bílstjóri hjá Hópsnesi og
vann oft langan vinnudag. Þá lá leið
þeirra til Reykjavíkur, þar bjuggu
þau síðast.
Haukur og Asta voru mjög sam-
rýnd og héldu börnum sínum gott
heimili. Haukur var barngóður og
hlúðu þau hjónin vel að börnum
sínum til dauðadags hans og alltaf
var hann tilbúinn að hjálpa öðrum
er leitað var til hans. Haukur var
mikill söngmaður og hafði fallega
tenórrödd, og söng i mörgum kór-
um.
Á okkar árlegu fjölskyldumótum
sem móðir okkar kom á var mikið
sungið og farið í leiki saman enda
hápunktur sumarsins hjá okkur
fjölskyldunum að koma saman.
Farið var að styttast í mótið í
sumar og tilhlökkunin orðin mikil
þegar kallið hans kom. Ég var svo
heppinn að vera með Hauki ásamt
fleiri úr fjölskyldu okkar fyrir
stuttu og óraði engan þá fyrir að
þetta væri síðasta útilegan hans
þótt lasinn væri orðinn. Haukur
var hógvær drengur, trúr og
tryggur vinum sínum. Nú bið ég
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
þína og aldraðan fóður okkar í
hinni miklu sorg sem dunið hefur
yfir. Minningu þína munum við
varðveita vel í hjörtum okkar.
Vertu sæll, elsku bróðir, og far í
friði.
Þínir bræður
Oskar og Ingvar.
Mig setti hljóða er ég fékk þær
fréttir að Haukur Reynir Pálsson,
vinur minn og faðir vina minna,
væri dáinn. Það er einhvern veginn
svo erfitt að trúa þeirri staðreynd,
eins mikill fjörkálfur og hann var.
Haukur var þannig persóna að
hvar sem hann kom ríkti mikil
gleði og fógnuður og erfitt var að
hemja í sér hláturinn, svo fyndinn
var hann. Það er ekki laust við að
upp komi bros er maður minnist
sagnanna sem maður heyrði af
honum, svo skondnar og skemmti-
legar voru þær. Mér er sérstaklega
minnisstæð ferð okkar Hauks og
fjölskyldu í Heiðmörk fyrir um
tveimur árum. Þótt ekki hafi verið
sól og blíða, var samt svo gaman að
ég hef ekki farið í skemmtilegri
útilegu, svo mikið er víst. Hann átti
yndislega konu og börn og
skemmtilegheit og tónlistargleði
einkenndi heimili þeirra og gaman
að hlusta á þau syngja og spila.
Haukur var mjög söngelskur og
söng í Húnakórnum og hafði gam-
an af. I fyrra eignaðist Haukur
nafna, sem Anna Kristín færði hon-
um, og það var svo gaman að sjá
hversu stoltur hann var af honum,
afastráknum. Haukur, þú hefur nú
kvatt þetta líf og vil ég kveðja þig
með versi úr sálmi eftir Valdimar
Briem:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
Elsku Ástrós, Baldur, Svanur,
Sólveig, Anna Kristín og fjölskyld-
ur, ykkur öllum votta ég mína
dýpstu samúð. Megi Guð blessa og
varðveita ykkur, sem og minningu
Hauks. Hún mun ætíð lifa í hjörtum
okkar.
Sigurrós Einarsdóttir.
OLAFUR
ARNARS
+ Ólafur Arnars
fæddist í Reyk-
javík 21. september
1946. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 27. júní síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Háteigskirkju 6.
júlí.
Elsku pabbi. Ekki
grunaði mig að ég
þyrfti að kveðja þig
svona fljótt. Það er
erfitt að skilja af
hverju þú þurftir að fara svona
snöggt en ég reyni að hugga mig
við það að þér líði vel þar sem þú
ert núna. Sárast er að hafa ekki
fengið að gera meira fyrir þig.
^jíðastliðna daga hef ég rifjað upp
góðar minningar um þig. Ég man
t.d. eftir þér að elda jólamatinn og
þegar þú og mamma vöktuð okkur
krakkana með heitu kakói og jóla-
kökum og færðuð okkur í rúmið á
jóladagsmorgun. Sunnudagsbíltúr-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við óll tækifæri
Skólavörðustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
arnir voru ófáir og oft-
ar en ekki fórstu með
okkur niður að höfn að
sýna okkur skipin.
Stundum fórum við
bara tvö og fengum
okkur pylsu og kók að
ógleymdu prins pólói.
Eftir að ég varð eldri
og fluttist að heiman
töluðumst við oft við í
síma og ræddum um
daginn og veginn. Við
vorum ekki alltaf sam-
mála en þú hlustaðir
alltaf og virtir mínar
skoðanir. Bæði þú og mamma hafið
alltaf stutt mig og hin bömin ykkar
í því sem við höfum tekið okkur
fyrir hendur. Ég man að þegar ég
var að velta því fyrir mér síðasta
sumar hvar ég ætti að fara að
kenna fóruð þið með mig í bíltúr
um allt Suðurland að mér fannst og
sýnduð mér alla skólana. Ég aftur
á móti kaus að fara norður og þá
studduð þið mig og hjálpuðuð mér
að flytja norður. Svona varstu,
pabbi, komst með ótal hugmyndir
en leyfðir mér að velja.
Það er aðeins rúmur hálfur mán-
uður síðan ég hringdi í þig og
spurði þig um ráð. Þú sagðir ná-
kvæmlega það sem ég vildi heyra
og auðvitað fór ég eftir þínum ráð-
um og hafði gaman af! Vonandi
Slómabuðm
öarSsKom
v/ PossvogsUifUjngarð
Sími: 554 0500
heldur þú áfram að gefa mér ráð
og hjálpa mér að velja rétt.
Síðast þegar ég var heima hjá
ykkur mömmu varstu að spila tón-
list sem þér fannst svo skemmtileg
og þú spilaðir ekkert lægra en við
unga fólkið! Það var svo gaman að
sjá hversu ánægður þú varst og þú
naust augnabliksins alveg út í ystu
æsar. Þessari stund gleymi ég
aldrei. Ég veit að stundum fannst
þér þú ekki standa þig nógu vel
sem pabbi en ég vil að þú vitir að
ég hefði ekki viljað hafa þig neitt
öðruvísi og þótti mjög vænt um þig
eins og þú varst, það er ekkert sem
breytir því. Þú áttir ekki alltaf auð-
velda ævi en þú gerðir allt sem þú
gast fyrir þá sem þér þótti vænt
um og oft meira en það.
I síðasta skiptið sem við vorum
saman keyrðum við mömmu út á
flugvöll því hún var að fara til Stein-
unnar að sjá nýja afastrákmn þinn.
Þú varst ánægður fyrir hennar hönd
en það er leitt að þér auðnaðist ekki
að sjá Gunnar litla. Ég trúi því að þú
hafir séð núna hvað hann er fallegur
og hvað Ámi Bragi er orðinn stór.
Elsku mamma, pabba þótti svo
undurvænt um þig og þú stóðst
ávallt sem klettur við hlið hans.
Missir þinn er mestur en við eigum
öll minningar um góðan mann sem
við skulum yþa okkur við. Elsku
pabbi, ég sakna þín sárt og ég vona
að þú sért búinn að hitta ömmu og
ömmu Gauju sem reyndist þér svo
vel.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú íylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig.
Þín
Hildur
ÞORSTEINN
SVANLA UGSSON
+ Þorsteinn Jónas Öxndal Sv-
anlaugsson fæddist á Akur-
eyri 6. ágúst 1920. Hann lést á
Akureyri 2. júlí siðastliðinn og
fór útför hans fram frá Akur-
eyrarkirkju lO.júlí.
Þorsteinn Svanlaugsson einn
dyggasti félagi okkar í Félagi
hjartasjúklinga er látinn. Hann lést
þar sem hann var í daglegri göngu-
ferð sinni en hann var mjög dugleg-
ur útivistarmaður og fór í göngu-
ferðir á hverjum degi. Hjartasjúk-
lingar í félagi okkar koma til með
að sakna hans. Göngustjóri var
hann í gönguferðum okkar sem
farnar hafa verið á hverjum laugar-
degi frá stofnun félagsins. Ævin-
lega fór Steini, en það kölluðum við
hann alltaf, að morgni laugardags
til að huga að því hvert skyldi halda
með hópinn, hvernig göngufæri
væri á þessum og hinum staðnum
því ekki vildi hann ana út í hálku og
ófærð með hópinn sinn. Félag
hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæði
var stofnaði í september 1990. Þor-
steinn var kosinn í stjórn félagsins
á stofndegi þess. Ég tel að á engan
sé hallað þótt sagt sé hér að erfitt
verði að fylla skarð hans í félagi
okkar.
Gaman er að skoða bók sem Steini
skrifaði í allar þær gönguferðir sem
farnar hafa verið og þar er skráður
fjöldi göngumanna, hvar gengið var
og vegalengd. Ég ætla ekki að rekja
lífshlaup Þorsteins, það munu aðrir
og mér færari gera.
Á þessum tímamótum vil ég fyrir
hönd Félags hjartasjúklinga þakka
Lissý Sigþórsdóttur fyrir lánið á eig-
inmanni hennar en vegna slæmsku í
fótum hefur hún ekki getað verið
með okkur í gönguferðum. Þá viljum
við einnig votta Lissý og öðrum að-
standendum samúð um leið og við
kveðjum góðan vin.
Þótt líkaminn falli að foldu
og felist sem stráið í moldu,
þá megnar Guðs miskunnarkraftur
af moldum að vekja hann aftur.
(Sbj.E.)
Þökkum þér af heilum huga og vit-
um að þú færð góða heimkomu á
öðru tilverustigi.
Fyrir hönd Félags hjartasjúklinga
á Eyjafjarðarsvæði.
Geirlaug Sigurjónsdóttir.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær birtist innan hins
tiltekna skilafrests.