Morgunblaðið - 23.09.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 23.09.1998, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vinstriflokkurinn vill langtímasamstarf Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ viljum langtímasamning við stjórnina um samstarf," sagði Gudr- un Schyman, formaður Vinstri- flokksins, á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Hún talar ekki lengur um kröfur á hendur stjórn- inni, eins og skilja mátti á henni fyr- ir kosningar, en annars var hún fá- orð um hvað hún ætlaðist fyrir. Flokkarnir, sem illa urðu úti, eru nú sem óðast að setja á stofn nefndir til að ræða kosningarnar. Þegar farið er yfir niðurstöðumar í ýmsum landshlutum kemur meðal annars í ljós að Jafnaðarmannaflokkurinn, sem hefur haft um 60 prósenta fylgi í Norður-Svíþjóð hefur nú aðeins um 47 prósenta fylgi þar. Lítil kosninga- þátttaka vekur áhyggjur og skekur sjálfsvitund Svía um jafnrétti, því ljóst er að það eru helst þeir sem verst eru settir, sem ekki sjá tilgang í að kjósa. Mjúkmál Gudrun Schyman „Ég veit ekki hvort við getum gert samning með stimplum og inn- sigli, eða hvort stjómin getur yfir- leitt gefið nokkra tryggingu fyrir langtímasamstarfi, en við þurfum á einhvern hátt að vera viss um að svo verði,“ segir Gudmn Schyman. Orð hennar era tilvísun til þess að eftir kosningarnar 1994 studdist minni- hlutastjórn jafnaðarmanna við Vinstriflokkinn um hríð þar til tekið var upp samstarf við Miðflokkinn. Schyman vill reyna að útiloka að stjórnin noti Vinstriflokkinn aðeins sem tímabundna varaskeifu þar til annað betra finnist. Schyman var í kosningabarátt- unni hörð á nokkram stefnumálum eins og styttri vinnuviku, en var í gær öllu mýkri í máli og ekki tilbúin að tilgreina hvaða mál flokkurinn setti á oddinn. „Við semjum ekki í augsýn fjölmiðla," sagði hún og und- irstrikaði að fyrst ætlaði hún að ræða við Göran Persson forsætis- ráðherra, formann Jafnaðarmanna- flokksins. Ekki er ákveðið hvenær það verður. En jafnaðarmenn þurfa að hafa fleiri með en Vinstriflokkinn, því með stuðningi þeirra hafa þeir að- eins 174 af 349 þingsætum og þá er Umhverfisflokkurinn líklegasti sam- starfsflokkurinn. Þar sem fleiri era í vinnu hafa skatttekjur aukist, svo ríkissjóður hefur úr meira að moða. Þegar kemur að fjárlagagerðinni á næstunni virðast flokkarnir þrír ósammála um hámark rikisútgjalda. Vinstriflokkurinn vill nýta svig- rúmið til að hækka ríkisútgjöldin, en Umhverfisflokkurinn ekki, heldur leggja alla áherslu á að nýta tekjuaf- gang til að greiða niður skuldir rík- isins, eins og jafnaðarmenn hafa haft í huga. „Það verður ekkert af samstarfi á þessum forsendum," sagði Birger Schlaug, talsmaður Umhverfisflokksins, þegar hug- myndir Vinstriflokksins um aukin ríkisútgjöld vora bornar undir hann. En þótt jafnaðarmenn haldi í orði við að hækka ekki ríkisútgjöldin og greiða af skuldum hefur þeir á borði bundið sig til aukinna útgjalda með örlátum kosningaloforðum. Jafnaðarmenn vanmátu andstæðinginn En hvernig samstarf stjórnarinn- ar verður, um hvað og við hverja er enn of snemmt að segja um. Svíar eru enn að spá í niðurstöðurnar. Eitt af því sem vekur athygli er fylgis- hrun jafnaðarmanna í Norður-Sví- þjóð, sem hingað til hefur verið eitt sterkasta vígi þeirra. Þrettán pró- senta fylgistap þeirra segir nú aðra sögu. Á þeim slóðum álíta bændur til dæmis að jafnaðarmenn hafi vélað þá til inngöngu í Evrópusambandið og kvarta sáran yfir yfirgengilegu skrifræði í samsldptum við ESB. Þannig hefur ríkisútvarpið fylgst með baráttu bóndakonu við ESB- kerfið. Konan fyllti út skýrslu, heila bók, með nákvæmum upplýsingum um kúanytina og fleira, til að eiga kost á dreifbýlisstyrk ESB upp á tvær milljónir íslenskra króna, en umsókninni var hafnað. Liturinn á möppunni sem skýrslan var í var blár en ekki grænn, eins og fyrir- mæli ESB hljóða upp á. Konan fékk undanþágu hjá sænskum yfirvöld- um, en var ekki í vafa um að það stafaði af athygli fjölmiðla. Nú á eft- ir að koma í ljós hvort ESB verður jafnliðlegt. Sögur af þessu tagi ganga fjöllunum hærra þarna norð- ur frá. Almennt er einnig bent á að Jafn- aðarmannaflokkurinn hafi misreikn- að sig á hver væri hinn eiginlegi andstæðingur flokksins. Öll barátta flokksins hafi verið miðuð við að berja á Hægriflokknum, en í raun hafi andstæðingurinn verið Vinstri- flokkurinn, sem höfðaði til þeirra er hafa orðið fyrir þeim niðurskurði bótakerfisins, sem stjórn jafnaðar- manna hefur gripið til í baráttunni við efnahagsvandann. Kosningabar- átta flokksins var því barátta við vindmyllur, ekki við hinn eiginlega höfuðandstæðing, Vinstriflokkinn, sem þar með hafði frjálsar hendur til að herja á fyrrverandi kjósendur jafnaðarmanna. Lftil kosningaþátttaka áfall „Á kosningadag era allir jafnrétt- háir og hafa jafnmikið að segja,“ er fullyrðing sem oft heyrist í sænskri þjóðfélagsumræðu. Kosningaþátt- taka er einn af hornsteinum í sænskri jafnaðarhugmyndafræði. Kosningaþátttaka í Svíþjóð hefur löngum verið með því hæsta í öllum heiminum, legið um yfir eða rétt undir 90 prósentum. Nú náði þátt- takan aðeins 80 prósentum og hefur ekki verið minni. Þar sem mikil kosningaþátttaka hefur í Svíþjóð verið álitin dæmi um sterkt lýðræði og almennan áhuga á þjóðfélagsmál- um vekur lítil þátttaka nú áhyggjur um að þetta sé að breytast. Það hefur líka komið í Ijós í könn- unum á kjördag að minnkandi kosn- ingaþátttaka dreifist ekki jafnt á alla þjóðfélagshópa. Það era þeir at- vinnulausu og illa stæðu sem hirða ekki um að kjósa. I Rosengárden, úthverfi Málmeyjar, einu versta fá- tækrahverfi í Svíþjóð, var kosninga- þátttaka aðeins um 43 prósent. Þeg- ar fréttamaður spurði íbúa þar hvort þeir hefðu kosið, neituðu margir því og ypptu margir öxlum og sögðust ekki skilja hvað stjórn- málamennirnir segðu. Fellibylurinn Georges á Karíbahafí yfir Haiti og síðan yfir Kúbu og suðaustanverð Bandaríkin. Stefnir á Haiti og Kúbu San Juan. Reuters. FELLBYLURINN Georges stefndi í gær á þéttbýl svæði á Haiti og Dómíníska lýðveldinu og hafði þá farið yfir Puerto Rico. Þar olli fárveðrið dauða íjögurra manna að minnsta kosti og mörg hús eyðilögðust. Vindhraðinn var stundum meiri en 185 km á klukkustund og óttast var, að hann gæti orðið mjög skæður á Hispanjólu, eyj- unni, sem Haiti og Dómíníska lýð- veldið skipta með sér. I suðaust- anverðum Bandaríkjunum er einnig mikill viðbúnaður en þang- að mun Georges líklega koma eft- ir þrjá daga. Mikill og djúpur hvinur heyrð- ist í San Juan, höfuðborg Puerto Rico, þegar miðja fellibylsins fór þar framhjá í um 40 km fjarlægð og ieitaði fólk skjóls í kjöllurum húsa eða sérstökum skýlum. Búist er við, nokkuð dragi úr vindhraðanum í Georges þegar hann fer yfir Hispanjólu en hann mun líklega aukast aftur áður en hann fer yfir Kúbu á morgun, fimmtudag, eins og útlit er fyrir. Bondevik aftur til starfa Ósló. Reuters. KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, snýr aft- ur til vinnu úr rúmlega þriggja vikna veikindaleyfi á morgun, að sögn talsmanns hans. Segir hann að Bondevik líði betur og að hann búist við þvi að læknar telji hann færan um að snúa aft- ur til starfa. I gær visaði forseti norska þingsins, Kirsti Kolle Grondahl, frá kröfu Carl I. Hagen, formanns Framfara- flokksins, um að Bondevik yrði fyrirskipað að gera grein fyrir sjúkdómi sínum. Hins vegar gæti forsætisráðherrann ekki vænst þess að sér yrði sýnd nein linkind. Bondevik tók sér veikindafrí um síðustu mánaðamót vegna þunglyndiseinkenna og hefur framlengt leyfið tvisvar. Gron- dahl sagðist ekki sjá neina þörf á því að hann gerði þingheimi grein fyrir veikindum sínum, frekar en aðrir. Hins vegar er ljóst að hann mun þegar hefjast handa við fjárlagagerðina, sem er líklega stærsta mál haustsins. Afmæli BRAUTARHOLTI SIMI 5800 800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.