Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 49_k
einhvers staðar í bæjarlæk og oftar
en ekki voru mál og athuganir til
grundvallar túrbínusmíða skrifaðar
á bókarkápu símaskrár eða á vegg-
inn við símann. Eða að bjartsýnir
ferðalangar sátu fastir við Ofæru og
óskuðu hjálpar afa með Z-2 sem á
þeim tíma var einn fárra bfla útbún-
ir með spil. Oftar en ekki komu
þessar hjálparbeiðnir seint að
kvöldi eða nóttu.
Og um sláttinn færðist nú heldur
betur fjör í leikinn. Afi reyndi sem
mest hann gat að hjálpa við heyann-
ir þótt búskapur hvíldi á herðum
Jóns bróður hans frá því ég man
eftir mér. Alloft var það svo að hann
komst í teig en varð frá að hverfa
vegna þess að sveitungar leituðu í
smiðju með brotin heyvinnutæki af
öllum gerðum. Eitt sldptið líður
mér seint úr minni einn fagran dag
með iðja græna töðu á velli tilbúna
til hirðingar. Afí kominn í heyskap
og allir sem vettlingi gátu valdið.
En dýrðin stóð stutt. Pað þurfti að
gera við bilaðar vélar fyrir ná-
granna og er nær dró miðnætti voru
fjórir bændur sem biðu með ónýt
tæki og þrír farnir sinn veg með
viðgerðar vélar. Já, stundum var
vinnudagur langur og launin lítil.
Og ekki var við það komandi annað
en að koma í bæinn og fá hressingu
hjá ömmu. Svo gestagangur gat á
stundum verið mikill.
En er fram liðu stundir og aldur
færðist yfir tók fyrir virkjanir í
þeirri mynd sem að framan
greindi. Betri tími gafst fyrir lest-
ur vísindatímarita og vangaveltur
um hið óleysta. Og í því efni var
fylgst með af afar mikilli eiju. Hvað
eina sem í athugun var á hverjum
tíma var gaumgæft og gagnrýnt.
Vindorka, sólarorka, rafbílar,
læknisfræði, jarðfræði, skógrækt,
geimferðir, geimfarartæki o.fl. Til
dæmis var brugðið á það ráð að
smíða tilraunalíkan af því sem hug-
urinn var að glíma við hverju sinni
„upp’ í stöð“ en svo nefnist smíða-
verkstæðið hans þar sem undrin
urðu til. Reyndist stundum erfitt
að ráða í hvað var á hönnunar- og
tilraunabrautinni. En með þessu
var sýnt fram á að sumt gekk upp
en annað ekki. Einhverju sinni er
ég var við störf við virkjanir á
Tungnaársvæðinu sagði ég honum
frá jarðbor sem var að afla vinnu-
búðum vatns. Þetta átti hug hans
allan á þeim árum og var afi búinn
að verða sér úti um jarðbor frá
frumbernsku jarðborana á íslandi
en gripurinn reyndist ekki sem
skyldi. Varð nú lærisveinninn að
greina frá í smáatriðum hvernig
nýmóðins tækið vann. Með þetta að
leiðarljósi var farið í smiðju og bor-
inn endurhannaður. Nú skyldi bor-
að eftir heitu vatni í bæjargilinu.
Borholan varð 43 m djúp. Og við
mælingar Orkustofnunnar var
þetta sú hola sem gaf bestu vís-
bendingar um hita á svæðinu fyrir
austan Mýrdalssand og enn að ég
best veit.
Árið 1981 átti afi kost á því að
skoða virkjanir við Tungnaá. Þetta
var ólýsanleg upplifun að sjá einn af
frumkvöðlum rafvæðingar á Islandi
skoða tröllaukin vatnshjól miðað við
þau er urðu til í smiðju hans í mínu
minni. Og eitt vakti furðu vakthaf-
andi vélstjóra við skoðun á viðkom-
andi vatnshjóli. Afi benti á hönnun-
argalla í formi hjóls sem hann hafði
eftir áralangar tilraunir breytt til
betri vegar!
Já, það er margs að minnast eftir
langa samferð. Nú undir það síðasta
var afi farinn að leita á náðir lækna-
vísinda til að láta lagfæra eins og
hann orðaði það eitt og annað sem
elli kerling olli honum erfiðleikum
með sem hann gat ekki lagfært
sjálfur með svæðanuddi og grasa-
lyfjum.
Nú í síðust viku hringdi síminn og
afi var þar kominn og bað mig að at-
huga með gleraugun sín sem hann
gleymdi í Svínadal. Það væri svo
bagalegt að geta ekki lesið meðan
hann væri á sjúkrahúsinu. En nú er
komið að leiðarlokum og gleraugun
koma víst ekki að gagni lengur við
athuganir á hinu óleysta.
Afi, - takk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Páll Steinþór Bjarnason.
SÆDIS
KRIS TINSDÓTTIR
+ Sædís Kristins-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 7.
nóv. 1983. Hún lést
á Landspitalanum
17. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Kristinn
Björnsson og Særún
Eydís Ásgeirsdóttir
í Vestmannaeyjum.
Systkini hennar eru
Særún, f. 29. júní
1982, Hrafnhildur,
f. 26. júní 1987, og
Ingibjörn, f. 6. apríl
1995. Sædís fluttist
með fjölskyldu sinni að Flúðum
í Hrunamannahreppi tæplega
fimm ára gömul og
bjuggu þau þar í sjö
ár. Hún fór tvisvar í
hjartaaðgerð til
London fyrir
þriggja ára aldur
en var eftir það
frísk í uppvextin-
um. Hún veiktist
skyndilega í
kennsiustund í
Barnaskóla Vest-
mannaeyja hinn 17.
september.
Utför Sædísar er
gerð frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
„Gísli! Viltu aðeins koma og
hjálpa mér með þetta dæmi héma.“
Það var Sædís, vina mín og nem-
andi, sem kallaði og bað um aðstoð.
Eg fór til hennar og í sameiningu
fundum við bestu lausn á dæminu
sem hún var að glíma við.
Ekki grunaði mig þá að þetta
væri í síðasta skipti sem Sædís bæði
mig um hjálp í stærðfræði og þetta
væri í síðasta sinn sem ég sæi þessa
fíngerðu og elskulegu stúlku í 10.
G.Ó., bekknum mínum.
Eg minnist vel hvernig fundum
okkar bar fyrst saman haustið 1997,
þá var hún að hefja nám í 9. bekk í
Barnaskóla Vestmannaeyja.
Sædís valdi sér sæti sem næst
kennaraborðinu og fljótlega tókst
með okkur góður vinskapur.
Sædís var vönduð stúlka til orðs
og æðis. Ég man aldrei til þess að
sfyggðaryrði hafi ratað af munni
hennar til bekkjarfélaga eða kenn-
ara. Þar fór ungmenni með hreint
hjarta.
Það er huggun harmi gegn, að
gegnum svartnætti sorgarinnar
lýsir von. Það er von um endur-
fundi.
Þessi von kom fyrir frelsarann
Jesú Krist. Jesús birti okkur þessa
von þegar hann sagði: „Ég er upp-
risan og lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi. Og hver
sem lifir og trúir á mig mun aldrei
að eilífu deyja.“ (Jóh. 11:25.)
Ég minnist Sædísar nemanda
míns með hrærðum huga og sökn-
uði og votta foreldrum hennar og
systkinum dýpstu samúð.
Gísli Jóhannes Óskarsson,
umsjónarkennari 10. G.Ó.
Það var sárt að heyra það að
hún Sædís væri dáin, þessi unga,
fallega og góða stúlka. Ég vil
minnast hennar með nokkrum orð-
um. Sædís tók virkan þátt í starfi
æskulýðsfélags KFUM og K í
Landakirkju. I starfi æskulýðsfé-
lagsins var hún sterkur hlekkur og
verður hennar sárt saknað í starf-
inu.
Sunnudagskvöldið 20. september
sl. var haldinn æskulýðsfundur sem
tileinkaður var minningu Sædísar.
Á þeim fundi var 23. Davíðssálmur-
inn lesinn.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta. A grænum grundum lætur hann
mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem
ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt, þvi að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig. M býrð
mér borð frammi fyrir fjendum mínum;
þú smyrð höfúð mitt með olíu; bikar minn
er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins
bý ég langa ævi.
Ég vil senda bekkjarsystkinum,
kennurum og vinum Sædísar sam-
úðarkveðjur.
Ég bið Guð að gefa foreldrum,
systkinum og öðrum ættingjum
styrk í sorg þeirra. Blessuð sé
minning Sædísar Kristinsdóttur.
Gylfi Sigurðsson,
æskulýðsfulltrúi Landakirkju.
Okkur vinkonurnar langar að
skrifa nokkur minningarorð um Sæ-
dísi Kristinsdóttur.
Sædís var góð stelpa og alltaf í
góðu skapi. Þegar við fréttum að
Sædís væri dáin, þá fórum við að
hugsa hvað hefði gerst. Hún var
þarna í góðu skapi eins og alltaf. I
tíma með okkur og svo var hún dáin
um kvöldið. Hún á eftir að vera í
minningu okkar alltaf, um alla eilífð.
Við viljum votta foreldrum, systkin-
um og öðrum sem tengdust henni á
einhvern hátt samúð okkar. í lokin
viljum við minnast Sædísar með
þessum erindum:
Þú varst bekkjarsystir okkar,
samt þekktum við þig ekki raikið.
Dauóinn, já, dauðinn
aðskilur þig og okkur.
A nætumar ertu hjá okkur
en aðeins í draumi.
Á daginn ertu hjá okkur
en aðeins í huga.
Við vorum aðeins unglingar
er þú fórst.
Við þekktum þig ekki mikið
en samtverður þú í huga okkar alla tíð.
Hvfldu í friði, elsku Sædís. Þínar
bekkjarsystur
Marta María, Irena, 4.
Guðný Sigríður og Eygló.
Dauðinn tók þig í blóma lífsins.
Afhverju?
Hverveitþað?
Guðveitþað.
Hvemig veit hann það?
Hann tók þig frá okkur,
þess vegna veit hann það.
Hann hafði ástæðu,
þótt við vitum ekki hver hún er
og fáum aldrei að vita hana.
Guð veit að okkur finnst dauðinn
ekki sanngjam.
Sérstaklega þegar hann tekur
einhvem of fljótt
Við vildum hafa þig lengur
en Guð þarfnaðist þín.
Við vildum kynnast þér betur
ogveravinirþínir.
Núna þegar þú ert farin sjáum við
að okkur þótti vænt um þig,
vænna en við héldum.
Pú varst vinkona okkar á meðan
þú lifðir.
Pú ert vinkona okkar ennþá.
Það verður ekki langt þangað til
við hittumst aftur.
Marsibil Anna Jóhannsdóttir.
RAGNAR
GUÐMUNDSSON
+ Ragnar fæddist
í Asbúð í Hafn-
arfirði 29. júní 1903.
Hann var sonur
hjónanna Guðmund-
ar Sigvaldssonar út-
vegsbónda og Krist-
bjargar Ólafsdóttur
frá Garði í Görðum.
Hann var
næstyngstur sex
systldna og lifði
hann þau öll. Hann
átti uppeldisbróður,
Eirík Sæmundsson,
og er hann á lífi.
Hinn 4. nóvember
1929 gekk hann að eiga lífs-
förunaut sinn Regínu Magnús-
dóttur frá Kirkjubóli. Þau eign-
uðust þrjú böni. 1) Magnús, f.
30.11. 1928, d. 21.5. 1996, fyrri
kona hans var Gíslina Jónsdótt-
ir og eignuðust þau þijú börn:
Regínu, Maríu og Sigríði. Seinni
kona hans var Sigurlaug Guð-
mundsdóttir og eignuðust þau
fjögur börn: Sigrúnu, Magnús,
Grétar og Baldur. 2) Guðbjörg,
Það sem fyrst kemur upp í huga
mér við andlát afa er þakklæti. Ég
er þakklátur afa fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess að kynnast, sjá og
örlítið að upplifa þá reynslu, þekk-
ingu og sýn sem afi hafði öðlast á
langri æfi sinni. Afi var frá Ásbúð í
Hafnarfirði, fæddur árið 1903, af
þessari aldamótakynslóð Islendinga
sem svo fáir eru eftir af. Sennilega
hafa mjög fáar þjóðir eða einstak-
lingar gengið í gegnum slíkar breyt-
ingar á einni öld sem við Islending-
ar á sviði menntunar, viðskipta og
framþróunar í hverri mynd sem hún
er svo sem fólgin í á þessari öld, í
átt til aukinnar velsældar, mennt-
unar og velmegunar. Þegar afi ólst
upp í Hafnarfirði þá var bærinn
ekki stór, fjölskyldan var stór, börn-
in voru mörg, oft var erfitt að
brauðfæða og gefa skjól, lífið var
erfitt, tilfinningar ekki á borð bom-
ar, nei, það skyldi halda sínu til þess
f. 3.2. 1930. Fyrri
maður hennar var
Haraldur Gíslason
sem nú er látinn.
Þau eignuðust fjög-
ur böm: Ragnar,
Gísla, Margréti og
Harald sem er lát-
inn. Seinni maður
hennar var Gunnar
Bjarnason, sem nú
er látinn. Þau eign-
uðust tvö börn,
Gunnar Ásgeir og
Regínu Sólveigu. 3)
Garðar Láras, f.
21.8. 1931, kvæntur
Onnu Guðjónsdóttur og eiga
þau þijú börn: Hlyn, Regínu og
Ragnar. Afkomendur Ragnars
og Regínu eru um 60 talsins.
Ragnar ólst upp í Hafnarfirði
og stundaði nám í Flensborgar-
skólanum. Hann lauk verslunar-
prófí frá Verslunarskólanum í
Reykjavík.
Utför Ragnars fór fram frá
Hvítasunnukirkjunni Ffladelfíu
11. september.
að lifa af, til þess að afkomendur
gætu horft fram á við, beislað kraft-
inn. Oft var lítið um peninga í um-
ferð, en í staðinn enn meira af alls-
konar sjávarfangi sem útvegsfólk
við sjávarsíðuna hafði fangað, þetta
var skiptimynt fyrir marga til að
halda áfram. Svona'var lífið hjá
mörgum við upphaf þessarar aldar,
ég hygg að það hafi ekki verið öðra-
vísi hjá afa Ragnari, nema ef vera
skyldi að slík umsýsla nauðsynlegra
hluta hafi markað upphaf áhuga afa
á frekari viðskiptum. Afi kláraði
menntun sína frá Flensborgarskóla,
sem hefur þótt nokkuð gott á sínum
tíma, hann lærði allvel ensku á
þessum tíma, meðal annars af ensk-
um togarasjómönnum, sem komu til
Hafnarfjarðar, hann varð jafnvel
svo vel metinn, að hann fékk að
kokka ofan í mannskapinn við ein-
hver tækifæri, en því hefur verið
fleygt fram að aðallega var um
skyrhræring og plokkfisk að ræða,
og víst hefur hann bragðast vel fyr-
ir hungraðan mann. Ásamt skóla-
göngu sinni í Flensborg gekk afi í
verslunarskóla Reykjavíkur og
kláraði nám sitt þaðan. Afi var mjög
lánsamur er hann kynntist ömmu
minni Regínu Magnúsdóttur frá
Kirkjubóli við Laugarnesveg í
Reykjavík. Saman stóðu þau sem
eitt allt þar til amma Iést í júlí 1991.
Þau eignuðust 3 börn, Magnús, sem
lést 1996, Guðbjörgu og Garðar. Afi
talaði stundum um þá daga þegar
hann var sölumaður hjá Nóa, Siríusi
og Hreini sem þá hét, og fleirum,
með skemmtilegum tón, mikið var
stundum selt og greinilega hefur
ekld verið slæmt að hafa slíkan
brautryðjanda í fyrirtæki sem var
að koma starfsemi sinni á traustan
grunn. Ég efast ekki um söluhæfi-
leikann, stutt var í glensið ef því var
að skipta hjá afa, þá voru tímarnir
einnig aðrir, sölumenn ferðuðust á
skipum milli hafna landsins og seldu
varning sinn, seinna komu bílarnir
til sögunnar og þá var ferðast um
landið með töskurnar, sýnishornin
og selt fyrir næstu 3-6 mánuði, ef
það vantaði í kassann við afgreiðslu
þá var fyllt upp í hann. Afi stofnaði
heildverslun Ragnar Guðmundsson
í kringum 1940 ásamt öðrum, á milli
•1940-50 reyndi hann einnig fyrir
sér í útgerð sem á þeim tíma virtist
vera uppgangstími en hann var ekki
lánsamur í útgerðinni og erfiðir tím-
ar tóku við því mikið var lagt undir.
í kringum 1950 breytist margt hjá
afa og ömmu. Þau öðlast frelsið,
trúna á Jesú, ekki eingöngu barna-
trúna, heldur lifandi daglega trú.
Þegar erfiðleikamir eru sem mestir
þá er hjálpin næst. Afi var stoltur af
því að vera hvítasunnumaður í
næm 50 ár, hann tók þátt í upp-
byggingu Hvítasunnusafnaðarins
Fíladelfiu alla sína tíð bæði með eig-
in vinnuframlagi sem sparisjóðs-
stjóri Pundsins mestallan þann tíma
sem hann var rekinn af söfnuðinum-
og með öðrum framlögum.
Eins og nærri má geta þá var fólk
sem gerðist hvítasunnumenn á
miðri öldinni talið allt öðruvísi held-
ur en venjulegt annað fólk. Jafnvel
svo að nú á seinni tímum undrast
jafnvel menn þvílíka fordóma þetta
fólk, sem var brautryðjendur, þurfti
að sæta. Sem betur fer eru þessir
fordómar ekki jafn miklir og þeir
voru þá.
Að lokum, afi minn, langar mig til
að þakka þér fyrir samfylgdina, góð
ráð, hlýjan hug og allar bænirnar
sem þú og amma lögðuð okkur til.
Magnús Magnússon.
Birting íifmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skiúfstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru bh-tar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.