Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiríkur Björns- son fæddist í Svínadal í Skaftár- tungu 5. desember 1900. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 18. september 1998. Foreldrar hans voru Björn Ei- ríksson böndi í Svínadal, f. 2.1. 1861, d. 26.12. 1922, og Vigdís Sæ- mundsdóttir, f. 22.8. 1872, d. 21.7. 1955. Eiríkur átti 13 systkini og eru fimm enn á lífi, Sæmundur, f. 21.2. 1907, Þórunn, f.15.8. 1911, Jón í Svínadal, f.19.8. 1912, Jón á Kirkjubæjarklaustri, f. 29.6. 1914, og Sigurlaug, f. 11.5. 1919. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Ágústa Ágústsdóttir, f. 8.10. 1905. Börn þeirra eru: 1) Sigur- dís Erla, f. 3.4. 1934, maki Bjarni Oskar Pálsson, f. 4.7. 1935, þau slitu samvistir. Þeirra synir eru Páll Steinþór, f. 23.10. 1954, Óskar Vignir, f. 11.10. 1958, og Eiríkur, f. 24.8. 1964. Seinni maður Erlu er Pétur Kristjónsson, f. 23.4. 1926. 2) Björn rafvirki, f. 27.8. 1945, kvæntur Kolbrúnu Þórarins- dóttur, f. 22.12. 1951. Þeirra börn eru Anna Lísa, f. 14.2. „Heyrðu mig, ungi maður, ég þarf að segja þér eitt: Það voru Skaftfellingar sem fundu upp raf- magnið.“ Það var óborganleg stund að fá jfcð sitja með Nóbelsskáldinu eina kvöldstund á Klaustri fyrir tæpum tuttugu árum þegar ég vann að skráningu upplýsinga um rafvæð- ingu Vestur-Skaftafellssýslu og hann lýsti með sínum hætti helstu eðlisþáttum Skaftfellinga, hógværð, þrautseigju, verklegri snilli og heimspekilegri ró. Að Eiríki Björnssyni í Svínadal gengnum er lokið merkum kafla í atvinnusögu Islendinga. Kafia sem er nær jafn gamall öldinni og segir sögu raívæðingar sveitanna. Til verksins var nýtt vatnsafl, þetta óþrjótandi afl landsins sem á upp- sprettu sína í sól og regni, frosti og funa og er vistvænna flestum öðrum _ysrkugjöfum. Rafmagnið færði fólk- inu birtu og yl, hreinlæti, verklega tækni og aukna hagsæld. Eiríkur vann að verkum sínum í eldmóði nýrrar aldar og lifði það að sjá inn í gegnum gættina að næstu öid, því framsýni hans var einstök. Hann var góður smiður, vandaður til orðs og æðis, yfirvegaður og hlýr. Fastur fyrir og þurfti rökstuðning fyrir breytingum. Mikill húmoristi og tók 1974, Eiríkur, f. 20.2. 1976, og Sím- on Björn, f. 21.4. 1980. 3) Ágúst Hjalti Sigurjón raf- vélavirki, f. 19.12. 1949, kvæntur Jónínu Aðalsteins- dóttur, f. 13.11. 1951, þau slitu sam- vistir. Þeirra börn eru Þórir Guðjón, f. 15.8. 1976, og Ágústa, f. 11.8. 1978. Seinni kona Ágústs er Erla Sig- urgeirsdóttir, f. 16.2. 1956. Þeirra sonur er Hjalti Geir, f. 25.1. 1993. Sonur Erlu og stjúpsonur Ágústs er Hákon Steinsson, f. 18.5. 1982. Alls eru afkomendur Eiríks og Ágústu 20 talsins. Eiríkur var bóndi í Svínadal í Skaftártungu en þekktastur var hann fyrir störf sín sem frum- kvöðull í raflýsingarmálum landsins. Hann var einn sam- starfsmanna Bjarna Runólfs- sonar í Hólmi í Landbroti og smíðaði síðan sjálfur fjölda túrbína og reisti vatnsaflsstöðv- ar víða um land. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986. Útför Eiríks fer fram frá Graf- arkirkju í Skaftártungu í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. nýjum verkum sem áskorun um sköpun, hafði litla nennu til að standa í stagli eða lífsgæðakapp- hlaupi fyiár sjálfan sig. Ég kynntist Eiríki sumarið 1979 er ég nýútskrifaður verkfræðingur fékk sumai-vinnu við að skrásetja sögu rafvæðingar Vestur-Skafta- fellssýslu og þátt heimamanna í því verki. Mér di-engstaulanum var þá ekki ljóst hvað ég var að hella mér út í þegar ég tók að mér þetta verk, eftir auglýsingu á töflu í verkfræði- deild Háskólans. Hafði, þótt ég sé að hálfu Skaftfellingur, reyndai- aldrei komið austur og tók að mér óskilgreint verkefni, bæði hvað varðaði upphaf og endi. Flestir þekkja af afspurn að nokkrir bænd- ur í Vestur-Skaftafellssýslu reistu rafstöðvar í byrjun aldarinnar en litlum heimildum hafði verið safnað um þessa menn, störf þeirra og verk. Mest hefur verið fjallað um frumkvöðulinn Bjarna Runólfsson í Hólmi, sem lést árið 1938, langt um aldur fram. En fleiri komu við sögu og að frumkvæði ritnefndar Dyn- skóga, rits Vestur-Skaftfellinga, var ákveðið að safna saman þeim upp- lýsingum sem unnt væri að fá um verk þessara frumherja og var ég svo lánsamur að starfa að þessu tvö sumur, 1979 og 1980. Þá voru enn á lífi flestir þeirra sem við sögu komu, s.s. Vaigerður ekkja Bjarna í Hólmi, Svínadalsbræðurnir Eiríkur og Sig- urjón, Sigfús á Geirlandi og Einar á Kaldrananesi, en hann einn er á lífi af þessu fólki. Samantekt þessi var gefin út í hefti Dynskóga árið 1983. Eiríkur Björnsson fæddist í Svínadal í Skaftártungu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Þar átti Eiríkur heima allt sitt líf, ef frá eru talin ár- in sem hann dvaldi í Hólmi. Hann bjrrjaði ungur að fást við smíðar, var hagur jafnt á járn og tré, vann í leður, smíðaði hnakka o.fl. Á árun- um 1925-1931 má segja að hann hafi unnið nær eingöngu að túrbínu- smíðum og uppsetningu rafstöðva á verkstæði Bjarna Runólfssonar í Hólmi. Þar unnu þá nokkrir ungir og vaskir menn, m.a. bróðir Eiríks, Sigurjón, sem réðst þangað strax 16 ára að aldri. Þeir unnu járn úr strönduðum skipum, bræddu kopar úr skipsskrúfum, smíðuðu túrbínur af mismunandi gerðum og reistu um 115 vatnsaflsstöðvar um allt land. Francis, Kaplan og Pelton túrbínur voru smíðaðar skv. teorí- unni og rafmagn meðhöndlað af gætni og lagni. Fengu þessir ofur- hugar enda flestir löggildingar sem rafvirkjar á seinni hluta starfsæv- innar. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Eirík í Svínadal fyrst. Maðurinn tók mér kurteislega en með gætni. Sp- urði tíðinda úr Reykjavík, sagði fréttir af búskap og högum heima- fólks, gaf lítið fyrir erindi mitt. Eft- ir góðan viðurgjöming kvaddi ég með orðum um að ég kæmi fljótt aftur. Það sinnið blés allt á annan veg hjá Eiríki, hann sagðist vita hverra manna ég væri, langafi minn og nafni hefði sagt sér til í söðla- smíði. Fórum við nú smám saman að nálgast viðfangsefnið og þegar ég spurði hvort hann hefði ekki eitt- hvað fengist við túrbínusmíðar í Svínadal að Bjarna í Hólmi gengn- um, sagði hann: „Jú lítillega.“ Hvað margar? spurði ég. „Fimmtíu og eina,“ sagði kappinn. Eftir þetta fórum við að ná betur saman. Hann sýndi mér bókina sína góðu með útreikningunum sem hann góðfúslega lánaði mér til ljós- myndunar fyrir Dynskóga, eftir að hafa vandlega límt fyrir þær blað- síður sem geymdu peningaleg upp- gjör og þess háttar sem ekki á að bera á torg. Hann gerði lítið úr sín- um þætti í Hólmi, taldi þetta allt hafa verið hópvinnu unna undir for- ystu Bjarna, sinn þáttur hefði varla verið meiri en annarra. Utreikning- arnir og skráningin um túrbínu- smíðina báru vitni mikilli hugsun og nákvæmni, djúpri þekkingu á við- fangsefninu og skilningi á eðlisfræði og verkfræði. Þeir félagarnir lásu sér til í erlendum bókum, mest nýttu þeir sér danska bók, Lomme- bog for Mekanikere, eftir Peder Lobben. Bókin gekk undir nafninu „Lobbinn" í Hólmi. í þeirri bók er að finna helstu lykilatriði eðlisfræði og aflfræði, einkum með áherslu á „praktíska" vélfræði og rafmagns- fræði. Þeir keyptu aðföng beint frá erlendum aðilum, með aðstoð góðra manna. Þegar ég spurði Eirík um „Lobbann“ hafði hann ekki séð bók- ina síðan hann fór frá Hólmi á fjórða áratugnum. Hafði samt mun- að helstu formúlur og nýtt sér þær við smíði fimmtíu og einnar túrbínu í Svínadal, mælingar og uppsetning- ar á rafstöðvum um allt land. Mér lék því nokkur hugur á að nálgast „Lobbann" og komst í eintak hjá Sigurjóni bróður Eiríks. Sigurjón bjó í Vík og hittust þeir Eiríkur oft og höfðu báðir fengist við túrbínu- smíði og uppsetningu rafstöðva eftir að verunni í Hólmi lauk. Hafði þó aldrei beint dottið í hug að spyrja hvor annan um „Lobbann", málið aldrei sérstaklega borið á góma. Á námsárum mínum í Kaupmanna- höfn áskotnaðist mér síðan eitt ein- tak af „Lobbanum" góða og þótti mér tilhlýðilegt að Eiríkur fengi eintakið lánað svo lengi sem hann þyrfti. Nýsköpunarþrá Eiríks var mikil. Hann reisti jarðbor í bæjargilinu og boraði þar eftir heitu vatni. Þegar við hittumst var margt og mikið spekúlerað. Hann hafði óbilandi trú á að nýta metangas úr kúamykju og honum þótti auðsýnt að smala- mennskur yi'ðu auðveldari úr litlum þyrlum. Nýting innlendra vist- vænna orkugjafa var hans æðsta takmark. Hann hafði einnig alltaf mikinn áhuga á bílum, ók sjálfur stórum Weapon með einkennisnúm- erið Z-2 og keypti sér bíl fyrir tæp- um þremur vikum, Lödu Sport, og var búinn að prófa gripinn heima við. Hann var mér góður vinur, barn- góður og hugulsamur. Áhugasamur um hagi og ástand fjölskyldunnar. Fylgdist með verkefnum og starfi líðandi dags, áhugasamur um þjóð- mál og framfarir á Islandi. Hann naut þess að eldast vel, halda heilsu og atgervi, ganga til daglegra verka og smíða eins og hugur hans stóð alltaf til. Nú er síðasta jólakortið komið, ég get ekki annað en lesið það sem Ei- ríkur skrifaði um síðustu jól þar sem honum þótti tími kominn á heimsókn og manaði mig með glettni til farar. „Þú þarft náttúr- lega að spara bensínið," var kveðj- an. Nú er það svo að maður gleymir sér oft í stundar annríki og ekki varð af heimsókn í sumar, m.a. vegna starfa á nýjum vettvangi, því miður. Störf Eiríks voru mikils metin af sveitungum hans, fjölda lands- manna sem naut verkkunnáttu hans og annarra sem honum kynntust. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986 fyrir störf sín að raflýsingarmálum. Hugur Eiríks var frjór og ferskur allt til síðasta dags. Þegar hann lagðist inn á spítala til að gangast undir minni háttar aðgerð í síðustu viku var ekki reiknað með að hann gerði nema stuttan stans þar, en stundaglasið var tæmt og langri og farsælli ævi lokið. Megi góður Guð gefa sálu Eiríks Björnssonar í Svínadal hvild að loknum löngum degi. Guð geymi alla ættingja og vini Eiríks og einkum Ágústu konu hans sem dvelur í hárri elli á Kirkjubæjarklaustri og Jón bróður hans, sem búið hefur einn með Ei- ríki í Svínadal hin síðari ár. Frændi, þegar fiðlan þegii', fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendingum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér eins og tónn á íiólustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þom í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (H.K.L.) Hvfl í friði. Þórólfur Árnason. Afi minn Eiríkur Björnsson í Svínadal er látinn. Ég vil með þess- um fáu línum kveðja þig, afi minn. Nafn þitt var sjaldnast nefnt án þess að því fylgdi með nafn Svína- dals en þar varst þú fæddur alda- mótaárið 1900 og bjóst þar allan þinn aldur og vildir hvergi annars- staðar vera þótt þú værir búinn að fara víða um land í störfum þínum við virkjanir vatnsfalla fyrir hina og aðra. Þó að þú værir búinn að upp- lifa meiri breytingu en nokkur önn- ur kynslóð hefur upplifað frá land- námi þá var ekki á þér að heyra að þú værir nokkuð að dragast aftur úr í hugmyndum um umbætur og upp- finningar heldur var eins og þú efldist allur og fyndist ekkert ómögulegt. Enda hefur það oft rifj- ast upp fyrir mér þegar þú sagðir mér hvað þér fannst stórkostlegt þegar þú sást í fyrsta skipti járnsög og hvað þig dreymdi um slíkan grip, hversu mikið þú myndir geta smíð- að ef þú einhvern tímann eignaðist slíkan galdragrip. Þetta kannski sýnir hvernig aðstaðan var í upphafi 1 Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og útför okkar kæru móður og bróður, MARGRÉTAR INGIMARSDÓTTUR OG ÁSMUNDAR HALLGRÍMSSONAR, Háaleitisbraut 28, Reykjavík. Halldór Ingi Hallgrímsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Gunnar Hallgrímsson, Guðný Sigurðardóttír, Margrét Hallgrímsdóttir, Reynir Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. EIRIKUR BJÖRNSSON þegar þú ungur maður varst að byrja að smíða úr járni ýmsa hluti til að létta störfin, en það varð ævi- starf þitt. Rafvirkjameistari varstu að mennt en hana hlaustu hjá Bjarna í Hólmi en engan annan man ég eftir að þú talaðir um af annarri eins virðingu, ekki svo að skilja að þú talaðir illa um nokkurn mann því hófsemi, nægjusemi, prúðmennska og þrautseigja var það sterkasta í fari þínu. Þrautseigjan að láta aldrei bugast hvað sem gekk á held- ur að vinna hverja hindrun til þess að halda ótrauður áfram. Það vora menn eins og þú sem færðu okkur fram á veginn í þessu tæknivædda nútíma neyslusamfé- lagi. Túrbínusmíði til virkjana í læki og vatnsföll lá fyrir þér eins og opin bók og ég minnist þess þegar þú varst að reikna út á blaðsnifsi með blýantsstubbi spennufall í virkjun sem þú varst að reisa, hvað þetta var lítið mál fyrir þér, en ég lagði sama dæmi fyrir stærðfræðikenn- ara minn og þá sá maður hversu flókið þetta var. Viðgerðir á allra handa tólum og tækjum sem til þín var komið með þóttu til mikils sóma enda leituðu margir til þín og allra vanda vildir þú leysa. Notkun raf- magns á bíla var mikið áhugamál hjá þér og fannst þér alveg ótrúlegt að það skyldu vera innheimt vöru- gjöld af slíkum bílum sem hægt væri að knýja með innlendum mengunarlausum orkugjöfum og fannst þér nær að þeir yrðu sem mest í notkun til að losna við að kaupa erlent olíusull eins og þú orð- aðir það. Einkatölvan og öll tölvu- tæknin var þér mikið áhugamál og ótrúlegt hversu góðum tökum þú varst búinn að ná á allri þeirri flóru, kominn hátt á tíræðisaldur, og sýndi vel þína skörpu greind og fróðleiksfýsn. Með þér er farinn einn af föstu punktunum í lífi mínu en á heimil- inu í Svínadal hjá þér, ömmu og Nonna bróður þínum dvaldi ég langdvölum og átti þar alveg heima um nokkurt skeið og hjá mér var Svínadalur eini staðurinn sem ég kallaði heim. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu fylgdist þú ævinlega af stakri umhyggju með hvernig gengi hjá okkur öllum. Megi góður Guð, sem þú trúðir svo einlægt á, vera þér náðugur og ég veit að verði mennirnir að englum þá verður þú engill. Börnum mínum varstu hvatning til heilbrigðs lífs í hvívetna með líferni þínu, það var nóg að tala um langafa í Svínadal máli sínu til stuðnings, þau kveðja langafa sinn með söknuði. Ég vil þakka alla hjálpina og um- hyggjuna í öll þessi ár, afí minn, því án hennar hefði ég ekki viljað vera. Ömmu Ágústu og Nonna bróður þínum svo og öðrum aðstandendum vottum við Maríanna samúð okkar. Óskar Vignir. Að leiðarlokum er margs að minnast frá uppvexti ungs drengs er fékk að vaxa úr grasi við fótskör sjálfmenntaðs járnsmiðs og raf- virkja. Fljótlega sem vit og þroski leyfðu var farið að fylgjast með smíðum á vélum og búnaði sem tengdust rafmagni og virkjun fall- vatna. Efniviður var sóttur á vit Ægis sem hafði sett skip í vota gröf á Meðallandsfjörum. Og úr þessu fánýta dóti að margra mati varð til afl sem breyttist í hlýju og ljós vítt og breitt um land. Ekki man ég hvenær það þótti sjálfsagt að taka þátt í að skapa þessi undur með því að létta undir smíðavinnu þar sem litlar hendur gátu flýtt fyrir eða tafið. Oft var heitt í smiðju við eldstó og mest þótti til koma er kopar var mulinn með sleggju þegar átti að steypa lokur í túrbínur og sjá gullinn málminn renna í mót búin til af stakri rósemi og vandvirkni. En þegar smáar hendur urðu stærri fengu þær að taka þátt í að taka i sundur mót og hreinsa undir leið- sögn þolinmóðs afa. Fljótlega tók maður eftir því að síminn hringdi eina langa og eina stutta hringingu í tíma og ótíma. Annaðhvort var um að ræða bón um athugun á virkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.