Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 30.07.1998, Síða 40
&0 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJARNI SIGURÐSSON + Bjarni Sigurðsson var fædd- ur á Folafæti í ísafjarðar- djúpi 24. desember 1920. Hann lést x Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík 25. júlí. Elsku Bjarni frændi, mig langar að minnast þín með þessum orðum. Fyrir aðeins viku heimsótti ég þig á Sjúkrahúsið á ísafirði þar sem þú hefur verið síðan í maí. Það var ánægjulegt að sjá hve hress og kát- ur þú varst, stríðinn að vanda og gerðir að gamni þínu. Þú áttir að fá að fara út í Vík í næstu viku á Sjúkraskýlið sem var þinn dvalar- staður og þú hlakkaðir mikið til. En skjótt skipast veður í lofti og þér versnaði mjög á laugardag og eftir mikil langvarandi veikindi fékkstu hvíldina. Eg kynntist þér fyrst fyrir um það bil tíu árum og fór að umgang- ast þig meira þegar ég fór að vinna við beitningu, þar á meðal fyrir þig. Það var tilhlökkun þegar þú komst í heimsókn í beitningaskúrinn á morgnana til að heilsa upp á mann- skapinn, því þar var allt mögulegt rætt og alltaf glatt á hjalla. Þú miðl- aðir reynslu þinni og kunnáttu til okkar sem jmgri vorum. Þær eru ógleymanlegar stundirn- ar í eldhúsinu á Hafnargötunni og þær góðu múttökur sem allir fengu hjá þér. Eg er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér elsku frændi, þú hefur kennt mér svo margt og þín nærvera var mér mikils virði. Það var venja að koma við á Sjúkraskýlinu eftir að þú fluttist þangað til að heimsækja þig og oft hafðir þú frá mörgu skemmtilegu að segja. Það er yndislegt að hafa fengið að kynnast þinni kynslóð og hvað þið upplifðuð gegnum tíðina. Það var mér mikils virði að eiga þig að og geta leitað til þín eftir að mamma og pabbi féllu frá, það gaf mér styrk. Elsku Bjarni, nú ertu horfinn inn í eilífðina en minningamar um þig munu lifa áfram. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst einstakur frændi. Guð blessi þig- Rósa Sigr. Asgeirsdóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. RAOAUGLVSINBAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR Háskóli íslands Frá lagadeild Laust er til umsóknar starf kennslustjóra við lagadeild Háskóla íslands. Um erað ræða starf til tveggja ára með hugsanlegri fram- haldsráðningu. Kennslustjóri annast ráðgjöf og aðstoð við nemendur í lagadeild í samráði við deildarforseta og skrifstofu deildar. Hann hefur umsjón með námsvist laganema, fram- kvæmd raunhæfra verkefna og æfingaskyldu- verkefna í samráði við umsjónarkennara. Eftir þörfum starfar hann að bókasafns- og tölvu- málefnum deildarinnar. Ennfremur sér kennslustjóri um útgáfu á námsvísi og um ým- iss konar skýrslugerð, vinnur að erlendum samskiptum deildarinnar og öðrum þeim stjórnsýsluverkefnum sem deildarforseti felur honum. Embættispróf í lögfræði er nauðsyn- legt. Framhaldsnám í lögfræði við erlendan háskóla er æskilegt, sem og nokkur starfs- reynsla. Góð kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli er nauðsynleg. Þá er góð tölvukunn- átta skilyrði. Laun eru skv. kjarasamningi Fé- lags háskólakennara og fjármálaráðherra f.h. ríkisins. Samkvæmt forsendum aðlögunarsam- komulags raðast starf í launaramma B. Áætlað- ur upphafstími ráðningar er 1. september nk. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 1998. Skriflegum umsóknum skal skila til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn- um verður svarað og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu hefur verið ráð- stafað þegarsú ákvörðun liggurfyrir. Nánari upplýsingar veitir Jónatan Þórmundsson, próf- essor, í síma 551 7842 og starfsmannasvið í síma 525 4390. BYGGG BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS Starfsmenn óskast Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða laghenta starfsmenn í viðhalds- deild fyrirtækisins. Góð starfsaðstaða í boði. Nánari upplýsingar gefur Þorkell í síma 861 2966. Veitingahús Veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Framreiðslumann, aðstoðarfólk i sal, fullt starf og hlutastarf — kvöld- og helgarvinna. Upplýsingar á staðnum á föstudag kl. 15—17 eða í síma 899 8994. Hafnarstjóri Hafnasamlags Eyjafjarðar BS. Hafnasamlag Eyjafjarðar BS. auglýsir laust til umsóknar starf hafnarstjóra. Starfið felst m.a. í því að hafa daglegt eftirlit með rekstri og stjórnun þeirra hafna innan hafnasamlagsins sem eru á Ólafsfirði, Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi og Hrísey. Gerð er krafa um að umsækjandi hafi þekkingu á áætlanagerð og starfsreynslu á þeim vett- vangi sem nýtist í starfinu. Launakjör skv. kjarasamningi stéttarfélaga við Ólafsfjarðarkaupstað og Dalvíkurbæ. Umsóknum skal skilað fyrir 15. ágúst 1998 merktar: „Hafnarstjóri — starfsumsókn". Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn í Ólafs- firði, Hálfdán Kristjánsson í síma 466-2151. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Hlíðaborg við Eskihlíð er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildar- stjóri í síma 563 5800. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreindan leikskóla: Múlaborg v/Armúla Leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Arndís Bjarna- dóttir í síma 568 5154. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. ATVIISIIMUHÚSIMÆOI Skemma óskast Óska eftir að kaupa skemmu í eða við Hafnar- fjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Svör óskast send til afgreiðslu Mbl. merkt: „S — 5496" fyrir 15. ágúst. TILKYNIMIIMGAR KOPAVOGSBÆR Miðbær Kópavogs Tillaga að deiliskipulagi: Hamraborg 8 Tillaga að deiliskipulagi við Hamraborg 8 í Kópavogi auglýsist hér með samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. I tillögunni er gert ráð fyrir að byggja plan, verslunar-og skrifstofuhús á tveimur hæðum, ásamt bílastæðum yfir gjána við Hamraborg. Grunnflötur hvorrar hæðar um sig verður um 1000 m2. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hamraborg (núverandi brú) að norðanverðu, eystri gjá- bakka að austanverðu (við göngustíg) og tengibraut milli Borgarholtsbrautar og Hamra- borgar að vestanverðu. Uppdráttur ásamt skýr- ingarmyndum verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9—15 alla virka daga frá föstudeginum 30. ágúst til 7. september 1998. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist Bæjarskipulagi skriflega eigi síðar en kl. 15.00 mánudaginn 21. september. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. KENNSLA Kripalu-yoga med Helgu Mogensen Viðhaltu andlegu, líkamlegu jafnvægi og sveigjanleika með góðum teygjum, öndun, slökun og hugleiðslu. Opnir tímar í ágúst: Eftirmiðdagstímar í Sjálfefli, Kópavogi. Upplýsingar og skráning í síma 554 1107. Morguntímar i miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar og skráning í síma 552 4365. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Einkafundir Miðillinn Lára Halla Snæfells verður með ‘«í einkafundi á v næstunni í Reykjavík. Tímapantanir í sima 896 8079 eða 567 4145. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 bæna- og lofgjörðar- samkoma. Sólarhrings bænakeðj- an hefst. Allir hjartanlega vel- komnir. fíunhjólp Dagskrá Samhjálpar um versl- unarmannahelgina verður sem hér segir: Laugardagur 1. ágúst: Opið hús kl. 14.00-17.00. Lítið inn og rabbið um daginn og veg- inn. Dorkas-konur sjá um heitan kaffisopann og meðlætið. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngj- um saman við undirieik hljóm- sveitar Samhjálpar. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 2. ágúst: Almenn samkoma kl. 16.00. Fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslun- armannahelgina. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.