Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Guðmundur Emilsson, aðalhljómsveitarstjóri lettnesku fflharmómunnar
Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson
GUÐMUNDUR Emilsson og lettneska fflharmóníusveitin ásamt kór Iettnesku ríkisakademíunnar, Árnesingakórnum og kór Kvennaskólans í
Reykjavík taka á móti þökkum áheyrenda að loknum tónleikum í Wagner-salnum í Ríga.
„Eldskírn“
í þrnm-
um og eld-
ingum
FRÁ mótttöku sem forseti íslands bauð til í tilefni tónleikanna. F.v.:
frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, herra Ólafur Ragnar Grímsson,
Guðmundur Emilsson, Guntis Ulmanis, forseti Lettlands, og kona
hans, frú Aina Ulmane.
GUÐMUNDUR Emilsson hljóm-
sveitarstjóri þreytti fnimraun sína
sem aðalhljómsveitarstjóri og tón-
listarstjóri lettnesku fílharmóníu-
hljómsveitarinnar í Ríga á tónleik-
um þar í borg 12. júní síðastliðinn
að viðstöddum á þriðja hundrað
gesta í tónleikasal sem kenndur er
við Wagner. Fram komu ásamt
hljómsveitinni kór lettnesku ríkis-
akademíunnar, Sigurður Bragason
barítonsöngvari og tveir íslenskir
kórar undir stjóm Sigurðar, Ár-
nesingakórinn og Kvennaskólakór-
inn í Reykjavík. Opinber heimsókn
forseta Islands stóð þá yfír í Lett-
landi og voru tónleikamir tileink-
aðir forsetahjónum landanna
tveggja.
Þmmuveður gekk yfír Rígaborg
á tónleikadaginn en því hafði að
mestu slotað þegar hljómsveitin
hóf flutning sinn um kvöldið. Guð-
mundur segir að þessir fyrstu tón-
leikar sínir sem aðalstjómanda
lettnesku fílharmóníunnar hafi svo
sannarlega verið áhrifamikil stund,
„sannkölluð eldskírn og í anda
þmmna og eldinga sem dundu yfír
okkur á íyrstu og einu samæfing-
unni sem við höfðum átt fyrr um
daginn.
Þá var það mikill heiður að for-
setahjón landanna tveggja, Islands
og Lettlands, skyldu sitja þessa
tónleika ásamt utanríkisráðherra
íslands og fjölmörgum sendifull-
trúum sem þar vom staddir í til-
efni opinbem heimsóknarinnar,“
segir Guðmundur. Hann segir
ánægjulegt að svo stór hópur ís-
lenskra listamanna skyldi taka
þátt í þessum íyrstu tónleikum sín-
um sem aðalhljómsveitarstjóra
lettnesku fílharmóníusveitarinnar.
„Sigurður Bragason stóð sig eins
og hetja og það var sérstakt að
upplifa samspil kóranna þriggja
frá fslandi og Lettlandi." Efnis-
skrá tónleikanna var í samræmi
við yfirlýsta stefnu stjómandans
um að efla tengsl landanna tveggja
og flytja lettneskum áheyrendum
norræna tónlist, þar á meðal ís-
lenska, í bland við þeirra eigin.
Vom þannig flutt verk eftir tón-
skáldin Jekabs Medins og Mist
Þorkelsdóttur auk verka eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Hljóðritanir og
tónleikaferðalög
Daginn eftir tónleikana hófust
hljóðritanir með hljómsveitinni og
íslensku gestunum í gamalli kirkju
sem nú hefur fengið nýtt hlutverk
hljóðvers í borginni. Annars vegar
vora tekin upp íslensk ættjarðar-
lög í flutningi íslensku kóranna
undir stjóm Sigurðar Bragasonar
og við undirleik félaga úr hljóm-
sveitinni. Hins vegar lék hljóm-
sveitin fórleiki og aríur eftir Moz-
art þar sem Sigurður söng. Að auki
stýrði Guðmundur hljómsveitinni á
tónleikum fyrir utan Stríðssafn
borgarinnar til að minnast „brott-
flutningsdagsins," þegar þúsundir
Letta vom fluttar í þrælkunarbúð-
ir í Síberíu á valdatima Stalíns í
Sovétríkjunum íyrrverandi. í
næsta mánuði heldur Guðmundur
aftur utan til Ríga og þá mun
hljómsveitin m.a. koma fram á nor-
rænu kvöldi sem sendiherrar
Norðurlandanna munu efna til
sameiginlega í sögufrægum kast-
ala íyrir utan borgina til heiðurs
forseta Lettlands, Guntis Ulmanis.
Af þessu má vera ljóst að störf
Guðmundar með hljómsveitinni
eru komin á fullt skrið en næstu
þrjú árin gerir hann ráð íyrir að
fara utan til Lettlands mánaðar-
lega til að stýra hljómsveitinni á
tónleikum í Ríga, tónleikaferðalög-
um víða um Evrópu og Ameríku,
og í upptökum fyrir geisladiska.
Hvað varðar breyttar áherslur í
flutningi sveitarinnar hyggst Guð-
mundur leggja meira en áður upp
úr tónverkum vestrænna tón-
skálda, sem og norrænna og balt-
neskra, til mótvægis við sterk
rússnesk áhrif hljómsveitarinnar
áður. „Það kom mér á óvart hversu
lítið hljómsveitin hefur gert að því
að leika verk Mozarts og svo virð-
ist vestrænn módernismi hafa riðið
hjá garði,“ segir Guðmundur. Inn-
an fílharmóníusveitarinnar starfar
strengjasveit nánast sem sjálfstæð
eining og nýtur mikillar virðingar
sem slík, að sögn Guðmundar sem
nefnir hana „riddaraliðið" og segir
sveitina reglulega á faraldsfæti. í
sumar hafi hún t.d. haldið tónleika
í Þýskalandi, Frakklandi og á Ital-
íu þar sem hún kemur nú fram
öðra sinni á þessu sumri ásamt
hljómsveitinni í heild sinni.
Samfélag á
krossgötum
Lettneska fílharmóníusveitin
var stofnuð fyrir 30 áram og hefur
lengst af verið ríkisrekin eða allt
þar til fyrir rúmu ári þegar lett-
neska ríkið ákvað að falla frá fjár-
stuðningi við sveitina. Komu hljóð-
færaleikararnir þá á fót sjálfseign-
arstofnun sem nú annast rekstur-
inn og réðu fljótlega til sín Guð-
mund sem aðalhljómsveitarstjöra.
Segja má því að hljómsveitin
standi á tímamótum eins og reynd-
ar lettneskt samfélag í heild sinni
en ekki er langt síðan baltnesku
löndin hlutu sjálfstæði frá Sovét-
ríkjunum fyrrverandi.
„Það hefur verið átak en jafn-
framt heiður að taka við þessu
starfí," segir Guðmundur og bætir
við að hann sé enn að kynnast landi
og þjóð, hljómsveitarmeðlimum
jafnt sem aðstæðum öllum í borg-
inni. „Allt í einu er ég staddur í
hringiðu menningarborgar, - millj-
ónaborgar, þar sem miklar um-
breytingar em að eiga sér stað,“
segir Guðmundur. „Þessi þjóð hef-
ur aldrei fengið að vera í friði fyrir
innrásum. Og nú er dollaramerkið
kannski að verða hið nýja tákn
landsins í stað hamars og sigðar
áður.“ Hann segir að þó að Lettar
virðist á yfirborðinu líkjast íslend-
ingum komi ýmis sérkenni í Ijós
þegar nánar séð að gætt. Þar ráði
mestu sú kúgun sem þjóðin hefur
mátt þola af hendi annarra þjóða
öldum saman. „Lettar em varir um
sig og sagan hefur kennt þeim að
treysta fáum til hlítar."
Þessa harmsögu þjóðarinnar
segist Guðmundur hafa skynjað
sterkt á íyrmefndum tónleikum
hljómsveitarinnar fyrír utan
Stríðssafnið í Ríga. „Eg hef alla
ævi verið mjög hugsi yfír þessum
atburðum sögunnar og þar sem ég
stóð og stjórnaði hljómsveitinni
frammi fyrir áheyrendum sem
syrgðu ættingja sem létu lífíð með
svo hörmulegum hætti áttaði ég
mig endanlega á bæði stund minni
og stað í lífí þessa fólks sem er enn
að syrgja," segir Guðmundur. „Um
leið er eins og sú tilfinning sem hér
býr hafí kallað í mig frá fyrstu
stundu og mér líður eins og vinna
mín fram að þessu hafi nánast ver-
ið eins og undirbúningur að þessu
starfi.“
Sigurður
Bragason
„Hlýhugur
Letta eftir-
minnilegur“
SIGURÐUR Bragason baritón-
söngvari og stjórnandi kóra
Árnesinga í Reykjavík og
Kvennaskólans í Reykjavík
lýsir för sinni og kóranna
tveggja ásamt píanóleikaran-
um Bjarna Jónatanssyni til
Lettlands í júní sem hreinu
ævintýri. Auk þess að koma
fram á tvennum tónleikum í
Ríga hljóðrituðu kórarnir
nokkur íslensk ættjarðarlög
og Sigurður söng inn á geisla-
disk aríur eftir Mozart í flutn-
ingi lettnesku fflharmóníu-
hljómsveitinnar og undir
stjórn Guðmundar Emilssonar.
„Lettneska fflharmóníu-
hljómsveitin er mjög góð
hljómsveit og það er greinilegt
að Guðmundur Emilsson er
kominn í stórt hlutverk í Iett-
nesku menningarh'fí, hann stóð
sig enda afskaplega vel,“ segir
Sigurður sem auk þess að hafa
æft kórana fyrir þessa tónleika
kom þar fram sem einsöngvari
í tveimur aríum eftir Mozart.
„Tónleikarnir í Wagner-salnum
til heiðurs forsetahjónum land-
anna tveggja voru stórkostleg
upplifun. Þarna sungum við
fyrir mikinn fjölda fólks í þess-
um sögufræga sal þar sem
Wagner sjálfur stýrði hljóm-
sveit á si'num tíma.“
Saman voru meðlimir kór-
anna tveggja frá íslandi rétt
tæplega 60. Efnisskrá tónleik-
anna var með ólíku sniði en á
fyrri tónleikunum tók kórinn
þátt í flutningi nokkurra kór-
verka Mozarts bæði úr óperum
og Krýningarmessunni. I Krýn-
ingarmessunni voru fjórir ein-
söngvarar, tyeir frá Lettlandi
og tveir frá Islandi, Sigurður
ásamt félaga í Árnesingakórn-
um, Árna Sighvatssyni. Á kór-
tónleikum sínum fluttu kórarn-
ir hins vegar eingöngu íslensk
verk. Sigurður segir þá tón-
leika ekki síður eftirminnilega.
„Það var mjög sérstakt að
fínna þann mikla hlýhug og
þakkir sem Lettar kunni ís-
lendingum fyrir að hafa verið
fyrst þjóða til að viðurkenna
sjálfstæði þeirra," segir Sig-
urður. „Eftir tónleikana
streymdi til okkar fólk með
fangið fullt af blómum og
þakkaði fyrir sig.“
Á geisladisknum sem Sigurð-
ur tók upp með Iettnesku ffl-
harmóníusveitinni undir stjórn
Guðmundar Emilssonar er að
fínna níu aríur eftir Mozart
ásamt forleikjum, verk úr óp-
erunum Cosi van Tutte,
Töfraflautunni, Don Giovanni
og Brúðkaupi Fígarós. Geisla-
diskurinn kemur út á næsta
ári.