Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 ^ MINNINGAR + Þorgerður Gísladóttir var fædd í Presthvammi í Aðaldal 6. nóvem- ber 1909. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 20. júlí síðastliðinn. Hún var yngst 10 barna hjónanna Helgu Sigurveigar Helgadóttur frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, f. 26. febrúar 1866, d. 7. sept. 1951, og Gísla Sigurbj örnssonar sem fæddur var á Stórulaugum í Reykjadal 15. aprfl 1867, d. 1. mars 1954. Systkini Þorgerðar sem öll eru látin voru: Nanna, húsfreyja í Garðshorni, Baldur, bóndi í Fagraneskoti, Kristín Þuríður, húsfreyja í Reynihlíð, Ólafur, bóndi á Kraunastöðum, Ragna, húsfreyja í Austurhaga og Fagranesi, Björn, bóndi í Presthvammi, Guðrún, hús- freyja í Ysta-Hvammi, Ásta, er lést 11 ára, Þorgerður, er lést 2 ára. Fóstursystir Þorgerðar er Sveinbjörg Árnadóttir, hús- freyja á Hofí II í H[jaltadal. Hinn 6. júní 1945 giftist Þor- gerður Jónatan Árnasyni frá Knarrareyri á Flateyjardal, f. 4. Kallið er komið, komin er nú stundin, Guði sé lof fjTÍr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aDt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú íylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja frá barnabarnabörnum. júlí 1914, d. 23. maí 1964. Foreldrar Jónatans voru hjón- in Jóhanna Jóns- dóttir, f. 4. júní 1877 í Neðribæ í Flatey á Skjálfanda, d. 24. ágúst 1952, og Árni Tómasson, f. 4. jan- úar 1869 á Gili í Hvalvatnsfírði, d. 5. aprfl 1958. Þorgerð- ur og Jónatan bjuggu í Knarrar- bergi í Flatey á Skjálfanda 1945- 1956, en fluttu þá til Vestmannaeyja. Þau eignuðust fímm böm: 1) Tómas Baldur, f. 18. ágúst 1945, d. 15. okt. 1950. 2) Bjöm, f. 21. júlí 1947. 3) Gísli Jóhannes, f. 5. sept. 1948, giftur Sigrúnu Guðlaugsdóttur og eiga þau 3 böra og 4 bamabörn. 4) Jóhanna Helga, f. 21. des. 1950, d. 5. nóv. 1955. 5) Guðlaug Elísa- bet, f. 23. des. 1950. Þorgerður flutti til Reykja- víkur 1973 þegar eldgos hófst á Heimaey og bjó áfram með Birni syni sinum, en dvaldi á EIli- og hjúkmnarheimilinu Grund frá árinu 1990. Utför Þorgerðar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag verður til moldar borin frá Grenjaðarstaðarkirkju elskuleg móðir mín, Þorgerður Gísladóttir. Hún var fædd og uppalin í Prest- hvammi í Aðaldal, yngst 10 systk- ina og kveður síðust þeirra þennan heim. Hún var alin upp við mikið ástríki foreldra og systkina og var Presthvammsheimilið þekkt fyrir einstakan myndar- og rausnar- skap. Hún fór ung að vinna fyrir sér og var vinnukona-á bæjum víða í Aðaldal, Laxárdal og í Eyjafírði. Hún var m.a. vinnukona á Akur- eyri hjá Steini Steinsen, bæjai'- stjóra, og á Grenjaðarstað hjá prestshjónunum séra Þorgrími Sigurðssyni og frú Aslaugu Guð- mundsdóttur, en með þeim tókst mikil vinátta sem hélst til dauða- dags. Hinn 6. júní 1945 giftist hún Jónatan Ámasyni frá Knarrareyri á Flateyjardal og giftu þau sig í Grenjaðarstaðarkirkju. Þau hófu búskap sinn í Flatey á Skjálfanda, höfðu lítinn landbúskap og svo var sjórinn stundaður yfír sumarið. Þau eignuðust fimm böm, en tvö þeirra dóu í bemsku. Þau sem upp komust em Bjöm, búsettur í Reykjavík, Gísli, búsettur á Fá- skrúðsfirði og Guðlaug, búett á Sólheimum í Grímsnesi. Guðlaug var alin upp hjá Sigríði Hjálmars- dóttur á Húsavík og síðar í Reykja- vík, en frá átta ára aldri var Guð- laug langtímum saman í Vest- mannaeyjum hjá foreldmm sínum vegna veikinda Sigríðar. Sigríður Hjálmarsdóttir var einstaklega myndarvirk kona, sem allt lék í höndunum á og ég tel hana með bestu ,og ljúfustu konum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Foreldrar mínir vom Sigríði alla tíð mjög þakklát fyrir það hvað hún var Guðlaugu einstök móðir og töldu að hún hefði hvergi getað fengið betra uppeldi. Vorið 1956 flutti fjölskyldan frá Flatey til Vestmannaeyja, en þá hafði pabbi verið þrjár vertíðir í Eyjum og unnið hjá Vinnslustöð- inni hf. Þau undu sér vel í Vest- mannaeyjum og unnu bæði hörðum höndum við að koma undir sig fót- unum á ný, en eigur sínar í Flatey gátu þau ekki selt nema að litlu leyti, og eftir ársdvöl í Eyjum höfðu þau eignast íbúðarhús. Það sem skyggði á vem okkar í Eyjum var að heilsu pabba fór hrakandi, en hann hafði um árabil verið frek- ar heilsulítill. Hann dó 23. maí 1964 eftir langvarandi veikindi 49 ára að aldri. Mamma hélt áfram að vinna í Vinnslustöðinni og réðst í kaupa annað íbúðarhús á þægilegri stað með Birni syni sínum árið eftir að hún varð ekkja. Hún flutti með Bimi til Reykja- víkur þegar eldgos varð á Heimaey í janúar 1973. Þau keyptu sér íbúð og bjuggu saman uns hún fór á Elli- og hjúkrunarheimilið Gmnd árið 1990. Mamma var mjög glaðleg kona og félagslynd að eðlisfari. Henni þótti afar vænt um hópinn sinn og var mjög góð mamma, tengdamóð- ir, amma og langamma. Hún las mjög mikið um dagana og kunni ógrynnin öll af lögum og ljóðum. Hún tók í mörg ár þátt í starfi eldri borgara í Neskirkju og ferðaðist með þeim um landið. Sveitin hennar, frændfólkið og vinfrnir fyrir norðan vom ætíð of- arlega í huga hennar og kom hún reglulega norður á æskuslóðirnar á meðan kraftar leyfðu og endumýj- aði kynni sín við frændfólk og vini, um leið og hún naut náttúmfegurð- arinnar í sveitinni sinni kæm, þar sem hún kaus að hvíla að þessu lífi loknu, ef ekki væri haft of mikið fyrir því. Eg kveð mömmu með einu af uppáhaldsljóðum hennar, sem hún söng svo oft og fannst mér alltaf eins og þær kæmu beint frá hennar hjarta. Hún var alla tíð mikið nátt- úmbam og hún fann svo sannar- lega til hins eina og sanna frelsis sem finna má úti í náttúranni. Ég þykist vita að hún muni hafa haft sveitina sína fögm í huga þegar hún fór með þessi ljóð. Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm þér minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Hér andar Guðs blær og hér verð ég svo fijáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra, að lindum himinbáls, uns leiðist ég í sólu fegri drauma. (Steingrímur Thorsteinsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Gísli. Ýmsar minningar hafa flogið í gegnum huga okkar undanfama daga, þegar hún amma okkar er farin og búin að fá hvíldina. Hún amma á Hring eða amma á Gmnd, eins og við kölluðum hana nú í seinni tíð, var sterk kona. Áfóllin sem hún var búin að ganga í gegn- um vom mörg. Ung missti hún afa og var búin að missa tvö böm áðflsv: Oft hefur maður hugsað um hvað sé hægt að leggja á eina konu. Samt sem áður sýndi hún aldrei á sér neinn bilbug heldur var alltaf jafn sterk. Eftir gosið í Vestmannaeyjum fluttist amma ásamt Bjössa syni sínum til Reykjavíkur á Hring- brautina. Alltaf var gott að koma til þeirra og reyndust þau okkur bæði vel. Þegar við komum suður til Reykjavíkur með pabba var hún alltaf boðin og búin að fara með okkur í bæinn eða gera eitthváð- skemmtilegt með okkur. Þegar við komum suður til að fara í skóla vora ófáar hringingamar sem við vorum búin að fá um að koma í mat á sunnudögum. Svo þegar að bamabarnabörnin komu kynntist maðm- ömmu enn betur. Hún fylgdist ætíð með því hvemig gengi með litlu bömin og hvemig þau döfnuðu. Þá var hún oft búin að segja okkur sögur frá því þegar börnin hennar vom lítil. Alltaf átti hún góðgæti til að lauma að þeim þegar þau komu á Gmnd. Ferðalög vom eitt af því sem að hún hafði ánægju af meðan heilsan leyfði og oft fréttum við af henni og Bjössa norður í landi á henn;?^ æskuslóðum sem vom henni ákaf- lega kærar. En eftir að hún fluttist á Gmnd var það bókin sem var hennar mesta dægrastytting. Trúin skipaði alla tíð stóran sess í lífi hennar. Alltaf fór hún í messu á sunnudögum og tók virkan þátt í öllu því starfi sem fram fór í kirkj- unni. Bjössi minn, þú átt miklar þakk- ir skilið fyrir hve vel þú hugsaðir um hana og hve duglegur þú vat£t_ að heimsækja hana á Gmnd. Elsku pabbi, mamma, Bjössi og Gulla, megi góður Guð styrkja ykk- ur í að takast á við erfiðan tíma. Við kveðjum okkar góðu ömmu með mikilli virðingu og með þakk- látum huga fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur. Blessuð sé minn- ing hennar. Jónfna, Ami og Þorgerður. ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR JÓHANN INDRIÐASON Jóhann Indriða- son fæddist á Botni í Eyjafírði 1. júní 1926. Hann lést 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jó- hanns voru Helga Hannesdóttir, f. 20. janúar 1892, d. 7. janúar 1976, og Indriði Helgason, f. 26. janúar 1869, d. 20. júní 1939. Systkini Jóhanns eru María, f. 14. júlí 1915, Þorbjörn, f. 2. ágúst 1917, d. 1979, Hallgrímur, f. 17. júní 1919, d. 14. febrúar 1998, Páll, f. 26. október 1918, Sigurlaug, f. 29. febrúar 1928. Bróðir Jóhanns sammæðra er Ari Björnsson, f. 1907, d. 1965. Jóhann kvæntist 8. júní 1947 Hugljúfu Jónsdóttur, fædd í Ólafsfírði 12. maí 1927. Börn þerra eru Dana Kristín, f. 21. aprfl 1946, maki Láms Þór Pálmason. Drengur, f. 8. febrú- ar 1948, d. 16. aprfl sama ár. Örn, f. 3. júlí 1949, kvæntur Karenu Sigurðardóttur. Barnabörn Jóhanns urðu sjö, eitt er lát- ið, og barnabarna- börnin eru sjö. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sín- um á Botni og Dvergstöðum. Eftir barnaskóla stund- aði hann nám við gagnfræðaskóla og Menntaskólann á Akureyri. Síðan lærði hann ketil- og plötusmíði í vélsmiðjunni Atla á Akureyri og skipasmíði í Nor- egi, nokkrum árum síðar. Jó- hann var yfirverkstjóri Stál- smiðjunnar um langt árabil og vann að félagsmálum, var m.a. formaður Félags járniðnaðar- manna og prófdómari við Iðn- skólann í Reykjavík. Jóhann verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. í dag kveð ég gamlan og góðan vin, Jóhann Indriðason, járnsmið, sem lést föstudaginn 24. júlí síðast- liðinn. Þennan dag reri Jóhann, sem oftar, út á Meðalfellsvatn og í þetta sinn á kajak, sem hann hafði verið að dytta að og prófa. Hann náði ekki landi, hérna megin lífs, en sigldi beint á feðranna fund. Rætur Jóhanns lágu í Eyjafírði. Járnsmíði lærði hann í Atla hf. á Akureyri. Um eins árs bil vann hann í Noregi og kynnti sér þar meðal annars stálskipasmíði. Ég kynntist Jóhanni þegar ég hóf störf í Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík um áramótin 1958-59, en hann hafði þá flust til Reykjavíkur og starfað í Stálsmiðjunni um eins árs bil, en þar starfaði hann síðan til 70 ára aldurs. Jóhann vann sér strax traust og virðingu samstarfsmannanna. Hann var íhugull, fámáll og orðvar en hamhleypa til verka. Hann skipu- lagði verk sín óvenju vel og afköstin oft ótrúlega mikil án þess hann virt- ist leggja hart að sér. Koma mér þá í hug ýmis stærri verk, sem hann vann eða tók þátt í, svo sem smíði vatns- og gufukatla, smíði fyrstu is- lensku stálfiskibátanna, stórvið- gerðir og breytingar á mörgum stálskipum, uppsetning á hreinsi- búnaði í álverinu í Straumsvík og smíði þrýstipípna fyrir Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjun, svo nokkuð sé nefnt. Verkstjómarhæfileikar Jóhanns komu fljótt í ljós, enda var hann yfirverkstjóri í Stálsmiðjunni um langt árabil. Jóhann unni náttúru landsins mjög, naut ferðalaga erlendis en einkum innanlands og þá oft á hest- baki því hesta átti hann um árabil. Það var í einum útreiðartúrnum, sem hestur hans fældist, að hann féll af baki og slasaðist alvarlega, fékk mikið höfuðhögg og lá milli heims og helju í langan tíma. Jó- hann var hraustmenni og náði hann sér furðu vel eftir langa legu og góða umönnun á Borgarspítalanum, en aldrei varð hann samur og jafn eftir slysið. Hann varð hispurslaus- ari, skrafhreifnari og gáskafyllri fannst mönnum, en verkin urðu ekki eins hnitmiðuð og áður. Kunningsskapur okkar Jóhanns þróaðist með áranum í góða vináttu. Hittumst við oft og fórum margar ferðir til að renna fyrir silung eða lax, meðal annars út á Meðalfells- vatn. Jóhann var mjög með hugann hjá vinum sínum og ættingjum nyrðra og nokkmm sinnum hvarfl- aði að honum að flytja búferlum þangað. Það sem batt hann órjúfan- legum böndum sunnan heiða var unaðsreitur, sem hann fann í landi vinar síns, Gísla Ellertssonar, bónda á Meðalfelli, þar sem hann reisti sér sumarhús og fjölskyldan dvaldist tíðum árið um kring. Oft fór Jóhann á bátkænu sinni út á vatnið til að veiða eða dást að feg- urð náttúmnnar. I síðustu ferðinnni sigldi hann yfir móðuna miklu. Við hjónin óskum honum góðrar ferðar og landtöku og sendum eftirlifandi eiginkonu, Hugljúfu Jónsdóttur, bömum þeirra og bamabömum innilegar samúðarkveðjur og biðj- um þeim guðs blessunar. Gunnar H. Bjarnason. Nú eru liðnir hart nær tveir ára- tugir frá því að Jóhann Indriðason réð mig í vinnu í Stálsmiðjuna. Það var ekki laust við að ég bæri ótta- blandna virðingu fyrir þessum háa og kraftmikla manni. Jóhann gegndi starfi yfirverkstjóra og sem slíkur vann hann óaðfinnanlegt verk. Hann var alls staðar og fylgd- ist með öllum verkum. Ekki þýddi að slá slöku við eða laumast út á Skeifu að fá sér kaffi eða setjast niður fyiir aftan járnhaug að spjalla og taka í nefið. Jóhann var mættur og þurfti ekki að segja neitt, menn voru komnir með hamar eða rafsuðutöng í hönd og unnu sem aldrei fyrr. Það var ekki fyrr en í kaffi- og matartímum sem menn settust nið- ur með Jóhanni og ræddu málin. Þar sat hann í öndvegi við háborðið og spjallaði við heldiú starfsmenn Stálsmiðjunnai'. Ekkert mál var svo lítið eða stórt að það kæmist ekki á dagskrá. Við strákarnir settumst eins nálægt og hægt var, spiluðum á spil og hlustuðum á umræðurnar. Einstaka sinnum blönduðum við okkur í þær, þegar okkur þótti karl- arnir orðnir helst til gamaldags. Var því vel tekið enda stutt í léttleikann hjá körlunum. Þannig leið tíminn og einn dag vora Jóhann og karlamir orðnir bestu vinir okkar sem við leit- uðum til þegar eitthvað bjátaði á. Þrátt fyrir hrátt og kuldalegt um- hverfi myndaðist vinátta með þess- um hópi sem var traust og varanleg. Fyrir nokkrum áram varð Jó- hann fyrir áfalli og lá milli heims og helju í nokkurn tíma. Við samstarfs- menn hans í Stálsmiðjunni voruiÍT*- milli vonar og ótta um hvort hann hefði það af. Þegar hann mætti aft- ur til starfa var ljóst að honum var bragðið. Þessi lífsreynsla hafði snortið hann djúpt og mótað lífsvið- horf hans. Lífið var í raun ekki sjálfsagður hlutur og bar að lifa því lifandi. Jóhann fór að sinna áhuga- málum sínum og vinum af fullum krafti. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu og áður en menn vissu af var hann rokinn upp í Kjós. Við Meðal- fellsvatn áttu Jóhann og Hugljúf sumarbústað þar sem þau hvíldust og hlóðu sig orku. Þar gripu örlögin inn í og lést Jóhann við fiskveiðar á vatninu. Aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Kristjánsson. Atlan sólarhringinn. Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Ótfararstofa íslands Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.