Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM • • Frá A til O: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? ANDRUMSLOFTIÐ á Kaffí Thomsen er seiðmagnað. Morgunblaðið/Halldór VEL fór um Þossa í plötusnúðahorninu. STEFÁN Ólafsson, Eva Sturiudóttir, Ari Magn- ússon og Árni Þór Vig- fússon skemmtu sér ágætlega. Tónlistin skiptir máli Kaffí Thomsen heitir skemmtistaður í Hafnarstræti, vinsæll mjög. ívar Páll Jónsson kom þar við á lífsgöngu sinni, þótt stoppið væri hlutfallslega stutt. SKEMMTANALÍFIÐ er skrítin skepna. Skemmtistaðir eru brokk- gengir í vinsældum, misjafnlega þó, en ganga má út frá því sem vísu að hið minnsta einn þeirra sé ferskur á hverjum tíma. Núna heitir sá staður Kaffi Thomsen. Þar er kjaftfullt um hverja helgi og þangað fara allir sem einhvers mega sín; náungarnir í Oz, Móeiður Júníusdóttir og Mausmenn, svo ein- hverjir sem undirritað- ur hefur séð þar að und- anfórnu, séu tíndir til. Hvað er það sem ger- ir stað vinsælan? Hvað fær fólk til að velja einn stað öðrum fremur, þegar það fer út að skemmta sér? I þessu tilfelli er það sennilega tónlistin. A föstudaginn spilaði plötusnúðurinn að minnsta kosti „al- vöru“ tónlist. Tónlist sem greinilega krafðist meiri hæfileika en að ýta á enter á tölvulykla- borði. Til dæmis man undirritaður eftir geggjuðu gítarsólói í einu laganna, en það er ekki oft sem slíkar æf- ingar eru stundaðar í tónlist sem fólk á að hrista skanka sína við. Það er nefni- lega ekkert verra þótt tónlist á skemmtistöðum komi hugsuninni aðeins af stað; fái mann til að hugsa: „Vá, þetta var vel gert!“ en því mið- ur hefur undirritaður varla heyrt slíka tónlist á skemmtistöðum hér- lendis. Fyrr en nú. Undirstöðuatriði, sem verður að huga að ætli maður að skemmta sér vel á Kaffi Thomsen, er að koma nógu snemma til að fá borð. Blaða- maður var heldur seinn til á laugar- daginn; mætti um tvöleytið og þá var allt gjörsamlega troðið. Satt best að segja er ekki skemmtilegt að vera á lausagöngu í slíkum troðn- ingi. Bjórinn á það til að hellast nið- ur og lendir þá sjaldnast á gólfinu. Að því gefnu hins vegar að við- komandi fái borð ætti hann/hún að skemmta sér eins og best verður á kosið á Kaffi Thomsen. Staðurinn er sem ferskur andvari í íslensku skemmtanalífi, hversu lengi sem sá andvari nú endist. DAVIÐ Sigursteinsson, Guðmundur Magn- ússon og Ronald Christiansen fengu sér kollu og spjölluðu saman. HLJÓMSVEITIN tiltra leikur á Búðarkletti, Borgarnesi, á laugardag. Hljómsveitina skipa Hekla Klemenzdóttir, Anton Kroyer og Guðbjörg Bjarnadóttir. ■ ASTRÓ Á fimmtudagskvöld leika Greifarnir órafmagnaða tón- list en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin gerir slíkt. Margmiðl- unarfyrirtækið Xnet sendir tónleik- ana út á netinu á slóðinni www.xnet.is og útvarpstöðin FM, 957 útvarpar þeim beint. Tónleik- arnir hefjast kl. 23. Eftir tónleikana þeytir plötusnúðurinn Áki Pain skífumar til kl. 1. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Laugar- dagskvöld verða tónleikar með Bubba Morthens. Hann flytur öll lögin af Konu ásamt því besta af löngum ferli sínum. ■ BIÍÐARKLETTUR, Borgarnesi. Á föstudagskvöld verður diskótek. Laugardagskvöld leikur hljómsveit- in tíltra. ■ CATALÍNA, Hamraborg 11. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Ari Baldursson. ■ CAFÉ AMSTERDAM. Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Sixties. ■ CAFÉ THOMSEN. Skýjum ofar og breska útgáfufyrirtækið Proper Talent verða með drum- & bass- kvöld á laugardagskvöld. Plötu- snúðar verða Special K og Bjarki. ■ CAFÉ RIIS, Hólmavík. Fimmtu- dagskvöld skemmtir HÁS-söngl- fíokkurinn. Laugardagskvöld skemmta félagarnir í Mannakorn- um, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. ■ CAFE ROMANCE Píanóleikar- inn og söngvarinn Glen Valentine skemmtir gestum næstu vikurnar. Jafnframt mun Glen sþila matar- tónlist fyrir gesti Café Óperu fram eftir kvöldi. ■ FEITI DVERGURINN. Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Sælusveitin. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ HNÍFSDAL. Hljómsveitin Sálin leikur laugar- dagskvöld. Með í för verða hljóð- og sjónlistamennirnir Ben og Gúríon. ■ FÓGETINN. Á fimmtudagskvöld skemmta Maggi Einars og Tommás Tommi. Föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir Blái fiðringurinn. ■ FJARAN. Jón Möller leikur róm- antíska píanótónlist fyrir matar- gesti. ■ GAUKUR Á STÖNG. Fimmtu- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Papar. Föstdags- og laugardags- kvöldið skemmtir hljómsveitin Buttercup. Á sunnudagskvöld kynnir hljómsveitin Skítamórall dagskrá sína um verslunarmanna- helgina. Mánudagskvöld leikur fiðluleikarinn Dan Cassedy, ásamt Ken, létt þjóðlagapopp. Þriðjudags- kvöld verða tónleikar með Dead Sea Apple. Þeir eru á förum til Bandaríkjanna í tónleikaferð og kynna dagskrána þar vestra. Auk þess kemur hljómsveitin Ensími fram og kynnir lög af væntanlegri hljómplötu. Á efri hæð hússins er aðstaða fyrir hópa og einstaklinga til að fylgjast með hvers kyns við- burðum í sjónvarpi. ■ GRAND HOTEL v/Sigtún. Gunnar Páll leikur og syngur perl- ur fyrir gesti hótelsins föstudags- og laugardagskvöld kl. 19-23. ■ GRUNDARFJÖRÐUR. Sumar- hátíð verður á laugardag. Hljóm- sveitin 8-vilIt heldur útitónleika kl. 19. Stórdansleikur í félagsheimilinu seinna um kvöldið. ■ HÓTEL SAGA. Á fóstudags- og laugardagskvöld verður Mímisbar opinn frá kl. 19-3. Þar skemmtir Hilmar Sverrisson. ■ HM CAFÉ, Selfossi. Á laugar- dagskvöld skemmta Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Vignir Þór Stefáns- son. ■ INGHÓLL, Selfossi. Hljómsveit- in Skítamórall skemmtir laugar- dagskvöld. Úrslitakeppni um Sumarstúlku Suðurlands. ■ KAFFI REYKJAVÍK. Hljóm- sveitin Hálft í hvoru leikur fimmtu- dags-, fóstudags og laugardags- kvöld. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir sunnudags- og mánu- dagskvöld. Grétar Örvarsson og Bjarni Arason skemmta þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Bubbi Morthens skemmtir öll mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 21.30-23 fram til 17. ágúst. ■ KRINGLUKRÁIN. I aðalsal leika Léttir sprettir, Geir Gunnlaugsson og Karl H. Karlsson og Guðmundur Rúnar og Hlöðver Guðmundsson fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. I Leik- stofunni föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir trúbadorinn Viðar Jónsson. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Blái fiðringurinn. Hljómsveitina skipa Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. ■ NAUSTKJALLARINN. Línu- dans verður öll fimmtudagskvöld í sumar kl. 21-1 á vegum Kántrý- klúbbsins. Aðgangur er 500 kr. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Skugga-Baldur.Reykja- víkurstofa er opin frá kl. 18 alla daga vikunnar. ■ NÆTURGALINN Föstudags- og laugardagskvöld Ieikur Hilmar Sverrisson. Gestasöngkona er Anna Vilhjálmsdóttir. ■ RÉTTIN, tithlíð, Biskupstung- um. Hljómsveitin Sóldögg leikur laugardagskvöld. Frítt á tjaldstæð- ið. ■ SJALLINN, Akureyri. Á fóstu- dagskvöld og laugardagskvöld verð- ur dansleikur með Stuðmönnum. 18 ára aldurstakmark er á föstudags- kvöld en 20 ára á laugardag. ■ STRIKIÐ, Njarðvík. Föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Sóldögg. ■ VEITIN GASTAÐURINN Mun- aðarnesi. Á laugardagskvöld skemmtir Diskótekið Dísa frá kl. 3.30. Stiginn verður m.a. línudans. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri. Fimmtudagskvöld skemmtir PKK. Föstudags- og laugardagskvöld Ieika Ari Jónsson og tílfar Sig- mundsson. ■ ÞJÓÐLEIKHIJSKJALLARINN. Hljómsveitirnar Skítamórall og Sálin hans Jóns míns skemmta á FM-balli föstudagskvöld. ■ TILKYNNINGAR í skemmtan- arammann þurfa að berast í síð- asta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.