Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
ÞINGMENN, verktakar og aðrir gestir skoðuðu brúna yfír Gígjukvísl.
V erklokafagnaður
við Gígjukvísl
Hnappavöllum - Lokið var við
smíði nýrrar brúar yfir Gígju-
kvísl á Skeiðarársandi og frá-
gangi varnargarða fyrri hluta
september. Þar með telst upp-
bygging samgöngumannvirkja á
Skeiðarársandi, sem skemmdust
í hlaupinu stóra 5. nóvember
1996, að fullu lokið. Af því tilefni
bauð Vegagerðin til verk-
lokafagnaðar þann 17. septem-
ber.
Byrjað var á að skoða brúna á
Gígjukvísl en þar mættist hópur
fólks frá Vegagerðinni úr
Reykjavík, Vík, Höfn og Reyðar-
firði. Einnig mættu nokkrir af
starfsmönnum þeirra verktaka
sem að framkvæmdum hafa kom-
ið. Þar voru einnig flestir þing-
menn Austurlands og samgöngu-
ráðherrann Halldór Blöndal.
Síðan var haldið í Hótel
Skaftafell, Freysnesi, þar sem
menn þágu veitingar. Þar fluttu
ávörp Helgi Hallgrímsson, vega-
málastjóri, Einar Þorvðarðarson,
umdæmisstjóri á Austurlandi,
sem fór yfir stærðir og gerð
mannvirkja, Halldór Blöndal,
ráðherra, Jón Kristjánsson, Hjör-
leifur Guttormsson, Egill Jóns-
son, Arnbjörg Sveinsdóttir al-
þingismenn, Jón Pálsson frá Ár-
mannsfelli fyrir hönd verktaka.
Kynnir var Hreinn Haraldsson.
I máli ræðumanna kom fram
mikil ánægja með mannvirkin,
hversu fljótt og vel framkvæmdir
gengu og mikið þakklæti til allra
sem að verkum hafa komið á
einn eða annan hátt.
Góð nýt-
ing heyja
í Reyk-
hólasveit
Miðhúsum - Tíðarfar var þurrt og
frekar kalt í sumar. Grasspretta var
mjög góð og þurrkar miklir þannig
að nýting heyja er með því besta.
Allmikil umferð var í sumar. Berja-
sprettan mikil en berin fremur smá
vegan þuiTkanna í vor og sumar.
Hótel Bjarkalundi var lokað um
miðjan mánuðinn en umferð hefur
verið allmikil. Þjónusta í Bjarka-
lundi var til fyrirmyndar en hjónin
Þorkell og Anna Aðalsteinsdóttir
sáu um reksturinn.
Farið er að síga á seinni hlutann
með veginn yfir Gilsfjörð en hann er
ótrúlega mikil samgöngubót. Ekki
kæmi bréfritara á óvart að allir
vildu Lilju kveðið hafa.
Þörungaverksmiðjan hefur gengið
vel í sumar og alltaf verið að brydda
upp á einhverjum nýjungum.
Ný sveitarstjórn tók við í vor og
eru hjónin Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir oddviti og bóndi hennar
Guðmundur Ingólfsdóttir sveitar-
stjóri.
Nú eru smalamennskur og réttir í
fullum gangi. Hins vegar er nú slátr-
að allt árið í kring svo að réttir eru
svipur hjá sjón frá því sem áður var.
Dúntekja var yfirleitt í góðu með-
allagi en vel viðraði á æðarvarpið í
vor. Hins vegar bar dálítið á tófu og
mink í vor en margir telja að þessi
dýr komi frá friðlandinu á Vest-
fjörðum.
Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson
Fólk og fé í
Flj ót stungur étt
Borgarfirði - Fyrstu leit á Amar-
vatnsheiði lýkur með Fljóts-
tungurétt í Hvítársíðu. Kalt var á
leitarmönnum og var bæði snjó-
koma og þoka. Smölun gekk vel
og komu bændur með milli fimm
og sex þúsund fjár af fjalli. Fjall-
kóngur var Guðmundur Kristins-
son á Grímsstöðum. Margt fólk
var í réttunum þótt kalt væri.
Fljótstungurétt er hlaðin úr
hraungrjóti og er skammt frá
veginum. Farið er að réttinni rétt
við afleggjarann að Víðgelmi.
Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð 100 ára á þessu ári
Hélt sína
síðustu
messu á af-
mælishátíð
Morgunblaðið/Steinunn Kolbeinsdóttir
SÉRA Sváfnir Sveinbjarnarson hélt sína síðustu guðsþjónustu í Hh'ðar-
endakirkju í sumar, en um leið var haldið upp á 100 ára afmæli kirkj-
unnar, sem nú hefur verið gerð upp að utan.
SÉRA Sváfnir Sveinbjarnarson
prófastur, sem nú hefur látið af
störfum sem prestur í Breiðabóls-
staðarprestakalli, hélt sína síðustu
guðsþjónustu í Illíðarendakirkju í
Fljótshlíð hinn 30. ágúst sl., en þá
var jafnframt haldið upp á hund-
rað ára afmæli kirkjunnar. Hlíðar-
endakirkja var byggð sumarið
1898 i kjölfar þess að ákveðið
hafði verið að sameina Teigs- og
Eyvindarmúlasókn í eina sókn og
var kirkjan vígð 13. nóvember fyr-
ir tæpum hundrað árum.
Séra Sváfnir lét af störfum um
síðustu mánaðamót fyrir aldurs
sakir, en hann tók við embætti af
föður sínum, séra Sveinbirni
Högnasyni, árið 1963, sem þá hafði
verið prestur á Breiðabólsstað frá
árinu 1927. Þeir feðgar voru því
prestar í sókninni í samtals sjötíu
og eitt ár.
Séra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti, þjónaði
einnig við afmælisguðsþjónustuna
í Hli'ðarendakirkju ásamt séra
Sváfni og voru flestir sóknarprest-
ar Rangárvallaprófastsdæmis enn-
fremur viðstaddir. Eftir guðsþjón-
ustuna bauð sóknarnefndin til
kaffisamsætis í félagsheimilinu
Goðalandi þar sem kirkjukór
Fljótshlíðar söng undir stjórn Mar-
grétar Runólfsson í Fljótsdal og
haldnar voru ræður.
Að sögn séra Sváfnis eru upp-
haflegar teikningar að Hlíðar-
endakirkju ekki til og því ekki vit-
að með vissu hver teiknaðj hana.
Hins vegar var Sigurður Ólafsson
frá Eyrarbakka yfirsmiður við
byggingu hennar. Sváfnir segir að
þegar Hlíðarendi var gerður að
kirkjustað árið 1898 hafi ekki ver-
ið kirkja þar í 96 ár, en eins og
fyrr segir var kirkjan byggð í kjöl-
far ákvörðunar árið 1886 um að
sameina Teigs- og Eyvindarmúla-
sókn og voru þá lagðar niður
kirkjur í Teigi og í Eyvindarmúla.
Fyrsti presturinn sem þjónaði í
Hlíðarendakirkju var séra Eggert
Pálsson. Nú hefur séra Önundur
Björnsson tekið við sókninni af
séra Sváfni.
Kirkjan gerð upp að utan
Að sögn séra Sváfnis hefur sókn-
arnefnd Hlíðarendakirkju staðið
fyrir gagngerðum endurbótum eða
öllu heldur endurbyggingu kirkj-
unnar að utan undanfarin þrjú ár,
nánast frá grunni og upp í turn.
Og lauk síðasta áfanganum í sum-
ar. Kirkjan er því nú, að sögn
Sváfnis, í ágætu ástandi.
I ágústmánuði fyrir kirkjuaf-
mælið var líka unnið við að fegra
umhverfi kirkjunnar og segir
Sváfnir að hjónin Svava Helgadótt-
ir frá Hlíðarenda og Ingvar Þórð-
arson hafi af tilefni afmælisins gef-
ið nýtt sáluhlið að kirkjugarðinum
til minningar um Kristínu dóttur
þeirra sem lést fyrir nokkrum ár-
um. Þá gáfu börn þeirra Dóra og
Helgi kirkjunni ljósprentaða Guð-
brandsbiblíu í tilefni af afmælinu.
'