Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 11 FRETTIR Einn öflugasti áhrifavaldur á strauma og veðurfar í Norður-Atlantshafí í hámarki N orður-Atlantshafss veifl- an er okkar el Nino Morgunblaðið/Ámi Sæberg ROBERT R. Dickson ræðir við starfsbróður á ráðstefnunni um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norð- ur-Atlantshafl, sem nú stendur yfir á Grand Hóteii. N orður-Atlantshafs- sveiflan er fyrirbæri í andrúmsloftinu. Und- anfarna áratugi hefur liðið lengra og lengra á milli sveiflna og er hún nú að verða áratuga- bundin í stað þess að vera árleg. Vísindamað- urinn Robert Dickson segir að hún sé nú í hámarki, en hann kom fram á ráðstefnu um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norð- ur-Atlantshafi, sem lýk- ur á Grand Hóteli í dag. Norður-Atlantshafssveiflan nefnist fyrirbæri, sem ræður lögum og lofum í Atlantshafí. Hún hefur áhrif á hafið með að breyta hitastigi yflr hafínu, með því að blása hafínu til og stjórna regni á mismunandi stöðum. Norður-Atlantshafssveiflan hefur verið í miklum vexti undan- farið og segir Robert Dickson, sem hefur rannsakað hana um langt ára- bil og er nú við rannsóknarmiðstöð í Lowestoft í Suffolk á Bretlandi, að það þýði að áhrif verði til langframa og tala megi um minni strauma. Hann nefndi sem dæmi um það hvað sveiflan væri öflug að þegar hún hefði verið í lágmarki 1970 hefði Atl- antsstraumurinn flutt 50 megatonn af vatni á sekúndu, en 1995, þegar sveiflan hefði verið í því hámarki, sem hún væri enn, hefði straumur- inn flutt 65 megatonn af vatni á sekúndu, samkvæmt mælingum Ruth Cume og Michaels S. MacCartneys hjá Woods Hole-haf- rannsóknastofnuninni í Massachu- setts. „Við köllum þetta ráðandi endur- tekningaferli í andrúmsloftinu," sagði Dickson, sem fyrr í vikunni flutti fyrirlestur um efnið á ráð- stefnu Rannsóknastofnunar Islands á Grand Hóteli, í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta er helsta mynstrið, sem endurtekur sig í andrúmsloft- inu á okkar hluta norðurhvels jarð- ar, og það skýrir um þriðjunginn af breytingum á loftþrýstingi við sjávarmál þannig að sveiflan skiptir talsverðu máli.“ Hann sagði að beint áhrifasvæði sveiflunnar næði frá Flórída og upp á norðurheimskautið, eða frá heittempruðum hluta Atlantshafsins til Beringssunds. Stórt áhrifasvæði „Breytingar á þessu svæði og viðbrögð í vistkerfínu ráðast að mestu leyti af Norður-Atlantshafs- sveiflunni," sagði hann. „Hún er okkar el Ni—no, sem er einnig end- urtekningarferli í andrúmsloftinu og hefur áhrif allt frá Ameríku til Astralíu. E1 Ni~no nær hins vegar ekki inn í Atlantshafíð." Dickson sagði að Norður-Atlants- hafssveiflan hegðaði sér hins vegar öðru vísi en el Ni~no. Um þessar mundir virtist mega miða við að sveiflan stæði í áratug, en í upphafí þessarar aldar hefði hún verið tíðari. Skrár um virkni sveiflunnar næðu aðeins aftur á miðja 19. öldina eða til upphafs hennar þannig að aðeins væri hægt að byggja á undanförnum 150 árum. En á þeim tíma virtist sveiflan hafa tekið breytingum þannig að þrýstingsbreytingar, sem áður virtust árlegar, urðu með lengra millibili um miðbik þessarar aldar. Um leið urðu áhrifin meiri í báða enda sveiflunnar. „Breytingarnar, sem við höfum verið að mæla, eru því bæði miklar og að vissu marki án fordæma," sagði hann. Helsta einkennið þrýstingsbreyting Helsta einkenni Norður-Atlants- hafssveiflunnar er þrýstingsbreyt- ing. Hún er mæld með því að taka muninn á loftþrýstingi við sjávarmál að vetrarlagi milli Portúgals og ís- lands. Hún hefur einkum áhrif í Evrópu, Evrasíu, Norður-Afríku og austurhluta Norður-Ameríku. Norð- ur-Atlantshafssveiflan hefur áhrif á staðbundna vestanvinda yfír hafinu. Þá veldur sveiflan miklu um það hvar óveðra gætir. „Sjómenn þekkja vel til þess hvernig stormar hegða sér yfir Norður-Atlantshafí," sagði Dickson. „Það breytist mjög. Þegar kvarðinn, sem notaður er til að mæla fyrir- bærið, er í lægri kantinum eins og hann var á sjöunda áratugnum, eru stormar bundnir við strönd Band- aríkjanna, en þegar sveiflan fer upp á við færist óveðursvirknin þannig að hún verður mest milli Labrador- hafs og íslands og nær inn á heim- skautið. Undanfarið hefur verið mjög vindasamt yfir Norðaustur- Atlantshafi.“ Flytur til regnbelti Hann sagði að í þriðja lagi hefði sveiflan áhrif á rigningu. A sjöunda áratugnum hefði sveiflan verið í lægð, en á þessum áratug væri hún í hæð. Við sveifluna hefði regnbeltið flust til og regn hefði sérstaklega færst í aukana vestur af Noregi. „Þetta hefur sérstaklega áhrif á seltuna í Atlantsstraumnum við Noreg,“ sagði hann. „Einnig leiðir þetta til þess að hafís leitar meira suður.“ Hann sagði að ýmsar kenningar væru uppi um það að sveiflan hefði ekki aðeins staðbundin áhrif þegar hún væri svona mikil og stæði lengi yfir, en engin þeirra væri sönnuð. í Atlantshafinu væri spurningin hvort hringrásir strauma gætu haft áhrif á sveifluna og hvað það væri, sem réði því hvað langur tími liði milli sveiflna. í íshafinu væri lykilat- riði hvort sveiflan hefði leitt til þess að hlýr undirstraumur úr Atlants- hafi færi undir ísinn á 300 metra dýpi og kæmi á raski. Hann væri einangraður frá ísnum af ferskvatnslagi en spurning væri hver vörn þess væri og ekki væri vitað hvaða áhrif þetta hefur á ís- inn. Ekki ráðið með áhrif á ísinn ,Á meðan ferskvatnslagið er fyrir hendi eru áhrifin ekki mikil á ísinn, en þar sem það hefur hörfað um leið og undirlagið hefur hlýnað, bráðnar ísinn,“ sagði hann. „Sveiflan gerir því hvort tveggja, ýtir á eftir heita straumnum og gengur á einangrun- ina. Þetta hefur hins vegar alls ekki gengið svo langt að hræða þurfi fólk. Þetta er enn sem komið er eðlilegur hlutur, sem hefur gerst áður. Þetta mun aðeins hafa áhrif á takmörkuð- um svæðum í Norðuríshafi og standa yfír á meðan sveiflan er í há- marki. í norðurhöfum er spurningin hvort aukningin á fersku vatni, sem verður vegna rigningar og íss, hefur áhrif á sjóinn, sem kemur suður með strönd Grænlands. Það eru aðeins tvö niðurföll í baðkari hafanna þar sem dýptin er rneiri en 1.500 metrar og þetta er mjög mikilvægt svæði fyrir hafstraumana um allan heim. Spurningin er því hvort þessi breyt- ing á hita og aukning á fersku vatni í norðurhöfum hefur áhrif á hita og seltu efri straumanna, sem stjórna straumakerfi heimshafanna." Árhringir sedrustrjáa í Marokkó Hann kvaðst ekki telja að sveiflan gæti gengið svo langt að ekki yrði aftur snúið. Hann sagði að það styddu rannsóknir, sem gerðar hefðu verið á vexti sedrustrjáa í Atlasfjöllum í Marokkó. Það kynni að hljóma undarlega, en eigi að finna einhvem mælikvarða, sem gerir kleift að meta Norður-Atlants- hafssveifluna að vetrarlagi þegar hennar gætir helst, getur úrkoma gefið bestar vísbendingar. Vöxtur sedrusviðarins í Marokkó byggist á vetrarúrkomunni þannig að hann verður einn besti mælikvarðinn, en einnig er hægt að styðjast við gróð- urleifar í borkjörnum frá Græn- landi. Charles W. Stockton og Mary F. Glueck, sem eru við háskólann í Tucson í Arizona, hafa kortlagt Norður-Atlantshafssveifluna 550 ár aftur í tímann og kynnti Glueck óbirtar niðurstöður þeirra á ráð- stefnunni í Grand Hóteli. Samanburður á árhringjum sedrustrjáa undanfarinna 150 ára og þeim mælingum, sem Diekson nefndi fyrr hér að ofan, sýndi það greinilega fylgni að trjáhringimir eru nothæfur mælikvarði á sveifluna. Langfimasveiflur ekki nýnæmi „Það sem kom í ljós við mæling- una þetta langt aftur var að lang- tímasveiflur af þessu tagi hafa átt sér stað áður,“ sagði Dickson. „Þess vegna höldum við að þetta þurfi alls ekki að vera af mannavöldum, held- ur sé þetta nokkuð, sem gerist í andrúmsloftinu af og til. Það er því ólíklegt að sveiflan nái því hámarki að hún fari ekki til baka. Við höfum fordæmin fyrir hinu. Hins vegar verðum við að fylgjast með þessu vegna þess að standi þetta lengi get- ur það haft áhrif á marga þætti í vistkerfinu og meira að segja ferða- mennsku." Dickson sagði að sveiflan hefði einnig áhrif á viðgang fískstofna vegna þess að vöxtur átu færi eftir því hvort hún væri í lægð eða há- marki. Þegar vindasamara væri í Norður-Atlantshafi væri minna um átu og gæti það seinkað þroska fiska. Mismunandi áhrif við jaðarskilyrði Einnig væri talið að hlýnun Barentshafs væri vegna þess að sveiflan væri nú í hámarki og það hefði haft góð áhrif á þorskstofninn þar. I Norðursjó hefði nýliðun hins vegar verið léleg vegna þessarar sömu hlýnunar. Þarna væri um að ræða tvö svæði þar sem væru jaðar- skilyrði og við það að hlýnaði þar sem væri í kaldasta lagi hefði það þegar áhrif á stofninn en þar sem sjórinn væri í hlýrra lagi mætti hann ekki hitna miklu meira. Dickson sagði að erfiðara væri að negla niður hver áhrif sveiflunnar væru á þorsk við ísland vegna þess að ekki væri hægt að tala um jaðar- skilyrði, þótt heimskautajaðarinn væri rétt fyrir ofan landið. Hann sagði að sveiflan hefði alltaf verið þekkt fyrirbæri en henni hefði sennilega verið gefið nafn á fjórða áratugnum. Herjólfur í slipp til Danraerkur FERJAN Herjólfur fer í slipp til Danmerkur hinn 14. október nk., og er reiknað með að slipptakan taki tvær vikur. Við það bætast um átta sólarhringar sem fara í sigling- ar til og frá Vestmannaeyjum. Að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarfor- manns Herjólfs, verða veltiuggar skipsins yfirfarnir. Skipt verðm- um legur og þéttingar í þeim, auk þess sem aðalvélar skipsins verða yfir- farnar. Reiknað er með að slipptakan kosti um 10 milljónir króna en við það bætist kostnaður við kaup á varahlutum. Ekki hefur verið geng- ið frá frá því hvaða skip kemur í stað Herjólfs í fjarveru hans, en mikið hefur verið leitað, bæði inn- anlands sem erlendis. Að sögn Gríms kemur til greina að Fagra- nesið, sem áður hefur leyst Herjólf af, myndi sjá um bátsferðir milli lands og Eyja á meðan. Herjólfur fer frá Vestmannaeyj- um áleiðis til Árósa í Danmörku síðdegis miðvikudaginn 14. október, og verður selt í ferðina. „Við munum nýta ferðina og bjóð- um farþegum að sigla með okkur, og hafa bíla sína með, til Árósa og aftur til baka þegar að því kemur,“ segir Grímur. --------------- Vilja kanna forkaupsrétt á Þórustöðum FORRÁÐAMENN Vatnsleysu- strandarhrepps hafa ákveðið að freista þess að neyta forkaupsréttar vegna sölu á hluta jarðarinnar Þórustaða á Vatnsleysuströnd sem Hitaveita Reykjavíkur festi nýlega kaup á vegna hitaréttinda við Krísuvík. Kaupverðið var 35 millj- ónir króna. Ætlan hreppsins er að selja Hitaveitu Suðurnesja hitarétt- indi og fjámagna með því kaupin. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps, upplýsti í viðtali við Morgunblaðið í gær að hreppurinn ætti að geta neytt forkaupsréttar vegna þess að jörðin væri landbúnaðarjörð en leggist búskapur af á jörðinni þarf samþykki hreppsins að koma til. Slíkt samþykki hafi ekki verið veitt en jörðin hefur að undanförnu aðal- lega verið nýtt vegna hrossa. Jóhanna sagði hreppinn heldur ekki hafa samþykkt þá tvískiptingu jai'ð- ar ofan og neðan vegar sem gerð hafi verið en Hitaveita Reykjavíkur keypti jarðarhlutann ofan vegar, þ.e. sunnan vegar. Þurfi til þess einnig samþykkti jarðarnefndar auk umsagnar landbúnaðarráðu- neytis og Bændasamtakanna. Sveitarstjórinn segir að sýslu- maður hljóti að kanna hugsanlegan forkaupsrétt þegai- hann fær kaup- samning í hendur til þinglýsingar og þar með eigi Vatnsleysustrand- arhreppur að geta komið formlega inn í málið. Hún telur óeðlilegt að Reykjavíkurborg sé að seilast í hitaréttindi, sem Hitaveita Suður- nesja hefur þegar lýst áhuga á að nýta, og segir að fái hreppurinn að ganga inn í kaupin muni Hitaveitu Suðumesja verða seld hitaréttindi og þannig sé hugmyndin að fjár- magna kaupin. Hjartahlý og áreiðanleg heimilisaðstoð Óskast fyrir aldraða konn í 3—4 klukku- stundir á dag, t.d. frá kl. 12—16, í fjórar vikur frá og með 29. september. Upplýsingar í síma 568 6457.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.