Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Bann við skilmálum ^reiðslukortafyrirtækjanna tekur fflldi 1. október Kaupmenn þurfa að aug- lýsa álag við inngöngudyr ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur hafnað ósk Visa ísland um að fresta réttarákvörðun úr- skurðar samkeppnisyfirvalda um bann við tilteknum skilmálum sem greiðslukortaíyrirtækin hafa sett í samningum sínum við verslanir og þjónustufyrirtæki en Visa hefur höfðað mál til að fá úrskurðinn ógilt- an. Kaupmönnum verður því heimilt eftir 1. október að innheimta sér- stakan kostnað í kreditkortaviðskipt- um en þurfa að auglýsa það sérstak- lega við inngöngudyr verslunar. Þeir skilmálar sem samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála bönnuðu fela meðal annars í sér að söluaðila er skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og þeim sem greiða með reiðufé, og að söluaðila sé óheimilt að hækka verð á vöru eða þjónustu sé greiðslu- korti íramvísað við kaupin. Upphaf- legur úrskurður var kveðinn upp í janúar en réttaráhrifum hans var EIGENDUR Bónuss hafa keypt Jakob Jakobsson, út úr verslunar- rekstri félagsins í Færeyjum en Jak- ob, sem á og rekur Rúmfatalagerinn hér á landi, átti helmingshlut í rekstri Bónusverslananna ytra. Jóhannes Jónsson, eigandi Bón- uss, segir samstarfíð við Jakob hafa gengið vel og brotthvarf hans úr félaginu fara fram í mesta bróðerni. Hann hafi hins vegar haft aðrar áherslur og stefnir nú á að byggja upp verslunarrekstur í Kanada: „í dag rekum við tvær verslanir í Færeyjum, eina í Þórshöfn og aðra í HITAVEITA Suðurnesja og Tæknival hf. hafa undirritað samning um endurnýjun á við- skipta- og upplýsingakerfí fyrir alla orkusölu Hitaveitunnar. Umrætt kerfí, K+, er sænskt að uppruna, en er þýtt og aðlagað að fslenskum aðstæðum. Kerfíð er öflugt upplýsingakerfi, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Tæknivali, og bætir möguleika Hitaveitu Suðurnesja til markvissari og fjölbreyttari þjónustu við viðskiptavini. Meðal frestað til 1. október. Visa ísland sem alla tíð hefur barist á móti breytingunni, hefur nú ákveðið að láta reyna á réttmæti úrskurðarins fyrir dómstólum og höfðaði mál 2. þessa mánaðar. Jafnframt var þess farið á leit við samkeppnisyfirvöld að réttaráhrifum ákvörðunarinnar yrði enn frestað, þar til endanleg niður- staða dómstóla lægi fyrir. Því hafnaði áfrýjunamefnd samkeppnis- mála í gær. Nefndin telur sig ekki hafa vald til þess að fresta gildistöku úrskurðarins vegna málshöfðunar. Ekki miklar breytingar Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, telur að ekki verði breytingar á vöruverði um mánaðamótin þegar úrskurður- inn tekur gildi. „Það kann að vera að einhverjir aðilar fari að leggja kostnað við greiðslukort ofan á verð til þeirra sem þannig greiða en þeir Glyfrum í Rúnavík. Okkur hefur verið vel tekið þarna og ljóst að ís- lenskar iðnaðarvörur eiga fullt er- indi á þennan markað. Þá bindum við vonir við að gerður verði fríverslunarsamningur á milli ís- lands og Færeyja innan tíðar sem geri okkur kleift að hefja aftur út- flutning á mjólkurvörum til eyj- anna“. Jóhannes segir að næsta skref verði að opna þriðju verslunina, í Þórshöfn, snemma á næsta ári sem ætti að færa þeim um 20% markaðs- hlutdeild á færeyskum markaði. annars býður K+ upp á sveigjan- lega gjaldskráruppbyggingu og setja má upp sérsamninga um orkukaup. K+ er hannað með grafískum notendaskilum fyrir Windows umhverfí. Með samningi þessum bætist Hitaveita Suðumesja í hóp þeirra stofnana sem áður hafa keypt kerfið, það er Rafmagnsveitna ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Stefnt er að gangsetningu hins nýja kerfis í febrúar á næsta ári. verða í miklum minnihluta. Við- skiptavinunum mun ekki hugnast það. Samkeppnin er það hörð að þeir sem hækka verðið missa einfaldlega viðskipti,“ segir Sigurður. Framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna hefur vakið athygli á þvi í bréfi til Samkeppnisstofnunar að útgefandi Eurocard, Europay ís- land, sem hefur um fjórðung við- skipta í greiðslumiðlun með kortum hér á landi, er ekki aðili að stefnu Visa Island. „Þar á bæ segja menn að þeir ætli ekki í stríð við sína við- skiptavini, verslanir og þjónustufyr- irtæki, og að umrædd regla sé úrelt og óeðlileg," segir Siguður í bréfi sínu. Auglýst við inngöngudyr I gær, eftir að endanlega varð ljóst að úrskurðurinn tekur gildi um mánaðamótin, gekk Samkeppnis- stofnun frá nýjum reglum um verð- VERSLUN erlendra ferðamanna á íslandi jókst um 28,3% fyrstu átta mánuði þessa árs, frá sama tímabili á síðasta ári. Er þá miðað við aukn- ingu í endurgreiðslu virðisauka- skatts til útlendinga hjá Global Refund á íslandi hf. Heildarsala á vörum sem virðis- aukaskattur er endurgreiddur af til útlendinga nam liðlega 160 milljón- um kr. í ágúst og hafði aukist um 30,3%, miðað við ágúst í fyrra. Svipuð aukning var einnig í júlí. Fyrstu átta mánuði ársins nam vörusala til útlendinga, samkvæmt þessum endurgreiðslum, 517 millj- ónum kr. Ullarvörur seljast best og nema liðlega 55% sölunnar það sem af er árinu. Hins vegar hefur orðið mikil aukning í sölu fatnaðar, ekki síst kvenfatnaðar en sala á honum hefur merkingar og sendi til birtingar í Stjórnartíðindum. Anna Birna Hall- dórsdóttir, yfirmaður neytendadeild- ar Samkeppnisstofnunar, leggur á það áherslu að tilgangurinn með úr- skurði samkeppnisráðs sé ekki að hafa tvöfalt verð, heldur að gefa kaupmönnum frelsi til verðlagning- ar, og svigrúm til samninga við greiðslukortafyrirtækin. I umrædd- um úrskurði samkeppnisráðs er einmitt bent á þann möguleika að samningar við greiðslukortafyrir- tækin gætu leitt til lækkunar þjónustugjalda, eins og gerst hefur erlendis. I nýju reglunum um verðmerking- ar er kveðið á um það að ef fyrirtæki innheimti sérstakan kostnað í kredit- kortaviðskiptum, skuli það að minnsta kosti koma skýrt fram við inngöngudyr fyrirtækis. Reglur þessar voru sendar í gær til birting- ar í Stjómartíðindum og taka gildi við birtingu. nærri tvöfaldast á milli ára. Band- aríkjamenn kaupa mest allra þjóða, þá Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn. Verslunin samkeppnisfær Að áliti hagsmunasamtaka versl- unarinnar má draga þá ályktun af þessari þróun að íslensk verslun sé vel samkeppnisfær við erlenda verslun, bæði í verði og gæðum vöru og þjónustu. Kemur þetta álit fram í fréttatilkynningu frá ís- lenskri verslun. í fréttatilkynningunni er vakin á því athygli að tölur í meðfylgjandi töflu eru reiknaðar út frá endur- greiðslu virðisaukaskatts til útlend- inga og bent á að salan sé í raun meiri því ekki nýti allir útlendingar að fá virðisaukaskattinn endur- greiddan við brottför frá íslandi. Nýr fram- kvæmda- stjóri Jöklaferða STJÓRN Jöklaferða hf. í Hornafirði hefur ákveðið að ráða Sigurð Sigurðarson sem framkvæmda- stjóra fyrir- tækisins. Tek- ur hann við af Tryggva Amasyni hinn 1. nóvember næstkomandi. Tryggvi er einn af stofn- endum Jökla- ferða hf. og framkvæmdastjóri frá upphafi en Jöklaferðir em að öllum líkindum fyrsta sérhæfða afþreyingarfyrirtækið í ferðaþjónustu hér á landi. „Þetta hefur verið ánægjuleg- ur en einnig erfiður tími. Mér fannst kominn tími til að skipta um starfsvettvang," segir Tryggvi. Hann segir að mikla þolinmæði hafi þurft til að byggja upp fyrirtækið og seint gengið að sannfæra menn um að afþreying væri nauðsynlegur þáttur í ferðaþjónustunni. Reksturinn gekk vel í sumar, að sögn Tryggva, og er sumarið það besta frá upphafi. Sigurður Sigurðarson er 42 ára gamall og hefur undanfar- in ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Hann hefur unnið mikið að ferða- og útivistar- málum, meðal annars í Utivist, og hann stofnaði ferðatímarit- ið Afanga á sínum tíma. Hlutafé Vaka aukið AKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé Vaka hf. úr 35 í 40 milljónir kr. að nafnverði. Aukningin var samþykkt á hluthafafundi í fyrradag. Vaki hf. framleiðir tæki fyr- ir fiskeldi og fiskveiðar. Fyrir- tækið undirbýr umsókn um skráningu á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands. Her- mann Kristjánsson segir að hlutafjáraukningin sé ákveðin í þeim tilgangi að hafa hluta- bréf til að selja í sambandi við skráninguna þannig að verð- myndun hlutabréfa í félaginu verði eðlilegri. Féð verður notað til að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins og gera það betur í stakk búið til að standa að öflugri vöruþróun og markaðssetningu. Kynna suð- urskautsferð á Vatnajökli ÞRIR Hollendingar eru nú í Homafirði að undirbúa og kynna fyrirhugaða gönguferð yfii' Suðurskautslandið. Hollendingarnir þrír hyggj- ast ganga þvert yfir Suður- skautslandið. Leggja þeir af stað um næstu mánaðamót og reikna með að vera 90 daga á leiðinni. Þeir em nú hér á landi til að kynna ferðina og þann búnað sem notaður er. Að sögn Tryggva Arnasonar, framkvæmdastjóra Jökla- ferða, kemur í dag 28 manna hópur blaðamanna og fulltrúa styrktaraðila ferðarinnai- til að fylgjast með kynningunni en hún fer meðal annars fram á Vatnajökli. Eigendur Bónuss Kaupa allan rekst- urinn í Færeyjum Innkaup ferðamanna* janúar-ágúst §■§ 1997 og 1998 jan. feb. mars april | Bandankiri mai jum 3 89,1 milljón kr. [ Þýskaland 59,6 [Svíþjóð Noregur J 42,1 ] 40,7 | Danmörk [ 34,7 [Bretiand [29,8 [ Frakkl. ! 27,8 I Aðrir Þannig dreifðust innkaupin 1998 %% 193,4 | Norðurlondin þrjú J 117,5 milljónir kr. Endurgreiðsla virðis- aukaskatts til útlendinga Innkaup ferða- manna aukast um 28% milli ára FULLTRÚAR Tæknivals og Hitaveitu Suðurnesja, f.v. Rúnar Sigurðs- son, Júlíus Jénsson, Sigríður Olgeirsdóttir, Rúnar Óskarsson, Arnar Siguijénsson og Stefán Bjarnason. Hitaveita Suðurnesja kaupir nýtt upplýsingakerfi Sigurður Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.