Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hópur franskra krabbameinssjúklinga hjólar kringum landið Ferðin hefur gengið vel „FERÐIN hefur gengið afskaplega vel,“ sagði Monique Vanbelle, for- maður samtakanna „Au del’a du cancer" eða „handan krabbameins“, og Léon Pani, bæjarstjóri í Gra- velines, tók í sama streng. „Það hef- ur allt gengið upp, allar tímaáætlan- ir staðist," sagði hann. Hópur krabbameinssjúkra Frakka staldraði við á Akureyri í gær, en þaðan var haldið til Sauðár- króks. Rúm vika er síðan hópurinn hóf hjólreiðaferð kringum landið, en í honum eru m.a. tíu franskir krabbameinssjúklingar frá Dunker- que-svæðinu í Norður-Frakklandi auk um 30 manna fylgdarliðs, að- standenda og lækna. Bæjarstjórinn í Gravelines er einnig með í för, en bærinn er vinabær Fáskniðsfjarðar og þar var hópurinn viðstaddur Franska daga um liðna helgi. Þau Monique og Léon sögðu að veðrið hefði leildð við hjólreiðafólkið alla leiðina og ætti það sinn þátt í því hve vel hefði gengið. „Það hefur hjálpað okkur mikið, veðrið hefur verið stillt, enginn vindur eða rign- ing, svo allt hefur gengið að ósk- um.“ Þau sögðu ökumenn sýna hópnum tillitssemi og margir köst- uðu kveðju á mannskapinn. „Það vita margir af ferð okkar hér og vilja heilsa upp á okkur og heyra hvernig gangi.“ Anæg með ferðina Samtökin „handan krabbameins" skipulögðu ferðina, en tilgangur hennar er m.a. að sýna fram á að unnt sé að lifa eðliiegu lífi þótt fólk hafi fengið krabbamein. „Með þess- ari ferð getum við sýnt og sannað að krabbameinssjúklingar geta gert ýmislegt, tekið þátt í lífinu með ýmsum hætti,“ sagði Monique. „Við erum afar ánægð með ferðina, allt hefur gengið að óskum. Fólk er heillað af landinu, stórbrotinni nátt- úrunni og dýralífinu." Skálað í kampavini í Grímsey Nokkrir þátttakenda áttu sér þann draum að komast norður fyi'ir heimskautsbaug og rætist hann í dag, en þá er ferðinni heitið til Grímseyjar. Þar finnst frönsku ferðalöngunum tilvalið að opna kampavínsflösku og skála. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra tekur á móti fólkinu og býður til hádegisverðar á Akranesi á laugardag, en hringnum verður lokað í Reykjavík á sunnudag og haldið heimleiðis á mánudag. , Morgunblaðið/Bjöm Gíslason FULLTRUAR frá samtökunum „handan krabbameins" fylgjast grannt með hjólreiðagörpunum, en hér má sjá tvo þeirra á fleygiferð um götur Akureyrar í gærdag. Dagskrá í Deiglunni Dag’ar unga fólksins LISTADAGAR unga fólksins hefj- ast í Deiglunni, Grófargili, á morg- un, föstudaginn 31. júlí, kl. 17.30 en þeir standa í eina viku, til föstu- dagsins 7. ágúst. Opnuð verður listsýning í Deigl- unni og efnt til tónleika, en fram koma hljómsveitirnar 200.000 nagl- bítar og Rat Pfink a Boo Boo. Einnig sýna nemendur í Dansskóla Sibbu break-dans. Á laugadag, 1. ágúst, verður dag- skrá sem nefnist Gjörningar og ljóð og hefst hún kl. 17.30. Listsýning verður opin á sunnudag frá 14 til 18 og á mánudag, 3. ágúst, verður per- sónuleikasýning, úrtak akureyrskra ungmenna og hefst hún kl. 20.30. Á miðvikudagskvöld verður dagskrá í Deiglunni og þá er listsýning opin, sem og einnig aðra daga. Á föstudag í næstu viku verður opnuð Ijósmyndasýning og söng- tríóið Ekkó leikur. Til sölu við Ráðhústorg 1 á Akureyri Til sölu við Ráðhústorg á Akureyri, verslunar- og skrifstofu- húsnæði í hjarta bæjarins. Um er að ræða 48,6 fm á jarð- hæð og 127 fm á 2. hæð. Ásett söluverð er kr. 12.500.000. Allar frekari upplýsingar er að fá hjá fasteignasölunni Byggð. FASTKKIVmi.AV BYGGD IIKFkkl lillTI I Símar 4621744 og 462182, fax 4627746. Sölumenn Ágústa Ólafsdóttir og Björn Guðmundsson. Lögmaður Jón Kr. Sólnes hrl. Skiptum lokið í þrotabúi Kaldbaks SKIPTUM er lokið í þrotabúi frystihússins Kaldbaks á Greni- vík, sem varð gjaldþrota í mars árið 1994. Upp í veðkröfur og lögveð á fasteignum þrotabúsins greidd- ust um 44,6 milljónir kr. Upp í forgangskröfur, sem voru að upphæð rúmar 19 milljónir kr, greiddust um 14,4 milljónir kr. eða um 75 af hundraði. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur, sem samtals námu 121,3 millj- ónum kr. AKSJÓN Fimmtudagur 30. júlí 13.00^-Halló Akureyri Aksjón og Frostrásin senda beint frá Ráðhús- torgi. 21 .OO^Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyi'inga í ferðahug. 21.35Þ-Halló Akureyri Aksjón og Frostrásin senda beint frá Ráðhús- torgi. --------------- Ný göngubrú NÚ STYTTIST í að gönguleið úr Glerárhverfi að Háskólanum á Akureyri eða upp í Gerðahverfi opnist, en unnið við að setja upp nýja göngubrú yfir stífluna á Glerá. Rafveita Akureyrar kost- aði gerð brúarinnar. Morgunblaðið/Björn Gíslason Halló ruslapoki FORSVARSMENN hátíðarinn- ar Halló Akureyri hvetja kaupmenn og aðra sem starf- semi stunda í bænum til að hreinsa umhverfi sitt um helg- ina, en það var einnig gert á síðasta ári og tókst vel. Þá var kaupmönnum færður þar til gerður kústur að gjöf til að auðvelda þrifin, en nú er sér- merktum ruslapokum dreift vítt um bæinn. Fyrstu pokarn- ir voru afhentir í gær, en þá tók Jóna Sighvatsdóttir, kaup- maður í Borgarsölunni, við pokum úr hendi þeirra Hólm- fríðar Jóhannsdóttur og Egils Níelssonar. Þau eru í Vinnu- skólanum á Akureyri en krakkarnir höfðu það verkefni með höndum í gær að dreifa ruslapokum. Sumartónleikar á Norðurlandi Margrét Bóasdóttir með þýsku dúói SÍÐASTA tónleikahelgi Sumartón- leika á Norðurlandi fer nú í hönd. Að þessu sinni eru flytjendur dúóið Lewark-Portugall frá Rheinland- Phaltz héraði í Þýskalandi, en það skipa þeir Egbert Lewark trompet- leikari og Wolfgang Portugall org- elleikari. Margrét Bóasdóttir sópr- an syngur með á tveimur íyrstu tónleikunum. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða í Grenivíkurkirkju fimmtu- dagskvöldið 30. júlí kl. 21. Þá verða tónleikar í Reykjahliðarkirkju við Mývatn, 1. ágúst kl. 21. Á efnisskrá þessara tónleika eru verk eftir Scheidt, Handel, Buxtehude, Strachowicz, Bach, Torelli, Jón Leifs og Mozart. Á sunnudag, 2. ágúst, kl. 17 verða tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem Lewark-Portugall dúóið kemur fram. Þetta er önnur ferð þeirra fé- laga til íslands. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Gönguferð um Fjörður og Látraströnd FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar um Fjörður og Látraströnd um verslunarmanna- helgina. Gengið verður með allan útbúnað. Lagt verður af stað frá skrifstofu fé- lagsins við Strandgötu kl. 17 á föstu- dag og ekið í Hvalvatnsfjörð, en þaðan er gengið í Þönglabakka. Á laugardag verður gengið í Keflavík og á sunnudag í Látur. Á mánudag verður gengið inn Látraströnd og verður hópurinn sóttur í Svínámes. Upplýsingar um ferðina og skráning er á skrifstofu félagsins sem opin er frá kl. 16 til 19 virka daga. Krossgötur í Ketilhúsinu KROSSGÖTUR er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu í Grófargili laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Þrjár myndlistarkonur efna til sýningarinnar, þær Hrefna Harðar- dóttir, Sólveig Baldursdóttir og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Hrefna og Sólveig hafa báðar feng- ist við höggmyndir en Guðrún Pá- lína notar fyrst og fremst pensilinn. Með sýningunni vilja þær leggja áherslu á þær krossgötur sem hver listamaður jafnan stendur á í lífi sínu. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 alla daga og stendur hún til 16. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Björn Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.