Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bjánarnir
hálfgerðu
„Eftir að kafa skrifað í 30 ár er ekki
laust við að ég verði pirraður á því að
sjá hvernig hálfgerðir hjánar virðast
vera að ná undirtökunum í heiminum. “
Sargon Boulus
Arabíska er feimið
tungumál nefnist
viðtal eftir Einar
Öm Gunnarsson rit-
höfund við íraska
skáldið Sargon Boulus (Mbl. 20.
sept. sl.). Margt athyglisvert
kemur fram í þessu viðtali.
Meðal þess sem Boulus hefur
að segja er þetta:
„Að nokkru leyti má segja að
ljóðagerð og þýðingar mínar
hafí verið erfið, ströng og van-
þakklát vinna. Eftir að hafa
skrifað í 30 ár er ekki laust við
að ég verði pirraður á því að sjá
hvemig hálfgerðir bjánar virð-
ast vera að ná
VIPHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
undirtökunum
í heiminum.
Þar á ég við
menn sem eiga
milljarða og lifa munaðarlífí. Öll
dagblöð og tímarit em undir
þeima stjóm. A sama tíma sitja
skáldin og vinna hörðum hönd-
um að framgangi tungumálsins.
Að velja sér að vera skáld af
einlægni er einhver heiðarleg-
asta köllun sem hægt er að
þjóna í lífínu.“
Vera má að Sargon Boulus
taki of djúpt í árinni, en auðvelt
er að vera sammála honum að
einhverju leyti. Kannski þurfum
við ekki að óttast þessa „bjána“
hér heima. Og þó.
Þeir sem stjóma dagblöðum
og tímaritum virðast oft ofur-
seldir markaðnum. Við sjáum
daglega hve ýmiss konar lág-
menning verður æ fyrirferðar-
meiri í fjölmiðlum. En það hlýt-
ur að vera þörf fyrir hana eins
og hámenninguna.
Dæmi um lágmenningarlega
blaðaútgáfu og stundum lág-
kúraleg vinnubrögð er kálfur-
inn fókus sem fylgir DV á
föstudögum. Það er ekki bara
að uppsetning, skreytingar og
efnismeðferð sé í anda verslun-
arsamfélagsins heldur virðist
hafa verið kappkostað að ráða
skriffinna, stundum nafnlausa,
sem kunnir eru fyrir æsileg
skrif og auðvelt er að „selja“.
Það eru ekki bara knattspyrnu-
menn sem eru seldir! Einn eða
tvo beinskeytta penna blaðsins
undanskil ég, einkum þá sem
búa yfir húmor, hvítum og
svörtum.
Líklega má segja það fókusi
til vamar að hann virðist vera
nær eina blaðið sem skrifað er á
krá og oft undir áhrifum þótt
greinamar séu ekki allar
margra glasa virði. Slíkt blað
hlýtur að eiga rétt á sér?
Allt þarf að selja og menning-
una líka. Eg hef ekkert á móti
því að hægt sé að „matreiða"
efni.á nýjan hátt og jafnvel
óvæntan en helst þarf það að
vera einhvers virði. Gömlu blöð-
in era vitanlega óttalega gamal-
dags. Fréttir og myndir úr næt-
urlífinu, fjallaklifur, ökugleði og
bamsleg undrun yfir möguleik-
um Netsins girða ekki fyrir það.
Skáldið Sargon Boulus skýrði
það hvers vegna arabíska sé
feimið tungumál „því það sam-
þykkir ekki erótísk orð og er
því erfitt að finna til að mynda
hentug orð yfír kynfæri. Eg hef
reynt að vinna frjálslega með
tungumálið og í stað þess að
nefna hluti beram orðum gef ég
þá í skyn þannig að merkingin
kemst til slala.“
Feimni í málnotkun er vissu-
lega böl eins og dæmin sanna,
orðfælni getur valdið því að til
dæmis rithöfundar leggi niður
skrif. Stundum óskar maður þó
að slíkt komi yfir þá, að ekki sé
talað um ýmsa útvarps- og
blaðamenn, einkum þá sem hafa
gerst sérfræðingar í því að
teygja lopann.
Mér kom aftur á móti yfirlýs-
ingin um feimnina nokkuð á
óvart því að ég veit að bæði fyrr
og síðar hafa arabísk skáld ort
mikið um ástina og reyndar ver-
ið talin í fararbroddi á því sviði.
En ég áttaði mig fljótlega þegar
ég las um vanda íraska skálds-
ins sem var að þýða Allen Gins-
berg á arabísku. Ginsberg er
dæmi um höfund sem tók lág-
menninguna í sína þjónustu
með góðum árangri. Hann
þurfti að nefna hlutina réttum
nöfnum og hefði áreiðanlega
ekki getað hugsað sér að styðj-
ast eingöngu við orðskrúð arab-
ískunnar, tákn hennar og mynd-
ir. Boulus segist hafa gripið til
þess ráðs þegar hann var að
þýða Ginsberg að endurskapa
„beat-tungumálið“ úr ensku yfir
á arabísku, en til þess þurfti
hann m.a. „að finna nýja hrynj-
andi og framsetningu". Hann
þurfti líka að skapa ný orð.
Vandi íraska skáldsins er líka
vandi annarra þýðenda. Það er
til dæmis ekki svo auðvelt að
koma Ginsberg yfir á íslensku
þannig að hann hljómi eðlilega.
Það hefur þó verið reynt.
„Bjánarnir" í heimalandi ar-
abíska skáldsins létu það bíða í
tíu ár eftir að fá birt Howl eða
Ylfur Ginsbergs í þýðingu.
Ginsberg kom út á neðanjarð-
arforlögum í Bandaríkjunum í
fyrstu. Það uppgötvaðist samt
fljótlega að hægt var að „selja“
hann, ekki síst vegna þess að
hann var samkynhneigður og
leyndi því ekki, hneykslunar-
hella sem afklæddist stundum
undir lestri ljóða sinna og neytti
eiturlyfja. Hann var tilbúinn að
rífa kjaft á öllum hugsanlegum
tímum. Þetta mátti „selja“ og
„bjánamir" sáu sér hag í því.
Hin hliðin á málinu er svo sú að
Ginsberg var ágætt skáld og
áreiðanlega sammála Sargon
Boulus um það hverjir hafi und-
irtökin í heiminum og hvað eigi
að kalla þá.
Nýlega heyrði ég víðkunnan
og margsigldan íslenskan rit-
höfund fara lofsamlegum orðum
í útvarpi um vikublaðið Séð og
heyrt. Þessi rithöfundur hefur
greinilega ánetjast lágmenning-
unni að einhverju leyti, en vill
hafa hámenningu til spari. (Rit-
höfundurinn hlakkaði mikið til
væntanlegrar bókar um Jónas
Hallgrímsson). Kannski er þetta
gullna leiðin? Eða hitt að
sprauta hámenningu inn í lág-
menninguna? Hið gagnstæða
virðist ganga furðu vel og ekki
skortir „hálfgerða bjána“ því til
fulltingis.
Bjánamir stjóma með glæsi-
brag!
ÞAÐ er undarleg
þverstæða að við Is-
lendingar höfum lengi
talið okkur það til
tekna að vera almennt
vel menntaðir, en jafn-
framt haldið upp á
þjóðlegt spakmæli sem
sagði að ekki verði bók-
vitið í askana látið. Ef
það speglar raunveru-
leg viðhorf okkar til
menntunar þá erum við
í hættu stödd. Við
dæmum okkur sjálf til
að verða á eftir öðrum
þjóðum í þekkingarleit
og ávinningum hennar.
Við dæmum okkur úr
leik í samkeppni við aðrar þjóðir ef
við höfnum því að menntun sé leið
til framfara og betri lífskjara. Hið
rétta er að menntun flytur þekk-
ingu og nýjungar milli einstaklinga,
kynslóða og þjóða. Menntun er for-
senda fyrir og lykillinn að framþró-
un, batnandi lífskjörum og aukinni
velmegun og ekkert annað kemur í
stað menntunar.
Aukinn vegur
verkmennta
Á síðustu áram og um þessar
mundir er unnið mikið starf að ný-
sköpun í skólastarfi og endurmótun
menntunar, enda brýnt viðfangs-
efni. Hefja þarf til vegs sjónarmið,
aðferðir og námsefni sem öðram
þjóðum hafa gefist best. Auka þarf
virðingu starfs- og verkmennta til
jafns við bóknám, auka og festa í
sessi gagnkvæm tengsl skóla og at-
vinnulífs og umræðu þeirra um nám
og námsefni. Námsefni þarf að þróa
með tilliti til þarfa atvinnulífs og
námsfólks svo það leiði til framfara
og fjölbreytni í mannlífi og atvinnu-
lífi og skapi breiðari grandvöll fyrir
lífskjörum okkar. Námsefni um
fjárhagsmál, stjómun og verka-
skipti, rekstur fyrirtækja, samstarf,
samkeppni, útflutningsstarfsemi og
markaðsmál þarf að verða hluti af
námi til fleiri starfs-
greina en nú er.
Námsefni og starfs-
nám sem tengist sjáv-
arútvegi, veiðum, eldi
og vinnslu, fiskiðnaði
og matvælaiðnaði yfir-
leitt ætti að njóta sér-
stakrar virðingar og
forgangs. Sama má
segja um námsefni á
sviði umhverfismála og
fræði sem varða vemd-
un og nýtingu lifandi
auðlinda náttúrannar.
Hyggja þarf að náms-
efni á sviði iðnfram-
leiðslu og efla nám um
þjónustu og viðskipti
við ferðamenn. í námi verður í vax-
andi mæli að bjóða starfskynningu
og svara þannig þörf ungmenna fyr-
Framundan er
tímabil mikilla breyt-
inga, segir Árni R.
Árnason, og hraðra
framfara í atvinnulífi.
ir kynni af vinnumarkaði. Frum-
kvæði, framtakssemi og drifkraftur
námsfólks þarf að njóta sín og
þroskast í námi, próf verði viðhöfð
sem eðlileg verkfæri gæðastjómun-
ar í skólastarfi, námsfólk fái viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur
og vel unnin störf.
Tækniþróun og vélvæðing sem
leysir starfsmenn af hólmi skapar
hratt vaxandi þörf fyrir endur-
menntun og símenntun. Skólamir
þurfa að svara þeirri þörf með raun- •
hæfu námsefni fyrir nýjan starfs-
vettvang.
Bætt samskipti við
aðrar þjóðir
Aðild okkar að samstarfsverkefn-
um ESB-ríkjanna á sviði vísinda,
rannsókna, þróunar, menntunar og
starfsþjálfunar þarf að leiða hingað
nýjustu hugmyndir og menningar-
strauma þjóðanna á meginlandi
Evrópu.
Hér hefur lengi starfað alþjóðleg-
ur skóli um jarðfræði og nú nýlega
er hafin starfsemi alþjóðlegs sjávar-
útvegsskóla. Slík skólasetur veita
sjónarmiðum okkar leið inn í um-
ræðu og menntun uppvaxandi kyn-
slóða grannþjóða okkar, og veita
okkur greiðan aðgang að nýjustu
þekkingu, hugmyndafræði og tækni
þeirra í þessum málaflokkum. Ekki
síst myndu okkur gefast sérstök
tækifæri til að hafa áhrif á þróun
hugmyndafræði í þessum mála-
flokkum, sem era okkur afar mikil-
vægir. Ég tel rétt að hér verði
einnig komið á fót alþjóðlegum um-
hverfisskóla í samstaifi við grann-
þjóðir okkar.
Nám Jfyrir
vaxtargreinar
Framundan er tímabil mikilla
breytinga og hraðra framfara í at-
vinnulífi. Til að ísland njóti þeirra
þarf sífellt að endurmeta námsefni
og námsbrautir og kynna framtíðar-
möguleika til að laða námsfólk að
þeim atvinnugreinum sem líklegt er
að muni eflast og þarfnast aukins
mannafla og þekkingar starfs-
manna. Fyrirtæki í heilbrigðisþjón-
ustu geta náð viðskiptum við er-
lenda kaupendur t.d. í samstarfi við
ferðamannaþjónustu en það kallar
m.a. á námsefni um markaðsstarf
og viðskipti. Sjávarútvegur og þær
greinar sem veita honum þjónustu
geta átt viðskipti við úthafsveiði-
flota annarra þjóða á norðurhöfum,
fiskveiðiflota og vinnslustöðvar víða
um heim og markaðssett sjávaraf-
urðir annarra þjóða. Hugbúnaðar-
fyrirtæki okkar eru hratt vaxandi
og hafa náð stórmerkum árangri á
erlendum mörkuðum.
Síst skal gleyma erfðafræði sem
er besta dæmi okkar um afl mennt-
unar, þekkingar og rannsókna til að
bæta lífsgæði þeirra sem njóta ár-
angurs og lífskjör þeirra sem
þannig menntast og starfa. Það er
líka athygli vert að stórstígar fram-
farir í þessari grein verða utan rík-
isstofnana, en hér á landi er nær öll
heilbrigðisþjónusta og vísindastarf-
semi njörvuð innan ríkisstofnana.
Höfundur er ulþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjoneskjördæmi.
Nýsköpun í
menntun og
skólastarfí
Árni Ragnar
Árnason
Vítahringur lang-
vinnra verkja
Á REYKJALUND koma til end-
urhæfingar einstaklingar með lang-
vinn verkjavandamál. Flestir hafa
haft verkjavandamál í meira en 3
ár, era á besta aldri og hafa flestir
gefist upp í vinnu vegna verkja.
Verkir geta orðið stór hluti af líf-
inu að degi sem nóttu. Gigtarsjúk-
dómum og brjósklosi fylgja oft
miklir verkir. Afleiðingar slysa
valda einnig oft verkjum. Stundum
er orsökina að finna í lífinu sjálfu.
Mikið andlegt álag í langan tíma
getur bæði orsakað og viðhaldið
verkjum. Sama má segja um ýmis
óunnin mál úr fortíðinni, s.s. sorg.
Varnir okkar fara í gang, vöðvar
verða spenntir og við notum lík-
amann ómeðvitað til þess að bæla
sárar minningar og tilfinningar.
Langvinn spenna í líkamanum get-
ur því orsakað vöðvabólgur og
verki.
Afleiðing langvinnra verkja
Mikil vinna gengur ekki upp.
Þegar vinnugetan minnkar versnar
fjárhagurinn sem aftur hefur áhrif
á sjálfstraustið. Verkir eru ekki
sýnilegir öðrum því erfitt er fyrir
þá sem ekki hafa sjálfir upplifað
langvinnt verkjavandamál að sýna
öðrum skilning. Þetta getur leitt til
félagslegrar einangrunar einstak-
linga. Langvinnum verkjum fylgja
einnig svefntraflanir. Einstaklingur
Mikilvægt er, segja
Helga Hinriksdóttir,
Olga Björk Guðmunds-
dóttir, Silvía Ingi-
bergsdóttir og Þóra
Hjartardóttir, að
einstaklingur með
langvinna verki kom-
ist í endurhæfíngu
sem fyrst.
með verki eru oft lengi að sofna
vegna vöðvaspennu og svefninn er
slitróttur. Á morgnana er viðkom-
andi þreyttur og óupplagður að
takast á við nýjan dag.
Þegar hér er komið er einstak-
lingurinn kominn í vítahring
verkja. Á þessum tímapunkti virð-
ist fátt til ráða og ekki óalgengt að
leitað sé í verkjalyf til að halda út
daginn, svefnlyf til að ná einhverri
hvíld og róandi lyf til að ná niður
spennu í líkamanum. Öll þessi lyf
hafa aukaverkanir og mörg era
vanabindandi. Sumir nota áfengi til
þess að deyfa erfiðar tilfinningar og
verki.
Ef þessi vítahringur fær að
ganga svona mánuðum og jafnvel
áram saman fer að bera á kvíða
sem smám saman getur leitt til
þunglyndis. Það þarf þvi að rjúfa
hann til þess að ná bata.
Hvað er til ráða?
Bættur svefn er lykilatriði í að
rjúfa vítahringinn. I því sambandi
er mikilvægt að ná taki á slökun og
taka upp heilbrigða lífshætti og já-
kvætt hugarfar.
Því betur sem við eram á okkur
komin líkamlega því betur getum
við tekist á við verkina. Gott lík-
amsástand stuðlar einnig að auk-
inni framleiðslu á „endorfini“ sem
er verkjastillandi efni sem líkaminn
framleiðir sjálfur. Það er ekki hægt
að skilja að líkamlega og andlega
líðan. Við erum ekki líkami og sál,
heldur líkami með sál. Ef okkur líð-
ur illa andlega kemur það niður á
líkamanum þar sem hann er
veikastur fyrir og ef við höfum
langvinna verki verðum við smám
saman kvíðin og döpur. Við þurfum
því að huga að líkamanum í heild
sinni til þess að ná bata.
Mikilvægt er að einstaklingar
með langvinna verki komist í end-
urhæfingu sem fyrst. Bætt endur-
hæfingaraðstaða á Reykjalundi
mun lyfta grettistaki í endurhæf-
ingu verkjasjúklinga. Það er ekki
bara hagur verkjasjúklinga og
þeiiTa fjölskyldna heldur einnig
þjóðhagslega hagkvæmt að þeir
komist út í lífið og til vinnu.
Höfundnr eru sbirfandi
hjúkrunarfræðingnr á
verkjasviði Reykjalundar.