Morgunblaðið - 30.07.1998, Page 11

Morgunblaðið - 30.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Stofnsamningur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga undirritaður Sambærileg réttindi og hjá LSR og valfrelsi Morgunblaðið/Kristinn SLEGIÐ var á létta strengi á fundinum þar sem stofnsamningur nýja lífeyrissjóðsins var undirritaður. A myndinni eru frá vinstri Elín Björg Jónsdóttir frá samfloti bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB, Jón G. Kristjánsson, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, og Páll Halldórsson, fyrrverandi formaður BHMR. Urskurður félagsmálaráðu- neytisins um Vesturbyggð Einkennilegur úrskurður að mati sýslumanns Stofnaður hefur verið Lífeyrissjóður starfs- manna sveitarfélaga og eru réttindi í sjóðnum sambærileg við þau réttindi sem ríkis- starfsmenn fá í Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins. Að auki geta sjóðfélagar valið um að fara í sérstaka deild í sjóðnum þar sem ávinnsla réttinda er aldurstengd og hægt að leggja hluta iðgjalds í séreignadeild. STOFNSAMNINGUR hins nýja sjóðs var undirritaður á þriðjudag- inn af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og stéttarfélögum starfsmanna þeirra. Þrjátíu sveitarfélög af 124 í landinu, þar sem er að finna um 2/3 af stöðugildum starfsmanna sveitar- félaganna eru aðilar að sjóðnum nú, en frestur er til 1. nóvember næst- komandi fyrir önnur sveitarfélög að gerast stofnaðilar. Meðal þeirrá sveitarfélaga sem eru aðilar nú má nefna Reykjavíkurborg, Seltjarnar- nes, Reykjanesbæ, Borgarbyggð, Snæfellsbæ, ísafjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Húsavík, Neskaupstað, Höfn, og Arborg, en Kópavogur, Hafnarfjörður og Akureyri eru enn ekki aðilar að sjóðnum, svo dæmi séu tekin. Þrjár deildir Stofnun sjóðsins og samningurinn við stéttarfélögin þar að lútandi felur í sér að allir nýir starfsmenn sveitar- félaganna, stofnana þeii-ra og fyi-ir- tækja eða samlaga eftir 1. júlí í ár eiga skylduaðild að A-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna sveitarfélaga og eldri stai-fsmenn geta einnig átt þar aðild óski þeir eftir því. A-deildin er sambærileg við A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hún veitir fyrirfram ákveðin lífeyrissréttindi og ávinnsla réttinda í deildinni verð- ur óháð aldri sjóðfélaga. Iðgjald til sjóðsins verður samanlagt 15,5%. Iðgjald launþega verður 4% af heildarlaunum, en iðgjald sveitarfé- laganna verður í upphafí 11,5%, en þau ábyrgjast að auki að deildin standi undir þeim réttindum sem hún lofar. Að auki mun sjóðurinn starfrækja tvær aðrar deildir, valdeild og sér- eignadeild. í V-deildinni verður ávinnsla réttinda tengd aldri sjóðfé- laga, þ.e.a.s. eftir því sem sjóðfélagi er yngri ávinnur hann sér hlutfalls- lega meiri réttindi. Réttindin grund- vallast einungis á iðgjaldinu og ávöxtun þess og launagreiðendur bera ekki ábyrgð á réttindunum með öðrum en umsömdu iðgjaldsfram- lagi. Iðgjaldið verður 15,5% saman- lagt, þar af 11,5% greidd af sveitar- félögunum og 4% af sjóðfélaganum eins og í A-deildinni. Að uppfylltum skilyrðum um greiðslu 10% iðgjalds vegna lágmarkstryggingaverndar á sjóðfélagi í V-deildinni möguleika á að verja því sem umfram er til þess að tryggja sér meiri samtryggingar- vernd í V-deildinni eða leggja það sem umfram er í séreignadeild sem einnig verður starfrækt af sjóðnum. Réttindin þar eru eign sjóðfélagans og grundvallast á iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Allir þeir sem eru í A-deildinni geta ef þeir óska fært sig yfir í V- deildina, en sjóðfélagar í V-deildinni geta ekki fært sig yfir í A-deildina. Þá geta allir starfsmenn sveitarfé- laga átt aðild að V-deildinni, þótt þeir séu ekki í aðildarfélögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eða Bandalags háskólamanna hafi um það verið samið í kjara- eða ráðningarsamningi, enda eigi þeir ekki skylduaðild að öðrum lífeyris- sjóði. Sjóðurinn er því í raun opinn öllum og ekki einungis starfsmönn- um sveitarfélaga. Níu lífeyrissjóðir hafa verið starf- ræktir á vegum sveitarfélaganna í landinu, auk þess sem starfsmenn margra smæi-ri sveitarfélaga hafa greitt til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þessir sjóðir verða áfram stai’fræktir og munu lífeyrisgreiðsl- ur eldri starfsmanna áfram renna til þeirra með óbreyttum hætti, nema þeh' óski eftir að færa sig yfir í nýja sjóðinn. Stjóm hins nýja sjóðs verð- ur hins vegar heimilt að semja um að taka við réttindum sem sjóðfélagar í þessum sjóðum eiga, auk þess sem henni verður heimilt að taka að sér rekstur annarra lífeyrissjóða. A blaðamannafundi sem boðað var til í gær í tilefni af undirritun stofn- samnings nýja sjóðsins lýstu bæði fulltrúar sveitarfélaganna sem aðild eiga að samningnum og fulltrúar samtaka starfsmanna sveitarfélag- anna yfir mikilli ánægju með stofnun sjóðsins og sögðu hann fela í sér ákveðin tímamót vegna þess sveigj- anleika sem kerfið fæli í sér. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenski-a sveitar- félaga, sagði að í þeirri undirbún- ingsvinnu sem fram hefði farið vegna stofnunar sjóðsins hefði verið stefnt að þvi að fækka sjóðum á vegum sveitarfélaganna, auka valfrelsi, ti'yggja að skuldbindingar vegna réttinda starfsmanna söfnuðust ekki upp, auk þess sem breytingin auð- veldaði flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sem fyrirséð væri að ætti efth' að aukast. Sagðist hann gera sér vonir um að 4-5.000 félagar yrðu í sjóðnum í upphafi. Reykjavík- urborg hefði þegar ákveðið að verða aðili að sjóðnum og viðræður stæðu yfir við Hafnarfjörð og Akureyri. Sagðist hann vonast til að þegai' upp yi-ði staðið yi-ðu allflest sveitarfélög í landinu aðilar að sjóðnum. Ogmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði að stofnun sjóðsins væri árangur af mjög góðu samstarfi milli samtaka launafólks og sveitarfélag- anna. Með samkomulaginu væri starfsmönnum sveitarfélaganna tryggð nákvæmlega sömu réttindi og ríkisstarfsmönnum. Fagnaði hann samstöðunni sem hefði tekist um þetta mál og sagði stofnun sjóðsins merkan áfanga í sögu lífeyrismála. Oumdeilt væri að þarna væri verið að setja á laggimar mjög góðan líf- eyrissjóð. Fram kom á fundinum að útgjöld sveitarfélaganna vegna lífeyrisrétt- inda starfsmanna sinna eiga ekki að aukast með tilkomu sjóðsins, en til þessa hafa iðgjöld vegna starfs- manna sveitarfélaga numið 10% af dagvinnulaunum, þar sem launþegar borga 4% og sveitarfélögin 6%. Sam- tímagreiðslur munu hins vegar aukast, þ.e.a.s. það sem greitt er til sjóðsins árlega og er miðað við að það jafngildi þeim réttindum sem stofnað er til á hverjum tíma, en framtíðarskuldbindingin minnkar að sama skapi. ÞÓRÓLFUR Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, telur ýmislegt gagnrýnisvert við úr- skui'ð félagsmálaráðuneytis um kosningar í Vesturbyggð. Ráðu- neytið úrskurðaði kosningai-nar gildar en vinnubrögð við þær ámælisverð og segir Þórólfui' það einkennilega útfærslu. „Ef vinnubrögð eru ámælisverð er það mjög einkennilegt ef það hefur ekki þau áhrif að kosning- in er talin ógild eða ólögleg," sagði Þórólfur í samtali við Morgunblaðið. Þórólfur segir mestu máli skipta að ekkert hafi verið fund- ið að störfum hans sem gefi til- efni til að ógilda kosningarnar. Hann hafi hins vegar ýmsar at- hugasemdir við úrskurðinn. „Ég tel athugavert þegar ráðuneytið talar um hvað því finnst um hlutverk kjörstjóra utankjör- fundar. Þar eiga við lög um Al- þingiskosningar þar sem fjallað er um utankjörfundaratkvæða- greiðslu og þau heyra ekki undir félagsmálaráðuneyti heldur dómsmálaráðuneyti. Mér þykir einnig gegna furðu að ráðuneyti þyki ámælisvert að öldruðum og sjúkum sé gert kleift að notfæra sér þau grundvallarmannrétt- indi sem kosningaréttur er.“ í úrskurðinum er fundið að því að ekki hafi verið fylgt form- reglum laga um kosningar utan kjörfundar við framkvæmd sýslumanns á utankjörfundarat- kvæðagreiðslu í heimahúsi og á sjúkrahúsi. Reglan segir að aldraðir eða sjúklingar sem óska eftir að fá að kjósa í heimahúsi skuli senda beiðni til kjörstjóra um það með sjö daga fyrirvara. Tveh' sjúklingar sendu Þórólfi beiðni um að fá að kjósa í heima- húsi þegar innan við sjö dagai' voru til kosninga. Þórólfur segist hafa ákveðið að verða við óskum þessara kjósenda vegna þess að hann gat sinnt þeim. „Þessi sjö daga regla er sett til hagræðis fyrir kjörstjóra, vegna þess að þeir geta staðið frammi fyrir því að geta ekki sinnt öllum beiðnum. Það voru engin vandkvæði á því fyrir mig að sinna þessu fólki og því varð ég við óskum þess. Grundvallaratriðið hér er réttur fólks til að nota kosningarétt." Kjörstjórnir pólitískt valdar Um þá athugasemd ráðuneyt- isins að það geti verið óheppi- legt að kjörstjóri utan kjörfund- ar sé virkur í stjórnmálastarfi og sjái sjálfur um utankjörfund- aratkvæðagreiðslu bendir Þórólfur á að kjörstjórnir um allt land séu pólitískt valdar og ógerlegt væri að halda kosning- ar á Islandi ef þeir sem sitja í kjörstjómum mættu ekki vera í pólitík. Sýslumaður gagnrýnir ráðu- neytið fyrir að hafa kveðið upp úrskurðinn án þess að fara eftir þeim reglum sem stjómsýslulög krefjast. „Þeir kveða upp þenn- an úrskurð án þess að leita and- mæla hjá mér, en ein grundvall- arreglan í stjórnsýslurétti er andmælarétturinn. Þetta ráðu- neyti gaf mér engan andmæla- rétt og braut þannig sjálft form- reglur laga.“ TILKYNNING UM SKRANINGU SKULDABREFA A VERÐBREFAÞINGI ISLANDS KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nafnverö: Útgáfudagur: Skráning: Skráningarlýsing og önnur gögn: SKRANING SKULDABREFA í flokki 1/1996 er nafnverð kr. 200.000.000 í flokki 1/1997 er nafnverö kr. 200.000.000 í flokkum 2A-2H/1995 er samanlagt nafnverö kr. 160.000.000 í flokki 1/1996 var útgáfudagurinn 24. október 1997 í flokki 1/1997 var útgáfudagurinn 1. júlí 1996 í flokkum 2A-2H/1995 var útgáfudagurinn 17. maí 1995 Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt aö taka ofangreinda skuldabréfaflokka KEA á skrá þingsins og munu skuldabréfin veröa skráð 4. ágúst næstkomandi, enda veröl öll skilyrði skráningarlnnar uppfyllt. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Strandgötu 1, Akureyrf eða á skrifstofu KEA, Hafnarstræti 91-95, Akureyri. L Landsbanki íslands Strandgötu 1, 600 Akureyrl, slml 460 4000, bréfsíml 460 4060, www.lais.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.