Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vatnsskírn
jafningja
Jafningjafræðslan stendur fyrir svoköll-
uðum Flakkferðum fyrir unglinga.
Geir Svansson var sjanghæjaður um
borð í gúmmífleka og látinn flakka niður
beljandi jökulfljót í stríðum straumróðri
en ljósmyndari Morgunblaðsins fór með
flökkurum á bólakaf í Keflavík.
Mikíð úrval af
vörum og
framleiðendum.
Sjón er sögu ríkari!
ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG
BllDSHÖFÐA - Bfldshöfða 20 - Slmr 510 8020
Flekanum okkar
fylgdu tveir öryggis-
kajakar en íyrirliðinn
Raj, eða Rajendra Ba-
hadur Gurung, er at-
vinnumaður í „rafting"
í heimalandi sínu
Nepal og hefur margra
ára reynslu að baki.
Þetta er annað árið í
röð sem hann stjómar
Morgunblaðið/Halldor ferðum á jökulsám 1
UNDIR yfirborði. Skagafirði en hér dvel-
ur hann á meðan Monsúnvind-
ar geisa í Nepal. Hann kom í þetta
sinn með tvo samlanda sína og einn
Svía sem allir hafa mikla reynslu í
straumróðri.
Ferðin niður ólgandi fljótið í
hrikalegu gljúfri var í einu orði
sagt æðisgengin. Raj stjómaði
okkur ræðumnum og gekk furðan-
lega vel. Eftir að verstu flúðunum
sleppti og byrjendaskrekkurinn
Meindl island herra- og dömuskór
Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I innra
byrði og góð útöndun. Vibram Multigriff sóli.
-góöir ílengri göngulerðir.
-ferðin gengur vel á Meindl
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ • SÍMI581 2922
MÉR leist satt að segja
rétt þokkalega á verk-
efnið: að flæmast niður
ólgandi og ískalt jökul-
fljót á gúmmífleka með reykvísk-
um unglingum á flakki. Eftir
þriggja klukkustunda volk, sem
reyndist alls ekki jafn kuldalegt og
ég hafði búist við, eram við, ég og
hinir flakkararnir sem hlutu þarna
sína jökulsárskím, dús og meira en
til í að endurtaka leikinn.
Jökulsá austari er talin ein al-
besta og jafnframt erfiðasta áin
fyrir það sem kallað er á slettulegri
íslensku „rafting" en væri kannski
nær að kalla flúðaróður eða
straumróður. Framkvæmdastjóri
Ævintýraferða, Pétur
Helgason, sem skipulegg-
ur bátaferðir á Jökulsán-
um vestari og austari og
Blöndu, tjáði mér að Jök-
ulsáin austari væri metin
á 3-4,5, eftir því hvað hún
er vatnsmikil, á mæli-
kvarða sem hefur hæst
sex en hámarkið þýðir að
fljótið sé ófært. Það er
því fullt tilefni til að taka
svona fljótaferð með
fullri alvöru þótt öryggi
og búnaður allur hafi
verið til fyrirmyndar.
Fyrirliði frá Nepal
;«r v
Á X
FOLK I FRÉTTUM
EKKI aftur snúið. Morgunblaðið/Björn Gíslason
BJÖRN Knútsson undirbýr Ásdísi
Maríu Rúnarsdóttur.
KATRIN Inga Jónsdóttir loftar um augun
áður en farið er í kaf.
KAMPAKATIR áður en lagt er í hann; Magnús Birgisson, Indriði Ingi
Stefánsson, Konráð Davíð Þorvaldsson, Geir Svansson blaðamaður,
Rajendra Bahadur Gurang, Sigurbjörn Gunnarsson (aftari röð); Kristinn
Magnússon, Baldur Freyr Einarsson, Man Kumar Gurang (fremri röð).
ALLIR á sama báti.
var horfinn gerðu bátsmenn sér að
leik að varpa hver öðram fyrir
borð. Búningamir héldu mönnum
skraufþurrum og flestir vildu helst
vera sem lengst úti í og engum
varð meint af því að fara á kaf í
grámóskulegt ísfljótið.
Köfunarferð var farin til Kefla-
víkur skömmu eftir flúðaróður. Að
sögn Magnúsar Birgissonar, um-
sjónarmanns og fararstjóra
Flakks, fengu þeir fimmtán flakk-
arar sem tóku boðinu hver um sig
að kafa í 25 mínútur eftir að hafa
horft á myndbönd og fengið úr-
valsleiðsögn hjá Bimi Knútssyni
hjá Sportköfunarskóla íslands.
Þátttakendur voru allir sem einn á
því að köfunarferðin hefði verið
einkar skemmtileg og lærdómsrík.
Með jafningjum
Jafningjafræðslan, sem hefur að-
setur í Hinu húsinu í Reykjavík, hef-
ur staðið íyrir skemmtilegu Flakki í
þijú sumur, eða frá því að hún var
stofnuð á vegum Félags framhalds-
skóla vorið 1996. Jafhingjafræðslan
hefur þann megintilgang að fræða
sem flest ungmenni landsins um
skaðsemi fíkniefna og sýna þeim
fram á að lífsins er hægt að njóta án
Á BÓLAKAFI.
vímuefiia. Hún skipuleggur fræðslu-
fyrirlestra í skólum en til að vera
ekki „bara orðin tóm“, eins og Hild-
ur Sverrisdóttir hjá Jaíhingja-
fræðslunni, komst að orði, eru
Flakkferðimar hugsaðar til að
stefna þeim saman sem vilja njóta
náttúra og skemmtana án vímuefna.
Ungu fólki gefst tækifæri á að
fara í ferðir og prófa ýmiss konar
ævintýri á kostakjörum. Meðal
þess sem boðið er upp á í sumar,
fyrir utan köfun og straumróður,
er þythokkí, snóker, svifflug, þotu-
skíði (jet-ski) fallhlífarstökk, út-
reiðartúr, fjallgöngur og æfinga-
flug. Auk alls þessa gefst þeim sem
farið hafa a.m.k. tvær Flakkferðir
innanlands kostur á einkar ódýram
utanlandsferðum, m.a. til London,
Rimini á Ítalíu, Benidorm og íbiza.
Allir á flakk!
Það er full ástæða til að hvetja
ungt fólkt til að nýta sér Flakkferð-
ir Jafningjafræðslunnar. Fólkið
sem að henni stendur stundar ekki
forpokaðan hræðsluáróður heldur
býður upp á vímulausa valkosti sem
alltof lítið er af á íslandi. Vert er að
hafa í huga að einskis af því sem
boðið er upp á er í raun hægt að
njóta til fulls undir áhrifum nema
þeim einum sem líkaminn framleið-
ir sjálfur í vellíðan og ánægju.