Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Magnaður hlutverka- leikur Illa hefur gengið að flytja leiki frá leikjatölvum yfír í einkatölvur svo vel sé og sumir haldið því fram að það sé ógerning- ur. Arni Matthíasson kannaði heim Final Fantasy VII og segir að hann sé undan- tekningin sem afsanni regluna. MARGT skilur með leikja- tölvum og einkatölvum og þá ékki bara verðið. Þeir sem nota hvora tveggja tölvuna til leikja átta sig strax á því hversu frábrugðnir leikir fyrir þær eru í eðli sínu. Leikir fyrir einkatölvur fela í sér meiri gagnvirkni og yfir- leitt meiri dýpt en í leikjatölvun- um, en leikjatölvuleikir eru á móti talsvert glæsilegri og líflegri að spila. Þetta hefur meðal annars staðið í veginum fyrir því að leikjafyrir- tækjum hafi tekist að flytja PC-leiki yfir í leikjatölvuumhverfi svo vel sé. Til að mynda hefur Sega reynt það með mjög misjöfnum árangri og fleiri framleiðendur reyndar líka, en einnig hefur síður gengið stirðlega að flytja leiki frá PC-samhæfðum tölvum yfir á leikjatölvur. í því ljósi kom skemmtilega á óvart hversu vel heppnaðist að flytja leikinn magnaða Final Fantasy VII yfir á PC-samhæfðar tölvur eftir að hann hafði lagt PlayStation-heiminn að fótum sér. Final Fantasy VII vakti gríðar- lega athygli að segja áður en hann kom út og frægt varð þegar jap- anskir leikjafíklar stóðu í röð í á þriðja dag til að ná sér í eintök af leiknum. Þar í landi hefur Final Fantasy-röðin Jika notið gríðarlegra vinsælda, þó ekki sé beinlínis um framhaid að ræðá í hverjum leik. Á Vesturlöndum hefur leiknum einnig verið vel tekið í PlayStation-gerð hans, enda hafa selst af honum ríf- lega sex milljón eintök sem er nán- ast einsdæmi. Myndskreytt saga Final Fantasy VII kalla menn RPG, eða hlutverkaleik, en hann er að mörgu leyti ólíkur hefðbundnum hlutverkaleikjum eins og menn þekkja í PC-heimum. Réttara væri að segja að hann sé myndskreytt saga með bardagaatriðum og leik- andinn hefur það helst fyrir stafni að miða sögunni áfram nánast línu- lega. Hljómar kannski ekki nógu vel, en eins og menn reka sig fljótt á þegar farið er að leika er söguþráð- urinn flóknari og umfangsmeiri en menn eiga að venjast í slíkum leik. Það er því nóg við að vera og hann ætti að duga meðalmanni í um það bil viku af nokkuð stífum leik, svo framarlega sem menn eigi sér líf ut- an sýndarveruleika tölvunnar. Forlögin grípa inní Final Fantasy VII hefst í gríðar- stóru iðnaðarhverfí framtíðarinnar og er svo um hríð þar til skyndilega að leikurinn berst út um allan heim. Hreyfingar eru frábrugðnar því sem jafnan þekkist í slíkum leikjum, og þannig er hægt að fara umhverf- is, yfir eða inní ýmsa staði. Bardag- ar fara fram með töfrum og álögum sem gera þá einkar skemmtilega því styrkur hverrar persónu er frábrugðinn styrk annarra. Ýmist er hægt að kalla á ófreskjur sem legga manni lið, eða beita töfra- kröftum á annan hátt. Bardagar eru reyndar með því skemmtilegasta í leiknum, svo vel eru þeir útfærðir og lausnir snjallar. Eitt af því sem gerir Final Fanta- sy VII glæsilegan er hversu vel heppnuð grafíkin í honum er. Hún er reyndar stórglæsileg og ef eitt- hvað er talsvert betri en í PlaySta- VIÐSKIPTI á Netinu eru enn að slíta barnsskónum, en það er helst að bóka- og plötusala hafi gengið vel. Netbókabúðir vestanhafs hafa háð harða rimmu undanfarið og glímt um sístækkandi markað og einnig er harður slagur hjá Net- plötubúðum. Nýjasta útspil þeirra er að selja plötur á Netinu. Rekstur Netbókabúða hefur ver- ið í járnum, en heldur betur hefur gengið í plötunum. Fyrsta eiginlega plötubúðin á netinu er CDConnect- ion, www.cdconnection.com, sem var á sínum tíma telnet-verslun, en færði sig inn á vefinn þegar hann var opnaður fyrir alla. Helsta plötu- búð á Netinu í dag er aftur á móti Cdnow, www.cdnow.com, sem er í eigu Tower-plötuverslanakeðjunn- ar. Cdnow hefur nú sett upp útibú í Evrópu, Cdnow Europe, þaðan sem plötur verða sendar til kúnna í Evr- ópu. Með þessu móti nær fyrirtækið að lækka sendingarkostnað og auka hraðann á afgreiðslunni, því víða í Evrópu fá viðskiptavinirnir plötuna daginn eftir að þeir kaupa hana. Að sögn blaðafulltrúa Tower er upp- setning dreifingarútibús í Evrópu tion-útgáfunni. Þar skiptir eðlilega miklu máli að tölvuskjárinn er svo miklu betri en sjónvarpsskjár, en einnig virðist sem eitthvað hafi ver- ið flikkað uppá útlitið, að minnsta kosti á aðalpersónum, því umhverf- ið og bakgrunnar eru víða grófir. Eins og getið er byggist leikurinn á því að miða fram söguþræði og þó mikið sé að skoða er ekki hægt að fara nema fyrirfram ákveðnar leið- ir. Oforvarandis getur viðkomandi síðan þurft að berjast við ólíkleg- ustu ófreskjur. Það er reyndar eini gallinn, því iðulega er erfitt að átta sig á hver tilgangur orrustunnar sé, hvað þá að hægt sé að skilja hvers vegna einmitt var barist á þessum stað. Þetta ku víst vera alsiða í japönskum leikjum og eins gott að sætta sig við það strax að forlögin grípi inní hvað eftir annað. Áð þessu frátöldu er ljóst að Final Fantasy VII er ekki síður skemmtilegur leikur fyrir PC-tölv- ur en var fyrir PlayStation og af- sannar að ekki sé hægt að flytja leiki á milli svo vel sé. Plötur á Neti aðeins liður í þeirri stefnu fyrirtæk- isins að reka Netplötubúð á sex tungumálum, með 160 mismunandi gjaldmiðla og alþjóðlega drefingu frá fjörutíu stöðum í heiminum. Segja má að Cdnow hafi komist með aðra löppina inn á Evrópu- markað þegar það gerði samning við leitarvélina vinsælu Lycos um að vera getið á heimasíðu leitarvél- arinnar, sem er með þeim vinsæl- ustu á Netinu. Á móti kemur að Lycos er í eigu Bertelmann-sam- steypunnar sem einnig á útgáfuna BMG og hyggur sjálft að koma sér upp plötubúð á Netinu þegar fram líða stundir. Verslun á fimm tungumálum Helsti keppinautur Cdnow er Music Boulevard, www.musicblvd.- com, sem hefur þegar komið sér upp dreifingaraðstöðu í Hollandi og rekur verslun á fimm tungumálum. Á heimaslóð N2K, fyrirtækisins sem á Music Boulevard, kemur fram að fyrirtækið líti ekki síst til þess að sáralítill aukakostnaður sé því samfara að hafa heimasíður á fleiri en einu tungumáli og skipa um eftir léni gestsins, aukinheldur sem Evrópumarkaður sé spennandi fyr- ‘ir það að um þriðjungur af sölu á plötum sé þar. N2K-menn virðast framsýnni en Cdnow-liðar, því Music Boulevard hefur þegar komið sér vel fyrir í Japan, sem er einnig gríðarlega stór markaður. Þó plötu- og bóksala hafi gengið hvað best á Netinu er það ekki með rífandi gróða; allt frá því Amazon Netbókabúðin, www.amazon.com, var stofnuð hefur verið tap á rekstr- inum, en svo mikla trú hafa menn á að verslunin sé á réttri leið að markaðsvirði þess er margfalt meira en svo að það eigi eftir að standa undir því. Amazon opnaði fyrir skemmstu plötudeild á vefsíðu sinni og býður þar mikið úrval af plötum, flestar á niðursettu verði. Amazon nýtur góðs af því hversu nafn verslunarinnar er þekkt í Netheimum og þannig hefur það náð samningum við margar vinsæl- ustu vefslóðir Netheima, til að mynda Yahoo!, Excite, AOL.com, Geocities og Netscape, um pláss á heimasíðum þeirra. Þetta gefur fyrirtækinu eðlilega nokkurt for- skot, en markhópur þess er nokkuð annar en hefðbundinnar plötubúð- ar; Amazon hyggst greinilega höfða til eldri kaupenda, fólks á þrítugs- og fertugsaldri, og sér sér væntanlega leik á borði vegna þess að flestir Netnotendur eru á þeim aldri þó flestir plötukaupendur séu um og innan við tvítugt í mann- heimum. Af þessu má ráða að miklar svipt- ingar eru framundan í plötusölu á næstu árum og hægt að spá því að stór hluti plötusölu eigi eftir að fær- ast inn á Netið innan fárra ára, ekki síður en bóksala. Hvort það á eftir að verða með því móti að menn sæki söng inn á tölvur sínar og brenni eigin diska er svo annað mál. Langur laugardagur (langer Samstag) H Brezel • Allianz • Bie Zeit • Llayd • Sanax • BMW • Wissall • Últjt t • Sauter • AEE • Beck's • Zwillini AÐGANGUR ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.