Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaupmannasamtökin og Samband íslenskra viðskiptabanka um kortaviðskipti Greinir á um hagræði og greiðslubyrði vegna korta Minni áhugi á löngum vinnutíma London. Reuters. BREZKIR stjómendur á öll- um stigum hafa stytt vinnu- viku sína vegna áhrifa langs vinnutíma á líf þeirra sam- kvæmt skýrslu Institute of Management (IM) í Bretlandi. Lágtsettir stjómendur og millistjómendur hafa mesta andúð á löngum vinnudegi - tæplega 60% kváðust vinna mikið vegna þess að æðri stjómendur væntu þess eða þeir ættu ekki kost á öðm. Alls unnu 78% stjómenda meira en 40 tíma á viku miðað við 82% í fyrra, en 34% unnu lengur en 50 tíma miðað við 38% áður samkvæmt IM. Um 72% sögðu að langur vinnudagur hefði áhrif á heimilislíf og 73% að hann kæmi niður á samveru þeirra og bamanna. Þó sögðu 57% starfið eins mikils virði og heimilislífið. Færri kváðust vinna um helgar (34% miðað við 41% fyrir ári) og á kvöldin (54% miðað við 59%). Endurskipulagning fyrir- tækja er orðin snar þáttur í lífi fólks. Margir telja að end- urskipulagning dragi úr at- vinnuöryggi (65%), starfsgleði (64%) og starfshvatningu og hollustu (49%. FORSVARSMENN Kaupmanna- samtakanna segja íslenska verslun greiða meira en henni ber við greiðslumiðlun með kortum. Þá telja þeir algjörlega óljóst hvort og hvaða hagræði hlýst af nýjum greiðslukortum sem bankar, spari- sjóðir og greiðslukortafyrirtækin tvö hyggjast innleiða hér á næst- unni. Um er að ræða útgáfu nýrra greiðslukorta með svokölluðum ör- gjörva (chipcards) en alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin hafa þegar ákveðið að örgjörvi leysi segulrönd- ina smám saman af hólmi í fram- tíðinni. Fyrirhugað er að endurnýja innan tíðar öll debetkort banka og sparisjóða sem nú eru yfir 200 þúsund talsins. Þau verða endurút- gefin með örgjörva sem innifelur debetkort og myntkort (rafbuddu) sem grunneiningu. Jafnframt verða í örgjörvanum aðrar minniseiningar eða hólf sem hægt er að hlaða og nýta í fjölbreyttum tilgangi, t.d. sem farmiðakort í almennings- vagna, aðgangskort í sundlaugar, mötuneyti, jarðgöng o.s.frv. Annað minnisrými mætti nýta fyrir sérkjara- eða tryggðarkort, vildar- kort eða bónuspunkta til að geyma persónulegan lykil að öruggum Intemet-viðskiptum eða opinberum gagnaskrám. Einnig er sá mögu- leiki til staðar að geyma margvís- legar persónulegar upplýsingar á kortunum, s.s um heilsufar. Engin eftirspurn á íslandi Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, seg- ist fagna öllum þeim nýjungum sem fela í sér aukið hagræði og bætta hagsmuni fyrir neytendur. Hann segist hins vegar ekki sjá þörfina fyrir nýju kortin að svo stöddu. Bæði sé engin eftirspurn eftir þeim á markaðnum auk þess sem óljóst er hvaða hagræði fylgi þeim: „Við erum að sjálfsögðu meðmæltir þess- um breytingum ef þær eru neytend- um til bóta. Kaupmannasamtökin munu því krefjast þess að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir hana sérstaklega í stað þess að reyna að koma á einhverju jafnaðargjaldi, sem dreifist á alla neytendur sama hvaða greiðslumiðil þeir nota, þannig að þeir sem kjósa að staðgreiða vöru verði ekki látnir greiða niður þóknunarhluta korta- fyrirtækjanna fyrir viðskiptavini þeirra. Menn gera sér fulla grein fyrir því að þessar nýjungar eiga eftir að koma þó að markaðurinn sé ekki að kalla eftir þessu núna. Þeg- ar þar að kemur munum við óska eftir upptöku allra rammasamninga um þóknun í framhaldinu líkt og gert var í Svíþjóð. Annars gætum við allt eins séð þróunina verða í þá átt að verslunin stofni eigin banka eða jafnvel að stærri aðilar innan verslunar gefi út eigin greiðslukort í framtíðinni, eins og tíðkast víða er- lendis,“ að sögn Sigurðar. Hann bendir á að Kaupmanna- samtökin og Neytendasamtökin hafi óskað eftir því formlega með bréfi til viðskiptabankanna fyrr á árinu að hlutlaus aðili skoðaði hvar kostnaður og tekjur leggjast fyrir í greiðslumiðlunarkerfinu sem síðan yrði notað sem grundvöllur fyi-ir endurskoðun á þeim samningum sem nú eru í gildi. Þessari beiðni hafi bankarnir hafnað m.a. á þeim forsendum að verðlag í landinu væri frjálst. Sigurður segir afstöðu bank- anna gefa tilefni til að ætla að versl- un á Islandi sé að greiða meira en henni ber af kostnaði við greiðslu- miðlun með kortum. Kortin auka öryggi Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir nýju kortin ekki eingöngu auka öi-yggi í verslun og efla rafræn viðskipti heldur séu notkunarmöguleikar þeirra umtals- vert meiri en korta með segulrönd. Auk þess munu þau koma til með að gera öll viðskipti á Netinu öruggari en áður. Hann segir þó ljóst að ef verkefn- ið á að ganga upp, þá kalli það á samstarf við fjölda aðila í fram- tíðinni þ.á m. kaupmenn, sem þurfa að breyta posavélum sínum: „Núna er verið að vinna að undirbúningi málsins og koma því á ákvörðunar- hæft stig en vonir eru bundnar við að hægt verði að hefja útgáfu kort- anna um mitt næsta ár.“ Aðspurður um ástæður þess að viðskiptabankamir höfnuðu beiðni Kaupmanna- og Neytendasamtak- anna um endurskoðun á tilkomu kostnaðar og tekna í greiðslumiðl- unarkerfinu vísar Finnur til þess að þar sem hér ríki frjáls samkeppni og verðlagning, þá væri óeðlilegt að fara ofan í saumana á þeim málum: „Markmið slíkrar úttektar væri að komast að einhverri niðurstöðu um verðmyndun á þessu sviði með það fyrir augum að ákveða kostnaðar- skiptingu og ljóst að samkeppnisyf- irvöld hefðu eitthvað við slík vinnu- brögð að athuga," að sögn Finns. Borgarstjóri Edinborgar og varaborgarstjóri Glasgow heimsækja Island Margt líkt með Skotum og Islendingum ERIC Milligan, borgarstjóri Edin- borgar, og Bailie Alex Mosson, varaborgarstjóri Glasgow, heim- sóttu Island í vikunni ásamt nefnd sem hugðist kanna möguleikana á auknum viðskiptum milli Islands og Skotlands. Kvaðst Milligan í sam- tali við Morgunblaðið hafa samþykkt að fylgja viðskiptanefnd- inni skosku til Islands því hann væri meðvitaður um að það styrkti stöðu hennar að hafa með sér borg- arstjóra og varaborgarstjóra tveggja stærstu borga í Skotlandi. „Segja má að með þessari heimsókn séum við að brjóta ísinn hvað varðar viðskiptaleg og menn- ingarleg tengsl.“ Tók Mosson í sama streng og sagði mikilvægt að auka samvinnu í ferðamannamálum, útflutningur væri lífsnauðsyn fyrir efnahag norðlægra þjóða eins og Islands og Skotlands. Sagði Mosson að heimsókn þeirra hefði gefið þeim tækifæri til að kanna sjálfir hvað ísland hefur upp á að bjóða og að hann væri nú staðráðinn í að vinna að auknum viðskiptatengslum milli landanna og ekki síður menningar- tengslum. Allir æðstu embættismenn Reykjavíkur eru konur Milligan sagði að sér sýndist, nú þegar hann hefði ferðast nokkuð um Island, sem margt væri líkt með Islendingum og Skotum. „Ég held að vegna þess að stór hluti bæði íslands og Skotlands eru svo Morgunblaðið/Kristinn ERIC Milligan, borgarstjóri Edinborgar, James McCulloch, sendi- herra Bretlands og Baile Alex Mosson, varaborgarstjóri Glasgow. hrjóstrug hafi þar mótast fólk sem er afar gestrisið og vingjamlegt.“ Telur Milligan að ytri aðstæður hafi alið harðjaxla sem viti vel að þeir þurfa að vinna af eljusemi til að setja mark sitt á veröldina. Þess- ar líku aðstæður, segir Milligan, gera það að verkum að sérstakt samband er ávallt milli íbúa norð- ursins, hvort sem það eru Islend- ingar, Skotar eða Norðmenn. Milligan kvað það hafa vakið sér- staka athygli sína að þrír æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar, formaður borgarráðs, forseti borg- arstjómar og borgarstjórinn sjálf- ur væm konur. Sagðist hann ekki einn um þá skoðun að auka yrði þátttöku kvenna í skoskum stjóm- málum, benti t.d. á að þegar hafa verið settar reglur um að helming- ur fulltrúa á nýju skosku þingi, sem kemur saman í fyrsta sinn á næsta ári, verði konur. Hugvit hf. fær Lotus Beacon-verðlaunin fyrir bestu veflausnina 1 Evrópu , Okkar Oskarsverðlaun HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugvit hf. fékk Lotus Beacon- verðlaunin í ár fyrir bestu vef- lausnina í Evrópu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Lotusphere-sýningunni sem lauk í Berlín í gær. Ólafur Daðason, forstjóri Hug- vits, segir að fyrirtækið sé í skýj- unum með þennan árangur og sagði að eftir að heilsíðuauglýs- ingar um úrslit keppninnar birt- ust í stórblöðunum Financial Times og Wall Street Joumal í gærmorgun, hefði heimasiða fyr- irtækisins, www.hugvit.is, verið rauðglóandi og hann hefði í gær fengið rúmlega 70 samstarfsfyr- irspurnir og hamingjuóskir í tölvupósti. Þetta er í annað sinn sem fyr- irtækið hlýtur þessi verðlaun en Lotus Euro Beacon- verðlaunin eru veitt í tíu flokkum fyrir framúrskarandi árang- ur á evrópska markaðssvæðinu, í framleiðslu gæðahug- búnaðar, framsetningu á hugvitssamlegum lausnum og fyrir af- burðaþjónustu við viðskiptavini. „Lengra komumst við ekki. Þetta em okkar Óskarsverðlaun, æðstu verðlaun sem við getum fengið. Það verður erfitt að gera betur en að vera verðlaunaður af IBM og Lotus sem besta veflausnarfyrir- tækið.“ Ólafur sagði að hinn 1. september sl. hefði fyrirtækið hafið markaðssetningu á vöm sem þeir dreifa í samstarfi við IBM í Evrópu, GoPro. „IBM er nýbúið að senda um 200.000 dreifibréf til fyrirtækja í Evrópu til að kynna vöm okkar og að fá þessi verðlaun í kjölfarið er okk- ur mikið ánægjuefni." Að sögn Ólafs em verðlaunin veitt með hliðsjón af árangri við- skiptavina Hugvits, s.s. Flug- leiða, VIS, Landsbréfa og Stjóm- arráðsins, en veflausnir þessara fyrirtækja byggja á WebPagePro hugbúnaði Hugvits. Vefur Flug- leiða vakti mikla athygli dóm- nefndar, að hans sögn, og var oft nefndur við verðlaunaathöfnina sem dæmi um veflausn sem þykir skara fram úr. í niðurstöðum dómnefndar segir: „Hugvit hefur hannað og innleitt alþjóðlega lausn sem ein- faldar allt viðhald og umsjón vefsíðna, minnkar kostnað við vefrekstur og eykur notagildi vefjarins fyrir viðskiptavini." Karl K. Karlsson fær þekkt áfeng- isumboð HEILDVERSLUNIN Karl K. Karlsson tekur við umboði fyrir Gordons gin, Johnny Walker viskí, Dimple viskí og fjölda annarra þekktra áfengistegunda þann 1. október næstkomandi. Umboðið flyst yfir til verslunarinnar vegna samruna tveggja erlendra áfengis- fyrirtækja, Grand Metropolitan og Guinness í Bretlandi, snemma á þessu ári en áfengisdeildir þeirra sameinuðust þann 1. júlí s.l. Fyrir hefur fyrirtækið umboð fyrir fjölda áfengistegunda og til dæmis fékk það umboðið fyrir Smirnoff vodka og Baileys líkjör á síðasta ári. „Sameinað fyrirtæki er eitt hið stærsta í heimi í neytendavöru og velta þess er um 40 milljarðar punda á ári. Það er helmingi stærra en næststærsti aðilinn á þessu sviði," sagði Ingvar J. Karlsson framkvæmdastjóri heildsölu Karls K. Karlssonar. Hann sagði að viðbótin yki um- svifin hjá fyrirtækinu og yrði vænt- anlega til kostnaðarminnkunar vegna aukinnar hagræðingar í pönt- unum m.a. --------------- Verðbréfaþing fslands Bréf Flugleiða lækka um 5% VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls 3.715 m.kr. Viðskipti voru mest á skuldabréfamarkaði, alls tæpir 2,9 milljarðar króna en þar af námu viðskipti með húsbréf 2.608 m.kr. Markaðsávöxtun húsbréfa lækkaði í gær um 3-5 punkta og er nú í sögulegu lágmarki. Viðskipti með hlutabréf námu 26 m.kr., mest með bréf íslandsbanka, 12 m.kr., og Flugleiða, 5 m.kr. Verð bréfa Flug- leiða lækkaði um 5%. Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði í gær um 0,83%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.