Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 63

Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 63 FRÉTTIR Jafnréttisfræðsla fyrir stjórnendur Háskóla Islands STARFSMENN í sjtómunarstöðum við Háskóla fslands eru boðaðir á námskeið um jafnréttismál í dag, laugardaginn 26. september, kl. 10-14. Það er jafnréttisnefnd há- skólaráðs sem stendur fyrir þessari jafnréttisfræðslu í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála. Hugmyndin að jafnréttisfræðslu fyrir stjórnendur er komin frá Sví- þjóð en það var Mona Salin, þáver- andi jafnréttisráðherra, sem varð íyrst til að setja sænsku ríkisstjóm- ina á jafnréttisnámskeið. í kjölfarið hafa fylgt námskeið fyrir stjórnendur og fólk í leiðtogastöðum. Háskóli fslands er fyrsta stofnunin hérlendis sem býður til jafnréttis- fræðslu af þessu tagi fyrir stjórnend- ur. Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um nauðsyn og ávinning jafnréttisstarfsemi fyrir Háskóla íslands. Stefanía Traustadóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Skrifstofu jafnréttismála verða frummælendur á námskeiðinu en Sigríður Þorgeirs- dóttir, formaður jafnréttisnefndar háskólaráðs, verður námstefnustjóri. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Þorgeirsdóttir. Ráðstefna um sorpmál á Húsavík RÁÐSTEFNA um sorpmál verður haldin á Hótel Húsavík þriðjudaginn 29. september nk. Hún byrjar kl. 15 og lýkur kl. 18.30. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði sorpmála halda fyrirlestra. Að þeim loknum verða almennar um- ræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að upplýsa Þingeyinga um ástand sorpmála, koma umræðu um sorpmál i gang og auðvelda sveitar- stjómum að taka ákvarðanir í sorp- málum. Síðastliðið ár hefur verið starfandi nefnd sem vinnur að stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkur- kaupstað. Grundvöllur verkefnisins er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá Umhverfisráðstefnunni í Rio de Janero frá 1992, þar sem skorað var á samfélög um allan heim að gera að- gerðaáætlun í umhverfismálum. Markmið hennar er umhverfisvænt og sjálfbært samfélag á komandi öld. Við gerð verkefnisins komst nefndin að því að mörg óleyst mál væru á sviði sorpmála. Vegna þessa stendur nefndin fyrir ráðstefnunni sem unnin er í samvinnu við nokkra aðila. Sjálfsbjörg selur endur- skinsmerki SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatl- aðra og Sjálfsbjargarfélögin um land allt standa fyrir sölu á endurskins- merki helgina 26.-27. september og eru þau ætluð bæði börnum og full- orðnum. Síðasti sunnudagur í september hefur um árabil verið merkjasöludag- ur Sjálfsbjargar en í þetta sinn verð- ur seld endurskinsklemma með merki og nafni Sjálfsbjargar, sem hægt er að festa í flestan fatnað og t.d. stígvél bama. Klemman er til í tveimur litum; blá og hvít, um 3x8 sm að stærð og kostar 300 kr. „Sjálfsbjörg er samtök hreyfihaml- aðra og eitt af baráttumálum samtak- anna er að sjálfsögðu bætt umferðar- öryggi. Það verður vart ítrekað nógu oft hversu mikilvægt er að sjást vel í umferðinni ekki síst nú þegar daginn tekur að stytta. Með endur- skinsklemmunni sameinar Sjálfs- björg því mikilvægt baráttumál sitt °g fjáröflun til starfsemi samtak- anna,“ segir í frétt frá Sjálfsbjörg. Þrír guðfræð- ingar vígðir BISKUP ísland, herra Karl Sigur- björnsson, vígir þrjá guðfræðinga við guðsþjónustuna í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. september kl. 11. Ragnheiður Jónsdóttir, cand. theol., verður sóknarprestur í Hofs- ósprestakalli, Skagafjarðarprófasts- dæmi. Sr. Sigurpáll Óskarsson sókn- arprestur hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurs sakir frá 1. októ- ber. Sigurður Grétar Sigurðsson, cand. theol., verður sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli, Hvammstanga, Húnavatnsprófasts- dæmi. Sr. Kristján Björnsson, sókn- arprestur hefur verið skipaður sókn- arprestur í Vestmannaeyjapresta- kalli, Kjalarnesprófastsdæmi, frá 1. september 1998. Kristín Þórunn Tómasdóttir, cand. theol., verður héraðsprestur í Kjalar- nesprófastsdæmi. Sr. Önundur Björnsson sem gegnt hefur því emb- ætti að undanförnu hefur nú verið kjörinn sóknarprestur í Breiðabóls- staðaprestakalli, Rangárvallaprófast- dæmi, og tók við því embætti 1. sept- ember sl. Vígsluvottar verða sr. Dalla Þórð- ardóttir, prófastur í Skagafjarðar- prófastsdæmi, sr. Guðni Þór Ólafs- son, prófastur í Húnavatnsprófasts- dæmi, dr. Gunnar Kristjánsson, pró- fastur í Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli sem lýsir vígslu og sr. Tómas Sveinsson, sóknarprest- ur í Háteigsprestakalli. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar dómorganista. Þá hefur biskup skipað áfram sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur til að vera prestur í Háteigsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Keppt um þátttöku í Evrópukeppni vélamanna í SAMVINNU við Vinnueftirlit ríkis- ins, Iðntæknistofnun og Caterpillar stendur Hekla fyrir keppni þar sem leitað er að „vélamanni Islands". Lýst er eftir tveimur vélamönnum til að keppa fyrir Islands hönd í Evr- ópukeppni vélamanna sem haldin verður á æfingasvæði Caterpillar í Malaga á Spáni vikuna 18.-25. októ- ber 1998. Tilgangur keppninnar er að hvetja menn og konur til að ná sér í fullgild réttindi til þess að stjórna vinnuvél- um ásamt því að auka öryggi og Uppskeruhátíð hjá knattspyrnudeild HK í Kópavogi HIN árlega uppskeruhátíð knatt- spyrnudeildar HK í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. september nk. og hefst hún kl. 13.30 í íþróttahúsinu Digranesi. Á uppskeruhátíðinni verða veitt verðlaun til einstakra þátttak- enda fyrir bestan árangur í hverj- um flokki á liðnu sumri og starfið í félaginu sem framundan er í vet- ur kynnt. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar. A laugardagskvöldið efnir Ung- lingaráð knattspyrnudeildar til haustfagnaðar í Hákoni digra, fé- lagsmiðstöð HK í Digi-anesi. Hús- ið verður opnað kl. 21 og eru for- eldrar hvattir til að fjölmenna og skemmta sér saman, segir í fréttatilkynningu. Unglingaráð stendur einnig fyrir foreldraráðstefnu á Laugar- vatni helgina 2.-4. október. Þar verða haldnir fyrirlestrar um markmið með þjálfun yngri flokka, foreldrafélög, skipulag þeirra og markmið, uppeldisgildi íþrótta, íþróttir og forvarnir, hlut- verk og skyldur fararstjóra, og samspil þjálfara og foreldra. Þetta verður nánar kynnt á upp- skeruhátíðinni. RÆSIR HF Skúlagata 59 • Simi 540 5400 • www.raesir.is ÚTSKRIFTARHÓPUR í æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar. Luku æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar VIÐ hátiðlega athöfn í Friðriks- kapellu, fyrr í mánuðinum, fengu 32 skátar afhent Gil- well-einkenni sín sem eru klút- ur, hnútur og leðuról með perl- um á. „Gilwell-þjálfunin er kennd við Gilwell-garðinn í Englandi sem stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powell, var gefinn til uppbyggingar skátastarfs. Þetta er æðsta foringjaþjálfun skáta- hreyfingarinnar og samanstend- ur af viku námskeiði, verklegri þjálfun og spurningum. Stór hluti hópsins, sem nú tók við ein- kennum sfnum, tók þátt í nám- skeiði ætluðu skátum eldri en 30 ára. Eru námskeiðin sniðin betur að þörfum fjölskyldufólks og eldri foringja og er þetta einn liður í að fjölga fullorðnum í for- ingjastörfum," segir í fréttatil- kynningu. Skólastjóri Gilwell-skólans er Sigurður Júlíus Grétarsson sál- fræðingur. hæfni stjórnenda vélanna. Allir kepp- endur verða að hafa fullgild réttindi. Gert er ráð fyrir því að keppnin verði árleg. Fyrirkomulagið er þannig að keppt verður í tveimur flokkum; á traktorsgröfu og beltagröfu. Keppt verður í malarnámunni í Bolöldu skammt fyrir neðan Litlu kaffistof- una. Keppnin hefst kl. 9 og sendur til kl. 15 í dag, laugardaginn 26. septem- ber. Verðlaunin eru ferð fyrir sigurveg- arana í hvorum flokki fýrir sig til Ma- laga á Spáni þar sem þeir keppa fyrir hönd íslands í Evrópukeppni „véla- manna“. LEIÐRÉTT Niðurlag vantaði Niðurlag greinarinnar „Gagna- grunnur - framfarir" eftir Eggert Ás- geirsson, sem birt var hér í blaðinu í gær, féll niður: Það hljóðaði svo: „Þess óska ég að nýjar hugmyndir um framkvæmd rannsókna og greiðslu kostnaðar við þær verði teknar sem íyrst upp í heilbrigðis- kerfinu. Engin ástæða er til að bíða lengur. Bið er stöðnun. Ekki dugir ófreistað"! Verlvirðingar er beðist á þessum mistökum. Athugasemd heil brigðisráðherra INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Guðmundur Bjömsson, formaður Læknafélags Islands, hélt því fram í fréttum Fréttastofu útvarpsins, að lífsýnafrumvarp, sem verið er að semja í heilbrigðisráðuneytinu, sé unnið „í skjóli myrkurs og þeim aðil- um sem að til þess eru bærir, hags- munaaðilum, að fjalla um þetta og gefa sérfræðiumsagnir að þeir hafa ekki fengið að gera það á formlegan hátt“, eins og formaður lækna orðaði það. Þetta er rangt og í tilefni orða Guðmundar Björnssonar tekur Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra fram: 1. Lífsýnafrumvarpið hefur verið í undirbúningi í heilbrigðisráðuneyt- inu frá árinu 1997. 2. Tugir sérfræðinga hafa tekið þátt í gerð frumvarps á undirbún- ingsstigi, læknar, sérfræðingar á þessu sviði, sérfræðingar ráðuneyt- isins, forsvarsmenn lífsýnasafna og aðrii- þeir sem hafa sérþekkingu á málinu. 3. Guðmundur Björnsson, formað- ur Læknafélags íslands, og Jón Snædal, varaformaður sama félags, hafa verið kallaðir til vegna undir- búnings málsins. 4. Heilbrigðisráðuneytið er þeirr- ar skoðunar að þeir sem hafa tekið þátt í gerð frumvarpsins séu fyllilega bærir til að undirbúa málið til með- ferðar á Alþingi. Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélags íslands, segir um vandaða afgreiðslu heilbrigðisráðu- neytisins: „Okkur finnst þetta eins og í Villta vestrinu, það er skotið fyrst og spurt svo.“ Þessi orð dæma sig sjálf, en hverj- ir ætli þessir við séum? Er það stjórn Læknafélagsins?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.