Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 76
ÞREFALDUR 1. VINNINGUR MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri við Önimdarfjörð vígðir í gær SÉRA Gunnar Björnsson í Holti í Önundarfírði fór með bæn og blessaði mannvirkið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Deilt um þjónustu- gjöld FORSVAESMENN Kaupmanna- samtakanna segja greiðslubyrði ís- lenskrar verslunar af greiðslumiðl- un með kreditkortum óeðlilega háa. Samtökin gagnrýna viðskiptabank- ana fyrir að hafna beiðni sinni um rannsókn hlutlauss aðila á því hvar kostnaður og tekjur leggjast fyrir í greiðslumiðlunarkerfmu. Pá telja þeir óljóst hvort nokkurt hagræði hljótist af útgáfu nýrra greiðslu- korta sem bankar, sparisjóðir og greiðslukortafyrirtækin tvö hyggj- ast innleiða hér á næsta ári. Nýju kortin eru búin svokölluð- um örgjafa sem leysir hefðbundnu segulröndina af hólmi. Talsmenn íslenskra viðskipta- banka vísa þessari gagnrýni á bug. Þeir segja óeðlilegt að rannsaka verðmyndun í frjálsu markaðskerfi með það fyrir augum að ákveða kostnaðarskiptingu. Þá fuUyrða þeir að nýju greiðslukortin komi til með að auka öryggi í viðskiptum auk þess að efla rafræn viðskipti. ■ Greinir á um/20 Kostuðu um 340 millj ónir króna ísafiröi. Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ Vill reglur um afnám sjávarútvegsstyrkja UM hundrað manns voru við formlega vígslu snjóflóðavarnar- garðanna ofan við Flateyri síð- degis í gær. Gerð þeirra lauk fyr- ir nokkru og eru þeir þegar orðn- ir grænir og grösugir eftir sán- ingu. Kostnaður við gerð garðanna nemur um 340 milljónum króna, sem er um 50 milljónum króna lægri upphæð eu gert var ráð fyr- ir í upphaflegri kostnaðaráætlun. í henni var þó ekki gert ráð fyrir uppgræðslu og gróðursetningu tijáplantna sem unnið var við í sumar. Leiðigarðarnir sjálfir eru tæplega 1.200 metrar á lengd og hæðin á þeim er 15-20 metrar. Á milli þeirra neðst er þvergarður sem er um 240 metrar á lengd. I ávarpi sínu sagði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra m.a., að vonandi yrðu mannvirki þessi í raun aldrei „tekin í notk- un“, þ.e. að aldrei þyrfti á þau að reyna í alvöru. „Það má ef til vill segja,“ sagði ráðherra, „að ríkis- vald og sveitarfélög hafi ekki ver- ið nægjanlega á varðbergi og áföil sem höfðu orðið á árum áður hafi ekki leitt til þess að á málum væri tekið af festu á þeim svæðum sem raunverulega bjuggu við snjóflóðahættu. En ég leyfi mér að fullyrða, að nú hafi orðið breyting á.“ Ráðherra lauk lofs- orði á verktakann og hvernig hann skilaði verkinu af sér. Birna Lárusdóttir, forseti bæj- arstjórnar Isafjarðarbæjar, sagði m.a.: „Við stöndum frammi fyrir miklu mannvirki - mannvirki sem verður að teijast til stærstu minn- isvarða sem finnast, því það mun alla tíð minna okkur og komandi kynslóðir á atburðina í október fyrir þremur árum.“ Vinnan við garðana hófst haust- ið 1996 og lauk henni í júlímánuði síðastliðnum. „Við þessa fram- kvæmd þurfti að hreyfa hér á svæðinu nálægt einni milljón rúmmetra af jarðvegi, en það nem- ur um 170.000 vörubílshlössum," sagði Gunnar Birgisson, fram- kvæmdastjóri Klæðningar hf. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að Island muni styðja viðleitni til þess að semja á vett- vangi Heimsviðskiptastofnunarinn- ar (WTO) um afnám rfldsstyrkja til sjávarútvegs. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Tryggja þarf skynsamlega nýtingu Utanríkisráðherra gerði sjávarút- vegsmál að meginumfjöllunarefni sínu og sagði í ræðu sinni að tryggja yrði að hægt yrði að halda áfram skynsamlegri nýtingu lifandi auð- linda sjávar og að efnahagsleg fram- þróun og vemd lífríkisins héldust í hendur. „Til þess að treysta kraft- mikinn og ábatasaman sjávarútveg verða ríki að innleiða grundvallar- reglur einkaframtaksins í sjávarút- veginum og leyfa afurðum hans að keppa á frjálsum markaði,“ sagði Halldór. Hann gat þess að íslendingar hefðu náð góðum árangri í fiskveiði- stjórnun með kvótakerfinu, sem tryggði bæði vernd fiskveiðiauðlind- arinnar og sjálfbæra nýtingu henn- ar. Aftur á móti væri sjávarútvegur víða um heim illa staddur vegna ofnýtingar auðlindanna. Halldór sagðist telja að þetta væri einkum vegna þess að sjávarútvegurinn hefði verið kaffærður með rflds- styrkjum, sem hefðu leitt til um- framveiðigetu og röskunar á mark- aðnum. Engin aðgerð væri betur til þess fallin að stuðla að sjálfbærri þróun fiskveiða en að afnema ríkis- styrki til atvinnugreinarinnar. „Island myndi styðja frumkvæði í þá átt að gera reglur um rfldsstyrki í sjávarútvegi, helzt útrýmingu þeirra, að sérstöku umræðuefni í næstu lotu samningaviðræðna innan WTO,“ sagði Halldór. Hann gat þess að í ýmsum skýrslum Sameinuðu þjóðanna væri gefið í skyn að ofveiði væri alls staðar vandamál og að strandríkj- um hefði mistekizt að stýra auðlind- unum í efnahagslögsögu sinni. Þetta væri hins vegar ekki rétt. Halldór benti á nýja skýrslu um- hverfisverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature (WWF), þar sem fram kæmi að of mikil veiði- geta fiskveiðiflotans og ríkisstyrkir í sjávarútvegi væru meginorsakir ofveiði. I skýrslunni væri réttilega bent á að ein lausn vandans væri sú að veita útgerðarfyrirtækjum fram- seljanleg réttindi til að veiða ákveðna aflahlutdeild, eins og hefði reynzt vel á Nýja-Sjálandi, Islandi og í Ástralíu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson List í haustlitum Beðið samþykk is frá Moskvu Misþyrmt á Ingólfstorgi LÖGREGLAN í Reykjavík krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yfír tveimur mönnum vegna líkamsárás- ar á ungan mann á Ingólfstorgi að- faranótt föstudags. Var þess krafist að mennirnir yrðu hnepptir í gæslu- varðhald til 16. október. Hafa árás- armennirnir ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þeir voru hand- teknir um hádegisbil í gær og yfir- heyrðir. Ekki lágu íyrir upplýsingar um hvort Héraðsdómur hefði fallist á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunn- ar um miðnætti í gær. Maðurinn, sem ráðist var á, hlaut alvarlega áverka á höfði og gekkst undir að- gerð á Borgarspítalanum strax um nóttina. Líðan hans er eftir atvikum •góð að sögn vakthafandi læknis og er hann ekki í lífshættu. ÞEGAR tíð er góð á haustin og lit- ir náttúrunnar verða skyndilega síbreytilegir er sjálfsagt að njóta blíðunnar og virða fyrir sér lista- verkin þar sem þau ber fyrir augu, Hér er ungviðið að virða fyrir sér verk Einars Jónssonar sem heitir Alda aldanna og er á Flúðum. FULLTRÚAR Landsvirkjunar og rússneska verktakans Techno- promexport, sem vinnur við lagn- ingu Búrfellslínu, sömdu í gær um breytta tilhögun á launagreiðslum til rússneskra starfsmanna fyrir- tækisins. Er ætlunin að Lands- virkjun haldi eftir ákveðnu fjár- magni, sem fara átti til verktakans, og greiði rússneskum starfsmönn- um launin beint. Drög að samningnum voru send höfuðstöðvum Technopromexport í Moskvu í gær og kvaðst Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, búast við viðbrögð- um þaðan eftir helgina. Þorsteinn sagði að í kjölfar óskar félagsmála- ráðherra og verkalýðsfélaga hér, þess efnis að Landsvirkjun tryggði starfsmönnunum laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum, hefði verið ákveðið að freista þess að ná samningum við Technopromexport um aðra tilhögun á launagreiðslum. Akvæði útboðsins gerðu ráð fyrir að laun erlendra starfsmanna erlendra verktaka væru eftir íslenskum kjarasamningum. Sátu fulltrúar fyrirtækjanna á alllöngum fundi í gær og náðu saman um drög að samningi nokkru eftir hádegið og voru þau þegar send höfuðstöðvun- um í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.