Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 38
Wi FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA GÍSLADÓTTIR + Anna Gísladótt- ir var fædd á Saurum í Kálfsham- arsvík 7. ágúst 1911. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 22. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhanna Eiríksdótt- ir og Gísli Jónsson og áttu þau 13 börn. 011 eru þau látin ~ ~nema Gísli Guðlaug- ur Gíslason. Anna giftist 1933 Davíð Sigtryggs- syni, f. 14. ágúst 1903, d. 3. júlí 1971. Foreldrar hans voru Jónína Símonardóttir og Sig- tryggur Jónsson. Anna og Davíð bjuggu á Neðri-HaiTastöðum í Skagahreppi frá 1938 til ársins 1967 er þau flytja til Hveragerð- is. Eftir lát Davíðs bjó Anna um tíma í Reykjavík. Síðustu árin dvaldi Anna á Kumbaravogi. Anna og Davíð eignuðust 5' Elsku amma mín er dáinn. Otal minningar streyma að og þær <t*unu ylja mér um ókomin ár. Minningunum um ömmu og afa börn, þau eru: 1) Jó- hanna, f. 1934, gift Axel Guðjónssyni, f. 1928, d. 1998. Börn þeirra eru: Anna Lísa, Reynir, Heið- ar og Davíð Oli. 2) Aðalheiður, f. 1935, gift Ingibjarti Bjarnasyni, f. 1921, d. 1981. Börn þeirra eru Davíð Jón og Sverrir Geir. 3) Gunnar, f. 1938, d. 1990, giftur Maríu Gísladóttir, f. 1937. Barn þeirra er Æg- ir Gísli. 4) Reynir, f. 1940, giftur Maríu Hjaltadóttur, f. 1946, börn þeirra eru Davíð Eyfjörð og Hjalti Viðar. 5) Jónína, f. 1943, gift Guðmundi M. Guð- mundssyni, f. 1942. Börn þeirra eru Anna María og Brynja. Alls eru barnabarnabörn 23. Útför Önnu fer fram frá Hofi í Skagafirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. frá Neðri-Harrastöðum mun ég aldrei gleyma, hversu mikla ást þau gáfu mér og umhyggju og vöktu yfir velferð minni alla tíð. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MAGNÚS INGÓLFSSON, Drekagili 18, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, þriðjudaginn 28. júlí. * » Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Heimir Tómasson, Auður Árnadóttir, Snæbjörn Sigurðsson, Gunnlaug Árnadóttir, Gunnar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, ÓLAFUR THORARENSEN, Hagamel 42, lést að kvöldi mánudagsins 27. júlí. Þóra Ölversdóttir, Ingibjörg Thorarensen, Hildur Thorarensen, Aðalsteinn Thorarensen. t ÞÓRUNN ÁSTRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Þórsmörk 1a, Hveragerði, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 25. júlí, verður jarðsungin frá ? • Hveragerðiskirkju laugardaginn 1. ágúst nk. kl. 14.00. Guðrún Þórðardóttir, Svava H. Þórðardóttir, Arnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Jónsson, Þórgunnur Björnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns m(ns og I L bróður okkar, JÓHANNS ÞORGEIRS KLAUSEN fyrrverandi bæjarstjóra, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar og til bæjarstjórnar. 2 Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. Elsku amma barðist hetjulega við veikindi síðustu mánuðina. Alltaf var hún jákvæð og vildi síst af öllu að við fjölskyldan hefðum áhyggj- ur af veikindum hennar. Velferð allrar fjölskyldunar var henni ávallt efst í huga, umhyggja, ást og kærleikur og fram til síðasta dags var hún með hugann við fjöl- skylduna sína. Við amma vorum sérstaklega samrýndar og höfðum gaman af, að ræða saman um allt milli himins og jarðar, hún hafði góða kímnigáfu og gátum við hlegið mikið saman. Mest fannst henni gaman að vera í góðra vina hóp í kringum fjöl- skyldu sína, böm og barnabörn. Amma var sannkölluð listakona í höndunum, það sem hún prjónaði, heklaði, saumaði og málaði var listaverki líkt, hún sendi ekkert frá ser nema fullkomið verk, enda fengu allir að njóta þess, bæði fjöl- skyldan og aðrir góðir vinir henn- ar. Elsku amma mín, ég gleymi þér aldrei, þú verður alltaf í hjarta mínu og ég þakka þér fyrir allar góðu bænimar þínar. Guð varðveiti minningu þína um ókomin ár, elsku amma mín. Þín Anna Lísa. Verndi þig vina og vaki yfir þér, góður Guð á himnum svo gæskuríkur er. Gleymdu ekki Guði og gáðu vel að því gatan hans er greiðfær gæfurík og hlý. Hann bænir heyrir þínar hugsun þína sér þú veist það, kæra vina hann vakir yfir þér. (AH) Flestum er ljóst að jarðlíf okk- ar allra tekur enda að lokum. Einnig er það svo að stundum finnst manni að eitthvert fast haldreipi í tilverunni sé horfið og ekkert muni koma í staðinn þegar kær ástvinur hverfur af sjónar- sviðinu. Þannig leið mér þegar að ég frétti lát elsku ömmu, eins og ég kallaði hana alltaf. Þegar að við hjónin byrjuðum búskap okk- ar fyrir um 20 árum kyntist ég ömmu konunnar minnar og frá þeim degi hefur samband okkar verið einstaklega kærleiksríkt alla tíð. Hún var alltaf til staðar í öllum málum með ráðleggingar og ljúfar bænir. Hún miðlaði ungum hjónum af sinni lífsreyndu ævi allt fram til síðasta dags. Hún var sú sem mest og best hafði samband við alla ættingjana og segja má með sanni að hún hafi tengt sam- an ættina á sinn einstaka hátt. Fjölskyldan átti hug hennar allan og velferð okkar allra var henni efst í huga. Elsku amma, nú er samfylgd okkar lokið að sinni. Mér er ljóst á kveðjustund sem þessari þegar fram streyma ljúfar og dýrmætar minningar hversu vinátta okkar og kærleikur er mér mikils virði í lífinu. Minningin um þig og allar ljúfu bænirnar þínar munu fylgja mér um ókomna tíð. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Agnar Hannesson. Elsku besta langamma okkar. Allar minningarnar um þig eru svo ljúfar og hlýjar og söknuður okkar er mikill. Alla tíð hefur samband okkar verið mikið og náið og allar samverustundimar svo ljóslifandi á þessari stundu. Þær geymum við í hjörtum okkar, elsku amma. Hvíl þú í friði. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON + Þórður Þórðar- son fæddist f Keflavík 2. nóvem- ber 1943. Hann lést í Landspítalanum 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. júlí. Astkær faðir minn er látinn. Fréttin var svo óvænt og við- brögðin slík. Jafn ótímabært lát svo ná- ins ástvinar kölluðu fram allskyns við- brögð. Fyrst kom sjokkið, svo sorgin og einmanaleikinn og loks reiðin. Hvernig gat einhver eins og þú, sem ert mér svo dýrmætur verið tekinn frá mér á svo óvænt- an og ófyrirséðan hátt? Hvernig gat Guð skilið mig eftir eina? Margir dagar og andvökunætur fóru í hugsanir og spumingar, sársauka og tár. Minningarnar dönsuðu um hugann við tregafullt lag. Þarna var ég lítil og beið eftir þér með eftirvæntingu, svo komstu og hjartað fylltist af gleði og stolti. Hann er pabbi minn kallaði ég út í heiminn og benti á þig. Eg bar alla tíð ótakmarkaða virðingu fyrir þér. Þú varst svo samkvæmur þér, ró- legur og eilítið dulur. Fróður og menntaður í lífsins reglum af lestri og trú sem þú hafðir sjálfmenntað þig í- Dýrmætasta minn- ingin er án efa þær stundir sem við eyddum í bíl- skúrnum að gera upp gömul hús- gögn og spjalla. Mér fannst þú full vandvirkur, það lýsir þér vel. Það sem þú komst nálægt gerðir þú af slíkri vandvirkni, og skildir eftir þig falleg spor í hjörtum margra. Við kvöddumst á flugvellinum og ég grét, þú sagðir „láttu nú ekki svona stelpan mín, við sjá- umst aftur“, svo snerir þú þér undan, og ég sá glitta í tár á hvörmum þínum. Þetta var í síð- asta sinn sem ég sá þig fyrir um + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÓA KAREN KONRÁÐSDÓTTIR, Þverbrekku 4, Kópavogi, er lést á Landspítalanum föstudaginn 24. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu 31. júlíkl. 15.00. Egill Þór Magnússon, Guðbjörg B. Karlsdóttir, Konráð Þór Magnússon, Margrét Anný Guðmundsdótttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og barnabörn. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund (V. Briem.) Jóhanna Harpa og Ásta Björk. Víða til þess vott ég fann þó venjist oftar hinu; að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar.) Nú hefur einn þessara gim- steina yfírgefið jarðlífið eftir 87 ára göngu og mikið og farsælt starf. - Hún Anna Gísladóttir barst frá Skagaströnd til Kumb- aravogs, þar sem kynni okkar og vinátta hófst. Þegar móðir mín flutti þangað inn vakti athygli mína lágvaxin og kvik kona, sem gekk milli fólks hvar sem var hjálpar eða huggunar þörf. Hún miðlaði öllum af sínum meðfædda kærleika og óeigingirni hug- hreystandi orðum, sem gerði fólki lífið léttbærara. Traust vinátta myndaðist milli hennar og móður minnar, - enda átthagar og upp- runi á sömu slóðum. Vináttan náði síðan til allrar fjölskyldunnar og allt til loka hélst hún óbreytt. I minningunni minnir hún á móður Theresu eða Florence Nightingale, slíkar voru líknarhendur hennar. Er hún því kvödd með söknuði - og þakklæti. Dæm svo mildan dauða Drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sýnu hjali. Þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matth. Jochumsson.) Guð blessi hana. Anna S. Egilsdóttir og fjölskyldur. tveimur árum. Stundirnar voru alltof fáar vegna fjarveru okkar beggja, og stutts jarðlífs þíns. I hugskoti mínu birtist þú mér í sársauka og saknaðarvímunni. Mér fannst þú nálægur, vitin fylltust af lyktinni þinni og nálægðin veitti mér hlýju og styrk. Tregafullt lag- ið breyttist í Ijúfa tóna. Eg skynj- aði röddina þína og hlátur. I huga mínum sastu rólegur að vanda, og varst ekki allskostar sáttur við mig. Mér fannst þú segja við mig að enginn er svo einn að ekki sé einhver, ásamt mörgu öðru. Líttu í kringum þig, stelpan mín, _eins og þú alla jafna kallaðir mig. Eg leit í kringum mig og sá ástkæru fallegu móður mína og elskuna hana Imbu ömmu í Sandgerði, dýrmætan son minn, og fjöldann allan af ástvin- um, sem hafa verið mér svo góðir. Og ég skammaðist mín pínu. Það rofaði til í sálinni, þó sorgin og söknuðurinn verði ávallt til staðar. Það sem þér ekki líkaði voru ómerkilegheit og illt umtal, dóm- harka og að gefast upp. Þú sagðir mér að svo framalega sem þú stendur upp eftir að hafa hrasað, sért samkvæmur sjálfum þér, bætir fyrir brestina, hafir trú og vilja, þá kemur allt annað gott inn í lífið. Nú á ég tvær blikandi stjömur á himnum, þig og Siggu ömmu, ásamt minningum sem eru eilífar og marga ástvini. Eg er ekki ein. Enginn er einn. Eg kveð þig nú, elsku pabbi minn, og þakka samfylgdina, lær- dóminn og alla gullmolana sem ég reyni eftir bestu getu að lifa eftir. Eg treysti því að þú bíðir mín með opinn hlýjan arminn, þegar minn tími kemur, þú og Sigga amma. Eftir langan tíma þó, því ég á heilmargt eftir ólært til að komast á þitt tilverustig. Til systkina minna vil ég segja, ásamt öllum þeim fjölda fólks sem pabbi snerti í gegnum árin - Guð veri með ykkur. Hvíl þú í friði. Þín dóttir Heiða Bergþóra, Nýja Sjálandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.