Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 47-v
MESSUR Á MORGUN
arið er búið að vera yndislegt og nú
mætum við öll í kirkjuna okkar end-
urnærð og full af orku til góðra
starfa.
Messur eru alla sunnudaga kl. 11.
Barnastarfið fer fram á sama tíma
og eru börnin með í messunum
fram að prédikun, en fara þá með
leiðtogum sínum í safnaðarheimilið.
Farið er í nýtt fræðsluefni með
börnunum og svo koma Mýsla og
Músapési í heimsókn. Fræðsluer-
indi verða haldin eftir messu fyrsta
sunnudag í október, nóvember,
febrúar, mars og aprfl. Þá verður og
boðið upp á léttan hádegisvereð.
Fræðsluerindin verða auglýst nán-
ar þegar nær dregur.
Starf fyrir 9-10 ára verða á
fimmtudögum kl. 17 og fyrir 11-12
ára á miðvikudögum á sama tíma.
Æskulýðsfundir fyi-ir 8.-9. bekk
verða á þriðjudagskvöldum kl. 20 og
starf fyrir 9. og 10. bekk verða á
sunnudagskvöldum kl. 20. Annað
hvert fimmtudagskvöld kl. 20 verð-
ur síðan boðið upp á starf fyrir þau
sem lokið hafa 10. bekk og hafa
haldið í framhaldsskóla eða valið
vinnumarkaðinn.
Foreldramorgnar eru alltaf jafn-
vinsælir og verða eins og mörg und-
anfarin ár á þriðjudagsmorgnum kl.
10. Við munum fá til okkar fyrirles-
ara á þessa fundi einu sinni í mán-
uði.
Kyrrðarstundir verða í kirkjunni
á miðvikudögum kl. 12. Það er gott
að staldra við í dagsins önn, setjast
inn í kyrrðina og eiga stund með
sjálfum sér og Guði. Kyrrðarstundir
í hádeginu eru að verða sívinsælli
og er alltaf mikið um fyrirbænaefni
sem berast bæði fyrir stundina og á
stundinni sjálfri. Þannig er kirkjan
athvarf bæði fyrir þá sem sækjast
eftir kyrrð og friði en einnig vett-
vangur til að gleðjast saman og
njóta samfélags við Guð og hvert
annað. Boðið er upp á hádegisverð á
vægu verði í beinu framhaldi af
stundinni.
Helgistundir fyrir aldraða á Sel-
tjarnamesi verða á fimmtudögum í
íbúðum aldraðra og fyrsta þriðju-
dag hvers mánaðar verður samvera
fyrir aldraða í kirkjunni. Samveran
hefst á helgistund og síðan er boðið
upp á fræðsluerindi yfir hádegis-
verði.
Það er ósk okkar að Seltirningar
verði duglegir að muna eftir kirkj-
unni sinni og auðga hana með nær-
veru sinni. Sjáumst í kirkjunni.
Starfsfólk Seltjarnarneskirkju.
Poppguðsþjón-
usta
POPPGUÐSÞJÓNUSTA verður í
Grafarvogskirkjuu sunnudags-
kvöldið 27. september kl. 20.30.
Helgihaldið og tónlistarfiutning-
ur verður með öðrum hætti en í
venjulegum guðsþjónustum.
Sr. Sigurður Arnarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Tónlist flutt
af ungum mönnum úr KFUM. Fé-
lagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar
lesa ritningarlestra og fara með
bænir.
Fermingarbörn og foreldrar
þeirra eru hvött til að koma, en auð-
vitað eru allir hjartanlega velkomn-
ir.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Allir hjartan-
lega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma verður haldin í aðalstöðvum
félaganna á morgun sunnudag kl.
17. Samkoman er tileinkuð upphafi
vetrarstarfsins í barna- og ung-
lingadeildum. Leiðtogar hvattir til
að koma og taka þátt í samkomunni.
Kynning á æskulýðsstarfinu í vetur:
Gyða Karlsdóttir æskulýðsfulltrúi.
Hljómsveitin „Ofur-Baldur“ leikur
tvö til þrjú lög. Hugvekja: Helgi
Gíslason æskulýðsfulltrúi. Barna-
gæsla- og fræðsla á meðan á sam-
komu stendur. Leiðtogum boðið í
léttan kvöldverð að samkomu lok-
inni. Allir velkomnir.
Safnaðarheimilið Sandgerði:
Barnastarf hefst í safnaðarheimil-
inu í Sandgerði á morgun kl. 11.
títskálakirkja. Barnastarf hefst á
morgun kl. 13.30.
Guðspjall dagsins:
Sonur ekkjunnar
í Nain.
(Lúk. 7.)
ÁSKIRKJA: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Arni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir
alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds-
son. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 prestsvígsla.
Biskup íslands herra Karl Sigur-
björnsson vígir þau cand. theol.
Ragnheiði Jónsdóttur til sóknar-
prests í Hofsósarprestakalli, Skaga-
fjarðarprófastsdæmi, cand. theol.
Sigurð Grétar Sigurðsson til sóknar-
prests í Breiðabólsstaðarprestakalli,
Hvammstanga, Húnavatnsprófasts-
dæmi, og cand. theol. Kristínu Þór-
unni Tómasdóttur til héraðsprests í
Kjalarnesprófastsdæmi. Vígsluvottar:
Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur
sem lýsir vígslu. Sr. Dalla Þórðardótt-
ir prófastur, sr. Guðni Þór Ólafsson
prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson
prófastur og sr. Tómas Sveinsson
sóknarprestur. Sr. Hjalti Guðmunds-
son dómkirkjuprestur annast altaris-
þjónustu ásamt biskupi.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Prestur sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson. Organisti Kjartan
Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Barnakór Grensáskirkju syngur
undir stjórn Margrétar J. Pálmadótt-
ur. Organisti Arni Arinbjarnarson.
Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn.
Sr. Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og
barnasamkoma kl. 11. Unglingakór
Hallgrímskirkju syngur undir stjóm
Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdótt-
ur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Jón D. Hróbjartsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði
Pálssyni. Fermingarbörn boðin vel-
komin til starfa. Orgeltónleikar kl.
20.30. Douglas A. Brotchie leikur.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Pavel Manasek.
Bryndís Valbjörnsdóttir og sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Börn og fullorðnir eiga
saman stund í kirkjunni. Umsjón sr.
Jón Helgi Þórarinsson, Lena Rós
Matthíasdóttir og Jón Stefánsson.
LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11. Drengjakór Laugarnes-
kirkju syngur. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karls-
son. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Bjarni Karlsson. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Messukaffi í umsjá
þjónustuhópsins. Kl. 13 kyrrðarstund
í Hátúni 12.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl.
14. Athugið breyttan messutíma. Sr.
Frank M. Halldórsson,
SELT JARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Viera Manasek.
Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir.
Barnastarf á sama tíma.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón-
usta kl. 14. Barnastarf á sama tíma.
Maul eftir messu.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.00 Predik-
unarefni: Hvað er það að vera kirkja?
Eitthvað við allra hæfi. [ miöri guðs-
þjónustu verður börnum fylgt upp í
safnaðarsal þar sem dagskrá verður
við þeirra hæfi. í lok guðsþjónustu
koma síðan foreldrar og aðrir kirkju-
gestir saman, ásamt börnum í safn-
aðarsal í kirkjukaffi. Einnig verður
munað eftir að gefa fuglunum á tjörn-
inni! Allir hjartanlega velkomnir.
Skírnarguðsþjónusta kl. 14.30. Hjört-
ur Magni Jóhannsson
ÁRBÆJARKIRKJA:Guðsþjónusta í
safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11
árdegis. Organleikari Pavel Smid.
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu kl. 13. Foreldrar boðnir velkomnir
með börnum sínum. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Barnakórinn syngur.
Organisti Daníel Jónasson. Fundur
með foreldrum fermingarbarna að
guðsþjónustu lokinni. Tómasarmessa
kl. 20. Altarisganga. Fyrirbænir og
fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kl. 11 messa og
sunnudagaskólinn á sama tíma.
Organisti er Kjartan Sigurjónsson.
Léttar veitingar eftir messu.
PRESTSVÍGSLA verður í Dómkirkjunni kl. 11 á morgun.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová.
Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
Umsjón Ragnar Schram og Hanna
Þórey Guðmundsdóttir. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnudaga-
skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur
sr. Vigfús Þór Árnason. Hjörtur og
Rúna aðstoða. Sunnudagaskóli í
Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurð-
ur Arnarson. Signý og Guðlaugur að-
stoða. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti Hörður Bragason.
Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu
Eir kl. 15.30. Prestur sr. Vigfús Þór
Árnason. Kór Grafarvogskirkju syng-
ur. Organisti Hörður Bragason.
Guðsþjónusta með „léttri sveiflu í
helgri alvöru" kl. 20.30. Sr. Sigurður
Arnarson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Tónlist verður flutt af ungum
mönnum úr KFUM. Félagar úr Æsku-
lýðsfélagi kirkjunnar lesa ritningar-
lestra og fara með bænir. Prestamir.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Sr. íris Kristjánsdóttir
þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða
safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur
Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl.
13. Allir hjartanlega velkomnir. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl.
11 í safnaðarheimilinu Borgum.
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig-
urjón Arni Eyjólfsson. Kór Kópavogs-
kirkju syngur. Organisti Kári Þormar.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Allir krakkar og foreldrar vel-
komnir! Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Ágúst Einarsson prédikar. Organisti
Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í
Mosfellskirkju kl. 14. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mos-
fellsleið fer venjulegan hring. Ath.
Mömmumorgnar (foreldramorgnar)
hefjast í safnaðarheimilinu, Þverholti
3, nk. þriðjudag 29. sept. kl. 10. Jón
Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskólar í Setbergsskóla, Hvaleyr-
arskóla og Strandbergi kl. 11. Kvöld-
messa kl. 20.30 og blessun Hásala
Strandbergs. Herra Karl Sigurbjörns-
son biskup flytur helgunarbæn. Ritn-
ingarorð lesa dr. Gunnar Kristjánsson
prófastur og forystumenn í starfi
safnaðarins. Allir prestar Hafnarfjarð-
arkirkju þjóna. Kvenfélag kirkjunnar
býður til kirkjukaffis eftir blessun Há-
sala.
VÍÐIST AÐAKIRK J A: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón Andri, Bryn-
hildur og Vilborg. Guðsþjónusta kl.
14. Síra Bragi Friðriksson messar.
Kór Vjðistaðasóknar syngur.
Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Kór kirkjunnar leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Hans Markús Haf-
steinsson, sóknarprestur.
KÁLFAT JARN ARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Kór kirkjunnar leiðir
almennan safnaðarsöng. Organisti
Frank Herlufssen. Hans Markús Haf-
steinsson, sóknarprestur.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg-
unguðsþjónusta á Bíldshöfða 10, 2.
hæð kl. 11. Fræðsla fyrir börn og full-
orðna. Sameiginlegur matur eftir
stundina, þar sem allir koma með
mat og leggja á hlaðborð. Almenn
samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð, vitnis-
burðir og fyrirbænir. Allir hjartanlega
velkomnir.
KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl. 11
fyrir krakka á öllum aldri. Samkoma
kl. 20. Stefán Ágústsson prédikar.
Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir vel-
komnir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Ron Philips frá
Bandaríkjunum. Allir hjartanlega vel-
komnir.
KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Guðs-
þjónusta á „Degi heymarlausra“ 27.
september kl. 14 í Grensáskirkju.
Ræðumaður Magnús Sverrisson.
Táknmálskórinn syngur undir stjórn
Eyrúnar Ólafsdóttur. Raddtúlkur
Þórey Torfadóttir. Kaffi eftir messuna
í safnaðarheimili kirkjunnar. Miyako
Þórðarson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: I dag, laug-
ardag kl. 13, laugardagsskóli fyrir
krakka. Sunnudag kl. 19.30 bæna-
stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma.
Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar.
Mánudag kl. 15 heimilasamband fyrir
konur.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri: Kl.
11 sunnudagaskóli. Kl. 17 almenn
samkoma. Mánudag kl. 15 heimila-
samband.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma á morgun, sunnudag, kl. 17.
Samkoman er tileinkuð upphafi vetr-
arstarfsins í barna- og unglingadeild-
um. Leiðtogar hvattir ti! að koma og
taka þátt í samkomunni. Kynning á
æskulýðsstarfinu í vetur: Gyða Karls-
dóttir, æskulýðsfulltrúi. Hljómsveitin
„Ofur-Baldur“ leikur tvö til þrjú lög.
Hugvekja: Helgi Gíslason æskulýðs-
fulltrúi. Barnagæsla- og fræðsla á
meðan á samkomunni stendur. Leið-
togum boðið í léttan kvöldverð að
samkomu lokinni. Allir velkomnir.
Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmda-
stjóri.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morgun-
samkoma kl. 11. Fjölbreytt barnastarf
okkar hefst aftur eftir sumarfrí.
Kennsla fyrir fullorðna. Eftir morgun-
stundina verða seldar léttar veitingar.
Kvöldsamkoma kl. 20. Mikil lofgjörð,
blessun og gleði [ heilögum anda.
Allir hjartanlega velkomnir.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur
sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl.
18 á ensku. Laugardaga og virka
daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa laug-
ardag og virka daga kl. 18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Messa
virka daga og laugardaga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Messa laug-
ardag og virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl.
17.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 17.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Þar sem 26.
september er afmælisdagur Grinda-
víkurkirkju verður boðið til kaffi-
drykkju að guðsþjónustu lokinni í
safnaðarheimilinu. Prestur sr. Hjörtur
Hjartarson. Organleikari Siguróli
Geirsson. Kirkjukór Grindavíkurkirkju
leiðir safnaðarsöng. Fjölmennum. jrL
KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14.
Athugið breyttan messutíma. Barn
borið til skírnar. Altarisganga. Báðir
prestarnir þjóna við athöfnina. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng. Orgelleik-
ari Einar Örn Einarsson.
Messa kl. 10.30. Innsetning djákna í
embætti. Morgunbænir þriðjudag til
föstudags kl. 10. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISPRESTAKALL:
Sunnudagaskólinn hefst kl. 11. Ferm-4
ingarbörn komi til innritunar kl. 14
ásamt foreldrum/forráðamönnum.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta verður sunnudag kl. 14. Sóknar-
prestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Kyrrðarstund mánudag
kl. 18. Sóknarprestur.
BAKKAGERÐISKIRKJA, Borgar-
firði eystra: Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Kristján Gissurarson. Allir
hjartanlega velkomnir. Sr. Baldur
Gautur Baldursson.
LANDAKIRKJA Vestmannaeyjum:
Kl. 11 fjölskylduguðsþjónusta.
Sunnudagaskólinn settur og barna-
efni vetrarins kynnt. Nýtt efni, lifandi
söngur, bæn og lofgjörð. Börniri,'~
mega gjarnan taka foreldra sína með.
Allir eru hvattir til að mæta tímanlega
vegna afhendingar á nýju bókunum.
Molasopi í safnaðarheimilinu eftir
guðsþjónustu. Kl. 20 æskulýðsfundur
í safnaðarheimili Landakirkju.
AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta
fellur niður, sunnudag, vegna héraðs-
fundar Borgarfjarðarprófastsdæmis.
Sóknarprestur.
Fríkirkjan
í Reykjavík
Fjölskylduguös-
þjónusta kl. 11.00.
Predikunarefni:
Hvað er að vera kirkja?
Eitthvað við allra hæfi. I miðri guðs-
þjónustu verður börnum fylgt upp í
safnaðarsal þar sem dagskrá verður við
þeirra hæfi. í lok guðsþjónustu koma
forreldrar og aðrir kirkjugestir saman,
ásamt bömum í safnaðarsal í kirkju-
kafffi. Einnig verður að muna eftir að
gefa fuglunum á Tjörninni!
Allir hjartanlega velkomnir.
Skírnarguðsþjónusta
kl. 14.30.
Hjörtur Magni Jóhannsson
safnaðarprestur.
m
-E3L.k