Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM • • Frá A til O: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? ANDRUMSLOFTIÐ á Kaffí Thomsen er seiðmagnað. Morgunblaðið/Halldór VEL fór um Þossa í plötusnúðahorninu. STEFÁN Ólafsson, Eva Sturiudóttir, Ari Magn- ússon og Árni Þór Vig- fússon skemmtu sér ágætlega. Tónlistin skiptir máli Kaffí Thomsen heitir skemmtistaður í Hafnarstræti, vinsæll mjög. ívar Páll Jónsson kom þar við á lífsgöngu sinni, þótt stoppið væri hlutfallslega stutt. SKEMMTANALÍFIÐ er skrítin skepna. Skemmtistaðir eru brokk- gengir í vinsældum, misjafnlega þó, en ganga má út frá því sem vísu að hið minnsta einn þeirra sé ferskur á hverjum tíma. Núna heitir sá staður Kaffi Thomsen. Þar er kjaftfullt um hverja helgi og þangað fara allir sem einhvers mega sín; náungarnir í Oz, Móeiður Júníusdóttir og Mausmenn, svo ein- hverjir sem undirritað- ur hefur séð þar að und- anfórnu, séu tíndir til. Hvað er það sem ger- ir stað vinsælan? Hvað fær fólk til að velja einn stað öðrum fremur, þegar það fer út að skemmta sér? I þessu tilfelli er það sennilega tónlistin. A föstudaginn spilaði plötusnúðurinn að minnsta kosti „al- vöru“ tónlist. Tónlist sem greinilega krafðist meiri hæfileika en að ýta á enter á tölvulykla- borði. Til dæmis man undirritaður eftir geggjuðu gítarsólói í einu laganna, en það er ekki oft sem slíkar æf- ingar eru stundaðar í tónlist sem fólk á að hrista skanka sína við. Það er nefni- lega ekkert verra þótt tónlist á skemmtistöðum komi hugsuninni aðeins af stað; fái mann til að hugsa: „Vá, þetta var vel gert!“ en því mið- ur hefur undirritaður varla heyrt slíka tónlist á skemmtistöðum hér- lendis. Fyrr en nú. Undirstöðuatriði, sem verður að huga að ætli maður að skemmta sér vel á Kaffi Thomsen, er að koma nógu snemma til að fá borð. Blaða- maður var heldur seinn til á laugar- daginn; mætti um tvöleytið og þá var allt gjörsamlega troðið. Satt best að segja er ekki skemmtilegt að vera á lausagöngu í slíkum troðn- ingi. Bjórinn á það til að hellast nið- ur og lendir þá sjaldnast á gólfinu. Að því gefnu hins vegar að við- komandi fái borð ætti hann/hún að skemmta sér eins og best verður á kosið á Kaffi Thomsen. Staðurinn er sem ferskur andvari í íslensku skemmtanalífi, hversu lengi sem sá andvari nú endist. DAVIÐ Sigursteinsson, Guðmundur Magn- ússon og Ronald Christiansen fengu sér kollu og spjölluðu saman. HLJÓMSVEITIN tiltra leikur á Búðarkletti, Borgarnesi, á laugardag. Hljómsveitina skipa Hekla Klemenzdóttir, Anton Kroyer og Guðbjörg Bjarnadóttir. ■ ASTRÓ Á fimmtudagskvöld leika Greifarnir órafmagnaða tón- list en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin gerir slíkt. Margmiðl- unarfyrirtækið Xnet sendir tónleik- ana út á netinu á slóðinni www.xnet.is og útvarpstöðin FM, 957 útvarpar þeim beint. Tónleik- arnir hefjast kl. 23. Eftir tónleikana þeytir plötusnúðurinn Áki Pain skífumar til kl. 1. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Laugar- dagskvöld verða tónleikar með Bubba Morthens. Hann flytur öll lögin af Konu ásamt því besta af löngum ferli sínum. ■ BIÍÐARKLETTUR, Borgarnesi. Á föstudagskvöld verður diskótek. Laugardagskvöld leikur hljómsveit- in tíltra. ■ CATALÍNA, Hamraborg 11. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Ari Baldursson. ■ CAFÉ AMSTERDAM. Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Sixties. ■ CAFÉ THOMSEN. Skýjum ofar og breska útgáfufyrirtækið Proper Talent verða með drum- & bass- kvöld á laugardagskvöld. Plötu- snúðar verða Special K og Bjarki. ■ CAFÉ RIIS, Hólmavík. Fimmtu- dagskvöld skemmtir HÁS-söngl- fíokkurinn. Laugardagskvöld skemmta félagarnir í Mannakorn- um, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. ■ CAFE ROMANCE Píanóleikar- inn og söngvarinn Glen Valentine skemmtir gestum næstu vikurnar. Jafnframt mun Glen sþila matar- tónlist fyrir gesti Café Óperu fram eftir kvöldi. ■ FEITI DVERGURINN. Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Sælusveitin. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ HNÍFSDAL. Hljómsveitin Sálin leikur laugar- dagskvöld. Með í för verða hljóð- og sjónlistamennirnir Ben og Gúríon. ■ FÓGETINN. Á fimmtudagskvöld skemmta Maggi Einars og Tommás Tommi. Föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir Blái fiðringurinn. ■ FJARAN. Jón Möller leikur róm- antíska píanótónlist fyrir matar- gesti. ■ GAUKUR Á STÖNG. Fimmtu- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Papar. Föstdags- og laugardags- kvöldið skemmtir hljómsveitin Buttercup. Á sunnudagskvöld kynnir hljómsveitin Skítamórall dagskrá sína um verslunarmanna- helgina. Mánudagskvöld leikur fiðluleikarinn Dan Cassedy, ásamt Ken, létt þjóðlagapopp. Þriðjudags- kvöld verða tónleikar með Dead Sea Apple. Þeir eru á förum til Bandaríkjanna í tónleikaferð og kynna dagskrána þar vestra. Auk þess kemur hljómsveitin Ensími fram og kynnir lög af væntanlegri hljómplötu. Á efri hæð hússins er aðstaða fyrir hópa og einstaklinga til að fylgjast með hvers kyns við- burðum í sjónvarpi. ■ GRAND HOTEL v/Sigtún. Gunnar Páll leikur og syngur perl- ur fyrir gesti hótelsins föstudags- og laugardagskvöld kl. 19-23. ■ GRUNDARFJÖRÐUR. Sumar- hátíð verður á laugardag. Hljóm- sveitin 8-vilIt heldur útitónleika kl. 19. Stórdansleikur í félagsheimilinu seinna um kvöldið. ■ HÓTEL SAGA. Á fóstudags- og laugardagskvöld verður Mímisbar opinn frá kl. 19-3. Þar skemmtir Hilmar Sverrisson. ■ HM CAFÉ, Selfossi. Á laugar- dagskvöld skemmta Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Vignir Þór Stefáns- son. ■ INGHÓLL, Selfossi. Hljómsveit- in Skítamórall skemmtir laugar- dagskvöld. Úrslitakeppni um Sumarstúlku Suðurlands. ■ KAFFI REYKJAVÍK. Hljóm- sveitin Hálft í hvoru leikur fimmtu- dags-, fóstudags og laugardags- kvöld. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir sunnudags- og mánu- dagskvöld. Grétar Örvarsson og Bjarni Arason skemmta þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Bubbi Morthens skemmtir öll mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 21.30-23 fram til 17. ágúst. ■ KRINGLUKRÁIN. I aðalsal leika Léttir sprettir, Geir Gunnlaugsson og Karl H. Karlsson og Guðmundur Rúnar og Hlöðver Guðmundsson fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. I Leik- stofunni föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir trúbadorinn Viðar Jónsson. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Blái fiðringurinn. Hljómsveitina skipa Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. ■ NAUSTKJALLARINN. Línu- dans verður öll fimmtudagskvöld í sumar kl. 21-1 á vegum Kántrý- klúbbsins. Aðgangur er 500 kr. Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Skugga-Baldur.Reykja- víkurstofa er opin frá kl. 18 alla daga vikunnar. ■ NÆTURGALINN Föstudags- og laugardagskvöld Ieikur Hilmar Sverrisson. Gestasöngkona er Anna Vilhjálmsdóttir. ■ RÉTTIN, tithlíð, Biskupstung- um. Hljómsveitin Sóldögg leikur laugardagskvöld. Frítt á tjaldstæð- ið. ■ SJALLINN, Akureyri. Á fóstu- dagskvöld og laugardagskvöld verð- ur dansleikur með Stuðmönnum. 18 ára aldurstakmark er á föstudags- kvöld en 20 ára á laugardag. ■ STRIKIÐ, Njarðvík. Föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Sóldögg. ■ VEITIN GASTAÐURINN Mun- aðarnesi. Á laugardagskvöld skemmtir Diskótekið Dísa frá kl. 3.30. Stiginn verður m.a. línudans. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri. Fimmtudagskvöld skemmtir PKK. Föstudags- og laugardagskvöld Ieika Ari Jónsson og tílfar Sig- mundsson. ■ ÞJÓÐLEIKHIJSKJALLARINN. Hljómsveitirnar Skítamórall og Sálin hans Jóns míns skemmta á FM-balli föstudagskvöld. ■ TILKYNNINGAR í skemmtan- arammann þurfa að berast í síð- asta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.