Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 13

Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 13 Morgunblaðið/Kristján DAVÍÐ sonur Sverris Haraldssonar í Skriðu í Hörgárdal var að garða í gær en faðir hans var sjálfur með rúllubindivélina. Bændur í Eyjafírði enn í heyskap Eru að tína upp síðustu stráin EINSTAKA bændui' í Eyjafirði era enn í heyskap, þótt langt sé liðið á september. Að sögn Ólafs Vagnsson- ar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sjást víða nýslegin tún á svæðinu, þótt ljóst sé að menn era að tína upp síðustu stráin á þessu sumri. Ólafur sagði bændur hafa fengið ágætis hey í sumar og að fóðurgild- ið væri mun betra en á síðasta ári og fyllilega í meðallagi. „Samkvæmt AKSJON Miðvikudagur 23. september 12.00^-Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45. 21 .OOÞ-Bæjarsjónvarp Harm- ónikkuball í Iþróttahöllinni með sænska tríóinu „Nya brödrarna Farm“. þeim efnagreiningum sem liggja fyrir er efnamagn í heyi þó frekar í lægri kantinum, bæði steinefni og prótein og helgast það m.a. af tíðar- farinu." Bændur á svæði Mjólkursamlags KEA hafa verið hvattir til að auka mjólkurframleiðsluna og í því sam- bandi skiptir fóðurgildið í hejd miklu máli að sögn Ölafs og hefur áhrif á samsetningu fóðurblöndunn- ar sem bændur gefa. Sverrir Haraldsson bóndi í Skriðu í Hörgárdal var í heyskap í gær ásamt sínum mönnum en hann sagðist aðeins vera að tína upp síð- ustu tuggurnar. Tíðarfarið gerði bændum á Norðurlandi erfitt fyrir í sumar en Sverrir sagði heyskapinn hafa gengið ágætlega miðað við að- stæður og að rúllubindivélarnar hafi bjargað miklu. „Eg ætlaði nú samt að hirða í sól í dag (í gær) en það gekk ekki eftir,“ sagði Sverrir. Sjávarútvegs- og Hlutabréfasjóður Hlutafé aukið STJÓRNIR Hlutabréfasjóðs Norð- urlands hf. og Sjávarútvegssjóðs ís- lands hf. hafa ákveðið að auka hluta- bréf í sjóðunum. Fyrh'hugað er að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði 10 til 200 milljónir kr. í hvorum sjóði. Sölutímabilið er sex mánuðir og hefst um leið og gengið hefur verið frá skráningarlýsingu. í fréttatilkynningu frá sjóðunum, sem báðir eru vistaðir hjá Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri, kemur fram að sölutími bréfanna er frá 1. október 1998 til 1. apríl 1999, en þó áskilja félögin sér rétt til að fram- lengja tímabilið að sex mánuðum liðnum um sex mánuði til viðbótar, enda sé þá heimild til hlutafjáraukn- ingar ekki fullnýtt. Sölugengi bréfanna í Hlutabréfa- sjóði Norðurlands er í upphafi 2,33 en í Sjávarútvegssjóði íslands 2,17. Á útboðstímanum verður gengi sjóð- anna reiknað út daglega. Endurheimt si álfstædis habköu„„ *F A AKUHEYFll Saga og menning Eystrasaltslandanna Málstofa á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri fimmtudaginn 24. sept. kl. 17.00-20.00 í stofu 25, Þingvallastræti 23. Fyrirlesarar: Arnór Hannibalsson prófessor - Litháen. Guðni Jóhannesson sagnfræðingur - Lettland Sigurður Einil Pálsson eðlisfræðingur - Eistland. Fundarstjóri: Ragnheiður Kjærnested bókasafns- fræðingur. Fyrirlestrar og umræður - Allir velkomnir Málstofan er haldin í samvinnu við ræðismenn Eystrasaltslandanna á Islandi og Norrænu upplýs- ingaskrifstofuna á Akureyri. i 1 SMmMmE v AKUREYRI Enn vantar fólk í vinnu í sláturhúsi KEA I athugun að fá erlent vinnuafl til starfa Morgunblaðið/Kristj án HELGI Jóhannesson, forstöðumaður Kjötiðnaðarsviðs KEA í nýbygg- ingu stórgripasláturhúss félagsins. SAUÐFJÁRSLÁTRUN stendur yfir hjá sláturhúsi KEA þessa dag- ana og þar er slátrað um 1150-1200 fjár á dag. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að fullmanna allar stöður við slátrunina og enn vantar um 10 manns í vinnu í sláturhúsið og 6-8 manns í kjötskurð hjá Kjötiðnaðar- stöðinni. Helgi Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Kjötiðnaðarsviðs KEA, sagði menn þar á bæ vera farna að velta fyrir sér að fá erlent vinnuafl til starfa og hafi m.a. verið horft til Póllands í því sambandi. „Bændur hafa jafnan látið nokk- uð að sér kveða í sláturtíðinni en nú erum við með innan við 5 bændur í vinnu. Það virðist vera lítið af fólki á lausu til sveita og það virðist líka eiga erfiðara með að fara frá bú- skapnum. Við höfum fengið fólk til vinnu sem er á skrá hjá Svæðis- vinnumiðluninni en sumt af því fólki hefur gert mjög stuttan stans hér.“ Helgi sagði nauðsynlegt að skráning fólks á atvinnuleysisskrá yrði tekin til endurskoðunar. „Við höfum leitað töluvert eftir starfs- fólki á atvinnuleysisskrá en sumt af þessu fólki vinnur aðeins hálfan daginn og annað getur ekki unnið þessa vinnu.“ Um 80 manns starfa við slátrun- ina sem er heldur færra en í fyrra og sagði Helgi menn ekki vera farna að hreinsa vambir en 6 manns unnu við það í sláturtíðinni í fyrra. „Samt vantar okkur fólk bæði á lín- una, í frystana og innmatinn." Meðalfallþungi dilka var 15,7 kg fyrstu viku sláturtíðar, sem er svip- aður þungi og í fyi'ra en Helgi sagð- ist gera ráð fyrir heldur minni með- alvigt í sláturtíðinni í ár en í fyrra. „Við tökum eftir því að vigtin er lak- ari hér austan við okkur, fé sem rekið var í Flateyjardal og Fjörð- ur.“ Fullkomið stórgripa- sláturhús í notkun Nýlega var nýtt og fullkomið stórgripasláturhús tekið í notkun hjá KEA. Byggð var tengibygging milli sláturhúss og Kjötiðnarstöðvar og gerðar miklar endurbætur á stórgripahúsinu. Heildarkostnaður við þennan fyrsta áfanga er um 60 milljónir ki'óna en ráðgert er að fara í enn frekari framkvæmdir á lóðinni á næstu 2-3 árum, rífa gömul hús, gera upp önnur og byggja ný. Að sögn Helga er stefnt að því að færa sauðfjárslátranina í stórgripa- sláturhúsið og byggja upp svokallað þriggja lína sláturhús. „Það þýðir jafnframt að við munum slátra færri gripum á dag og treystum þá á að lengja sláturtíðina, sem aftur kallar á færra starfsfólk.“ Slátrað yfír lengri tíma Helgi sagðist sjá fyrir sér að hefð- bundin sláturtíð heyrði brátt sög- unni til og í staðinn yrði slátrað yfir lengri tíma, frá miðjum ágúst og fram í lok október að staðaldri en í minna mæli alveg til jóla. „Dilkakjöt er að verða ósamkeppnisfært á markaði og það hefur engin fram- leiðniaukning átt sér stað síðustu ár, hvorki hjá bóndanum né sláturhús- unum og það er óásættanlegt." AMERISKU UmAKREMIN ÞAIIVIRKA! ÁRANGURIIMN SÉST Á ÖRFÁUM DÖGUM! • Amerísku undrakremin frá INSTITUTE-FOR-SKIN- THERAPY græða, jafna, slétta, mýkja, næra, stinna, hindra hrukkumyndun, minnka svitaholur, deyfa brúna aldursbletti, varðveita raka, verja fyrir utanaðkomandi áhrifum og veita húðinni heilbrigðan og ferskan blæ. • Ótrúlegt en satt - árangur af notkun snyrtivara frá INSTI- TUTE-FOR-SKIN-THERAPY er sýnilegur á örfáum dögum, enda kremin framleidd í Hollywood, Kaliforníu þar sem fólk hefur hvorki tíma til né áhuga á að bíða eftir árangri, vill og verður að sjá hann STRAX! • Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru. • Dagkrem, næturkrem, augnkrem, einstakt C-vítamín húðkrem, hreinsigel, bólumeðferð fyrir unglingana og magnaðir andlitsmaskar, sem VIRKA! Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og nú á íslandi hjá: Snyrtistofunni Maju, Bankastræti 14, R, s. 551-7762, Snyrtistofunni Díu, Bergþórugötu 5, R, s. 551-8030, Snyrtistofunni LaRosa, Garðatorgi 7, Garðabæ, s. 565-9120, Snyrtistofunni Dönu, Hafnargötu 41, Keflavík, s. 421-3617 og KOSMETU ehf, Síðumúla 17, R, s. 588-3630. Sendum vandaðan, litprentaðan, íslenskan upplýsingabækling ásamt verðlista ef óskað er! Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá ki. 17:00-19:00 daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.