Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 29
Um 270.000 manns hafa flúið heimili sín í Kosovo-héraði frá því í febrúar
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Talið að 50.000 manns haf-
ist við undir berum himni
Belgrad, Brussel. Reuters.
ÁTÖK á milli Frelsishers Kosovo
(KLA) og serbneskra lögreglu- og
hersveita hafa staðið í sjö mánuði í
Kosovo-héraði Sambandslýðveldis-
ins Júgóslavíu. Þorri íbúa héraðs-
ins eru Kosovo-Albanir, albönsku-
mælandi múslimar, en Frelsisher-
inn berst fyrir sjálfstæði héraðsins
frá serbneskum stjórnvöldum í
Belgrad. Hörð átök undanfarinna
mánaða hafa stökkt að minnsta
kosti 270 þúsund manns á flótta.
Flestir þeirra eru konur, börn og
gamalmenni, en vopnfærir karl-
menn hafa margh’ gengið til liðs
við KLA. Talið er að 50.000 manns
hafist nú við undir berum himni í
Kosovo-héraði. Neyð þessa fólks
er mikil og ljóst að margra bíður
lítið annað en sultur og seyra á
komandi vetri.
Enn hálf milljón flótta-
fólks í Júgóslavíu
Hjálparstofnanh- hafa nýlega
reynt að vekja athygli heims-
byggðarinnar á hlutskipti flótta-
fólks á Balkanskaga. Auk þeirra
tæplega 270 þúsund manna sem
flúið hafa átökin í Kosovo eru enn
um 560.000 flóttamenn í Serbíu og
Svartfjallalandi. Fólk sem enn hef-
ur ekki getað snúið til síns heima
eftir að stríðinu í Júgóslavíu lauk
árið 1995.
Erfitt hefur reynst að afla fjár
til aðstoðar við flóttafólk í Serbíu
STRAUMUR FLÓTTAFÓLKS
FRÁ KOSOVO-HÉRAÐI
Að minnsta kosti 270.000 manns frá Kosovo hafa neyðst til
þess að flýja heimili sín frá því að átök brutust út í febrúar á
þessu ári á milli serbneskra öryggis-sveita og Frelsishers
Kosovo, sem berst fyrir sjálfstæði Kosovo-Albana.
í Kosovo-héraði búa 1,8 milljón manns og um 90% þeirra eru Albanir.
og Svartfjallalandi á undanförnum
misserum. „Rauða kross hreyfing-
in og Flóttamannahjálp Samein-
uðu þjóðanna óttast að ástandið í
Kosovo geri okkur enn erfiðara
um vik en áður við að afla fjár til
hjálparstarfa hér [í Júgóslavíu],“
sagði Thomas Merkelbach hjá Ál-
þjóðaráði Rauða krossins í
Belgrad.
Sadako Ogata, fi’amkvæmda-
stjóri Flóttamannahjálpar SÞ, er
nú á ferð um Balkanskaga til þess
að ræða flóttamannavandann við
stjómvöld í Júgóslavíu, Albaníu og
leiðtoga aðskilnaðarsinna í Kosovo-
héraði. Erindi Ogata við leiðtoga á
Balkanskaga er meðal annars að
tryggja að réttindi séu ekki brotin
á flóttafólki og hvetja til þess að
aðstæður skapist til þess að það
geti snúið heim sem fyrst.
Fleiri leita hælis
í ESB-löndum
Mun fleiri ríkisborgarar Sam-
bandslýðveldisins Júgóslavíu hafa
sótt um hæli sem flóttamenn í
löndum Evrópusambandsins
(ESB) á þessu ári en áður. Þetta
kom fram á fundi innanríkisráð-
herra ESB í Brussel á fímmtudag.
70-90% umsækjenda eru frá
Kosovo-héraði. Aukningin er 600%
í júlí og ágúst í Bretlandi einu, en í
Belgíu hafði fjöldi umsókna tvö-
faldast í þessum mánuði.
ODANSLEIKUR
xv&'
Bjarm Ara
og Milljónamæringarnir
Forsala aðgöngumiða ÍRR
á Hótel Sögu H
frá kl. 13:00. Mlá
Hilmarsson
KRINGLUNNI
Calvin Klein