Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 63 FRÉTTIR Jafnréttisfræðsla fyrir stjórnendur Háskóla Islands STARFSMENN í sjtómunarstöðum við Háskóla fslands eru boðaðir á námskeið um jafnréttismál í dag, laugardaginn 26. september, kl. 10-14. Það er jafnréttisnefnd há- skólaráðs sem stendur fyrir þessari jafnréttisfræðslu í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála. Hugmyndin að jafnréttisfræðslu fyrir stjórnendur er komin frá Sví- þjóð en það var Mona Salin, þáver- andi jafnréttisráðherra, sem varð íyrst til að setja sænsku ríkisstjóm- ina á jafnréttisnámskeið. í kjölfarið hafa fylgt námskeið fyrir stjórnendur og fólk í leiðtogastöðum. Háskóli fslands er fyrsta stofnunin hérlendis sem býður til jafnréttis- fræðslu af þessu tagi fyrir stjórnend- ur. Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um nauðsyn og ávinning jafnréttisstarfsemi fyrir Háskóla íslands. Stefanía Traustadóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Skrifstofu jafnréttismála verða frummælendur á námskeiðinu en Sigríður Þorgeirs- dóttir, formaður jafnréttisnefndar háskólaráðs, verður námstefnustjóri. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Þorgeirsdóttir. Ráðstefna um sorpmál á Húsavík RÁÐSTEFNA um sorpmál verður haldin á Hótel Húsavík þriðjudaginn 29. september nk. Hún byrjar kl. 15 og lýkur kl. 18.30. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði sorpmála halda fyrirlestra. Að þeim loknum verða almennar um- ræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að upplýsa Þingeyinga um ástand sorpmála, koma umræðu um sorpmál i gang og auðvelda sveitar- stjómum að taka ákvarðanir í sorp- málum. Síðastliðið ár hefur verið starfandi nefnd sem vinnur að stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkur- kaupstað. Grundvöllur verkefnisins er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá Umhverfisráðstefnunni í Rio de Janero frá 1992, þar sem skorað var á samfélög um allan heim að gera að- gerðaáætlun í umhverfismálum. Markmið hennar er umhverfisvænt og sjálfbært samfélag á komandi öld. Við gerð verkefnisins komst nefndin að því að mörg óleyst mál væru á sviði sorpmála. Vegna þessa stendur nefndin fyrir ráðstefnunni sem unnin er í samvinnu við nokkra aðila. Sjálfsbjörg selur endur- skinsmerki SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatl- aðra og Sjálfsbjargarfélögin um land allt standa fyrir sölu á endurskins- merki helgina 26.-27. september og eru þau ætluð bæði börnum og full- orðnum. Síðasti sunnudagur í september hefur um árabil verið merkjasöludag- ur Sjálfsbjargar en í þetta sinn verð- ur seld endurskinsklemma með merki og nafni Sjálfsbjargar, sem hægt er að festa í flestan fatnað og t.d. stígvél bama. Klemman er til í tveimur litum; blá og hvít, um 3x8 sm að stærð og kostar 300 kr. „Sjálfsbjörg er samtök hreyfihaml- aðra og eitt af baráttumálum samtak- anna er að sjálfsögðu bætt umferðar- öryggi. Það verður vart ítrekað nógu oft hversu mikilvægt er að sjást vel í umferðinni ekki síst nú þegar daginn tekur að stytta. Með endur- skinsklemmunni sameinar Sjálfs- björg því mikilvægt baráttumál sitt °g fjáröflun til starfsemi samtak- anna,“ segir í frétt frá Sjálfsbjörg. Þrír guðfræð- ingar vígðir BISKUP ísland, herra Karl Sigur- björnsson, vígir þrjá guðfræðinga við guðsþjónustuna í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. september kl. 11. Ragnheiður Jónsdóttir, cand. theol., verður sóknarprestur í Hofs- ósprestakalli, Skagafjarðarprófasts- dæmi. Sr. Sigurpáll Óskarsson sókn- arprestur hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurs sakir frá 1. októ- ber. Sigurður Grétar Sigurðsson, cand. theol., verður sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli, Hvammstanga, Húnavatnsprófasts- dæmi. Sr. Kristján Björnsson, sókn- arprestur hefur verið skipaður sókn- arprestur í Vestmannaeyjapresta- kalli, Kjalarnesprófastsdæmi, frá 1. september 1998. Kristín Þórunn Tómasdóttir, cand. theol., verður héraðsprestur í Kjalar- nesprófastsdæmi. Sr. Önundur Björnsson sem gegnt hefur því emb- ætti að undanförnu hefur nú verið kjörinn sóknarprestur í Breiðabóls- staðaprestakalli, Rangárvallaprófast- dæmi, og tók við því embætti 1. sept- ember sl. Vígsluvottar verða sr. Dalla Þórð- ardóttir, prófastur í Skagafjarðar- prófastsdæmi, sr. Guðni Þór Ólafs- son, prófastur í Húnavatnsprófasts- dæmi, dr. Gunnar Kristjánsson, pró- fastur í Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli sem lýsir vígslu og sr. Tómas Sveinsson, sóknarprest- ur í Háteigsprestakalli. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar dómorganista. Þá hefur biskup skipað áfram sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur til að vera prestur í Háteigsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Keppt um þátttöku í Evrópukeppni vélamanna í SAMVINNU við Vinnueftirlit ríkis- ins, Iðntæknistofnun og Caterpillar stendur Hekla fyrir keppni þar sem leitað er að „vélamanni Islands". Lýst er eftir tveimur vélamönnum til að keppa fyrir Islands hönd í Evr- ópukeppni vélamanna sem haldin verður á æfingasvæði Caterpillar í Malaga á Spáni vikuna 18.-25. októ- ber 1998. Tilgangur keppninnar er að hvetja menn og konur til að ná sér í fullgild réttindi til þess að stjórna vinnuvél- um ásamt því að auka öryggi og Uppskeruhátíð hjá knattspyrnudeild HK í Kópavogi HIN árlega uppskeruhátíð knatt- spyrnudeildar HK í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. september nk. og hefst hún kl. 13.30 í íþróttahúsinu Digranesi. Á uppskeruhátíðinni verða veitt verðlaun til einstakra þátttak- enda fyrir bestan árangur í hverj- um flokki á liðnu sumri og starfið í félaginu sem framundan er í vet- ur kynnt. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar. A laugardagskvöldið efnir Ung- lingaráð knattspyrnudeildar til haustfagnaðar í Hákoni digra, fé- lagsmiðstöð HK í Digi-anesi. Hús- ið verður opnað kl. 21 og eru for- eldrar hvattir til að fjölmenna og skemmta sér saman, segir í fréttatilkynningu. Unglingaráð stendur einnig fyrir foreldraráðstefnu á Laugar- vatni helgina 2.-4. október. Þar verða haldnir fyrirlestrar um markmið með þjálfun yngri flokka, foreldrafélög, skipulag þeirra og markmið, uppeldisgildi íþrótta, íþróttir og forvarnir, hlut- verk og skyldur fararstjóra, og samspil þjálfara og foreldra. Þetta verður nánar kynnt á upp- skeruhátíðinni. RÆSIR HF Skúlagata 59 • Simi 540 5400 • www.raesir.is ÚTSKRIFTARHÓPUR í æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar. Luku æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar VIÐ hátiðlega athöfn í Friðriks- kapellu, fyrr í mánuðinum, fengu 32 skátar afhent Gil- well-einkenni sín sem eru klút- ur, hnútur og leðuról með perl- um á. „Gilwell-þjálfunin er kennd við Gilwell-garðinn í Englandi sem stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powell, var gefinn til uppbyggingar skátastarfs. Þetta er æðsta foringjaþjálfun skáta- hreyfingarinnar og samanstend- ur af viku námskeiði, verklegri þjálfun og spurningum. Stór hluti hópsins, sem nú tók við ein- kennum sfnum, tók þátt í nám- skeiði ætluðu skátum eldri en 30 ára. Eru námskeiðin sniðin betur að þörfum fjölskyldufólks og eldri foringja og er þetta einn liður í að fjölga fullorðnum í for- ingjastörfum," segir í fréttatil- kynningu. Skólastjóri Gilwell-skólans er Sigurður Júlíus Grétarsson sál- fræðingur. hæfni stjórnenda vélanna. Allir kepp- endur verða að hafa fullgild réttindi. Gert er ráð fyrir því að keppnin verði árleg. Fyrirkomulagið er þannig að keppt verður í tveimur flokkum; á traktorsgröfu og beltagröfu. Keppt verður í malarnámunni í Bolöldu skammt fyrir neðan Litlu kaffistof- una. Keppnin hefst kl. 9 og sendur til kl. 15 í dag, laugardaginn 26. septem- ber. Verðlaunin eru ferð fyrir sigurveg- arana í hvorum flokki fýrir sig til Ma- laga á Spáni þar sem þeir keppa fyrir hönd íslands í Evrópukeppni „véla- manna“. LEIÐRÉTT Niðurlag vantaði Niðurlag greinarinnar „Gagna- grunnur - framfarir" eftir Eggert Ás- geirsson, sem birt var hér í blaðinu í gær, féll niður: Það hljóðaði svo: „Þess óska ég að nýjar hugmyndir um framkvæmd rannsókna og greiðslu kostnaðar við þær verði teknar sem íyrst upp í heilbrigðis- kerfinu. Engin ástæða er til að bíða lengur. Bið er stöðnun. Ekki dugir ófreistað"! Verlvirðingar er beðist á þessum mistökum. Athugasemd heil brigðisráðherra INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Guðmundur Bjömsson, formaður Læknafélags Islands, hélt því fram í fréttum Fréttastofu útvarpsins, að lífsýnafrumvarp, sem verið er að semja í heilbrigðisráðuneytinu, sé unnið „í skjóli myrkurs og þeim aðil- um sem að til þess eru bærir, hags- munaaðilum, að fjalla um þetta og gefa sérfræðiumsagnir að þeir hafa ekki fengið að gera það á formlegan hátt“, eins og formaður lækna orðaði það. Þetta er rangt og í tilefni orða Guðmundar Björnssonar tekur Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra fram: 1. Lífsýnafrumvarpið hefur verið í undirbúningi í heilbrigðisráðuneyt- inu frá árinu 1997. 2. Tugir sérfræðinga hafa tekið þátt í gerð frumvarps á undirbún- ingsstigi, læknar, sérfræðingar á þessu sviði, sérfræðingar ráðuneyt- isins, forsvarsmenn lífsýnasafna og aðrii- þeir sem hafa sérþekkingu á málinu. 3. Guðmundur Björnsson, formað- ur Læknafélags íslands, og Jón Snædal, varaformaður sama félags, hafa verið kallaðir til vegna undir- búnings málsins. 4. Heilbrigðisráðuneytið er þeirr- ar skoðunar að þeir sem hafa tekið þátt í gerð frumvarpsins séu fyllilega bærir til að undirbúa málið til með- ferðar á Alþingi. Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélags íslands, segir um vandaða afgreiðslu heilbrigðisráðu- neytisins: „Okkur finnst þetta eins og í Villta vestrinu, það er skotið fyrst og spurt svo.“ Þessi orð dæma sig sjálf, en hverj- ir ætli þessir við séum? Er það stjórn Læknafélagsins?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.