Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 19 Reuters Fiskað MIKIL úrkomutíð hefur verið á Nýja Sjálandi að undanförnu og hafa margar ár flætt yfir bakka sína. Þegar í þeim sjatnar situr fiskurinn eftir á ökrunum eða annars staðar á þurru eins og þessir myndarlegu vatnakarpar, sem þeir bændurnir Bri- á þurru an og Nigel White eru að safna saman. í Evrópu og Asíu eru sum afbrigði af þessum karpa seld dýru verði en á Nýja Sjálandi er hann talinn hinn mesti vágestur því að hann étur upp allan silung í ánum. Undirbúningur evrópska myntbandalagsins Utliti tveggja evró- peninga verður breytt Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) lagði í gær fram endurskoðaðar tillögur að út- liti tveggja af átta myntpeningum evrósins, hins væntanlega sameigin- lega Evrópugjaldmiðils, sem á að komast í umferð í öllum ellefu aðild- arríkjum Efnahags- og myntbanda- Iags Evrópu (EMU) í ársbyrjun 2002. Astæða endurskoðunarinnar voru athugasemdir sem hagsmuna- samtök blindra og sjálfsalaiðnaðar- ins báru fram. Breytingarnar snerta 10 og 50 senta peningana. Þær munu sjá til þess að rákirnar í brún þeirra verði nógu greinilegar til að blindir eigi ekki í vandræðum með að þekkja þá frá öðrum. Þykkt 50 senta-peningsins verður aukin í því skyni að auðvelda sjálfsölum að greina á milli hans og 20 senta pen- ingsins, sem í upprunalegri útgáfu EVRÓPA^ var nærri alveg jafn þykkur og bú- inn til úr sömu málmblöndu. Þeir sem eiga sitt undir sjálfsöl- um hafa lengi þrýst á um að 50 senta peningnum yrði breytt. Höfðu þeir vakið athygli á þeim annmörk- um sem væru á þeirri hönnun mynt- peninganna sem leiðtogar ESB- ríkjanna samþykktu í byrjun maí- mánaðar, þar sem endanleg ákvörð- un var tekin um hvaða ríki yrðu stofnaðilar að myntbandalaginu um næstu áramót. En annmarkarnir á 10 senta pen- ingnum komu ekki í ljós fyrr en í júní, eftir að fyrstu peningarnir sem slegnir voru í myntsláttu Frakk- lands reyndust eilítið frábrugðnir þeim prufueintökum sem samtök blindra höfðu fengið að sjá og veitt samþykki sitt. Ailur sá skammtur sem franska myntsláttan hefur þegar framleitt af 10 senta myntum mun þurfa að vera brædd upp, með æmum til- kostnaði. Mikil tímapressa Framkvæmdastjómin vonast til að nýja hönnunin verði staðfest fyr- ir byrjun næsta árs, eftir samráð við Seðlabanka Evrópu og Evrópu- þingið. Mikil tímapressa er nú á ESB- ríkjunum að framleiða allt það magn peninga sem reiknað er með að þurfi þegar skipt verður um gjaldmiðla í umferð í EMU-ríkjun- um. Aætlað er að slá þurfí um 55 milljarða evró-myntpeninga. Fleiri styðja EMU en ESB Staðfesting Amsterdam-sáttmála ESB Chirac vill að Frakkar hraði sér París. Reuters. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hvatti til þess í gær að Frakk- ar yrðu ekki síðastir til að staðfesta Amsterdam-sáttmála Evrópusam- bandsins (ESB). „Tímaáætlunin fyi'ir staðfesting- arferlið verður að komast á hreint fljótlega. Við megum ekki verða síðastir til að staðfesta sáttmál- ann,“ hafði talsmaður Chiraes eftir honum, að loknum ríkisstjórnar- fundi. Níu ESB-ríkjanna fimmtán hafa staðfest hinn endurskoðaða stofnsáttmála, sem leiðtogar sam- bandsins undh’rituðu í Amsterdam um miðjan júní 1997. Sáttmálanum er meðal annars ætlað að búa í hag- inn fyrh’ fjölgun aðildarríkja, sem stendur íyrir dyrum með stækkun sambandsins til austurs. Sáttmálinn krefst stjómarskrár- breytingar í Frakklandi og staðfest- ing hans getur síðan farið fram ann- að hvort á sameiginlegum fundi beggja deilda franska þingsins eða með þjóðaratkvæði. A ríkisstjórnar- fundinum á miðvikudag var frum- varpið að stjórnarskrárbreytingunni tekið til umræðu. Ekki þjóðaratkvæði Hvort tveggja Chirac og Jospin forsætisráðherra hallast að því að þingið staðfesti sáttmálann en hann verði ekki borinn undir þjóðarat- kvæði. Slíkt gæti orðið tilefni til að æsa upp andstöðu við ESB og ekki sízt Efnahags- og myntbandalagið, EMU, sem verður að veruleika um næstu áramót. Evrópumálaráðherrann Pierre Moscovici sagði í liðnum mánuði að horfm’ væru á að sáttmálinn yrði formlega staðfestur í síðasta lagi í ársbyrjun 1999. Helsinki. Reuters. ÞÓTT aðild að Evrópusambandinu sé skilyrði íyrh’ því að ríki geti tekið þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) era fleiri Finnar hlynnth’ aðild lands síns að EMU en að ESB, samkvæmt nýrri skoðana- könnun fyrhtækisins Taloustutkim- us. Spurt var hvernig menn myndu greiða atkvæði ef þjóðaratkvæða- greiðsla yrði haldin um aðild að ESB og sögðust 46% myndu segja já, 46% nei og 8% voru óákveðnir. Þegar spurt var hvort menn væru hlynntir því að Finnland gengi í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu um næstu áramót sögðust hins vegar 47% því fylgjandi og 40% andvígir. Meirihluti andvígur NATO-aðild I sömu könnun var spurt um hug Finna til aðildar að Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Sögðust 56% andvígir NATO-aðild en 26% hlynnt- ir. Afgangurinn, 18%, var óákveðinn. Dúndur hljómur - dúndur verð! . w ^ Supertech S CR31 5 9.9« v ft; '.y. . up Góð^h/jómL 12.900.- s/m w . ö 5 ^__ jassi: SANYO MCDZiOO 14.900,- PHILIPS Heimilistæki hf SÆTÚIM8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt www.ht.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.