Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 23

Morgunblaðið - 23.09.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 23 LISTIR Blaða- og bókaútgáfa Æskunnar sameinaðar f eitt fyrirtæki, Æskuna ehf. Nýtt útlit og breytt efnisval Æskunnar Morgunblaðið/Ásdís OLAFUR Loftsson framkvæmdastjóri, Karl Helgason, ritstjóri Æskunnar, og Árni Árnason útgáfustjóri. BLAÐA- og bókaútgáfa Æsk- unnar hafa nú verið sameinað- ar í eitt fyrirtæki, Æskuna ehf. Barnablaðið Æskan hefur fengið nýtt útlit og áherslum í efnisvali verið breytt en nýver- ið leit dagsins ljós fyrsta tölu- blað 100. árgangs Æskunnar. Unglingablaðið Smellur er nú að slíta barnsskónum en það hefur komið út í eitt ár. Nýtt fólk hefur bæst í hóp starfsmanna Æskunnar og ný- lega var starfsemin flutt úr Templarahöllinni við Eiríks- götu í nýtt húsnæði Stórstúku Islands við Stangarhyl. Öll vinnsla blaðanna fram að prentun fer þar nú fram undir einu þaki og gerir það vinnslu- ferlið mun auðveldara _og markvissara, að sögn Ólafs Loftssonar, framkvæmda- stjóra Æskunnar. „Við fáum til liðs við okkur fólk sem er þekkt fyrir að hafa staðið að uppbyggilegu starfi með börnum eða miðlað þörfu efni til barna og ung- menna. Okkur er mikið í mun að blaðið hafi trúverðugleika í augum foreldra og það sé val- kostur við allt annað sem er í gangi. Við leggjum mikla áherslu á að blaðið sé fræðandi og hafi uppeldislegt gildi en sé jafnframt skemmtilegt. Við viljum auðvitað áfram stuðla að hollri afþreyingu og heil- brigðum lífsháttum, stuðla að alhliða lífsleikni barna og ung- menna með öflugri og íjörmik- illi útgáfu sem tekur mið af þörfum íslenskra barna,“ segir Árni Árnason, útgáfustjóri Æskunnar. Lesendur taka eft- ir sem áður sinn þátt í að móta blaðið, með því að senda inn bréf og annað efni og taka þátt í samkeppnum um greina- skrif, sagnagerð og fleira. Einnig verða kynnt verk höfunda nýrra barna- og ung- lingabóka. Fólk með ólíka þekkingu og hæfileika Meðal þeirra sem eiga grein- ar í nýútkominni Æsku eru þau Ari Trausti Guðmundsson, sem skrifar um loftsteina, Adda Steina Björnsdóttir, sem segir frá börnum í Malasíu, og Gísli Þorsteinsson, sem fjallar um nýsköpun og tækni. Þá segir Jónína Vala Kristinsdóttir frá skemmtilegum þrautum og leikjum og Helgi Grímsson sér um skátaþátt. „Þarna er sam- ankomið fólk með ólíka þekk- ingu og hæfileika og þannig teljum við að við náum til fleiri bama og heimila," segir hann ennfremur. Hvað bókaútgáfu Æskunnar varðar er fyrst um sinn ætlunin að einbeita sér að útgáfu barna- og unglingabóka, ekki síst fyrir allra yngstu lesend- urna. „Við lítum á það sem skyldu okkar að sinna byrjend- unum, ungu lesendunum, sér- staklega vel,“ segir Árni. Reyðar- íjarðarskóli BÆKUR Heimildarit SKÓLASAGA REYÐARFJARÐAR eftir Guðmund Magnússon. Reyðar- fjörður 1998. 126 bls. ÁRIÐ 1897 hófst samfellt skóla- hald á Búðareyri við Reyðarfjörð. Saga Reyðarfjarðarskóla spannar því heila öld. Af því tilefni skoraði skóla- og menningarmálanefnd staðarins í ágúst 1996 á hreppsnefnd „að hrinda af stað rannsóknum og ritun skólasögu Reyðar- fjarðar, sem gæti í framtíðinni orðið hluti af stærra verki, sögu Reyðarfjarðar". Rösk- lega hefur verið við brugðist því að rúmum mánuði síðar var búið að ráða Guðmund Magnússon til að taka þetta verk að sér og í apríl 1998 ritar hann formála að fullbúinni skólasögu. Eg hygg að vand- fundinn hafi verið hæfari maður til að rita þessa sögu. Sjálfur er Guðmundur innfæddur Reyðfirðingur, gekk þar í barna- skóla og þekkti þvi skólann um sinn sem nemandi. Eftir að hann lauk kennaraprófi var fyrsta kennslu- starf hans að vera skólastjóri á Reyðarfirði í eitt ár. Löngu síðar eftir farsælt kennara- og skóla- stjórastarf í Reykjavík var hann svo fræðslustjóri Austurlandsum- dæmis í um tvo áratugi. Hann var því vissulega öllum hnútum kunn- ugur og ber bókin þess glögg merki. Að loknum stuttum aðfarakafla hefst sjálf skólasagan. Lengi fram- an af var við mikla erfiðleika að etja. Þröngur var fjárhagur sveit- arfélagsins, skilningur fremur tak- markaður, skólinn á hrakhólum um húsnæði og skortur á öllu sem með þurfti. Reyndi því mikið á þolin- mæði og ósérplægni kennarans, sem lengi var einn. En smátt og smátt fór að greiðast úr, og er sú framfarasaga næsta fróðleg. Nú virðist mér skólinn búa við allgóðar ytri aðstæður og þar fer auðsæilega fram gott og fjölbreytilegt uppeldis- og fræðslustarf. Mér sýnist af þess- ari frásögn að það hafi verið gæfa Reyðarfjarðarskóla hversu ágætum skólamönnum og mannvinum hann hefur jafnan haft á að skipa. Skóla- stjórar hafa ekki verið margir, því flestir hafa enst lengi: Sæmundur Sæmundsson 1919-1948, Sigfús Jóelsson 1949-1962, en hann hafði raunar kennt frá áramótum 1934, Helgi Seljan 1962-1971, Kristinn Einarsson 1971-1987 og síðan hef- ur Þóroddur Helgason stýrt þessum skóla. Skólasögu eins og önnur sagnfræðirit er auðvitað hægt að skrifa með ýmsum hætti. Þó að staðreyndir þurfi að vera á sínum stað hljóta áherslur alltaf að mótast af höfundinum. Guðmundur Magnús- son er skólamaður og uppeldisfrömuður í fremstu röð. Viðhorf hans einkennast af því að skólinn eigi að stuðla að alhliða þroska og vera mannbætandi stofn- un, en ekki eingöngu fræðslustofn- un. Þessi viðhorf ganga sem rauður þráður í gegnum frásögnina og gera hana eftirminnilega, aðlaðandi og gagnlega. Ekki er þetta bók sem lætur mik- ið yfir sér. Sjálfur sögutextinn er ekki nema um 85 bls. og þar í er talsvert af myndum. Sagan er sögð á látlausan hátt, án alls málski'úðs. Höfundur heldur sér við staðreynd- ir, en leggur engu að síður sitt eigið mat á. Val hans á brotum úr skóla- setningar- og skólaslitaræðum sýnir vel hvað hann telur mikilvægast. Að lokinni skólasögunni rekja nokkrir gamlir nemendur minning- ar sínar fi'á skólaárunum. Þá kemur skrá yfir skólastjórn og starfslið svo og kennaratal o.fl. Loks er nafna- skrá. Mikill fjöldi mynda prýðir þetta snotra og látlausa en vel samda rit. Sigurjón Björnsson Guðmundur Magnússon PHILIPS Há-gæðí á lágu verði PHILIPS 28" siónvarp Philips 28" gæöa sjónvarpstæki á ótrúlegu verði. • Nicam Stereo • Blackline myndlampi • Einföld og þægileg fjarstýring • íslenskur leiðarvísir Gerðu hörðustu kröfur til heimilistækja. Fjárfestu í Philips! PHIUPS _ _ . myndbandstæki a 19.900 Tveggja hausa myndbandstæki frá Philips á sérlega hagstæðu verði. Einfalt í notkun og áreiðanlegt. íslenskur leiðarvísir. PHILIPS Heimilistæki hafa veríð fulltrúar Philips á Islandi í 30 árog það er takmark okkar að Philips gæðavörvmar sóu hvergi á lægra verði en hjá okkur. 0 Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 569 1500 http.//www.ht.is Við ábyrgjumst góða þjónustu, gæði og verð sem stenst allan samanburð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.