Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 53 V MINNINGAR Ósköp var hann nú glaður og þakk- látur þegar ég heimsótti hann eftir stúdentsveisluna mína í öllum skrúðanum og með húfuna á höfð- inu, því hann var eitthvað lélegur þann daginn og treysti sér ekki í veisluna. Þegar ég sagði afa að ég væri að fara til Ameríku var hann ekkert hissa og sagði: „Já, já þú ert að fara til að læra?“ „Nei, svaraði ég, „til að passa börn.“ „Passa böm?!? Er ekki nóg af börnum hérna??“ Svona var nú afí minn, hann sá nú ekki alveg tilganginn með því að fara alla leið til Ameríku til að passa börn. En hann sá nú að sér strax og sagði: „Já, þú ert þá að fara til að ná málinu almennilega." „Já,“ svaraði ég, „og svo tek ég líka nokkra kúrsa í kvöldskóla." Já, já, þá var þetta nú allt saman gott og blessað. Elsku afí. Nú ertu farinn en ég veit að þú ert þarna og fylgist með okkur. Mér þykir sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn en þetta er mín leið til að kveðja þig. Það er líka erfitt að geta ekki verið með fjöl- skyldunni á stundum sem þessum. Margs er að minnast, margt er hér ad þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Elsku amma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Öllum öðrum fjöl- skyldumeðlimum sendi ég samúðar- kveðjur. Megi Guð vera með okkur öllum. Ragnheiður. í dag er borinn til grafar afí minn, Guðmundur Guðnason. Mig langar að þakka honum samveruna með nokkrum orðum. Alla ævi mína hefur afí verið sjálfsagður hluti tilverunnar, hann og amma voru eitt í huga mínum og það er erfitt að hugsa um þau hvort í sínu lagi þegar ég lít til baka. Þeg- ar ég var lítil dvaldi ég oft hjá afa og ömmu og man eftir afa sem ströng- um en réttlátum manni sem allir báru virðingu fyrir. Mér þótti gam- an að koma í eldhúsið í Fögruhlíð og beið oft spennt eftir því að afí myndi nú standa upp frá borðinu og ganga að skápnum þar sem hann geymdi kúlurnar sem hann gaf okkur krökkunum. Ég man eftir því hvað mér fannst alltaf góð lykt af honum þegar hann kom inn frá verkunum og hafði þvegið sér vandlega með sápu sem í minningunni er alltaf græn og ilmandi. Afí minn var mér alltaf góður, hann var bóndi og kenndi mér að bera virðingu fyrir náttúrunni og lífinu sjálfu. Langt fram á fullorðinsár var afi bara afi, hann var þarna eins og klettur og ég gerði einhvem veginn ekki ráð fyrir að hann væri eins og venjulegt fólk. Það var ekki fyrr en ég várð fullorðin sem ég kynntist afa sem persónu með skoðanir, langanir og þrár og uppgötvaði þá í raun íyi'st hversu skemmtilegur hann var. Ég heimsótti hann oft á erfiðleikatímabili í lífi mínu og þá gaf afí mér góð ráð og veitti mér stuðning. Þá ræddum við saman um allt milli himins og jarðar. Hann hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum en leyfði mér að hafa mínar skoðanir og virti þær þótt hann væri mér ekki endilega sam- mála. Mér eru þessar stundir með afa sérstaklega kærar, kannski af því að þá uppgötvaði ég að hann var bara venjuleg manneskja eins og hver annar. Afí minn reyndist mér alltaf vel og mig langar að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig, fyrir það sem hann hefur kennt mér og fyrir að vera afí minn. Af eiífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Elsku amma, ég votta þér mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þig nú og um alla framtíð. Sigurlaug Hrund. Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargi-óða, fénaður dreifði sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil ég una ævi minnar daga, alia sem Guð mér sendir... (Jónas Hallgr.) Ævidagar nágranna míns og vin- ar, Guðmundar í Fögruhlíð, eru á enda. Hann lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands á Selfossi hinn 12. septem- ber síðastliðinn, nær 89 ára að aldri. Hann var elstur barna hjónanna Steinunnar Halldórsdóttur og Guðna Guðmundssonar á Kotmúla í Fljótshlíð, er þar bjuggu frá 1909-1945. Æsku sína og uppvaxtarár átti Guðmundur hjá foreldrum sínum á Kotmúla og gerðist snemma ötull og liðtækur vel við bústörfin, en einnig áhugasamur liðsmaður fé- lagslífs og framfara í sveitinni. Hon- um var einnig gefín tónlistargáfa og söngrödd góð eins og mörgu af hans ættfólki og afkomendum. Á yngri árum sínum skemmti hann sveit- ungum sínum o.fl. með ljúfum harmoníkutónum „þegar saman safnast var, sumarkvöldin fögur“ - og í annan tíma þegar næði gafst til að „æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði“, eins og sveitungi hans Þorsteinn Erlingsson orðaði það. Þegar á sextánda ári réðst Guð- mundur til vertíðarstarfa á vetrum, fyrst einn vetur í Sandgerði en síð- an í Vestmannaeyjum í 13 vertíðir. Þáttaskil urðu í lífi hans er hann kvæntist hinn 15. nóvember 1934 unnustu sinni og jafnöldru, Sigur- laugu Guðjónsdóttur í Tungu í Fljótshlíð, en þau voru nágrannar frá barnæsku - aðeins tvær bæjar- leiðir á milli æskuheimila þeirra. Hófu þau búskap í Vestmannaeyj- um þar sem þau bjuggu í tvo vetur - en árið 1936 ráðast þau í það stórvirki að reisa frá grunni nýbýli á hálfri Kotmúlajörðinni sem með því var skipt í tvö sjálfstæð lögbýli. Þrátt fyrir erfiðleika undangeng- inna kreppuára ríkti bjartsýni og sóknarhugur hjá ungu fólki í sveit- inni í þá daga. Og þegar ungu hjón- in völdu sínu snyrtilega og vel upp- byggða nýbýli nafn, - hygg ég að þeim hafi stjórnað svipuð tilfinning og listaskáldið góða lýsir í þeim hendingum úr Gunnarshólma sem tilfærðar eru í upphafi þessara orða - um fegurð og gróðursæld Fljótshlíðar. Því að býlið þeirra hlaut nafnið Fagrahlíð, sem vissu- lega er vel við hæfi - eins og við blasir þegar komið er inn á ásinn þar sem bærinn stendur litlu innar, ofan þjóðvegar undir grænni hlíð, gróðri vafinni, með bæjaröðina inn eftir sveitinni í baksýn og tignarleg Tindfjöllin eins og kórónu hið efra. Þeim hjónum, Guðmundi og Sig- urlaugu, búnaðist vel í Fögruhlíð - enda þótt jörðin væri ekki stór. Snyrtimennska og smekkvísi jafnt utan bæjar sem innan bar húsráð- endum fagurt vitni. Alúð og natni lýsti sér í heimilisbrag öllum og bú- skaparháttum. Guðmundur var augljóslega á réttri hillu í sínu lífs- starfi. Hann var bóndi af Guðs náð. Forsjáll og glöggur á búshagi jafnt sem bústofn, sem hann ræktaði bæði til augnayndis og aukinna af- urða. Umhirðu alla og meðferð bú- stofnsins innti hann af höndum af þeirri nærfærni og umhyggju sem ber laun sín bæði í innri gleði og ánægju bóndans yfir prúðri hjörð og sællegum gripum sem og í bættri afkomu bús og heimilis. „Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi, því skal hann virður vel.“ Bóndinn í Fögruhlíð var traustur stólpi sinnar sveitar og samfélags og naut trasuts og virðingar sveit- unga sinna. Honum var um árabil falið á hendur að sjá um forða- gæslu og fóðureftirlit í sveitinni og gegndi því ábyrgðarstarfi af kunn- áttusemi og trúmennsku svo sem honum var eðlislægt. Guðmundur í Fögruhlíð var ákveðinn í skoðunum og hreinlundaður, maður skapfestu og drenglyndis. Hann var mikill vinur vina sinna og hjálpsamur ná- granni. hann var einn af stofnend- um Kirkjukórs Fljótshlíðar árið 1942 og söng bassa í kórnum um áratuga skeið. Góður félagi og traustur liðsmaður í kirkjustarfinu, þar sem sönggleðin sameinar og lyftir hug til hæða. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Guðmund í Fögi'uhlíð að nágranna, vini og samstarfsmanni öll þessi ár, - og fyrir mína hönd og Ingibjargar konu minnar votta ég Sigurlaugu eiginkonu hans og bömum þeirra og afkomendum einlæga samúð við fráfall hans - og bið góðan Guð að hugga þau og styrkja í söknuði þeirra. Sváfnir Sveinbjarnarson. Haustið er tími uppskeru og eft- irtekju sumai'sins. Haustið er tími fjallaferða, gangna og rétta. Tími fagurra lita blandið eftirvæntingu og söknuði. Um það leyti sem Fljótshlíðingar voru að leggja af stað í eina af fyrstu göngum haustins bárust þær fregnir að góð- bóndinn frá Fögruhlíð Guðmundur Guðnason væri látinn á áttugasta og níunda aldursári. Minningar um þennan söngna sómamann leita á hugann. Mínar fyrstu bemskuminn- ingar um Guðmund eru frá álfa- dansi og álfabrennu við Goðaland í Fljótshlíð á þrettándanum. Þar var Guðmundur í gervi álfakonungs og var forsöngvari ásamt Helga Jóns- syni frá Bollakoti þar sem þeir fé- lagamir hrifu þátttakendur og áhorfendur með sér í söng og héldu þar með uppi gamalli hefð í ís- lenskri sveitamenningu sem enn er haldið við. Móðir mín er úr Fljóts- hlíðinni og það þótti nauðsynlegur þáttur í lok jólahalds að vera við álfadansinn og mikið þótti mér til koma að fylgjast með þessari miklu hátíð í sveitinni. Guðmundur var mikill Fljótshlíðingur og vora átt- hagarnir honum afar kærir. Hann byggði upp ásamt konu sinni, Sigur- laugu Guðjónsdóttur frá Tungu í Fljótshlíð, býlið Fögruhlíð í landi Kotmúla þar sem Guðmundur var fæddur og foreldrar hans bjuggu. Guðmundi og Sigurlaugu varð fjög- urra bama auðið sem bera foreldr- um sínum fagurt vitni og eins er um afkomendahópinn. Mikil vinátta var milli Guðjóns Jónssonar og eiginkonu hans Lilju Árnadóttur, móðursystur minnar, sem bjuggu í næsta húsi við mig á Hvolsvelli en sú vinátta leiddi til þess að ég dvaldi vorlangt í Fögru- hlíð til aðstoðar í sauðburði og við önnur vorverk. Gott var og skemmtilegt að vera í Fögrahlíð og þar kynntist ég þessum tryggu hjónum mætavel. Þennan litla greiða fékk ég margendurgoldinn og nú síðast þegar ég fór í framboð í alþingiskosningum. Þar átti ég al- deildis hauka í homi en þá vora þau hjón flutt á Dvalarheimilið Kirkju- hvol á Hvolsvelli. Þeir vinirnir Guð- mundur og Hallgrímur bóndi á Ásvelli gengu milli manna og söfn- uðu meðmælendum, hvöttu mig til dáða, sögðu að það væri nú annað- hvort að styðja Fljótshlíðinginn í kosningabaráttunni. Það var gott að eiga þessa vönduðu og traustu heið- ursmenn að. Eins og haustið er uppskeratíma- bil sumarsins og menn gleðjast yfir góðri uppskeru er það foreldrum mikið ánægjuefni að eignast efnileg og heilbrigð börn og barnabörn. Þetta á við um þau Sigurlaugu og Guðmund heitinn. Erfðaeinkennin leyna sér ekki, börnin eru máttar- stólpar kirkjukóra í héraði og tón- listaráhuginn og hæfileikar erfast til barnabarnanna. Þannig semur Hlynur Theodórsson, góðbóndi á Voðmúlastöðum, lög fyrir Kai’lakór Rangæinga og Guðmundur Svavarsson, oddviti Hvolhrepps, hefur tekið við hlutverki afa síns og leiðir söng við álfabrennu við Goða- land. Þannig heldur lífið áfram. Guðmundur Guðnason hefur skil- að góðu dagsverki með sæmd. Eftir lifa minningarnar um góðan og fé- lagslyndan heiðursmann sem sómdi sér vel sem farsæll bóndi sem lifði og starfaði í sinni gróðursælu sveit. Slíkir synir lifa í minningunni um bjarta daga. ísólfur Gylfí Pálmason. Við fráfall Guðmundar Guðnason- ar rifjast upp hugljúfai' minningar frá miðri öldinni. Eg var svo lán- samur að komast að á sveitaheimili til sumardvalar. Heppnin var í raun tvöföld því húsráðendurnir urðu mér sem aðrir foreldrar næstu þrjú sumur. Guðmundur og Sigurlaug í Fögruhlíð reyndust mér ákaflega vel og vinátta þeirra við mig og síð- ai' fjölskyldu mína hefur varað æ síðan. Það varð mér, borgarbarn- inu, ómetanlegt að fá að kynnast sveitalífinu. Fyrsta sumarið var hvorki rafmagn né sími á bænum og hesturinn var enn þarfasti þjóninn. Guðmundur var hörkuduglegur og starfsamur bóndi, sem aldrei sló slöku við. Það var unun að horfa á hann slá með orfi og ljá í kargaþýfi. Slægjan stækkaði furðu fljótt og maður mátti hafa sig allan við til að raka ljána í takt við Guðmund. Baggarnir vora bundnir og settir upp á klakk. í minningunni er ljómi yfir lestarferðum þar sem ég sat Brún með marga baggahesta í drætti. Reiðhestur Guðmundar á þessum áram hét Jarpur og það var mikill heiður ungum dreng að fá að sitja slíkan kostagrip. Guðmundur var góður harmóníkuleikari og spil- aði gjarnan á mannamótum. I sum- ar, þegar ég ræddi við hann í síð- asta sinn, sagði hann frá ferðum sínum með harmóníkuna á öxl vað- andi yfir Þverá á leið sinni á böll niður í Landeyjar. Já, það var ijómi í augum mínum yfir öllu sem Guð- mundur gerði. Hann var góður járnsmiður og smíðaði allar sínar skeifur sjálfur. Hann dengdi Ijái og smíðaði ýmis tól og tæki. Mér þótti hann sem tröll að burðum þegar hann bar 50 lítra mjólkurbrúsana á bakinu niður á brúsapall. Dýravinur var hann sem sýndi sig meðal ann- ars þegar hann óð mykjuna í haug- húsinu upp í nára til þess að bjarga hænu, sem sat fost í mykjunni. Ein- hverju sinni þegar við Theódór komum heim með nokkur kríuegg til búsflags, gerði hann okkur grein fyrir því að fuglamir ættu sér griðland og við skyldum ekki ræna þá eggjum. Vissulega var margt ný- stárlegt, sem bar fyrir augu í sveit- inni. Þau Guðmundur og Sigurlaug vora ákaflega samrýnd hjón og bjuggu börnum sínum, Ingileifu, Steinunni, Theódóri og Guðjóni, hlýlegt heimili og vora þeim góðir og traustir foreldrar. Minningar mínar frá þessum árum ylja mér < ævinlega um hjartarætur. Fyrir það er ég þeim heiðurshjónum alltaf þakklátur. Ég og fjölskylda mín sendum Sig- urlaugu, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu sómamannsins Guðmund- ar Guðnasonar. Ingvar Pálsson. Það var vorið 1962, sem ég, þá níu ára strákhnokki, var sendur í sumardvöl austur í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Ég var niðurlútur, feiminn og mjög kvíðinn. Ekki einasta var ég að fara frá mömmu, pabba og systk- inum, heldur var ég að fara á stað, sem ég hafði aldrei komið á áður og til fólks, sem ég hafði aldrei hitt og vissi lítið um. Það kom fljótt í ijós að kvíðinn var ástæðulaus, því heimilis- fólkið, hjónin Sigga og Gummi og böm þeirra, tóku mér opnum örmum og hafa sýnt mér og mínum einstaka hlýju og góðmennsku allar götur síð- an. I Fögruhlíð dvaldi ég síðan fimm næstu sumur og tel mig hafa verið sérstaklega heppinn að njóta þeirra forréttinda og mun ég búa að þeirri reynslu og þroska alla tíð. Þau hjón voru afar samhent. Hann sá um útistörfin, var mjög vinnusam- ur og hafði gott lag á öllum skepnum. Sigga sá um heimilisstörfin og garð- inn af miklum myndai-skap. Það var gott að vinna undir stjóm Gumma. Hann var ákveðinn og þoldi enga leti og ómennsku, en var jafnframt aUtaf glettinn og gamansamur. Eftir að sveitadvöl minni lauk hef ég notið þess að koma í heimsókn með fjölskyldu mína í sveitina og á seinni árum á Kirkjuhvol eftir að þau ^ hjón bragðu búi. Alltaf vora þau jafn- hress og kát og tóku á móti okkur af einskærri elsku, gestrisni og rausn- arskap. En nú er skarð fyrir skildi. Hann Gummi er dáinn og við munum sakna hans sárt. Elsku Sigga, böm og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og minnumst góðs manns með virð- ingu og þökk. Páll Pálsson t Látin er ástkær móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG J. JÓNSDÓTTIR HANSEN, Sílakvísl 19, Reykjavík, Jarðarför verður auglýst síðar. Ólöf M. Jónsdóttir, Runólfur Ómar Jónsson, Theodór Hansen, Ólafur Þ. Hansen, Jónfna Þ. Hansen, Unnar S. Hansen, Margrét L. Hansen, Jón Kristjánsson, Jóhanna Friðgeirsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir, Jón Þór Ingólfsson, Anna Hjaltadóttir, Ingólfur Sigurjónsson, og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, MARGRÉT KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, fyrrum húsfreyja í Hofsárkoti í Svarfaðardal, sem lést 21. sept. sl., verður jarðsett frá Dalvík- urkirkju mánudaginn 28. september kl. 13.30. Gunnlaugur Sigvaldason, Sigríður Jónsdóttir, Jóhannes Sigvaldason, Kristín Tómasdóttir, Árdfs Sigvaldadóttir, Anna Sigvaldadóttir, Steinunn Sigvaldadóttir, Ófeigur Jóhannesson, Rósa Sigvaldadóttir, Adda Sigvaldadóttir, Elín Sigvaldadóttir, Torbjörn Byrnás, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.