Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON + Guðmundur E. Sigurðsson fæddist 2. nóvember 1938 í Reykjavík. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. september síð- astliðinn. Foreldrar Guðmundar voru Heiga Kristín Guð- mundsdóttir ættuð úr Garðinum og ^ Sigurður Sigurðs- son úr Reykjavík en hann var lengst af bátsmaður á Óðni. Systkini Guðmund- ar eru Sesselja G. Sigurðardótt- ir, f. 4.9. 1930 og Guðfinnur S. Sigurðsson, f. 16.11. 1940. Guðmundur E. Sigurðsson giftist Eygló Jensdóttur 15. nóv- ember 1958 og eignuðust þau fimm börn saman en þau eru: Sólveig Ágústa, f. 22.4. 1959, Helga Kristín, f. 25.5. 1961; Sonja, f. 13.6. 1963; Guðmundur Jens, f. 11.9. 1965 og Ásgeir Freyr, f. 25.2. 1975. Guðmundur bjó í Reykjavík til átján ára aldurs er hann réð sig til vinnu á Keflavíkurflug- velli. Guðmundur hóf siðan störf hjá lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli árið 1958 og starfaði þar óslit- ið þar til hann flutt- ist til Bandaríkj- anna. Guðmundur fór til Bandaríkjanna á vegum fslenska rík- isins árið 1969 til starfa hjá Samein- uðu þjóðunum f New York en síðar varð hann fastráð- inn sem öryggisfull- trúi hjá Sameinuðu þjóðunum fyrstur Islendinga. Hann starfaði hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York til ársins 1996 en þá var hann beðinn um að taka að sér öryggisgæslu hjá Hafréttardómstólnum í Ham- borg í Þýskalandi sem nýtekinn var til starfa. Guðmundur sinnti því starfi til dauðadags. Guðmundur var á yngri árum þekktur sem mikill íþróttamað- ur og sérstaklega þá fyrir sund- iðkun sína en á því sviði vann hann til margra verðlauna og setti auk þess fjölda meta. Utför Guðmundar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Kæri góði bróðir, ég man vel dag- inn þegar þú fæddist í þennan heim. Eg man svo vel gleðina og sorgina sem ríkti heima hjá ömmu og afa á Lindargötunni. Þú fæddist langt fyr- ir tímann svo agnar lítiU og smár. Þú varst gleðin mitt í sorginni, daginn þegar bræður hennar mömmu fórust á skipinu. Þá misstu amma og afi syni sína, eiginkona og unnusta menn sína og þrjú börn feður sína. Þú dafn- aðir svo vel, svo ótrúlega vel og varst vatni ausinn og fékkst nöfnin þín mörgu, Guðmundur Eh'ntínus Sig- urður Árni, í minningu þeirra tveggja. Þú varst tápmikill og frískur drengur, augasteinn okkar allra. Þú fórst oft í gönguferðir með afa niður að höfn og niður í bæ. Þú lékst þér í - * sumarbústaðnum okkar með hinum frændsystkinum okkar, þá var líf okkar og hjarta baðað ljósi, gleði og hamingju. En elsku Gummi minn, dagurinn rétt fyrir jólin hinn 18. desember 1947 þegar mamma dó aðeins 34 ára fer mér aldrei úr minni, þá var myrk- ur í hjarta okkar allra. Mamma var búin að vera lengi veik og liggja oft á sjúkrahúsum. Þú varst nýlega orðinn 9 ára, og Finni litli bróðir okkar orð- inn 7 ára og ég sjálf rétt orðin 17 ára. Eg man svo vel hvað við grétum öll mikið og sárt. Ég var svo lítil í mér en ég reyndi að vera svo stór og sterk vegna ykkar Finna. Ég man jólin þegar kistan hennar mömmu — 1 stóð heima í stofunni á Njálsgötunni og þið Finni vilduð ekki yfirgefa kist- una og sofnuðuð við hana. Mér var sagt að ég yrði að vera svo sterk og ég reyndi að vera dugleg en þetta var svo sárt. Ég veit og þekki hversu djúp og varanleg spor þetta markaði í huga og hjarta okkar allra. Sorgin okkar og söknuðurinn sam- einaði okkur systkinin sterkum bönd- um: Pabbi var alltaf á sjónum og ég tók við heimilinu og reyndi að vera ykkur bæði móðir og systir, en svo komu ráðskonur og ég sjálf gifti mig mjög ung. Nýlega áttum við hjónin með þér yndislega góða stund þegar þú heim- sóttir okkur nú í ágúst síðastliðnum. Þú varst orðinn svo veikur og mátt> farinn en þó svo duglegur og sterkur í baráttu þinni. Þú sast inni í stofu og sagðir við manninn minn: „Mummi, ég man þegar þú komst með . bamapíu og varst að reyna að múta >okkur Finna með súkkulaði til að fara með Sellu systur í bíó.“ Og þú sem við fæðingu varst svo agnar lítUl og smár stækkaðir og óxt úr grasi í fallegan, glæsilegan ungan mann. Þú fórst til vinnu í Keflavík og þar kynntist þú ungri og fallegri stúlku, henni Eygló. Þú komst með hana til okkar hjónanna og kynntir hana fyrir okkur. Ég man hvað þið voruð ung, sæt og hamingjusöm. Þið Eygló giftuð ykkur og eignuðust fimm yndisleg börn. Þú gerðist lög- reglumaður og þið bjugguð fyrst í Keflavík en seinna fluttust þið til Bandaríkjanna þar sem þú starfaðir sem öryggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum. Leiðin til Bandaríkjanna er löng en þráðurinn milli okkar systkinanna slitnaði ekki. Þú hringdir til mín eða sendir mér kort hvar sem þú varst staddur í heimin- um vegna vinnu þinnar. Þegar sorg- in knúði dyra í minni fjölskyldu komst þú til landsins til að styrkja okkur í sorg okkar. Þú varst stór og sterkur maður en með svo ríkar til- finningar og alla tíð óhræddur að sýna þær. Við hjónin viljum þakka þér fyrir það hversu góður og kær frændi þú varst bömum okkar. Hversu góð þið hjónin voruð dætrum okkar þegar þær heimsóttu ykkur til Bandaríkj- anna. Kæri bróðir, þú háðir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm en þú varst ekki einn því þú áttir tryggan og kærleiksríkan lífsförunaut. Elsku Eygló hefur staðið með þér og fylgt þér eftir í baráttu þinni. þú varst svo ríkur því þú naust þeirrar gæfu að vera umvafinn elsku og kærleika af eiginkonu, bömum, tengdabömum og bamabömum. Ég þakka Guði fyr- ir það að ég fékk að eiga þig sem bróður og bið algóðan Guð að varð- veita þig í faðmi sínum. Minning þín lifir, kæri bróðir. Friður sé með þér. Elsku Eygló, Sólveig, Helga, Sonja, Guðmundur og Ásgeir, megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Megi hann breiða kær- leiksarma sína yfir ykkur og umvefja og leiða ykkur í ljósið. Guð geymi minningu þína, kæri bróðir, um alla eilífð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þín systir, Sesselja. Elsku pabbi minn. Þá er komið að stóm kveðjustund- inni sem ég hélt að yrði ekki fyrr en eftir 100 ár. En svona er lífið, við fá- um engu ráðið um það. Ég vil þakka þér allar yndislegu stundimar sem við áttum saman og umhyggjuna sem þú alltaf sýndir mér og minni fjöl- skyldu. Elsku pabbi, ég dáðist að styrk þínum í öllum þínum veikind- um og hvemig þú hafðir alltaf mátt til að láta okkur vita að þú elskaðir okkur þrátt fyrir þína erfiðleika. Guð blessi þig og varðveiti og gefi okkur styrk til að elska lífið á ný. Sólveig Ágústa. Kæri tengdafaðir. Það var um haustið 1991 þegar ég kom til New York í fyrsta sinn sem unnusti dóttur þinnar sem ég sá þig fyrst. Ég var hálf feiminn og vissi ekki við hveiju var að búast, jafnvel hálf hræddur. Þú stóðst við land- ganginn og gnæfðir yfir alla sem þar var svona líka stór og myndarlegur svo af bar. Þú faðmaðir mig um leið og við mættumst og ég var eins og smá krakki í örmum þínum og mér leið eins og ég væri óharðnaður ung- lingur. Alla tíð sýndir þú mér mikla hlýju og stuðning og ætíð fús til að styðja við bakið á okkur þegar eitt- hvað bjátaði á. Hugur þinn var svo hreinn og beinn, allir menn vom jafnir í þínum huga og aldrei gleymi ég því þegar við vomm saman í aðalbyggingu Sameinuðu þjóðanna hvemig þú heilsaðir öllum jafiit stómm sem smáum með sömu hlýju enda afar vel liðinn þar á bæ. Heimili ykkar tengdamömmu var okkur ætíð opið og það var eins og okkar annað heimili alla tíð og verður svo um ókomin ár enda veit ég að þó svo að þú sért farinn yfir móðuna miklu munt þú ætíð vera hjá okkur. Göngutúrarnir um Keflavík og samveran í New York og Newport era stundir sem aldrei gleymast og ekki síður kvöldin í New York þegar þú gafst mér kúbanskan vindil og sjúss með og við þögðum og nutum stundarinnar saman. Orð voru óþörf. Kæri Guðmundur, megi guð varð- veita þig og vera þér náðugur. Elsku Eygló mín, missir þinn er mikill og ég vona að minningin um góðan dreng styðji þig um alla fram- tíð. Þinn styrkur er svo mikill og dugnaður þinn í veikindum Guð- mundar var aðdáunarverður svo af bar. Hann Guðmundur þinn fékk bestu eiginkonuna sem hægt var að fá. Guð veiti þér styrk til að takast á við sorgina. Elsku Sólveig mín, Helga, Sonja, Guðmundur og Ásgeir, missir ykkar er mikill en minningin um góðan föð- ur yljar ykkur um alla tíð. Guð varð- veiti ykkur og fjölskyldur ykkar. Friðjón. Elsku afi minn. Fá orð fá því lýst hversu mikið ég sakna þín, hversu heitt ég elska þig og hversu stolt ég var að eiga þig sem afa minn. Minninguna um þig þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu og varðveita vel. Ég man allar okkar stundir eins og þær hafi gerst í gær, t.d. þegar við vomm að snyrta garðinn og þú leyfð- ir mér að prufa rafmagnsklippumar þínar. Mér fannst ég þá vera svo stór því þú settir ábyrgðina í mínar hend- ur. Ég mun aldrei gleyma hvað mér fannst gott að hafa þig með mér á sundmótum, því þú studdir alltaf svo vel við bakið á mér. Elsku afi minn, ég veit að þér líður vel núna og sál þín hefur fengið frið. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og hlakka til að hitta þig aftur. Megi guð geyma þig. Eygló Anna. Elsku afi minn. Þrátt fyrir alla sorgina í hjarta mínu, þakka ég þér, afi, fyrir allar þær stundir sem við eyddum saman þótt þær hafi verið allt of fáar. Þú varst svo yndislegur maður og gerðir alla ánægða í kringum þig. Þegar við fóram saman út í búð keyptum við aldrei neitt því þú fannst þér alltaf einhvern til að tala við og ekki tók það nú stuttan tíma. Þegar þú komst frá Hamborg fórst þú beint inn á sjúkrahús og ég kom og heimsótti þig af og til og það var svo gott að koma til þín en samt svo erfitt því þú varst svo veikur. En aldrei gaf ég upp vonina, ég var svo viss um að þú myndir ná þér aftur á strik og halda áfram með lífið. Svo komum við inn á sjúkrahúsið 20. september og dóttir þín kom á móti okkur með tárin í augunum og sagði að þú værir værir farinn frá okkur. Eftir smá stund fékk ég að fara inn til þín og tók ég í hönd þína og talaði við þig í fáeinar mínútur. Alltaf fannst mér þú vera að anda og hreyfa þig en svo var því miður ekki. Állar mínar minningar um þig em mér svo dýrmætar, t.d. þegar ég kom í heimsókn til New York og amma sagði mér að fara að sofa áður en þú sofnaðir því þú hraust svo mikið og hátt að ég gæti aldrei sofnað nema að sofna á undan þér. Eins þegar ég hjálpaði þér að þvo bílinn þinn og var öll með ofnæmi á fótunum. Bara ef maður gæti spólað til baka og fengið að upplifa þetta allt aftur. Ég var svo stolt og montin af þér, elsku afi minn, þótt ég hafi aldrei sagt þér það. Ég elska þig svo heitt og innilega, elsku afi minn. Guð geymi þig, elsku afi minn. Karen Lind. Það mun hafa verið um miðja öld- ina að breyting varð á næsta um- hverfi við æskuheimili mitt. Nýtt fólk var komið í næsta hús, nágrannakona okkar, Stefanía Stefánsdóttir, var bú- in að gifta sig ekkjumanni og með honum komu tveir synir hans, Guð- mundur og Guðfinnur. Vegna ná- lægðar og aldurs tókst með okkur vinátta sem hefur haldist. Bræðurnir höfðu eignast sitt annað heimili. Þeir höfðu ungir misst móður sína og ólust upp hjá foður sínum og Sesselju systur sinni, sem hélt heimilinu gangandi. Samskiptin á milli okkar urðu mikil og gengið var daglega á milli húsa, stundum gleymdist að banka, undirritaður var þá oftar í sök. Aldurinn réð því að við Guð- mundur gengum saman út í vorið og þreifuðum á lífinu meðan unglingsár- in gengu yfir, það var ómetanleg reynsla að hafa hann við hlið sér þótt flestir segðu að við væmm ólíkir á margan hátt. Guðmundur kom ávallt til dyranna eins og hann var klædd- ur, sjálfum sér samkvæmur og fór ekki í felur með skoðanir smar. Hann hafði góða eiginleika til að stunda íþróttir og var sund æft af kappi. Eft- ir gagnfræðapróf var farið að móta stefhu og áætlanir gerðar um fram- tíðina. Lífsfómnauturinn fannst og bættist inn í vinahópinn, Guðmundur og Eygló fóm ung að búa í Keflavík og stofnuðu sitt heimili. Þannig liðu unglingsárin og fólk varð fullorðið. Börnin komu í heiminn og hamingjan ríkti. Hús var reist og heimilið tók á sig varanlega mynd. Iþróttir vom áfram stundaðar og áhersla lögð á sund. Komst hann í hóp fræknustu sundmanna Suðurnesja og var krýndur sundkóngur þar. Guðmund- ur átti auðvelt með að umgangast fólk og var það hans sérgrein að vera gleðigjafi með hressandi viðmóti sínu. Þessir eiginleikar komu sér vel þegar hann réð sig í lögregluna. Hann vai' vel liðinn af yfirmönnum sínum og þeim sem hann þurfti að hafa afskipti af í því vandasama starfi sem lögreglan sinnir. Skylduræknin var honum í blóð borin. Ég átti því láni að fagna að heimsækja Guðmund og Eygló þegar þau bjuggu í Want- ana á Long Island-eyju á New York- svæðinu. Þótt tíminn hafi verið naumur var þetta ógleymanleg ferð, Eygló hélt okkur dýrindis veislu og við fómm saman í bæinn. Aðalbygg- ing Sameinuðu þjóðanna var skoðuð og var farið um allar hæðir. Á ferð okkar um húsið var ekki neinn vafi á því að eiginleikar Guðmundar komu sér vel í starfi hans þar. Hann átti sýnilega marga góða kunningja og skipti ekki máli hvert þjóðemið var, öllum virtist líka vel við hann. ísland átti góðan fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum sem kynnti land og þjóð með áhrifamiklum hætti. Á göngu okkar um stræti New York-borgar var stoppað við og við. Við hittum fólk sem Guðmundur þekkti og þurfti að ræða við, var ég upplýstur um borgina á áhrifamikinn hátt og skap- aði nærvera Guðmundar vissa örygg- iskennd. Þegar snúið var heim tryggði Guðmundur það að ég fékk góðan stól í flugvélinni með því að ræða aðeins við afgreiðslustúlkuna. Ég þakka Guðmundi samfylgdina í gegnum árin og votta Eygló og ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Minning- in um góðan dreng lifir. Megi al- mættið hugga ykkur í harmi og veita ykkur styrk í ykkar djúpu sorg. Sveinbjöm Matthfasson. Elsku Guðmundur. Með nokkram orðum langar okkur að kveðja þig. Þú hefur lagt upp í ferðalagið sem við öll munum fara en þangað sem við öll munum fara og hittast aftur. En að þú mundir fara svona snöggt er svo erfitt að trúa. Þú veiktist af þessum illvíga sjúkdómi og við öll trúðum því að tekist hefði að yfirbuga hann en raunin var önnur. Drottinn er minn hirðir migmunekkertbresta . á grænum grundum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur) Þú varst alltaf svo hraustur, mikill sundmaður, alla tíð „sundkóngur" okkar í Keflavík, reglusamur, hár og glæsimenni í alla staði. Við þekkt- umst úr Keflavík. Þú varst giftur Eygló frænku minni. Einstakur kær- leikur einkenndi hjónaband ykkar. Hamingjusólin skein skærar því bömin ykkar em 5, öll ákaflega vel gerð eins og foreldrar þeirra. Við vomm bæði í sundi eins og margir fleiri í ættini. Ég átti þeirrar gæfu að njóta að kynnast ykkur öllum enn betur þeg- ar við vorum starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem við öll bjuggum svo lengi. Fjölskyldur okkar tengdust sterk- ari vináttuböndum. Margar góðar samverastundir áttum við á Man- hattan þar sem mín fjölskylda bjó og úti á Long Island hjá ykkur öllum. Minningarnar eru margar frá Bandaríkjunum en við geymum allar frekari minningai' í huga okkar og hjarta. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Þó ég sé látinn, harmið mig ekld með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til þossins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Khahl Gibran) Örfáar vikur voru í stórafmælið þitt en þú kvaddir daginn fyrir upp- haf Allsherjarþings SÞ í New York þar sem þinn starfsferill var lengst- ur. Elsku Eygló mín, Sólveig Helga, Sonja, Gummi og Ásgeir Freyr, makar, bamaböm og aðrir sem syrgja brottfór Guðmundar, innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur og leiði í ykkar sorg. Megi minningin um góðan dreng ylja okk- ur um ókomna tíð. Ég færi kveðjur frá foreldrum mínum, systkinum og fjölskyldum þeirra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Guðmundur, megi kærleiki guðs umvefja þig í ljósi sínu. Vinar og saknaðarkveðjur. Guðrún Pétursdóttir, Jim Devine, James og Helgi Þór. Yndislegt sumar er að kveðja. Norðan- og austanvindar lemja niður litskrúðug lauf og blóm. Á sama tíma berst stóri, myndarlegi vinurinn okkar fyrir lífi sínu. Hann tapaði sinni baráttu eins og sumarið víkur fyrir haustinu. Ljósbrot minn- inganna streyma fram. Fyrstu kynn- in er Eygló kynnti unnusta sinn, hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.