Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329
Verður skattsvik-
ari forseti borg-
arstjórnar að ári?
Frá Guðrúnu Helgu
Theodórsdóttur:
NÝLEGA lauk hrossakaupum
flokkanna sem standa að R-listanum
við skiptingu embætta, nefnda og
ráða í borgarstjórn. Ótvírætt virð-
ingarmesta staðan sem var til út-
hlutunar er embætti forseta borgar-
stjórnar. Er það tvímælalaust mikil-
vægasta embætti borgarkerfísins að
m og væri að öðru leyti vei til fallinn
að gegna slíku virðingarstarfi.^Nú
hefur hins vegar komið á daginn að
eftir harða baráttu innan R-listans
um embætti forseta borgarstjórnar
hyggst meirihlutinn í Reykjavík
gera hinn nýkjörna borgarfulltrúa,
Helga Hjörvar, að forseta borgar-
stjórnar að ári. Verður að telja það
afar hæpna fyrirætlun svo ekki sé
meira sagt. Er það ekki fyrst og
fremst vegna þeirrar staðreyndar að
Helgi er þessa dagana að setjast í
borgarstjórn í fyrsta skipti og að
ekki er vitað til að hann hafí neina
reynslu sem geri hann sérstaklega
hæfan til að takast þetta starf á
hendur. Mun alvarlegra er, að ferill
Helga er þess eðlis, að afar vafa-
samt er að fela honum eitt allra virð-
ingarmesta embætti borgarkerfís-
ins.
Þverbrotin skattalög
Eins og flestum er nú að verða
Ijóst, hefur Helgi Hjörvar mörg
undanfarin ár þverbrotið brýn
ákvæði virðisaukaskattslaga með
því að draga árum saman að skila
ríkinu þeim virðisaukaskatti sem
honum bar. Er þetta meðal annars
rakið í nýlegri blaðagrein eftir Sól-
veigu Bachmann héraðsdómslög-
mann. Kemur þar fram, að lág-
marksrefsing við broti Helga, er
sekt sem nemur tvöfaldri þeirri
upphæð sem ekki var skilað. Má
sektin jafnvel vera tífóld upphæðin
og sé brotið stórfellt getur refsing
numið allt að sex ára fangelsi. Heigi
sjálfur hefur sagt að hann hafí ekki
greitt skuldina fyrr en í maí,
nokkrum dögum fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar. Menn geta velt því
fyrir sér, hvort hann hefði séð
ástæðu til að skila skattinum ef
hann hefði ekki verið kominn í
framboð og viðskiptaferill hans
kominn í hámæli. í janúar síðast-
liðnum skuldar hann hundruð þús-
unda króna í skatta en í stað þess að
greiða skuldirnar ákveður hann að
hella sér út í kostnaðarsamt próf-
kjör með tilheyrandi auglýsingum
og bæklingaútgáfu. Segir það ef til
vill talsverða sögu um það hvaða
augum Helgi Hjörvar lítur sína eig-
in skattskyldu. Það verður að telj-
ast furðuleg ósvífni við borgarbúa ef
aðrir borgarfulltrúar R-listans láta
verða af því að ári, til þess eins að
komast hjá sundrungu, að fela
Helga Hjörvar eitthvert allra virðu-
legasta embætti borgarinnar. Það
eru sérkennileg skilaboð þeirra til
borgarbúa ef borgarfulltrúar R-list-
ans telja feril Helga Hjörvar sér-
stakra verðlauna verðan.
GUÐRÚN HELGA
THEODÓRSDÓTTIR,
Reykási 16, Reykjavík.
Hana-nú í 15 ár
ij
„Morgunroðinn vætir“ Kannski var þetta bara smáskúr...
Frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur:
ÞEIR SEM átt hafa leið um miðbæ
Kópavogs á laugardagsmorgnum og
gengið fram hjá Gjábakka, félags-
heimili eldri borgara, hafa séð mann
á vappi fyrir utan. Maðurinn er kím-
inn, dökkur yfirlitum, oft klæddur
gráum frakka og stundum með
rauða prjónahúfu. Ef þessi maður er
spurður hvað sé títt gæti hann sagt:
„Það er allt andstyggilega gott.“
Þetta er að sjálfsögðu „Krummi
garmurinn" eins og hann sjálfur kýs
að kalla sig meðal vina en heitir
Hrafn Sæmundsson. Hrafn þéssi
Sæmundsson er hugsrhiður og ein
stærsta og merkilegasta hugsmíð
hans er Hana-nú.
Um þessar mundir eru 15 ár síðan
fólk með framtíðarsýn kom saman í
Kópavogi. Þetta fólk hafði það lang-
tímamarkmið að það vildi vera búið
að átta sig á hvað það ætlaði að taka
sér fyrir hendur þegar það hætti að
mæta í vinnuna á hverjum morgni.
Þetta fólk vildi hafa hlutverk í ell-
inni og taka ábyrgð á sjálfu sér.
Þetta fólk vildi eiga möguleika á að
vera skapandi einstaklingar alla ævi.
Þetta fólk var ákveðið í að storka elli
kerlingu eins lengi og kostur væri.
Þetta fólk kaus að kalla sig Hana-nú
og trúir því að Hana-núið í mann-
eskjunni sé manneskjan sjálf - það
að vera maður með mönnum.
Hana-nú er enn, fímmtán árum
síðar, lausbeislaður áhugamanna-
hópur sem sækir styrk til félaganna
sjálfra og ekki síður til iðandi mann-
lífs og menningarviðburða samfé-
lagsins. Þú getur hitt Hana-nú fé-
laga á ferðalagi norður í landi eða að
kynna sér Hæstarétt, sitjandi á bjór-
krá eða á spjalli við forsetann á
Bessastöðum, hlustandi á fyrirlestur
um skótau eða gangaridi á góðviðris-
kvöldi í Elliðaárdalnum.
Það eru engin félagsgjöld í Hana-
nú og þar er enginn formaður né
stjórn. Til að verða félagi þarftu að-
eins að vera orðinn 50 ára Kópa-
vogsbúi. Höfðingi Hana-nú, Ásdís
Skúladóttir, guðfaðirinn, Hrafn Sæ-
mundsson og Hana-nú félagar.
Til hamingju með Hana-nú í 15 ár.
F.h. félags- og tómstundastarfs
eldri borgara í Kópavogi,
SIGURBJÖRG
B JÖRGVIN SDÓTTIR
forstöðumaður.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.