Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 52
^52 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmundur
Guðnason var
fæddur á Kotmúla í
Fljótshlíð 4. október
1909. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 12. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin á Kotmúla,
Guðni Guðmunds-
son, bóndi, f. 9.
ágúst 1883, d. 29.
apríl 1949, og Stein-
unn Halldórsdóttir,
húsfreyja, f. 18. maí
1884, d. 28. nóvem-
ber 1966. Systkini Guðmundar
voru: Sveinn, f. 17. nóvember
1911, Aðalheiður Guðrún, f. 9.
mars 1914, d. 22. ágúst 1997,
Margrét Sigríður, f. 25. júní
1916, Skúli, f. 25. febrúar 1920,
Dóra Ragnheiður, f. 28. júní
1924, og Arnþór, f. 13. febrúar
1928, d. 31.ágúst 1998.
Hinn 15. nóvember 1934
kvæntist Guðmundur Sigur-
laugu Guðjónsdóttur frá Tungu
í Fljótshlíð, f. 8. júní 1909. For-
eldrar hennar voru hjónin í
•** Tungu, Guðjón Jónsson bóndi, f.
20. mars 1872, d. 5. apríl 1952,
og Ingilaug Teitsdóttir, hús-
freyja, f. 4. ágúst 1884, d. 26.
júlí 1989. Börn Guðmundar og
Sigurlaugar eru: 1) Ingilaug
Auður, húsfreyja í Núpstúni í
Hrunamannahreppi, f. 9. maí
1935, gift Brynjólfi Guðmunds-
syni, bónda, f. 10. apríl 1936. 2)
Steinunn Auður, húsfreyja í
Fögruhlíð og matráðskona í
Fljótshlíðarskóla, f. 5. desember
-í 1937, gift Svavari Guðlaugs-
syni, bónda, f. 27. apríl 1935.
Þeirra börn eru: a) Guðmundur,
f. 23. janúar 1963, í sambúð með
Fjólu Jónsdóttur, f. 10. nóvem-
ber 1973, og eiga þau eina dótt-
ur, Emmu Lind, f. 26. október
1996. b) Sigurlaug Hrund, f. 30.
júlí 1967, í sambúð með Þresti
Ingólfi Víðissyni, f. 16. ágúst
1953. Dóttir Sigurlaugar og
Gunnars Eymarssonar, f. 23.
október 1957, er Petra María, f.
23. október 1991. 3) Theodór
Aðalsteinn, verkstjóri hjá Skóg-
rækt ríkisins á Tumastöðum, f.
, Það var klukkan rúmlega tíu að
Sjrkveldi laugardagsins 12. september
sl. að sonur minn hringdi og tjáði
mér að tengdafaðir minn væri lát-
inn. Það kom ekki á óvart, ég vissi
að hverju dró og hafði mér auðnast
að kveðja hann í hinsta sinn þann
sama dag. Minningarnar tóku að
sækja á huga minn, hver af annarri.
Eg var svo lánsamur að kynnast
þessum góða manni fyrir u.þ.b. 40
árum, en þá hafði ég kynnst konu
minni Steinunni. Frá fyrstu tíð var
mér tekið eins og ég væri sonur
hans og þeirra hjóna beggja. Ég
minnist þess hve hann var einstak-
lega umhyggjusamur og greiðvik-
inn var hann með eindæmum. Það
var ósjaldan ef fjölskyldan þurfti að
“ f'ara eitthvað af bæ að hann sagði:
„Takið þið bílinn minn, ég vil endi-
lega að þið notið hann eftir þörf-
um.“ Svona var um allt annað, sem
hann gat og vildi fyrir okkur gera
og of langt mál væri að tíunda hér.
Margir töldu tengdaföður minn
skapríkan, en ekki minnist ég þess
að okkur hafi nokkurn tíma orðið
sundurorða. Hann var sérstaklega
glettinn og gamansamur að eðlis-
fari. Er mér minnisstætt eitt af
fyrstu skiptunum sem ég kom að
Fögruhlíð. Fyrir dyrum var árlegur
-^álfadans í Fljótshlíðinni. Mun hann
hafa verið forsöngvari í því tilfelli
r 3lómat>úðin >
öa^SsKom
. v/ i~ossvo0sl<id<jucjaKo .
V SímU 554 0500 v/
15. september 1943,
kvæntur Brynju
Bergsveinsdóttur,
tækniteiknara hjá
RARIK á Hvolsvelli,
f. 11. ágúst 1947.
Þeirra synir eru: a)
Guðni Sveinn, f. 26.
maí 1967 í sambúð
með Dýrfinnu Sig-
urjónsdóttur, f. 30.
mars 1971, og eiga
þau eina dóttur,
Theodóru, f. 16.
febrúar 1998. b)
Hlynur Snær, f. 23.
maf 1970, kvæntur
Guðlaugu Björk Guðlaugsdótt-
ur, f. 4. mars 1971. Þeirra börn
eru Valtýr Freyr, f. 29. janúar
1992, og Brynja Sif, f. 26. febrú-
ar 1994. c) Bergsveinn, f. 6. des-
ember 1982. 4) Guðjón, kjötiðn-
aðarmaður og verkstjóri hjá SS
á Hvolsvelli, f. 15. desember
1950, kvæntur Ágústu Guðjóns-
dóttur, snyrtifræðingi og fram-
kvæmdastjóra, f. 16. júní 1953.
Þeirra börn eru: a) Ragnheiður,
f. 25. maí 1977. Unnusti hennar
er Pétur Ingi Guðmundsson, f.
23. maí 1974. b) Þórir, f. 17. jan-
úar 1980.
Guðmundur ólst upp á Kot-
múla og stundaði almenn
sveitastörf á búi foreldra sinna.
Svo sem títt var fór hann ungur
á vertíð, eina í Sandgerði og til
margra ára í Vestmannaeyjum.
Var hann beitningamaður og til
sjós, lengst á mótorbátnum
Gissuri hvíta. Guðmundur og
Sigurlaug hófu búskap í Vest-
mannaeyjum í byijun árs 1935.
Um vorið fluttu þau sig upp í
Fljótshlíð og svo aftur til Eyja á
vertíð 1936. Það vor stofnuðu
þau nýbýlið Fögruhlíð og
bjuggu þar með blandaðan bú-
skap til ársins 1990 er þau
fluttu á Dvalarheimilið Kirkju-
hvol á Hvolsvelli. Eftir að þau
hófu búskap í Fögruhlíð fór
Guðmundur á eina vertíð í Eyj-
um og stundaði setuliðsvinnu í
Reykjavík um nokkurt skeið.
Utför Guðmundar fer fram
frá Breiðabólsstaðarkirkju í
Fljótshlíð í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
eins og svo oft áður. Við hjónaleysin
vorum að tygja okkur í grímubún-
ingana og í þann mund er við leggj-
um af stað grípur hann prik og fær-
ir mér. Segir það gott fyrir gervið.
Daginn eftir erum við heima í
Fögruhlíð. Guðmundur er að koma
einhvers staðar að og segist hafa
hitt menn sem voru að kvarta yfir
fjósalykt þarna á álfadansinum og
lítur á mig með sínu alkunna glettn-
isbrosi. Bætir síðan við: „Það var
víst af prikinu mínu. Ég notaði það
til einhverra hluta í fjósinu." Ég
man enn hlátur viðstaddra þegar
hann læddi þessu út úr sér eins og
honum einum var lagið. Ég var hálf-
vandræðalegur, en lærði fljótt að
meta gamansemi hans.
Guðmundur var góður bóndi og
ræktunarmaður mikill á bústofni og
jörð. Hann telst hafa verið fram-
farasinnaður um allt það er að bú-
skap laut. Fjárræktin var honum
sérstaklega hugleikin og einkar
skemmtilegt var að vinna með hon-
um að smalamennsku og umgang-
ast féð. Þá kom þetta skemmtilega
blik í augun eins og ávallt er honum
hljóp kapp í kinn. Hann var ham-
hleypa til vinnu og vann verk sín af
trúmennsku.
Þeim fækkar óðum, aem fremstir stóðu,
sem fógnuðu vori í grænni hlíð,
stnðustu straumvötnin óðu
og storkuðu frosti og hríð,
lyftu þegjandi þyngstu tökum,
þorðu að beijast við lífskjör hörð. -
Þeir hnigu bognir í bökum
að bijósti þér, ættarjörð.
(DavíðStef.)
Margt fleira gæti ég talið upp um
ágæti og heiðarleika Guðmundar
tengdafóður míns. Ég tel það hafa
verið mikil forréttindi að hafa feng-
ið að feta með honum hluta þess
lífsspalar sem nú er á enda. Minn er
heiðurinn að hafa átt hann að vini.
Ég kveð hann nú með þakklæti fyr-
ir uppeldi Guðmundar sonar okkar
hjóna, samfylgdina og allt það góða
sem hann gerði fyrir mig og fjöl-
skyldu mína í gegnum árin.
Ég votta Sigurlaugu tengdamóð-
ur minni og fjölskyldunni allri mína
dýpstu samúð.
Svavar Guðlaugsson.
Þeim fækkar óðum bændunum af
kynslóðinni sem færði búskapar-
hætti í sveitum frá því að einkenn-
ast af erfiðisvinnu og handverkfær-
um til þeirra vélvæddu búskaparað-
ferða sem við þekkjum í dag. Þeir
hófu sinn búskap með hesta og
handverkfæri að vopni og beittu
þeim óspart til að yrkja jörðina,
byggja upp og búa í haginn fyrir
fjölskyldur sínar og komandi kyn-
slóðir. Þegar þessir sömu menn
hætta búskap horfa þeir yfir farinn
veg. Kargaþýfður móinn og ógróinn
aurinn eru nú slétt tún þar sem einn
maður með stórvirk tæki afkastar á
stundarkorni því sem áður tók
heimilisfólkið margra daga streð og
basl. Anum og kúnum sem áður
voru fyrst og fremst til búsþarfa
fyrir bóndann og fjölskyldu hans
hefur fjölgað til muna og afurðirnar
fara til að metta munna þéttbýlis-
búa. Torfkofínn sem áður hýsti
skepnurnar hefur verið jafnaður við
jörðu og steinsteypt mannvirki með
vélgengum áburðarkjallara hafa
leyst hann af hólmi.
Einn af þessum bændum var afi
minn Guðmundur bóndi í Fögruhlíð.
Hann fékk heiming Kotmúlajarðar-
innar og stofnaði ásamt ömmu
minni Sigurlaugu, nýbýlið Fögru-
hlíð árið 1936. Það þurfti kjark,
dugnað og áræði til að hefja búskap
á nýbýli. Það varð að byrja á því að
byggja upp öll hús, jafnt til íbúðar
og fyrir skepnurnar. Ræsa þurfti
fram mýrarnar, græða upp aurana,
skera ofan af þýfínu og gera móann
að sléttu túni. Það þurfti líka að
girða túnin og koma sér upp bú-
stofni. Allt þetta gerðu ungu hjónin
í Fögruhlíð. Með samheldni og með
því að gera ekki miklar kröfur tókst
þeim hægum en öruggum skrefum
ætlunarverk sitt og bjuggu þau alla
tíð snotru búi.
Afi var bóndi í orðsins fyllstu
merkingu. Hann vissi að lykillinn að
góðum árangri í búskapnum var að
fara vel með skepnur. Hafa ávallt á
boðstólum nóg af góðu fóðri og gott
húsaskjól. Er mér minnisstætt að
stundum keyþti hann úrvals töðu til
að eiga handa ánum um sauðburð-
inn þótt hlöður í Fögi’uhlíð væru
hálffullar af heyi sem sumum hefði
þótt full boðlegt. Þannig fengust há-
marksafurðir eftir hvern grip og
þar með viðunandi afkoma þótt búið
væri ekki stórt á nútíma mæli-
kvarða. Afi lagði metnað sinn í að
framleiða aðeins úrvals vöru og eru
margar viðurkenningar frá Mjólk-
urbúi Flóamanna fyrir framleiðslu á
úi-vals mjólk til vitnis um það.
Þótt góður árangur næðist í kúa-
búskapnum með natni og góðri um-
hirðu tel ég að afi hafí alla tíð haft
meiri ánægju af sauðfénu. Hann
hafði yndi af öllu því sem viðkom
kindunum. Svo sem títt er um
bændur þekkti hann allar ærnar
með nafni og oft furðaði ég mig á
því hvemig hann gat þekkt kind-
urnar sínar úr fjárhóp á löngu færi.
Jafnvel gat hann sagt til um, úr
fjarlægð hver ætti ókunnar kindur,
þótt ekki sæi hann markið. Afi gerði
sér far um að kynbæta fjárstofn
sinn og náði góðum árangri. Var
hann einn af stofnendum sauðfjár-
ræktarfélagsins Hnífíis árið 1943.
Ferðir á Þórsmörk og Fljótshlíð-
arafrétt í smalamennskur og kinda-
stúss voru honum hugleiknar og þá
var gott að vera vel ríðandi. Hann
þekkti sig vel í afréttinum, var heill-
aður af náttúrufegurð hans og naut
þess að sinna þar fé, haust og vor,
ásamt góðum grönnum og vinum.
Minntist hann þess oft hve glatt var
á hjalla, þegar menn komu saman í
náttstað og slógu á létta strengi að
afloknu erfiði dagsins. Það sýnir vel
hversu fjallferðir voru honum hug-
leiknar að þegar ég heimsótti hann
daginn fyrir andlátið, þá mikið veik-
an, var hann með hugann við fjall-
ferð Fljótshlíðinga þann sama dag
og gerði grín að mér fyrir að eiga
hvorki hest né hnakk og geta þar af
leiðandi ekki riðið til fjalls.
Forðagæslu í Fljótshlíðarhreppi
sinnti afi um árabil og tel ég hann
yfirleitt hafa notið trausts og virð-
ingar sveitunga sinna í því starfí.
Hann hikaði ekki við að segja mein-
ingu sína þætti honum búfénaður
vanhirtur eða illa fóðraður. Fyrir
kom að mönnum mislíkuðu aðfinnsl-
ur hans í fyrstu. Síðar var honum
þakkað þegar þessir sömu menn
fundu hvað miklu skemmtilegra er
að eiga og umgangast skepnur sem
h'ður vel og gefa góðar afurðir. Um
margi’a ára skeið sinnti afí einnig
garnaveikibólusetningu í hreppn-
um.
Tónlist var í hávegum höfð á
æskuheimilinu Kotmúla. Ungur að
aldri lærði afí að leika á harmoniku.
Varð hann fljótlega eftirsóttur
harmonikuleikari á dansleikjum
víða í Rangárvallasýslu, ýmist einn
eða með öðrum. Hann sagði oft frá
ýmsu í þessu sambandi og var hon-
um sérstaklega minnisstæð erfíð
ferð að Krossi í Landeyjum. Hann
tók harmonikuna á bakið og gekk
með hana niður að Krossi. Þar var
spilað á balli fram eftir nóttu og
nikkan svo tekin á bakið og gengið
heim. Farið var yfir Þverá á Teigs-
vaði og yfír fleiri óbrúuð vatnsföll
að fara í báðum leiðum. Má gera ráð
fyrir að ferðalagið hafi tekið a.m.k.
4-5 tíma hvora leið. Söngur var afa
líka í blóð borinn og hafði hann
mikla og djúpa bassarödd. Hann
var einn af stofnendum Kirkjukórs
Fljótshlíðar og söng með kórnum
og gegndi þar fonnennsku um ára-
tugaskeið. Margir minnast hans
einnig sem forsöngvara og álfa-
kóngs við árlegan álfadans UMF
Þórsmerkur. Þá tók hann þátt í
uppfærslu leikrita í Fljótshlíð á
yngri árum.
Það var lærdómsríkt og viss for-
réttindi að vera samvistum við afa í
starfi og leik. Hann bar umhyggju
gagnvart vinum og fjölskyldu og
var ávallt boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd þeim sem á þurftu að
halda. Afí bar virðingu fyrir skepn-
um sínum og jörð, hafði yfir að búa
reynslu og verkkunnáttu sem nauð-
synleg er hverjum bónda og var
fljótur að tileinka sér nýjungar og
ný vinnubrögð við búskapinn. Hann
hikaði ekki við að segja skoðanir
sínar umbúðalaust og þótt stundum
hvessti var dottið á dúnalogn áður
en við var litið. Afi var nefnilega
glettinn og gamansamur að eðlisfari
og sá oftast spaugilegu hliðarnar á
mönnum og málefnum.
Ég var svo heppinn að vera þess
aðnjótandi að dveljast löngum í
Fögruhlíð á uppvaxtarárum mínum
og eiga þar heimili. Sú dvöl hefur
reynst mér gott veganesti á lífs-
brautinni. Fyrir góðar stundir og
umhyggju fyi’ir mér og fjölskyldu
minni, fyrr og síðar mun ég ævin-
lega verða þakklátur.
Söknuðurinn er sár, er ég minnist
afa míns og nafna, Guðmundar
Guðnasonar, bónda í Fögruhlíð á
kveðjustund. Blessuð sé minning
hans.
Innilegar samúðarkveðjur til
ömmu, barna hennar og fjölskyldna
þeirra frá okkur í Norðurgarði 19.
Guðmundur Svavarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund,
(V. Briem
)
Heiðursmaður er genginn. Á
tímamótum sem þessum leitar
margt á hugann. Minningarnar
koma til manns og líða hjá.
Guðmundi voru gefnir margir
góðir kostir í vöggugjöf, m.a. falleg
og góð söngi’ödd, glaðvært sinni og
GUÐMUNDUR
GUÐNASON
jákvæði sem hafði góð áhrif á alla í
kringum hann. Hann hafði áhuga á
mönnum og málefnum. Fylgdist vel
með. Þjóðmálin voru oft ofarlega í
huga hans, m.a. íslenskur landbún-
aður, ekki síst á umbrotatímum eins
og á undanfórnum misserum. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á öllum
hlutum og lét þær í ljós, en virti
jafnframt annarra skoðanir. Hann
bar ætíð hag afkomenda sinna mjög
fyrir brjósti og fylgdist alltaf vel
með því hvað þeir voru að gera og
hvað þeir ætluðust fyrir.
Virðing hans fyrir mönnum og
málleysingjum er mér ofarlega í
huga. Hann var næmur á það
hvernig öðrum leið. Hann hafði
sterka réttlætiskennd, var jafnrétt-
issinni. Það er því vel við hæfí að
bæði karlar og konur bera hann síð-
asta spölinn í dag.
Far þú í friði,
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ágústa Guðjónsdóttir.
Okkur langar til að minnast afa
okkar í nokkrum orðum. Já, afa
okkar af því hann varð afi okkar
beggja eftir að við hófum okkar
samband. Það segir margt um
áhuga hans á fjölskyldunni sinni og
hvað hann fylgdist alltaf vel með
hvað var að gerast hjá öllum afkom-
endum sínum og studdi alla í orði og
verki af fremsta megni. Börnunum
okkar var alltaf vel fagnað og þeim
þótti gaman að koma til langafa og
langömmu sem fylgdust vel með
þroska þeirra og framförum. Hann
afí var bóndi og það fór ekkert á
milli mála. Hlynur var hjá afa og
ömmu í sveit í Fögruhlíð og lærði
þar margt, bæði að vinna og um-
gangast skepnurnar og jörðina.
Margar góðar minningar eru tengd-
ar dvölinni hjá þeim á þeirra yndis-
lega heimili. Það var alltaf gaman
að hitta afa og ömmu. Meðan hún
bar fram veitingar og gotterí var
spjallað um búskap og söng eða
sagðar sögur frá búskapnum í
Fögruhlíð því afi kunni vel að segja
frá og brosti þá gjarnan eða hló
dátt. Þegar við fluttum svo í sveit-
ina varð áfram margt til að ræða,
hann fylgdist alltaf svo vel með öllu
sem við vorum að gera og sérstaka
ánægju hafði hann af að heyra af
fénu, sauðburðinum að vori og rétt-
unum að hausti og kom stundum í
fjárhúsin þegar hann kom til okkar.
Þær eru margar stundirnar sem við
minnumst og margt ber að þakka er
við kveðjum genginn ástviri, en
minningarnar eigum við alltaf.
Elsku amma, missir þinn er 'mikill.
Guð geymi þig og verndi og allt
ykkar fólk.
Hlynur Snær, Guðlaug
Björk og börn
Hann afi minn er dáinn. Það er
víst gangur lífsins en ég á minning-
ar sem þjóta nú í gegnum hugann.
Ég sé hann alltaf fyrir mér í eldhús-
inu bæði í Fögruhlíð og upp á
Kirkjuhvoli, því eldhúsið var hjarta
heimilisins. Mér finnst eins og ég sé
komin inn í eldhúsið til þeirra í
Fögi’uhlíð, alveg nývöknuð með
stírurnar í augunum því að ég vissi
að hafragrauturinn var tilbúinn og
að afí var búinn að fara út að gefa.
Hann afi var sá eini sem var undan-
skilinn þegar kom að því að borða
hafragrautinn áður en maður tækist
á við daginn. Á eftir var það svo
kaffibolli með tveimur molum og
svo voru spilin tekin upp og lagður
kapall því spilin voru órjúfanlegur
hluti af eldhúslífinu.
Eftir að afí og amma fluttust í
Kirkjuhvol notaði ég hvert tækifæri
til að fá ömmu til að hjálpa mér með
handavinnuna mína og hafa vit fyrir
mér í prjónaskapnum. Afí stóð
álengdar og kímdi að þrjóskunni í
mér og þolinmæði ömmu. Þegar ég
kom til þeirra streymdi hlýjan á
móti mér og afí sagði gjarnan: „Nei,
Ragnheiður mín, ert þú komin?“
með alveg ákveðinni hrynjandi.