Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 66
. 66 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
I DAG
Alþjóðlegur
baráttudagur
heyrnarlausra
ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur
heyrnarlausra er sunnudaginn 27.
september. Baráttudagur þessi hef-
ur verið haldinn hátíðlegur víðsveg-
ar um heim í 10 ár og þennan dag
nota heymarlausir tækifærið til
þess að vekja athygli á baráttumál-
um sínum og menningu.
-t Félag heyrnarlausra var stofnað
árið 1960 og er heildarsamtök
heyrnarlausra á íslands. Markmið
félagsins er að bæta stöðu heyrnar-
lausra og heyrnarskertra í samfé-
laginu, stuðla að réttindum þeirra
til jafns við aðra og rjúfa félagslega
einangrun þeirra með öflugu félags-
lifi, fræðslu og ráðgjöf. Einnig mið-
ar félagið að því að koma upplýsing-
um til almennings um heymarleysi,
menningu og tungumál heymar-
lausra, íslenska táknmálið.
Undanfarin ár hefur Félag
heyrnarlausra staðið íyrir penna-
sölu í tengslum við dag heyrnar-
lausra og hefur það verið mikilvæg-
ur þáttur í fjáröflun félagsins.
„Stuðningur almennings í landinu
hefur verið ómetanlegur og gert
Félagi heymarlausra kleift að
standa vörð um hagsmuni félags-
manna og hefur margt áunnist und-
anfarin ár. En til að gera enn betur
og stuðla að bættri stöðu heymar-
lausra í íslensku samfélagi er
áframhaldandi stuðningur nauðsyn-
legur. Næstu daga munu pennarnir
verða til sölu víðsvegar um land og
vonast félagið eftir því að almenn-
ingur taki vel á móti sölufólki," seg-
ir í fréttatilkynningu.
Norrænar kvikmyndir
fyrir börn og unglinga
alla sunnudaga
BARNADAGSKRÁ vetrarins í
Norræna húsinu er að byrja og
verður hún með hefðbundnu sniði.
Segir í tilkynningu að kvikmynda-
sýningar fyrir böm og unglinga hafi
verið einkar vinsælar og vel sóttar.
Þær hefjist sunnudaginn, 27. sept-
ember, kl. 14.
Sýnd verður leikbrúðumyndin
„Fyrtpjet" sem gerð er eftir ævin;
týri H.C. Andersen, Eldfæranum. í
þessari stuttmynd endursegir rúm-
ensk-danski snillingurinn Mihail
Bodica ævintýrið. Myndin hefur
fengið viðurkenningar og er hún
einstæð að því leyti að brúðumar
sýna táknmálshreyfingar um leið og
þær tala. Hún hentar því einnig
heyrnarskertum. Myndin er ætluð
börnum frá 6 ára aldri jafnt sem
fullorðnum, segir enn fremur. Hún
er með dönsku tali og er 36 mín.
löng. Aðgangur er ókeypis.
„Flottar báðum megin“
Nýkomnar vendi-
dúnúlpur
100% dúnn
Dúnúlpa
Dökkblá/rauð
St. S-XXL
Verð 7.960
Dúnúlpa
Dökkblá/blá
St. 128-176
Verð 6.980
Jan-tex
skíðaúlpa.
Vind-/vatnsheld
m/öndun.
St. S-XXL
Verð 9.945
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina
Símar 551 9800 og 55! 3072. Heimsíða: www.mmedia.is/sportleigan
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sjúkraskrár
S.R.
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
,AUar sjúkraskrár
Sjúkrahúss Reykjavíkur
opnar fyrir starfsfólk
tryggingafélaga og starfs-
menn örorkunefndar,"
segir Jóhannes M. Gunn-
arsson, lækningaforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
(Eru til lög og reglur sem
leyfa þetta heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra?)
Þetta segir hann í svar-
bréfi til undirritaðs hinn
11. september. Þar segir
hann að við það að óska
eftir mati á tjóni vegna bif-
reiðaslyss, samþykki tjón-
þoli það að nauðsynlegra
upplýsinga sé aflað eins og
eyðublað örorkunefndar
ber með sér. Sama á við
um tjónstilkynningar
tryggingafélaga. Hefur
hann aldrei séð eyðublað
örorkunefndar, en á því er
vitnað í lög og reglugerðir.
Þvi mun ég upplýsa hann
um það hér.
í svari yðar kom fram að
það eru engar heilsufars-
upplýsingar undanskildar
til örorkunefndar og eyðu-
blað örorkunefndar beri
það með sér. Á eyðublaði
örorkunefndar dags. 19.11.
1996 og matsbeiðandi er
VIS vátrygging hf. stend-
ur orðrétt: „Matsbeiðni
skv. 10. gr. laga nr.
50/1993 sbr. reglugr. nr.
335/1993.“
„I 10. gr. laga nr.
50/1993 segir: Ráðherra
setur reglugerð um starfs-
háttu örorkunefndar." Og í
reglugr. nr. 335/1993 um
starfsháttu örorkunefndar
er ekkert sem heimilar
þeim að fara í gamlar
sjúkraskrár og hvað þá að
falsa þær og misnota. En í
3. gr. stendur orðrétt:
„Beiðni um álit skal vera
skrifleg og rituð á eyðu-
blað sem nefndin lætur í
té. Með beiðni skulu fylgja
skýrslur um atvik að tjóns-
atburði og afleiðingar
hans. Einnig skulu fylgja
ítarleg vottorð lækna sem
stundað hafa tjónþola
vegna tjóns hans.“ Og síð-
ar: „Nefndin getm- að auki
lagt fyrir matsbeiðanda og
eftir atvikum tjónþola
sjálfan að leggja fram við-
bótargögn eftir þvi sem
nefndin telur ástæðu til.“
Örorkunefndin getur
lagt fyrir tjónþola sjálfan
að leggja fram viðbótar-
gögn, eins og siðaðir menn
gera, en ekki æða inn i
sjúkraskrár án þess að lög
og reglur leyfi.
I lögum og reglum um
réttindi sjúklinga sem öðl-
uðust gildi 1. júlí 1997 segir
orðrétt: „Sjúkraskár skulu
geymdar á tryggum stað
og þess gætt að einungis
þeir starfsmenn sem nauð-
synlega þurfa hafi aðgang
að þeim. Og iækni er skylt
að afhenda sjúklingi eða
umboðsmanni hans afrit
sjúkraskrár, allar eða að
hluta. Sama gildir gagnvart
opinberam aðilum sem lög-
um samkvæmt athuga
kvörtun eða kæru sjúklings
eða umboðsmanns vegna
læknismeðferðar."
Eg var ekki hjá örorku-
nefnd í læknismeðferð
heldur eingöngu með
beiðni um endurupptöku
vegna 11. gr. skaðabótalaga
og því enga nauðsyn eða
læknismeðferð um að ræða
og íyrir utan það að lög og
reglur um réttindi sjúk-
linga sem öðluðust gildi 1.
júlí 1997 eru hafin yfir eitt-
hvert staðlað eyðublað frá
örorkunefnd síðan 19.11.
1996.
Einnig kemur fram í
svari þínu að læknar sem
leitað er til á vegum ör-
orkunefndar og trygginga-
félaga, eru bundnir þeim
skyldum að veita rétta upp-
lýsingar og meta þær á
sem réttastan og heiðarleg-
astan hátt.
Yfirlæknir á SHR og
starfsmaður örorkunefnd-
ar hefur upp úr sjúkraskrá
minni um rannsókn er þar
var gerð 1981 fer ef til vill í
aðgerð eftir helgina og að
þar hafi komið fram lömun
er var svo fáránleg að hún
gerði veikleika í armflækju
svo fjölhæfan að hann svaf
(varla svefni hinna rétt-
látu) í rám 11 ár í vinnu og
við smíðar og framhjá bif-
reiðaslysi árinu áður en í
slysið 4. nóvember 1993
(þvílíkur svefn það) og
vaknaði svo við slysið í
nóvember 1993. (Um þetta
furðulega gen þarf að upp-
lýsa og ef til viU getur Kári
það).
Guðmundur
Ingi Kristinsson.
SKAK
IJmsjón Margeir
Fétiirsson
STAÐAN kom upp á
svæðamóti Norðurlandanna
í Munkebo í Danmörku.
Hannes Hlífar Stefánsson
(2.535) var með hvítt og átti
leik gegn Helga
Ólafssyni (2.505).
Svartur var með peð
yfir en lék síðast 29. -
Ha8-d8 sem gaf hvíti
færi á að jafna taflið.
30. Hxg7+! - Kxg7
30. - Kf8 31. Hg6
leiðir til sömu niður-
stöðu) 31. Bxf6+ -
Kxfii 32. Hxd8 -
Hb4+ 33. Kcl - h5
34. Hd7 - Ha4 35.
Kb2 - h4 36. Kb3 -
Ha5 37. c4 - Hg5 38.
Hxa7 - Hxg2 39. Hh7
- Hg3+ og samið um
jafntefli. Hinni kapp-
skák þeirra Hannesar og
Helga lauk á sama veg og
varð þá að framlengja og
tefla atskákir því útsláttar-
íyrirkomulag gilti á mótinu.
Þá hafði Hannes betur eftir
miklar sviptingar.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur hefst á morg-
un í félagsheimili TR, Faxa-
feni 12. Síðasti skráningar-
dagur í dag.
HVÍTUR leikur og tryggir
sér jafntefli.
Víkverji skrifar...
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir viðgerð á ytra byrði Bessa-
staðakirkju og er það vel að þessu
merka guðshúsi, sem var vígt 1796
og er með elztu steinhúsum á land-
inu, skuli vel haldið við. Víkverja
finnst að nú ætti næsta skref að
vera það að koma kirkjunni í sína
upprunalegu mynd að innanverðu.
Stórkostleg spjöll voru unnin á
henni árin 1947 og 1948, þegar upp-
ranalega innréttingin, smíðuð eftir
teikningum G.D. Anthons, þess
sama og teiknaði Viðeyjarkirkju og
Landakirkju í Vestmannaeyjum,
var rifin úr kirkjunni og í staðinn
sett „nýmóðins" innrétting eftir
teikningu Guðjóns Samúelssonar,
húsameistara ríkisins. Þótt Víkverji
sé aðdáandi Guðjóns og flestra
verka hans fer ekki á milli mála að
„endurbæturnar" á Bessastaða-
kirkju vora mistök og yrðu ekki
leyfðar í dag. En uppranalega inn-
réttingin er að stærstum hluta til á
Þjóðminjasafninu og fyrir skömmu
fannst einnig hluti hennar á fjóslofti
á Bessastöðum. Víkverji leggur til
að upprunalegu innréttingunni
verði komið fyrir í Bessastaðakirkju
á ný og innréttingin frá fimmta ára-
tugnum sett á Þjóðminjasafnið sem
dæmi um mistök í byggingarlist,
sem ekki era til eftirbreytni.
XXX
BANDARÍSKA utanríkisþjónust-
an gefur út upplýsingablöð fyrir
ferðamenn („consular information
sheet“) um hvert einasta ríki í heim-
inum. Þar er lýst aðstæðum í viðkom-
andi landi, hvort ferðaþjónusta sé
þróuð eður ei, hvað beri að varast og
hvemig beri að hegða sér tii að kom-
ast hjá vandræðum. í þessum upp-
lýsingablöðum er yfirleitt tínt til það
helzta, sem orðið gæti til þess að
ógna lífi og limum ferðamanna. Svo
dæmi séu tekin af löndunum, sem
era sitt hvora megin við ísland í staf-
rófsröðuðum lista utanríkisráðuneyt-
isins, er varað við mannránum, ætt-
bálkaerjum og vasaþjófnaði í Ind-
landi og í Ungverjalandi er ferða-
mönnum ráðlagt að vera á varðbergi
gagnvart ránum á götum úti, þjófn-
aði af hótelherbergjum og bílstuldi.
xxx
EN VIÐ hverju skyldi nú banda-
ríska utanríkisráðuneytið sjá
ástæðu til að vara bandaríska ferða-
menn, sem leggja leið sína til ís-
lands? Jú, eina hættan, sem er til-
greind, er „óreiðan" í miðborg
Reykjavíkur um helgar. Fregnir af
hinu viliimannlega ástandi, sem ríkir
í miðbænum á föstudags- og laugar-
dagskvöldum, fara greinilega víða.
Fer ekki að verða kominn tími til að
hreinsa upp ósómann með samstilltu
átaki borgaryfiiTalda og lögreglu?
xxx
* ..
AOÐRUM stað í borginni ríkir
fullkomin óreiða á hverjum
degi, þótt af öðram toga sé en lætin
í miðbænum. Hér á Víkverji við hið
stöðuga umferðaröngþveiti, sem
einkennir syðri hluta Skeifunnar,
Faxafen og Fákafen. Skipulag
þessa svæðis er svo fráleitt, að
mesta furða má heita að nokkur
komist út úr þessum stærsta um-
ferðarhnút borgarinnar, sem einu
sinni hættir sér inn í hann. Víkverji
heyrði haft eftir arkitekt nokkrum
að skipulag svæðisins hefði verið í
sæmilegu lagi áður en stjórnmála-
menn komust með puttana í það og
klúðraðu því. Ætli stjórnmálamenn-
imir geti gert eitthvað til að laga
klúðrið sitt aftur, svo það sé hægt
fyrir venjulegt fólk með takmarkað-
an tíma að leggja leið sína t.d. í
Hagkaup í Skeifunni?