Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 55 ** glæsilega íþróttamann sem þegar hafði valið sér ævistarf sem lögreglu- maður. Leiðir liggja þétt saman. Bömin okkar, gleði þeirra og áhyggj- ur, ferðalög, samkvæmi, útilegur, saumaklúbburinn. En ísland var of lítið. Kveðju- stundir. Endurfundir. Ófáar ferðir til New York þar sem þú sýndir okkur stórborgina, allt frá mannlegri eymd til rismikilla bygginga. Stoltur sýndir þú okkur vinnustað þinn þar sem þú gættir mikilvægra manna sem og í öðrum heimsálfum. Simtölin þín og huggunarorð í okkar sorg. Svo kom að síðustu samverustundinni sem var í Hamborg. Ferðin heim með þig fár- sjúkan. Komið að ferðalokum. A slík- um stundum hugsa menn um tilgang lífsins. Líf þitt hafði tilgang, það sjá- um við á afkomendum ykkai- Eyglóar sem allir syrgja þig svo sárt. Við þökkum þér góða og trygga samfýlgd í þeirri trú að við hittumst aftur síðar. Við biðjum góðan guð að vera með Eygló og bömunum ykkar, fjölskyldum þeirra, systkinum og tengdamóður og styrkja þau í sorg- innL Guðrún og Þorsteinn. Mín fyrstu kynni af þér og fjöl- skyldu þinni voru þau að þið gáfuð mér kettling frá heimili ykkar. Hét hann Dengsi og var ákaflega faUeg- ur. Hann týndist eftir nokkra daga og var ég mjög leiður yfír því. Leitaði um allt og spurðist íyrir um hann alls staðar, en án árangurs. Svo hringir síminn og tilkynnt að hann sé hugs- anlega fundinn upp í Grænáshliði, hafði sést til hans við vatnstankana þar. Er ég mætti á staðinn, nokkra kílómetra frá heimili mínu, stóðst þú þar, en þú starfaðir sem lögreglu- þjónn og varst á vakt í Hliðinu. Þú kallaðir á hann og viti menn, kom ekki Dengsi hlaupandi og stökk í fangið á þér. Ég tók gleði mína að nýju og lofaði þér að passa kettling- inn minn betur. Ég var líklega 8-9 ára gamall. Guðmundur og Eygló bjuggu skammt frá Hrauntúninu þar sem ég bjó, eða í Háholtinu, áttu þrjár dætur og einn son, þau Sólveigu, Helgu, Sonju og Guðmund Jens. Glæsileg hjón og falleg böm. Þau fluttu seinna til New York, þar hafði Guðmundi verið boðið starf sem öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum. Næstu kynni okkar voru öllu nán- ari, elsta dóttirin, Sólveig, kom til ís- lands til að ljúka gagnfræðaprófum hér veturinn ‘75-’76. Við urðum ást- fangin og fyrsta barnabamið, Eygló Anna, fæddist 1977. Mér var tekið opnum örmum og leið vel hjá ykkur. Margar ferðir vom famar á milli Keflavíkur og New York, allir vinh’ og vandamenn sem fóm á milli komu með eitthvað handa okkiu- hér heima og við sendum á móti fisk, íslenskan mat, dagblöð og margt fleira svo ekki sé minnst á lýsið. Jólaboð og aðrar skemmtanir vom líka tilefni heim- sóknar til ykkar. Þú sannfærðir þína nánustu sam- starfsmenn um ágæti þess að drekka lýsi og að það væri allra meina bót, þér var skemmt er þú sást þá smakka fyrst, svo ekki sé minnst á aðra illa lyktandi íslenska matai’siði. Það var gaman að fara með þér og skoða vinnustaðinn þinn, þú þekktir hvem mann, allir bára mikla virð- ingu fyrir þér og fljótlega þjónaðir þú á æðstu stöðum þessarar stofnunar, sem lífvörður aðah’itarans. Mikið var ég stoltur af því að eiga þig sem tengdaföður. Allir helstu leiðtogar og stjóm- málamenn þessa heims fengu að kynnast þér og þú þeim. í einni heim- sókn minni niður í borg til þín, vomð þið Andrei Gromykó fyrrv. utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna að tala um fiskveiðar í Atlantshafmu. Þið vorað sem vinir. Þeir vom margir vinir þín- ir þama hjá Sameinuðu þjóðunum, aðalritarinn Kurt Waldheim, Henry Kissinger o.fl. í starfi þínu varðst þú þess aðnjótandi að ferðast um heim- inn og gæta öryggis samstarfsmanna þinna við gæslu og eftirlitsstörf í stríðshrjáðum heimshlutum, Angóla, Sómalía, Miðaustin’löndum og víðar. Sögumar sem þú sagðir manni fengu mann til að hugsa um það hvað heim- urinn okkar er illa farinn af hatri og grimmd. Alltaf fannst þú tíma til að senda mér póstkort eða sendibréf frá hinum ýmsu löndum. Þau geymi ég og varðveiti eins og svo margt sem þú gafst af þér. Þú varst mikill íþrótta- maður, sundmaður af guðsnáð og fremstur að hvetja bæði bömin þín fimm og bamabömin níu. Þegar As- geir Freyr, yngsti sonur ykkar, var að alast upp á Long Island langaði hann að æfa fótbolta, hann fékk mik- inn áhuga strax og var mjög góður knattspymumaður. Fljótlega snérist allt á heimilinu um fótbolta, foreldrai- komu á völlinn og hvöttu sín böm, var oft spuming hverjir hefðu meira fyrir leiknum, leikmennh’nir eða foreldr- amir, en með samstilltu átaki ykkar hjóna unnu strákamir í liði Asgeirs íleiri sigra en þekktist í henni Amer- íku. Þetta var án efa meiri hvatning fyrir þá knattspymuvakningu sem varð síðar meir í Bandaríkjunum. Allt er þetta til á myndböndum og mætti hæglega búa til kvikmynd um þetta uppvaxtartímabil. Dætur mínai’ hafa erft sundáhuga þinn og getu, önnur bamaböm þín hafa stundað áhuga- mál sín af mikiili natni. Þú varst þeim fyrirmynd, enda hafðir þú alltaf tíma tii þess að fylgjast með þeim, mundir alla tíma þeirra í sundgreinum, öll skor í boltagreinum eða hverju því sem þau höfðu áhuga á, þekkth* vini þeirra og foreldra, það var með ólík- indum hvað þú varst mannglöggur, þekkth- oft fólk úr langri fjarlægð á ættarsvipnum og vissir oft meira um það en viðkomandi vissi sjálfur. Þú hefðir ekki þurft marga tíma í mann- og ættfræði til að verða úfr skrifaður sem slíkur. Þú gast verið stríðinn og eitt sinn er fjölskyldur okkar’ vom í sumarleyfi á eyju einni í Karíbahafinu hafðir þú gaman af því að við skyldum ekki finna helli sem ég hafði lesið um að ætti að vera þar, í staðinn hittum við fólk þama sem flutt hafði hús þangað, mig minnir frá Austurlöndum fjær, þetta var sannkallað draumahús. Efth’ sumai’- leyfið þai’na niðurfrá þar sem stutt- buxur og ermalausir bolir em það eina sem maður klæðist þá leitaði hugur þinn oft þangað. Þrátt fyrir að dóttir þín og ég slit- um samvistir var ég alltaf velkominn til ykkar, og samband okkar hefur alltaf verið mjög gott. Þið hjónin byggðuð ykkur glæsilegt hús á Flórída og fluttuð þangað. Þú varst kominn á eftirlaun, eftir margi-a ára- tuga vinnu sem útvörður Sameinuðu þjóðanna, vildir þó ekki alveg hætta og vannst fyrir Hafréttardómstólinn i Hamborg, Þýskalandi. En vegir Drottins eru órannsakan- legir og hinn illvígi sjúkdómur sem lagt hefur margan manninn að velli bankaði uppá hjá þér. Þú barðist hetjulega en hann sigraði. Elsku Guðmundur, ég þakka þér allt sem þú gafst mér, íslenska þjóðin hefur misst góðan dreng, eiginkonan dásamlegan mann, bömin þín ein- lægan föður og bamabömin yndis- legan afa, öll misstum við góðan vin, minning þín lifir sem Ijós í lífi okkar. Móðir mín og systkini votta ykkur öllum einlægar samúðarkveðjur. Tómas J. Knútsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Sigurðsson, hann lést 20. september sl. langt fyrh- aldur fi-am aðeins tæplega sextíu ára gamall. Hann hafði í nokkur ár barist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem erfitt er að sigrast á. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi í langan tíma sinnti hann störfum sínum á erlendri grund þar til nokkrum dögum fyj’h’ andlát sitt, að hann kom heim til íslands og fyrr en nokkurn varði var baráttunni lokið. Það segir nokkuð um skaphöfn hans að viðurkenna ekki ósigur og beijast allt til enda. Allt frá æskuár- um var hann mikill keppnismaður, á yngri árum iðkaði hann íþróttir og var afreksmaður í sundi og bar titil- inn sundkóngur um hríð. Æskulýðsmál vora honum hugleik- in, hann lagði sig fram um að leið- beina æskufólki og hvetja til heil- brigðs lífs og reglusemi. Ungur að ái-um hóf hann störf við löggæslu og vai’ð það hans ævistarf, fyrstu árin í lögregluliði Keflavikurflugvallar og eftir nokkurra ára farsælt starf þar réðst hann til starfa við öryggis- vörslu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Um árabil var hann sér- stakur lífvörður aðalritara Samein- uðu þjóðanna. Síðasta árið starfaði hann við öryggisgæslu hjá hafréttar- dómstólnum í Hamborg í Þýskalandi. Reglusemi og skyldurækni ásamt vinsamlegu og virðulegu viðmóti öfl- uðu honum hvarvetna vinsælda og virðingar þeirra sem með honum störfuðu. Undirritaður minnist þess þegar leiðir okkar svilanna lágu fyrst sam- an fyrir meira en fjömtíu ámm, þá hafði ég tengst elskulegri fjölskyldu og dvaldi ásamt konu minni á heimili tengdamóður minnar. Dag einn birt- ist ungur og glæsilegur piltur í fylgd með Eygló yngri systur konu minn- ar. Þau tvö vom myndarlegt par með ljóma æskunnar í augum. Saman hafa þau síðan gengið sína ævibraut og skilað góðu dagsverki. Bömin þeirra urðu fimm, hvert öðm mann- vænlegra og foreldmm sínum til ánægju og sóma. Starf lögreglumanna er oft erfitt og vinnutími óreglulegur, það er að líkum að mikið reyni á eiginkonuna við barnauppeldi og heimilisstörf, einkanlega þegar heimili er sett sam- an í fjarlægri heimsálfu, en það eins og allt annað lék í höndum þeirra Eyglóar og Guðmundar. Á heimili þeirra í N.Y. var afar gestkvæmt, var almælt að Island ætti þar ólaunaðan sendiherra því gestrisni þeirra var slík að allfr sem komu frá gamla Fróni vom boðnir velkomnir til að dvelja hjá þeim. Það er viðurkennd staðreynd að lífshamingja ræðst mikið af því að samhentir einstaklingar veljist til sameiginlegrai’ lífsgöngu. Ég hygg að Guðmundur hafi talið það sína mestu gæfu að leiðir þeirra Eyglóar skyldu liggja saman, hann virti hana og dáði alla tíð. Þó heimili þeirra hjóna væri löng- um erlendis var ætíð mikið og gott samband við ættingja og vini hér heima. Það var ánægjulegt að fá þau í heimsókn, það fylgdi þeim framandi og hressilegur blær og ætíð um margt að spjalla. Guðmundur fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðmáium og myndaði sér skoðun á hinum ýmsu málum sem vora til umræðu hverju sinni. Hann var einarður og rökfast- ur í málflutningi enda áhugasamur um velferð þjóðfélagsins. I starfi sínu hjá Sameinuðu þjóð- unum varð hann góðvinur mai-gra þeirra sem höfðu með stjórnun þjóð- mála að gera, hann hafði því tækifæri til að afla sér þekkingar á mörgum þeim málum sem til umfjöllunar vom þó hann gætti fyllsta trúnaðar þar sem þess var krafist. Aðeins örfáum dögum fyrh’ andlát hans átti sá er þetta skrifar samvera- stund með honum fársjúkum, þá var til umræðu eins og oft áður staðan í þjóðmálum og hvað mætti betur gera til að gera gott þjóðfélag enn betra. Hann vildi ekki ræða sín veikindi eða vandamál, frekar vinna til hinstu stundar í gamla góða ungmennafé- lagsandanum sem hafði að leiðarijósi: íslandi allt. Þessi samvemstund var á heimili Sólveigar tengdamóðm’ okkar beggja, milli þeirra var mjög sterkt samband og gagnkvæm ástúð. Þau mátu hvort annað mikils og að verð- leikum, söknuður hennar er sár eins og allra annan-a í fjölskyldunni við fráfall Guðmundar en jafnframt kær- leiksríkt þakklæti fyrir kynnin við hann á liðnum ámm. Það er erfítt að sætta sig við brott- fór góðs vinar en óskhyggjan dugir skammt þegar kallið kemur. Missir eftirlifandi eiginkonu og af- komenda er mikill, en minningin um góðan, ástríkan eiginmann, fóður og afa gefur þeim styrk til að takast á við erfiðleikana. Þó geislar sumarsins víki um stund, munu börnin verða þeir geisl- ar sem verma í framtíðinni þau hjörtu sem syrgja í dag. Ég og fjölskyldan biðjum Eygló og fjölskyldu hennar og vinum blessun- ar um ókomin ár. Blessuð sé minning góðs drengs. Ari Sigurðsson. Ég hafði starfað í lögreglunni á Keflavikurflugvelli í 4-5 ár þegar Guðmundur hóf þar sinn glæsta feril og komst ég ekki hjá því að veita því eftirtekt, hversu stór og vörpulegur þessi ungi og fríði maður var. Hann varð fljótt vel liðinn innan hópsins, sakir glaðværðar og glettni, dugnað- ar og samviskusemi. Okkur varð fljótlega vel til vina og áttum margar ánægjulegar samverastundir, bæði í starfinu og utan þess. Hann var alla tíð sannur bindindismaður á vín og tóbak og barðist ötullega gegn vímu- efnaneyslu unglinga, en fékk ekki eins miklu áorkað og hann vildi í þeim efnum, fi-emur en öðmm sem að þessum málum standa, enda við ramman reip að di-aga. En ef hann gat bjargað einum, jafnvel tveimur frá glötun, vai- hann hæstánægður, fannst hann hafa unnið þrekvirki. Þótt ég væri 15 áram eldri, leit hann ávallt á mig sem jafningja og lét aldursmuninn aldrei spilla neinu á milli okkai’. Og er hann sat við skýrslugerð, sem oft átti sér stað, því hann var ötull starfsmaður, leitaði hann oft til mín varðandi réttritun- ina, sem var hans veikasti hlekkur, því hann vildi leysa öll sín verkefni ARON VALUR GUÐMUNDSSON + Aron Valur Guðmundsson fæddist á Landspít- alanum hinn 20. apríl 1998. Hann lést á vökudeild Landspítalans 16. september síðastlið- inn. Hann var sonur Esterar Maritar Arnbjörnsdóttur, f. 26. febrúar 1979, og Guðmundar Vals Ríkharðssonar, f. 5. ágiist 1975. Útför hans fer fram frá Hvalsnes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá pabba Elsku Aron Valur minn, pabba langar að kveðja þig með örfáum orð- um. Ég vil þakka þér fyrir góðar stund- ir sem við áttum saman. Þú barðist eins og hetja, elsku strákurinn minn. En ég veit að nú líður þér vel, og að afi og allir hinir passa þig fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Sofðu rótt og Guð geymi þig. Þinn pabbi. Elsku litli sæti strákurinn hennar ömmu sinnai’, nú ertu farinn eftir 5 mánaða erfið veikindi. Það var oft erfitt að horfa á þig í öllum þess- um tækjum, en hinar stundimai’ vora yndis- legar þegar þú varst vakandi og horfðir á okkur, þessum græn- brúnu augum, augunum hans pabba þíns. Elsku Mundi og Est- er, sorg ykkar og sökn- uður er mestur, þið haf- ið staðið ykkm' svo vel, þið emm algjörar hetj- ur í mínum augum. Elsku Aron Valur minn, ég veit að nú líður þér vel og að afi þinn passai’ þig fyrir mig þangað til við hittumst aftur. Drottinn vakir Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þin amma (Nína). Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfl sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Elsku litli vinur, dvöl þín hjá okkur var svo stutt en svo óendanlega dýr- mæt. Það var svo yndislegt að koma til þín og strjúka þér og banka í bakið á sem best af hendi, vildi ekki láta frá sér fara skýrslur fullar af málfræði- og stafavillum, fannst það niðurlægj- andi. 1974 skildu leiðir okkar að vem- legu leyti, því þá fluttist hann með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna og gerðist öryggisvörður hjá SÞ. Þó rofnaði sambandið aldrei, því við höfðum lengi bréfasamband og í hvert sinn er hann kom hingað heim í leyfi, lét hann aldrei hjá liða, að „droppa" inn til okkar hjónanna og staldra við góða stund. Hafði hann þá oftast frá mörgu að segja, bæði í sambandi við starf sitt og áhugamál önnur. En er hann heimsótti okkur síðast, í janúar 1997, kvaðst hann hafa háð harða baráttu við versta óvin mannkynsins, krabbameinið, hafði gengið í gegnum erfiða lyfja- meðferð og var vongóður um að hafa borið sigur úr býtum til frambúðar og var ekki fjarri lagi að ætla það, því Guðmundur leit mjög vel út þá og virtist hreystin uppmáluð. Hann var farinn að hlakka til að fara á eftir- laun, setjast í helgan stein og geta sinnt sínum áhugamálum meira en unnt hafði reynst á liðnum ámm. En eins og allir vita, er krabbinn lúmsk- ur andstæðingur og sleppfr ekki um- svifalaust taki á þeim, sem hann hef- ur eitt sinn náð á sitt vald og það mátti vinur minn, eins og flestir aðiir í hans sporum, reyna. Eg hef fregn- að, að hann hafi verið við gæslustörf í Þýskalandi, þegar sjúkdómurinn tók sig upp aftur og nú með alvarlegri * hætti en áður. En er ég frétti, að hann væri lagstur inn á Sjúkrahús Reykjavíkur, heimsótti ég hann þangað, 5 dögum fyrh’ andlátið og er ég sá hann þá, vissi ég með sjálfum mér, hvert stefndi. Hann var þá orð- inn holdgrannur og átti erfitt um mál. Ég hélt um hönd hans, á meðan ég flutti honum nýjasta Ijóðið mitt: „Til umhugsunar“, 10 vísur, er ég las 5. vísuna, sem hljóðar svo: „í eitur- lyfjum er unglingum hætt/ við alls konar bölvald að glímaý en úr þeirra ^ málum fæst aldrei bættJ því oft skortir peninga og tíma, fann ég hvernig hann, af veikum mætti, herti takið um hönd mína og sendi mér augnaráð, sem sagði mefra en mörg þakkarorð. Kæri vinur, nú þegar þú ert horf- inn á bak við fortjaldið, sem aðskilur líf og dauða, læt ég öðrum eftir að rekja þinn glæsta æviferil, vil ein- ungis þakka ykkur Eygló fyrir ára- langa vináttu og tryggð í garð okkar hjónanna, sem seint mun gleymast. Öllum aðstandendum ykkar sendi ég mína dýpstu samúð. Sigurgeir Þoi-valdsson. þér, þér fannst það svo gott, nudda litlu tásumar þínai’ og finna þig grípa um fingur sem var lagður í lít- inn lófa. I hjarta okkar geymum við minn- inguna um hugrakkan lítinn dreng sem barðist fyrir lífi sínu fram á síð- asta dag. Og brún augu sem horfðu á okkur með svo mikilli athygli. Elsku Ester og Mundi, þið sem hafið staðið ykkur eins og hetjur, engin orð geta huggað, aðeins tíminn. Guð geymi ykkur og litla kútinn okkar, sem við kveðjum með söknuði. Amma, afí og strákarnir. Kveðja frá föðursystur Elsku Aron Valur. Nú ertu farinn, þetta var mjög erfitt fyrir þig og okk- ” ur öll. Ég veit að þér líður vel núna og að Guð og englarnir passa þig fyr- fr okkur, elsku litli frændi. Þín frænka, Þómnn María. Elsku Aron Valur, það er erfitt fyrir okkur að skilja að þú sért farinn til Guðs og englanna. Við sem áttum eftir að heimsækja þig. Við vonuðum að þú yrðir hér hjá okkur á jólunum. Við ætíuðum að passa þig og vera svo góðar við þig en nú vitum við að þú ert ekki lengur mikið veikur á spítal- anum og nú passar Guð þig, við vilj- um kveðja þig með bæninni okkar. Leiddu mína litlu hendi Ijúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Þínar litlu frænkur, jr- Sandra og Sunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.