Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 69
FÓLK í FRÉTTUM
Madívc Ulandi!
Útgáfuhátíð
í Súlnasal Hótel Sögu
laugardaginn 26. sept.
Þar koma fram
flytjendurnir á nýjum hljómdiski sem gefinn
er út til styrktar vangefnum.
Morgunblaðið/Golli
SIGURLIÐIÐ í utandeildinni í ár var Meló.
Dauðaleit
að stefnu
UNDARLEGT var að fylgjast
með Clinton Bandaríkjaforseta á
Sýn á mánudaginn sitja fyrir
svörum saksóknara í Hvíta hús-
inu og tíunda þar einkamál sín
frammi fyrir heiminum, þar sem
leyft hafði verið að sjónvarpa seg-
ulbandi þar sem svör hans birt-
ust. Allt er þetta hið sérkennileg-
asta mál af því svör hans voru
einungis tekin upp á segulband
vegna þess að einn dómarinn gat
ekki mætt. Má segja að margur
maðurinn hafi ekki mætt á vinnu-
stað af minna tilefni. Málatilbún-
aðurinn gegn Bandaríkjaforseta
er með ólíkindum. Við þessa yfir-
heyrslu voru að minnsta kosti
þrjár konur tilnefndar; einhverjar
bjöllukindur, sem ævinlega reyna
að nudda sér utan í fræga menn í
von um frægð og peninga fyrir
„ævisögur".
Mest var þó
sótt að Clinton
vegna Monicu
Lewinski, ungr-
ar, laglegrar stúlku, sem vann í
Hvíta húsinu sem nemi eða lær-
lingur og komst þá í kynni við for-
setann. Má vera að hann hafi orð-
ið helst til fjölþreifmn um hin
ungu brjóst, en hveijum kemur
það við nema Clinton, Monicu og
Hillary forsetafrú? Repúblikanar
hófu þetta mál og passa að halda
þvi á lofti endalaust og myndu
helst kjósa að Clinton færi frá. Sá
er hængur á þessu Monicu-máli
að um einkasvið í lífi forsetans er
að ræða og erfitt að beita laga-
krókum. Hins vegar telja aðsókn-
armenn að um meinsæri sé að
ræða, vegna þess að Clinton hafi
svarið að hann hafi hvergi þreifað
ólöglega. Þessu þrefi er svo sjón-
varpað um heimsbyggðina til
mikillar gleði fyrir alla sem hata
Bandaríkin svo sem mú-
hameðstrúarmenn og suma
vinstri menn. En þeir koma engu
við og þess vegna eru Kanar að
reyna að eyðileggja sig sjálfir og
byrja náttúrlega á forsetanum.
A sunnudagskvöld sýndi Stöð 2
myndina Rauða tjaldið frá 1969,
sem gerð var af Rússum og ítöl-
um um frækiferð í loftbelg á
Norðurpólinn undh’ stjórn ítalans
Umberto Nobile. Menn sóttu
mjög að pólunum á þessum árum
og lentu í miklum erfiðleikum af
því þeir voru vanbúnir og skorti
þekkingu á aðstæðum. Sir Walter
Scott fórst á Suðurpólnum eftir
að hafa tapað kapphlaupinu þang-
að fyi'ir Roald Amundsen og
Shackelton leiddi á þriðja hund-
rað manna leiðangur út úr Antar-
tiku á frækilegan hátt. Norður-
póllinn var á þessum ái-um vett-
vangm- hetjudáða og hrakfalla,
sem enduðu með dauða manna.
Umberto Nobili bjó flugskip til
ferðar. Hann og menn hans héldu
til norðurs við fagnaðarlæti Itala,
sem voru miklir flugkappar á
þessum tíma og síðar, sbr. komu
Balbo hingað. Eftir að hafa flogið
á pólinn lentu Nobili og menn
hans í ísingu og misstu loftskipið
Italíu niður á ísinn, þar sem það
hrundi saman. Myndin er öðrum
þræði saga björgunar á þessum
slóðum, þar sem rússneski ís-
brjóturinn Karssin kemur við
sögu. Svo fór að
flestir björguðust
eftir miklar
þrautir. Amund-
sen var kallaður
til leitar og kom ekki aftur. Hann
var leikinn af Sean Connery og
fór vel á því.
Undanfarið hefur töluvert
sungið í Saurbæjareldhúsi hjá
fréttastofum nú þegar Keiko er
liðin saga en við er tekið hrun á
mannvirkjum. Nákvæmar lýsing-
ar hellast yfir landsmenn á póli-
tísku heilsufaiá vinstri manna í
landinu, sem eru að gamna sér
við sameiningu undir forustu
stórmenntaðs fólks, sem hefur
gaman af að segja öðrum fyrir
verkum. Fyrst kom skoðanakönn-
un frá Gallup, sem menn voru óá-
nægðir með. Þá fannst villa í
henni, sem lagaði málið mikið
þannig að þeir sem voru að sam-
einast fengu spáð fleiri atkvæð-
um. Síðan kom stefnuskráin, sem
sumir segja að sé ekki normal nái
hún ekki til allt að fimmtíu ára
tímabils. Þetta er allt tíundað í
fréttum. Svo kom sjálfur lands-
faðirinn, sem vinstri menn eru
ekki alltof hrifnh’ af, og sagði að
stefnuskráin kostaði frá 40-60
milljarða kr. Þegar hér var komið
sagði Vestfjarðagoði vinstri
manna að það yrði að semja nýtt
plagg. Og það er verið að því. En
til hvers allar þessar fréttir um
ekki neitt nema óskhyggju nokk-
urra rugludalla um 40-60 millj-
arða álögur á landslýð?
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI
Ragnan fagnaði
sigri Meló
► UM SÍÐUSTU helgi var úr-
slitaleikur í utandeildinni milli
Meló og Rögnunnar. Var mikið í
húfi enda hefur utandeildin stað-
ið yfír í allt sumar með fjölmörg-
um misspennandi leikjum, oft
hörðum slag og stundum skraut-
legum uppákomum.
Það var Meló sem bar sigur úr
býtum í leiknum og fögnuðu
Rögnumenn því
ákaft,
hlupu sigurhring um Ieikvanginn
og slógu upp gleðskap á
Grandrokk á eftir. Er ekki hægt
að segja annað en að þeir hafí
skapað gott fordæmi fyrir úr-
slitaleikinn í úrvalsdeildinni í
dag á rnilli KR og
ÍBV.
EINAR Hannesson gegndi
ábyrgðarfullu hlutverki
fyrir Rögnuna. Hann var
maðurinn með grillið.
URSLITIN ráðin og menn farnir að hita sig upp fyrir kvöldið.
Listamennimir skemmta
milli kl. 22 og 24.
Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson.
Eftir miðnætti verður dúndurdansleikur
með Milljónamæringunum, eins og þeim
er einum lagið, ásamt söngvurunum
Ragnari Bjarnasyni, Bjarna Ara,
Stefáni Hilmarssyni og leikkonu-
kvartettinum Heimilistónum.
Ágóöinn rennur til átnksins
STYRKUR, VON
OG STARF.
Miðaverð er aðeins 1200 kr.
Forsala aðgöngumiða á Hótel Sögu laugardag 26.sept. kl. 13 - 1 9
Miðasala hjá Styrktarfélaginu Skipholti SOc sími SS1 5941.
-þín saga!