Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sighvatur Björgvinsson setur 49. flokksþing Alþýðuflokksins
Morgunblaðið/Kristinn
SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, var mjög harðorður í garð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í ræðu sinni
við upphaf 49. flokksþings Alþýðuflokksins í gær. Hér ræðir hann við Hólmfríði Sveinsdóttur.
Forsætisráðherra harðlega
gagnrýndur í setningarræðu
SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðu-
flokksins, gagnrýndi Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra harðlega í setningarræðu sinni á 49.
flokksþingi Alþýðuflokksins sem hófst á Grand
Hótel í Reykjavík síðdegis í gær. Sagði Sighvatur
að Davíð, sem væri helsti talsmaður andstæðinga
samfylkingar jafnaðarmanna, hefði svarað sam-
einingarsinnum með hroka, útúrsnúningi og
dramblæti. Og enn fremur með því að gera lítið úr
fólki og tala niður til þess. „Þannig brást hann við
eftir sigur R-listans í borgarstjórnarkosningunum
í vor. Þannig brást hann við gagnvart fréttamönn-
um ríkisfjölmiðla. Þannig brást hann við gagnvart
læknum og heilbrigðisstarfsfólki, sem hafði aðrar
skoðanir á gagnagrunnsfrumvarpinu en hann
sjálfur. Og þannig bregst hann líka við gagnvart
okkur. Við það tækifæri svaraði hann okkur m.a.
með því að segja, að amma hans hefði varað hann
við að kaupa þunnildi þegar hún sendi hann út í
fískbúð. Amma mín varaði mig hins vegar við fólki
sem gefur vísvitandi rangt til baka. Þannig hafa
viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins verið
gagnvart okkur og öðru fólki. Hann gefur vísvit-
andi rangt til baka,“ sagði Sighvatur.
Síðar fjallaði Sighvatur um að jafnaðarmönnum
hefði miðað vel í baráttu sinni sl. tvö ár fyrir sam-
fylkingu jafnaðarmanna og að ákvörðun hefði ver-
ið tekin um að stefna að sameiginlegu framboði á
grunni jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrels-
is við Álþingiskosningarnar innan fárra mánaða.
„Ég tel að okkur hafi miðað það langt fram á þann
veg, að ekki verði aftur snúið,“ sagði hann.
Þá fjallaði hann einnig um yfirskrift þingsins,
,Auðlindastefna í almannaþágu", og sagði rn.a. við
það tækifæri að átökin um auðlindir íslands
mynduðu nú skörp skil í stjómmálum, milli Sjálf-
stæðisflokksins, sem væri málsvari sérhagsmuna-
aflanna gegn hagsmunum almennings, og jafnað-
armanna, sem mætu almannaheill framar sér-
hagsmunum.
Vilji fyrir opnu prófkjöri
Eftir stefnuræðu Sighvats tóku við pall-
borðsumræður undir stjórn Össurar Skarphéðins-
sonar alþingismanns. Þátttakendur vom Jóhanna
Sigurðardóttii-, formaður Þjóðvaka, Bryndís
Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags,
Svanur Kristjánsson, prófessor í stjómmálafræði,
Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Dagsbrúnar,
og Hulda Ólafsdóttir fulltrúi Samtaka um kvenna-
lista. í umræðunum kom m.a. fram vilji til þess að
velja á lista sameiginlegs framboðs með opnu
prófkjöri, hugsanlega þó með einhverjum tak-
mörkunum. Hulda hafði einna helst efasemdir um
„galopið prófkjör“ eins og hún orðaði það og benti
á að þær aðferðir hefðu hingað til komið illa út fyr-
ir konur. Svanur vildi hins vegar að haft yrði opið
prófkjör með þeim takmörkunum þó að tryggt
yrði að konur fengju helming sætanna á framboðs-
listunum.
Rfkisskattstjóri mun skoða skattskil Reiknistofu bankanna
Gæti þurft að borga
skatt frá árinu 1996
Kostnaður
10,5-19,3
milljarðar
AÆTLAÐ er að kostnaður við upp-
setningu miðlægs gagnagrunns á
heilbrigðissviði verði á bilinu 10,5 til
19,3 milljarðar króna en kostnaður
fer eftir því hversu langt verður
gengið við skráningu gagna um
heilsufar landsmanna.
Þetta kemur fram í úttekt Stefáns
Ingólfssonar verkíræðings fyrir heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið.
Leggur Stefán mat á þrjá kosti
miðað við hve langt verði gengið í yf-
irferð skráðra gagna í skjalageymsl-
um og að mismiklar kröfur verði
gerðar um skráningu upplýsinga.
Kostnaður við skráningu
mismunandi
Samkvæmt áætlun Stefáns er
kostnaður við sjúklingaupplýsinga-
kerfí í öllum tilfellum 2 milljarðar
króna og kostnaður við gagnagrunns-
kerfi 1,3 milljarðar. Hins vegar er
kostnaður við skráningu gagna mis-
munandi miðað við áðumefndar for-
sendur. Lægsta áætlunin er 7,2 millj-
arðar en sú hæsta 16 milljarðar
króna.
JÓN H. Steingrímsson, deildar-
stjóri virðisaukaskattsdeildar ríkis-
skattstjóra, segir að skil Reikni-
stofu bankanna á virðisaukaskatti
verði könnuð. Komi í ljós að stofn-
unin hafi ekki skilað skattinum í
samræmi við ákvarðanir skattyfir-
valda megi hún búast við að gripið
verði til viðeigandi ráðstafana, þ.e.
álagningar skatts og kröfu um
greiðslu dráttarvaxta.
Ríkisskattstjóri ritaði Reikni-
stofu bankanna bréf 18. nóvember
1996 þar sem skýrt kemur fram að
stofnuninni beri að innheimta
virðisaukaskatt af þjónustu sem
unnin sé fyrir aðra en banka og
sparisjóði. Jón sagði að viðræður
hefðu staðið yfir við bankana um
þetta atriði og þeir hefðu gert
ágreining um þetta mál við embætti
ríkisskattstjóra. Niðurstaða skatt-
yfirvalda hefði komið fram með
skýrum hætti í bréfi 18. nóvember
1996.
Fram hefur komið að Reiknistof-
an hefur ekki greitt virðisaukaskatt
af þjónustu fyrir Tryggingastofnun
ríkisins þrátt fyrir þetta bréf ríkis-
skattstjóra. „Við munum kanna
skattsldl hjá Reiknistofu bankanna
og komi í ljós að sldlin eru ekki
fullnægjandi hefur það viðeigandi
afleiðingar," sagði Jón.
Innheimtuþjónusta bankanna
til skoðunar
Jón sagði að ef til þess kæmi að
skattyfirvöld gerðu þá kröfu að
Reiknistofan greiddi virðisauka-
skatt frá 18. nóvember 1996 kæmi
það í hlut Reiknistofunnar að borga
skattinn með dráttarvöxtum. Stofn-
un, sem bæri að innheimta virðis-
aukaskatt, bæri einnig að skila hon-
um til ríkisins.
Það er fleira en þjónusta Reikni-
stofu bankanna fyrir Ti-ygginga-
stofnun sem kemur hér til álita.
„Bankarnir reka innheimtuþjón-
ustu fyrir fyrii'tæki. Það er nokkuð
mismunandi hvað þjónustan gengur
langt, en þar sem hún gengur
lengst, eins og hjá Landsbankanum,
er bankinn ekki bara að taka á móti
greiðsluseðlum heldur að útbúa þá
og senda þá út fyrir einstök fyrir-
tæki. í slíkum tilfellum er um að
ræða innheimtuþjónustu sem er
skattskyld og skiptir þá ekki máli
hver veitir þjónustuna," sagði hann
ennfremur.
Jón sagði einnig að enn sem
komið væri hefðu bankarnir komist
upp með að greiða ekki virðisauka-
skatt af þessari þjónustu. Þetta
væri eitt af mörgum eftirlitsverk-
efnum sem skattkerfið væri með á
sínu borði.
Mbl.is/
frettir
NÝ FORSÍÐA Morgunblaðsins
á Netinu hefur mælst vel fyrir
hjá lesendum, en á forsíðunni er
safnað saman á einn stað upp-
lýsingum og tenglum inn á alla
vefi blaðsins.
Vegna fyrirspuma sem borist
hafa um Fréttavef Morgun-
blaðsins er rétt að taka það
fram, að sá vefur hefur ekki
tekið neinum breytingum. Sú
forsíða, sem áður blasti við les-
endum þegar þeir tengdust
mbl.is, er enn til staðar og þar
birtast nýjar fréttir jafnóðum og
eru mun fleiri en birtast á nýju
forsíðunni. Lesendur geta
tengst Fréttavefnum frá nýju
forsíðunni með því að smella á
hnappinn FRÉTTIR sem er efst
vinstra megin, eða með því að
slá inn slóðina mbl.iyfrettir og
geymt hana í bókarmerld. Þá
blasii- við sú síða, sem áður var
forsíða vefjanna.
Gaf sig-
fram eftir sjö
ára flótta
ÓLAFUR Þór Haraldsson, sem
hlaut fjögurra og hálfs árs fang-
elsisdóm í marsmánuði árið
1991 og hefur verið á flótta und-
an réttvísinni síðastliðin sjö ár,
hefur nú gefið sig fram við ís-
lensk yfirvöld og mun afplána
dóm sinn. Ólafur Þór fékk dóm-
inn fyrir að smygla 1 kg af
kókaíni til landsins, en flúði
land áður en kom að fullnustu
dómsins. Hann hefur einkum
dvalið í Kanada og gaf sig fram
af fúsum og frjálsum vilja.
Ekiðá
gangandi veg-
faranda
UNGLINGSPILTUR slasaðist í
umferðarslysi við gatnamót Vík-
urbakka og Álfabakka um
hálftíuleytið í gærkvöld. Taldi
vakthafandi læknir á Sjúki-ahúsi
Reykjavíkur meiðslin ekki vera
alvarleg, en pilturinn hlaut
meiðsli á mjaðmagrind. Bif-
reiðin, sem ók á piltinn, mun
ekki hafa verið á miklum hraða,
en pilturinn lenti uppi á henni og
brotnaði frami-úða bifi-eiðarinn-
ar við það.
Reykur í íbúð
SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík
barst í gærkvöld tilkynning um
reyk í íbúð við Þórsgötu í
Reykjavík. Slökkviliðið var
mætt kl. 21.15 og sendi reykkaf-
ara inn í íbúðina og bjargaði
tveimur köttum sem eigandi
íbúðarinnar átti. Orsakir reyks-
ins voru raktar til þess að kveikt
var í blaðarusli í stigagangi
hússins. Litlar skemmdir urðu
af völdum reyksins. Málið er til
rannsóknar hjá rannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Sérblöð í dag
ri ' •»- , , V ...^!
MSfDUR.......
ÁLAUGARDÖGUM
■1 l| H-C m MOIU.tMU ADSINS
Lljalil>iv
Höfum allt að
vinna/C2
Sókn er besta
vörnin/C4
Fylgstu
með
nýjustu
f réttum
www.mbl.is