Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ýjar kvnningar- cg uFFU>mjutbjhiTt n:.a..xcábcrScúo:nnn.
- nyjar zvnnuiy^- ^
.............n„ ,/^W fcri&ra á-jrcim t■m}%rSÍDia*3£$á,m\
Gocugocjnin a^M ri fájhnrjaýioicyp
hcnnar aó kam^arkma. cG.ete ■
a3jHmoðnare'k^*f**msm-
Málvillur
á nýjum
biðskýl-
umSVR
f GLUGGA nýs upplýsts bið-
skýlis SVR við Miklubraut er
tilkynning frá fyrirtækinu sem
sér um viðhald hinna nýju bið-
skýla. Þar koma fyrir innslátt-
ar- og málvillur, sem ekki eru
verðar eftirbreytni. Á skýlinu
segir: „Ný götugögn... Borgar-
búar fá nú afnot af nýjum bið-
skýlum við fjölda biðstöðva i
borginni með stærra og upp-
lýstu biðrými sem gefur meira
öryggi þegar skyggja fer og
nýjar kynningar- og upplýs-
ingatöflur m.a. með borgar-
kortum. Götugögnin ásamt við-
haldi og þrifum á þeim eru
borginni og íbúum hennar að
kostnaðarlausu. Ástæða þessa
er, að við höfum fengið leyfí til
að fjármagna verkefnið með
auglýsingum.
AFA JCDecaux
Island ehf. ís-
lensk félag uin
götugögn. Götu-
gögnin eru hönn-
uð af prófessur
Knud Holscher
MAA IDD.“
Skáletrun er
Morgunblaðsins.
Enn fremur vakti
það furðu blaða-
manna að gluggi
biðskýlisins, sem
á að auðvelda
farþegum að sjá
til vagns síns í vestri er ógegn-
sær, sem veldur því að farþeg-
ar þurfa að ganga út úr skýl-
inu til að gá til vagnsins.
Glugginn, sem er gegnsær vís-
ar hins vegar í austur, engum
til gagns, nema e.t.v. til að
skoða villurnar fyrrnefndu. Þá
glugga, en reyna þyrfti á
hvort vagnstjórar ækju
framhjá skýlunum án þess
að taka farþega upp í. „Ef
sú staða kemur upp að það
á að fara að skilja fólk eft-
ir verður farið út í ein-
hverjar ráðstafanir,“ sagði
Þórhallur Halldórsson,
deildarsljóri farþegaþjón-
ustu SVR. „Það er alveg út
úr myndinni að við fórum
að skilja fólkið okkar eftir,
það kemur ekki til
greina,“ sagði Þórhallur.
Hann segir að SVR hafí
vitað af afstöðu biðskýl-
anna gagnvart strætis-
vögnunum áður en þau
voru sett niður.
Villurnar í tilkynningu
JCDecaux hafi hann hins
vegar ekki haft hugmynd
um fyrr en Morgunblaðið
hafði samband. „Svona
misþyrming á málinu
gengur ekki upp. Eg veit
ekki hvað hefur gerst
þarna, en ég held ekki að
nokkur maður sem ætlar
sér að auglýsa á íslensku,
myndi auglýsa svona,“
sagði Þórhallur. Hann seg-
ir að skipt verði um
glugga, en gat ekki metið
kostnaðinn að svo stöddu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
TAMNINGAMENN kveðja Gunnar Bjarnason hinstu kveðju: Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sigurðarson,
Sigurður Marínusson, Erlingur Erlingsson, Freyja Hilmarsdóttir og Hafliði Halldórsson. Sara Sigurbjörns-
dóttir heldur í taum hvíts gæðings við gröfina.
Morgunblaðið/Golli
SKIPT verður um glugga í biðskýlum með vondri fslensku, að sögn
Þórhalls Halldórssonar, deildarstjóra hjá SVR.
ÚT um þennan glugga sést ekki til aðvífandi
vagns og þvf þurfa farþegar að ganga út úr
skýlinu til að sjá til vagnsins.
eiga vagnstjórar, sem koma
akandi upp að skýlinu einnig
erfiðara með að sjá hvort ein-
hver sé að bíða eftir vagni. Hjá
SVR fengust þær upplýsingar
að þrjú til íjögur biðskýli sneru
þannig að ekki sæist til ferða
strætisvagnanna út um réttan
Danska menn-
ingarstofnunin
Útibú sett
upp á Is-
landi
HUGMYNDIR eru uppi um að
koma upp útibúi frá dönsku
menningarstofnumnni, ‘ Det
Danske Kulturinstitut á Akur-
eyri og var forstöðumaður stofn-
unarinnai- á ferð þar í sumar og
kannaði gi-undvöll fyrir því.
Á fundi bæjarráðs á Akureyri
kom fram að staðsetning skrif-
stofunnar væri enn á umræðu-
stigi. Stjómendum bæjarins þyk-
ir æskilegt að fyrir liggi hvar hún
verður áður en afstaða er tekin
til þess hvort Akureyrarbær
styðji við starfsemi hennar í
fonni skrifstofuaðstöðu í fjögur
ár, sem yrði reynslutími.
Ingólfur Armannsson,
fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar,
sagði að meginverkefni stofnun-
arinnar væri að koma danskri
menningu á framfæri og hefði
stofnunin þónokkurt fjármagn til
þess. Svæðið sem um ræðir að
útibúið hér á landi sinni er auk
Islands, Færeyjar og Grænland.
Samsteypa íslenskra fískiskipatrygg;jenda lögð niður
Ekki álitin samræmast regl-
um Evrópusambandsins
FULLTRUAR vátryggjenda innan Samsteypu
íslenskra fiskiskipatrygginga hafa ákveðið að
leggja samsteypuna niður þar sem útlit er fyrir
að Samkeppnisstofnun álíti hana ekki samræm-
ast reglum Evrópusambandsins. Það er gert
þrátt fyrir skýra afstöðu Landssambands ís-
lenskra útgerðarmanna um hagkvæmni þeirra
vátryggingasamninga sem samtökin hafa gert
við samsteypuna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var
athygli Samkeppnisstofnunar síðastliðið haust
vakin á því fyrirkomulagi sem ríkt hefur milli
útgerðarmanna og tryggingafélaganna um vá-
tryggingar fískiskipa. I kjölfar frumdraga að
niðurstöðu Samkeppnisstofnunar ákváðu trygg-
ingafélög innan Samsteypu íslenskra fiskiskipa-
trygginga að slíta samsteypunni nú þegar, en
þar kemur fram að fyrirkomulagið kunni að
stangast á við samkeppnisreglur Evrópusam-
bandsins.
30 ára gamalt fyrirkomulag
Samsteypa íslenskra fiskiskipatrygginga var
stofnuð í árslok 1968. Meginástæða þess var sú
að iðgjöld fiskiskipa hér á landi höfðu farið
hækkandi en þau voru í raun ákveðin af erlend-
um endurtryggjendum. Frá og með árinu 1969
hefur hins vegar verið staðið svo að málum að
fulltrúar vátryggjenda annars vegar og fulltrú-
ar Landssambands íslenskra útgerðarmanna
hins vegar hafa samið um iðgjöld fyrir fiskiskip
sem eru stærri en 100,5 rúmlestir. í fréttatil-
kynningu frá SÍFT segir að þetta fjrirkomulag
hafi staðið í öllum grundvallaratriðum þrátt fyr-
ir miklar breytingar í rekstrarumhverfí útgerð-
ar og vátryggingastarfsemi. Þessi tilhögun hafi
haft í för með sér hagkvæmari endurtrygginga-
kjör en áður. Sá ávinningur hafi skilað sér til út-
vegsmanna með lægri iðgjöldum og almennt
hagstæðari vátryggingakjörum. Enginn útgerð-
armaður hafi verið skuldbundinn að tryggja
skip sitt hjá aðildarfélagi innan samsteypunnar,
heldur hafí þeir getað tryggt skip sitt þar sem
þeir óska. Samsteypan sé ekki vátryggjandi og
LÍÚ ekki vátryggingataki, heldur hafi vátrygg-
ingasamningar verið gerðir milli einstakra út-
vegsmanna innan LIÚ og vátryggingafélaga
innan SÍFT.
Þjónaði hagsmunum útgerðarmanna
I fréttatilkynningunni segir enn fremur að
SÍFT sé er ekki lokaður félagsskapur og hafi
þeim vátryggjendum sem þess hafi óskað og
starfsleyfi hafa til að reka fiskiskipatryggingar,
jafnan verið veitt aðild að samsteypunni. Engin
beiðni um aðild að SIFT hafi komið frá erlend-
um vátryggjanda, hvorki frá ríki innan EES eða
utan þess.
Sigmar Armannsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að
þessi tilhögun hafi fyrst og fremst verið við lýði
þar sem LÍÚ og útvegsmenn hafi sjálfír talið
slíkt þjóna hagsmunum sínum og færa útvegs-
mönnum hagstæðari vátryggingakjör en ella
fengjust. „Vátryggingafélög innan SÍFT hafa
ætíð talið að kerfíð um þessar fiskiskipatrygg-
ingar, sem byggist á frelsi aðila og jafnræði,
gangi ekki í berhögg við samkeppnisreglur.
Sömu sjónarmiða hefur gætt hjá útvegsmönn-
um og samtökum þeirra að þessu leyti. Sam-
keppnisstofnun hefur þó að gefnu tilefni tekið
þessa tilhögun til athugunar. Virðist stofnunin
vera á öndverðum meiði og ber einkum fyrir sig
reglugerð frá Evrópusambandinu frá árinu 1992
sem Island er bundið af. Forráðamenn íslenskra
vátryggingafélaga og samtaka þeirra mörkuðu
snemma þá stefnu að leita almennt ekki eftir
undanþágum eða auknum aðlögunartíma vegna
margvíslegra reglna á vátryggingasviði er ljóst
var að íslendingar yrðu að tileinka sér í tengsl-
um við EES-samningin á sínum tíma. Var þessi
afstaða frábrugðin því sem var í sumum ríkjum
er aðilar urðu að EES-samningnum. Munu ís-
lenskir vátryggjendur ekki víkja frá þeirri
stefnumörkun vegna þessa máls. Því hafa aðild-
arfélög SÍFT einróma samþykkt að slíta sam-
steypunni nú þegar,“ segir Sigmar.
Utför
Gunnars
Bjarnasonar
ÚTFÖR Gunnars Bjarnasonar ráðu-
nautar var gerð frá Fíladelfíukirkj-
unni í Reykjavík í gær að viðstöddu
miklu'fjölmenni.
Snorri Óskarsson í Betel jarðsöng,
Óli Ágústsson las úr ritningunni og
fór með bæn, Fíladelfíukórinn og
Álftagerðisbræður sungu og org-
anisti var Árni Arinbjarnarson. Lík-
menn voru Ari Teitsson, Björn Sig-
urbjörnsson, Einar G. Gíslason,
Gunnar Jónsson, Hjalti Gestsson,
Klaus Becker, Steinþór Gestsson og
Þorkell Bjarnason.
Félagar í Félagi tamningamanna
stóðu heiðursvörð við Fíladelfíu-
kirkjuna og sex þeirra riðu síðan
með líkbílnum áleiðis að Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ, þar sem jarð-
sett var.
---------------
Þyrla í
sjúkraflugi
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar vai'
send í fyiTÍnótt til móts við sjúkrabíl
frá Höfn til að sækja konu í
barnsnauð.
Lenti þyrlan við Kirkjubæjar-
klaustur þar sem hún tók við kon-
unni. Ferðin gekk vandræðalaust og
var þyrlan komin í bæinn um klukk-
an 3.30 en hafði lagt upp klukkan 1 í
fyrrinótt.