Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 45. AÐSENDAR GREINAR Hagfræði Kaldors, GSP og LÍtí ÁRATUGUM saman hefur þjóð- inni verið talin trú um að hún lifi eingöngu á fiski. Sumir þingmenn og jafnvel ráðherrar halda að 80% af þjóðarframleiðslunni megi rekja til fiskveiða og vinnslu en hið rétta er að einungis 9% af verðmætasköpun hagkerfisins má rekja til fiskveiða og önnur 5% til fiskvinnslu. Einung- is 10% vinnuaflsins starfa við veiðar og vinnslu. Kaupmáttur úr haflnu „Pað lóðar á betri tímum!“ er yfir- skrift auglýsingar sem birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 19. september sl. Auglýsingin er liður í svokölluðu fræðsluátaki LÍÚ og sú fyrsta í röð opnuauglýsinga sem eiga að birtast í blaðinu næstu laug- ardaga. Hin virta auglýsingastofa GSP, sem meðal annars samdi slag- orðið Mjólk er góð og vann fyrir sig- urvegarann í síðustu forsetakosn- ingum, hefur sem sé fengið það hlut- verk að segja okkur að hækkandi seiðavísitala þorsks sé að skila þjóð- inni auknum kaupmætti og hagsæld. Ég sé fyrir mér að á næstu vikum verði okkur talin trú um að það sé þjóðinni fyrir bestu að fáeinum aðil- um séu gefnar auðlindir fiskimið- anna við Island til að versla með sín á milli. í auglýsingunni segir í feitletruð- um texta: „Fyrstu vísbendingar um þróun kaupmáttar á íslandi sjáum við alltaf í hafinu." Pað má til sanns vegar færa því að sveiflur í fiskveið- um hafa jafnan raskað stöðugleika hagkerfisins og birst þannig í sveiflukenndum kaupmætti launa. Við sjáum þetta m.a. á því að launa- þróun í iðnaði hefur fremur fylgt heildaraflatekjum en framleiðni í iðnaði. Ferlið hefur kostað ótal gengisfellingar, valdið verðbólgu, dregið úr fjölbreytni atvinnulífsins Sú stefna, sem alið er á / / í auglýsingu LIU, segir Ingólfur Bender, á rætur sínar í hagfræði þess tíma þegar minna var vitað en nú er um uppruna hagvaxtar og hagsældar þjóða. og leitt til þess að velferð hér er minni en ella. Við getum að minnsta kosti tekið undir það að hagsveifl- urnar koma úr hafinu. Það var þessi gamla lumma um að kaupmátturinn komi úr hafinu, skrejdt með seiðavísitölu þorsks og mynd af þróun kaupmáttar hér á landi frá 1990, sem varð tilefni þess- arar greinar. Grunnur- inn að þeirri kaupmátt- araukningu, sem við upplifum nú, var lagður með samstilltu átald þjóðarinnar. Verðbólg- unni var komið niður fyrir tveggja stafa tölu í upphafi þessa áratug- ar. Stefna stöðugleika og aukins frjálsræðis var mótuð og á grund- velli hennar var hafin endurreisn atvinnulífs- ins eftir að uppsveifia í fiskveiðum hafði enn eina ferðina sprengt þakið af samkeppnis- stöðunni og botninn úr hagkerfinu á síðasta áratug. Kaup- máttaraukningin nú, að því marki sem hún er varanleg, er þess vegna ekki hvalreki úr hafinu heldur af- leiðing af þessari stefnu stöðugleika og frjálsræðis. Úrelt mismunun Sérgreind atvinnustefna hefur verið n'kjandi hér á landi sem og víða annars staðar. Sú stefna, sem alið er á í auglýsingu LIÚ, á rætur sínar í hagfræði þess tíma þegar minna var vitað en nú er um upp- runa hagvaxtar og hagsældar þjóða. Sú hagfræði byggðist á þeim djúp- stæða misskilningi að sumar at- vinnugreinar væru í alla staði mikil- vægari og því rétthærri en aðrar. Sérstaklega voi-u það útflutnings- greinarnar sem nutu hylli en hinar voru litnar hornauga - jafnvel kall- aðar afætur. Nýlega kom hingað til lands í boði Samtaka iðnaðarins prófessor við Cambridge-háskóla að nafni Robert Rowthom. Hann er frægur fyrir skrif sín um orsakir minnkandi vægis iðnað- ar í vinnuaflsnotkun þjóða. Flutti hann um það erindi í boði sam- takanna. I hagfræðinni er hann þó ef til vill þekktastur fyrir að hafa afsannað villukenningu um uppruna hagvaxtar sem víða var lögð til grundvallar sérgreindri atvinnustefnu á sjöunda og áttunda áratugnum. Kenningin er kölluð lögmál Kaldors. Lögmál Kaldors Lögmál þetta spratt upp úr vangaveltum breska hagfræðingsins Nickulásar Kaldors um höft hag- vaxtar. Hélt hann því fram að hag- vöxtur væri hægari þegar útflutn- ingsgreinarnar kepptu á jafnræðis- grundvelli við aðrar greinar - afæt- urnar - um vinnuaflið. í villu sinni mælti hann með því sem varð að veruleika í Bretlandi árið 1966 þeg- ar komið var á sérgreindum tekju- skatti í þeim tilgangi að hvetja fólk til að vinna við útflutningsgreinarn- ar en flýja hinar. Skattur þessi var að allri gerð svipaður og sjómannaafslátturinn sem fyi-irfinnst í okkar skattkerfi. Sjómannaafslátturinn og margs konar viðlíka sértækar aðgerðir undanfarinna áratuga, sem of langt væri upp að telja, byggjast á viðlíka villutrú. Rowthorn sannaði svo hressilega að lögmál Kaldors væru staðlausir stafir í grein sem hann skrifaði í Jo- urnal of Economics árið 1975 að Kaldor sjálfur lýsti sitt eigið hug- verk dautt og ómerkt sama ár. Sér- greindi tekjuskatturinn var aflagður' í Bretlandi en sjómannaafslátturinn er hér enn við lýði._ Kaldor gamli ætlar að tóra lengi á Islandi. Spor í rétta átt? Að undanförnu hefur mönnum orðið tíðrætt um nauðsyn þess að auka þjóðhagslegan sparnað til að sporna gegn þenslu í íslenskum þjóðarbúskap. Ymsar leiðir hafa verið nefndar s.s. aukið aðhald í op- inberam rekstri, að nýta þær skatt- tekjur sem góðærið skapar til að greiða niður erlendar skuldir og,- hvetja einkaaðila til sparnaðar. Mér er ljóst að stjórnvöld telja það frá- leitt að útgerðin greiði neitt fyrir auknar aflaheimildir, þrátt fyrir hækkandi verð á sjávarafurðum. Má ef til vill leggja til að tækifærið verði þó notað til að leggja af þá mismun- un sem felst í sjómannaafslættinum? Um er að ræða ríflega einn og hálf- an milljarð ki-óna og munaði um minna til að „lækka hitann“ í hag- kerfinu ef sú fjárhæð væri nýtt til að greiða niður erlendar skuldir. Stóra spurningin er auðvitað þessi: Ætla stjórnvöld að gera eitt- hvað til þess að draga úr vaxandi þenslu sem kynt er undir með aukn- um afla og hækkandi verði á sjávar* afurðum eða á þessi uppsveifla í hagskei-finu að leiða til verðbólgu- holskeflu eins og allar hinar? Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur Bender ISLENSKT MAL SVO HEFUR vitur maður sagt, að sannleikurinn sé ekki í bókum og auk heldur ekki í góðum bókum. Víst er um það, að seint höndla menn allan sannleikann, enda skilst mér að enn sé jafnvel vafi á því hvað sannleikur sé. I manntölum og kirkjubókum, sem eru grunnheimildir íslenski'a nafnai'annsókna frá síðari öldum, koma fyrir skekkjur, og sumt hefur fallið niður. Meðal rannsakenda á þessu sviði nefni ég með sérstakri virðingu próf. Bjöm Magnússon. Hann vann geysihagleg verk úr manntölunum 1801 og 1845. En alltaf er hægt um að bæta, og hér fer á eftir bréf frá Torfa Guð- brandssyni í Reykjavík sem ég birti með ánægju og þakklæti: ,;Hr. Gísli Jónsson. I þættinum [968] er vitnað í Ár- bók Þingeyinga 1994, þar sem ver- ið var að ræða um sjaldgæft kven- mannsnafn: „Ekki átti næsta nafn langlífi að fagna, sem kannski er eðlilegt. Óvída eða Ovída eða jafn- vel Ovídá hét ein stúlka á Islandi 1845, þingeysk: Ovída Jónasdóttir 11 ára í Hvammi í Höfðahverfi ...“ Af þessari tilvitnun má ætla, að aðeins ein stúlka á Islandi hafi bor- ið þetta einkennilega nafn árið 1845. Pví skal hér með upplýst að langamma bréfritara bar nafnið Ovídá og var Amfinnsdóttir. Ovídá var oftar nefnd Ovidía í kirkjubók- um og er hún talin fædd árið 1809 í Furufirði á Hornströndum. For- eldrar hennar voru hjónin Arnfinn- ur Jónsson bóndi þar og Guðrún Jónsdóttir frá Tröð í Áiftafirði. Ovídá átti þrjú systkini, eitt þeirra var Guðrún seinni kona Gísla Kon- ráðssonar sagnaritara. Ovídá gift- ist aldrei og er jafnan ski'áð vinnu- kona í kirkjubókum. Með Gísla Bjarnasyni í Ármúla eignast hún árið 1838 soninn Jens Jakob, sem líklega hefur orðið skammlífur. En tíu árum seinna elur hún telpu er hlaut nafnið Matthildur, sem síðar varð merk húsfreyja á Smáhömr- um í Strandasýslu og dó 102 ára. Faðh' Matthildar var unglingspilt- ur, Benedikt að nafni Jónsson Ormssonar frá Kleifum í Gilsfirði, er síðar varð héraðshöfðingi og bóndi á Kirkjubóli í Tungusveit. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 972. þáttur Foreldrar Matthildar höfðu verið samtímis í Bæjum á Snæfjalla- strönd um nokkurra ára skeið og þar fæddist þetta barn þeirra. En hjónaband kom aldrei til greina, enda var aldursmunur þeirra mik- ill, því að Ovídá var komin hátt á fertugsaldur. Þar sem ég undirritaður á til- veru mína að vissu leyti henni Ovídá Arnfinnsdóttur að þakka vil ég ekki láta hjá líða að minna á, að þær voru að minnsta kosti tvær konurnar, sem báru þetta óvenju- lega nafn árið 1845. Með bestu kveðjum og þökk fyr- h' þættina.“ ★ Félagi minn hefur beðið mig að skrifa um orðið sund, og tek ég þann kost að fara að mestu leyti eftir 15 ára gömlum þætti um það efni: Við stærum okkur oft af því, ís- lendingar, að við varðveitum betur fornan málarf en gi'annar okkar í heiminum. En undantekningar eru í þessu efni sem löngum endranær. Þjóðverjar hafa sögnina schw- immen, Danir svömme, Englend- ingai' swim og Færeyingar svimja. En hvemig höfum við farið að? Við höfum gloprað niður þremur sögnum sem hafðar vora um þessa íþrótt: svimma, svima og symja. Hin fyi-sta þessai-a sagna mun hafa beygst eftir 3. hljóðskiptaröð, þ.e. svimma, svamm, summum, sum- mið. Svima beygðist eftir 4. röð: svima, svam, svámum, sumið. Hér er athugandi að í fornöld hafði v- hljóð þá áráttu að hverfa með öllu, ef því var áskapað að lenda næst á undan varamynduðum (kringdum) sérhljóðum (o, ó, u, ú). Sögnin symja lítur út fyrir að hafa beygst veikt. í stað alh'a þessara er svo komin sögnin að synda, og er hún reyndar gömul í máli okkar. Nú vakna ýmsar spurningar um upp- runa og skyldleika. Ég gæti hugsað mér að nafnorð- ið sund væri orðið til úr sumd, og væri sú orðmynd náskyld íjórðu kennimynd af svima. Þess eru nokkur dæmi að md breytist í nd. M-ið líkist dé-inu að því leyti að breytast úr varahljóði í tannhljóð, svo sem dé-ið er. Þetta kallast á máli fræðanna ófullkomin samlög- un (tillíking). Hliðstæður eru sam- kumda sem verður samkunda og framburðarmyndin kondu fyrir komdu. Hér finnst mér guði þakk- andi fyrir að ekki varð fullkomin samlögun, því þá hefði sund breyst í sudd. Það er of suddalegt fyrir minn smekk. í Lappamáli í Noregi kemur fyrh- þess konar mynd með tveimur dé-um. Um upprunann þykir mér trú- legast að orðið feli í sér einhverja hreyfingu og jafnvel hljóðlíkingu. Þetta ætti að vera skylt sögninni að svamla, og heilmikinn buslu- gang kenni ég í gegnum gotneska orðið swumsl, sem mér var kennt að þýddi sundpollur. Ekki er allt „sund“ sú athöfn að synda. Fyrir kemur t.d. sund í merkingunni millibil. í Grettis sögu segir, þá er söguhetjan elti nafna minn Þorsteinsson: „Fór Gretth’ aldri harðara eftir en sund var í milli þein-a.“ Óvíst er hvort orðið sund í þessari merkingu og annarri svipaðri sé af sama stofni og það sund sem fyrr var ritað um. Sund, sama sem miliibil, væri lík- lega rétt að tengja atviksorðinu sundur, og má þetta svo sem allt vera skylt í ættir fram. Ég ímynda mér t.d. að ópersónulega sögnin að svima (mig svimar) sé skyld þessu. Einhver hreyfing er í þessum orð- um, eins og svúni (svimi), sveima; svífa, svíkja, sveigja og sveipa. I þessum hópi standa sérhljóðin í fyrstu hljóðskiptaröð, og v-ið helst, af því að sérhljóðin, sem koma næst á eftir því, eru ókringd (gleið). ★ Hlymrekur handan kvað (a la Jónas Ámason): Frú Lísibet leit út um gluggann, og það angaði af henni fuggan; þar lá Finnur í Þúfu grátandi á grúfu. „Aheg gaga að ég nenni að hugg ‘ann.“ Auk þess fær Jón Ársæll Þórð- arson stig fyrir „fimm sljama bíó- mynd“. Of oft hef ég heyrt fimm „stjörnu" mynd eða fimm „stjörnu" hótel. Já, og Karl Garð- arsson annað stig fyrir að líta á veðrið, en ekki „kíkja“ á það. Hverju(m) má treysta? EKKI er á nokkurn hallað þótt fullyrt sé að Sjálfstæðisflokkurinn er sérstakur málsvari frelsis og lýðræðis, réttlætis, friðhelgi einkalífs og mannhelgi, kristilegrar siðfræði og umburðarlyndis. Vegpa þessa hefur hver Is- lendingur rétt til að velja og rétt til að tjá skoðun sína. Það er borgaraleg skylda hvers manns að láta álit sitt í ljós, ef honum finnst mikilvægum al- mennum hagsmunum misboðið. Barátta fyrir einkahagsmunum getur vissulega haft mikið almannagildi, og um það eigum við góð dæmi Þorgeirs Þor- Smíði lagafrumvarps um gagnagrunn var myrkraverk, segir Jóhann Tómasson, og þingmanna bíður að bjarga heiðri löggjafans, vöggu lýðræðisins í landinu. geirssonar og Jóns Ki'istinssonar. Slík dæmi eru þó yfirleitt undan- tekningar. Fyrir nokkram árum réðst þekktur lögmaður á trygg- ingafélögin og ekki sízt af miklu of- forsi á þá- og núverandi dómsmála- ráðherra og kvaðst gera það af rétt- lætiskennd sem málsvari þeirra, sem ekki gætu borið hönd fyrir höf- uð sér. Af ótal ástæðum má hafa um það efasemdir hvort borgaralegt hugrekki eitt hafi knúið Jón Steinar Gunnlaugsson til atlögunnar. II Forstjóri Islenzkrar erfðagi'ein- ingar var spurður að því í sjónvarps- þætti í sumar, hvort ekki væri eðli- legt að margnefndur gagnagi'unnur yrði í eigu og vörzlu íslenzka ríkis- ins. Forstjóri IE kvaðst þvi miður verða að segja það, þrátt fyrir góðvini sína í stjórnarráðinu, að hann treysti ekki ís- lenzka ríkinu. Þetta má kalla talsverða kok- hreysti hjá manni, sem íslenzk stjórnvöld veittu ósvífna fyrir- greiðslu, svo ekki sé meira sagt, þegar þau veittu honum ótak- markað lækningaleyfi 10. júní 1977. Hann hafði þá uppfyllt 7/10 af tilskildum kröfum og hefur ekki bætt við síð-' an. 1. júlí 1977 tóku gildi nýjar reglur og próf um framhaldsnám erlendra lækna í Bandaríkjunum, sem settar höfðu verið í tíð Carters forseta, og Kári Stefánsson einn manna kom sér þannig undan með fulltingi ís- lenzkra stjórnvalda. Ekki verður kokhreystin minni þegar menn minnast þess að hann fékk sjálfan forsætisráðherra Is- lands til að gera fyrir sig það lítil- ræði að sitja milli sín og fulltrúa La Roche og handlanga penna á milli þeirra, þegar frægir samningar voru undhTÍtaðir í Perlunni sl. vetur. En þó mest þegar haft er í huga að forstjóri ÍE hefur fengið íslenzk stjórnvöld til að flytja fyrir sig laga- frumvarp (og fá samþykkt fyrir 20. október nk.) sem sniðið er að þörf- um þeirra útlendu fjárfesta sem hann er umboðsmaður fyrir á Is- landi. Einungis einn þingmaður hef- ur hingað til lýst andstöðu sinni við gagnagrannsfrumvarpið, sem for- stjóri IE kynnti þingmönnum per- sónulega áður en það var lagt fram á Alþingi og opinberað almenningi 30. mars sl. Fram að því hafði verið far- ið með málið eins og mannsmorð. Smíð lagaframvarps um gagna^ grunn á heilbrigðissviði sl. vetur var óhugnanlegt myrkraverk og alþing- ismanna bíður það verkefni að reyna að bjarga heiðri löggjafarsamkom- unnar, vöggu lýðræðisins í landinu. Von er að forstjóri íslenzkrar erfðagreiningar treysti sjálfum sér betur en íslenzkum stjórnvöldum. Höfundur er læknir. Jóhann Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.