Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4* STEINGRIMUR HANNES FRIÐLA UGSSON + Steingríinur Hannes Frið- laugsson fæddist í Koti í Rauðasands- hreppi 22. nóvem- ber 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 15. september si'ðastlið- inn. Foreldrar hans ^ voru Friðlaugur Einarsson, f. 1857, d. 12.11. 1914, og Ólöf Dagbjartsdótt- ir, f. 3.8. 1894, d. 4.5. 1986. Stein- grímur átti tvo aJ- bræður, þeir voru: Friðmundur, f. 13.4. 1911, d. 20.12. 1937, og Friðlaugur, f. 1.2. 1915, d. 18.11. 1927. Ólöf giftist síðar Þorvaldi Bjarnasyni, f. 25.9. 1893, d. 9.11. 1979. Hálfsystkini Steingríms eru: 1) Ásta, f. 2.6. 1923, d. 9.3. 1989. 2) Jóhanna, f. 9.1. 1926, d. 7.8. 1979. 3) Berg- ur, f. 23.9. 1927. 4) Vigdís, f. 2.5. 1930. 5) Bjarni, f. 3.7. 1931. 6) Atli, f. 18.2. 1936, d. 19.2. 1936. Hinn 20.7. 1941 kvæntist Steingrímur eftirlifandi konu sinni, Dagnýju Þorgrímsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Unnur Breiðfjörð, f. 7.9. 1941, maki Vilberg Guðjónsson. Börn þeirra: Þorgrímur, sem á þijú börn, Jó- hanna Sigurbjörg, Dagný Erla og Elísa Sigríður. 2) Edda, f. 21.4. 1943, maki Ægir Einarsson. Börn þeirra: Stein- grímur, Andri, Alda og Bylgja. 3) Jón Þorgrímur, f. 7.2. 1947, maki Hugljúf Ólafsdóttir. Börn þeirra: Ásgeir, sem á þijú börn, Ólafur, sem á eitt barn, Andrés, Friðlaugur, Steingrímur og Unnþór. 4) Friðlaugur, f. 24.2. 1949, d. 8.3. 1966. 5) Hörður, f. 11.8. 1953, maki Halldóra Jóhannesdóttir. Börn þeirra: Guðný Hanna, Dagný, sem á eitt barn, Sæþór Ingi og Sindri Þór. 6) Jóhann Ólafur, f. 29.11. 1963, maki Ásta Björg Jónsdóttir. Börn þeirra: Jón Árni og Hannes Dagur. Árið 1942 hófu Steingrímur og Dagný búskap í Ytri-Miðhh'ð á Barðaströnd og hafa átt þar heimili síðan. Utför Steingríms fer fram frá Hagakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Drottinnerrainnhirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með oh'u, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þessa bæn, Davíðssálm nr. 23, sem ég hef miklar mætur á, langar mig að færa fósturföður mínum Steingrími Friðlaugssyni að skiln- aði. Hann reyndist mér sannur faðir og var sá sem ég treysti og elskaði sem slíkan frá bamæsku. Reyndar var Steingrímur í Miðhlíð sá maður sem allir er honum kynntust báru virðingu fyrir. Hann var heiðarleg- ur og kærleiksríkur og lagði öllum gott til, höfðingi í lund og höfðingi heim að sækja. Enda höfðu þau hjónin bæði unun af að fá gesti og veita þeim ríkulega í mat og drykk og ekki síður af hjartagæsku sinni, meðan þeim entist heilsa til. Stein- grímur var barn þess tíma sem þurfti að vinna hörðum höndum fyr- ir lífsbjörginni um leið og getan + Útför móðursystur okkar, HÓLMFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri mánu- daginn 28. september, kl. 15.00. Rannveig Þormóðsdóttir, Ingólfur Þormóðsson, Eiríkur Þormóðsson, Guðsteinn Þengilsson. + Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður, MAGNÚSAR SÆVARS PÁLSSONAR, Álakvísl 118, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem minntust hans með innleggi sínu á 1175-482424. Linda Hrönn Gylfadóttir, Alda Hrönn Magnúsdóttir, Gylfi Þór Magnússon, Annarósa Ósk Magnúsdóttir, Anna Margrét Magnúsdóttir, Alda María Magnúsdóttir, Tómas Hauksson, Guðbjörg K. Pálsdóttir, Gunnar Steinn Þórsson, Haukur Tómasson, Valur Tómasson, Pálína Særós Pálsdóttir, Alda Björg Bjarnadóttir, Gylfi Hallvarðsson. leyfði. Föður sinn missti hann í bemsku en hann fylgdi móður sinni, sem var honum mjög kær, öll upp- vaxtarárin. Snemma kom í ljós að hann var ýmsum hæfileikum gædd- ur sem hefðu notið sín enn betur við nútíma menntunarskilyrði. Hann hafði næman smekk fyrir því fagra í kring um sig og naut þess að fegra heimili sitt. Hann var hagur mjög í höndunum bæði á tré og jám, og hafði unun af að búa til og skapa ýmsa hluti þegar tími gafst frá hefð- bundnum bústörfum. Kom það sér einkar vel á fyrri búskaparámm því þá var nú ekki farið í búðina í tíma og ótíma ef hlutina vantaði eins og nú er. Smíðaði hann margan hlutinn til heimilisþarfa allt frá bandprjón- um og vatnsfotum upp í þvottavélar, svo eitthvað sé nefnt, bæði fyrir sig og aðra. Einnig leikfóng fyrir okkur systkinin. Man ég þá leynd og spennu sem gat fylgt því hvað væri verið að búa til, eitt dæmi um það var þegar hann smíðaði síma handa elsta syni sínum Jóni, um 1950 þeg- ar símar voru varla komnir á alla bæi. Síminn var úr tré og símtólið haganlega teglt til, inn í símakass- anum var svo bjalla af reiðhjóli svo hægt var að hringja „stutt, löng, stutt“ eins og þá var í sveitasíman- um. Margt fleira mætti telja því hann var einnig eftirsóttur við hús- byggingar og ýmislegt annað. Hann unni sveit sinni og kirkju og vann báðum mörg störfin af heilum hug. Steingrímur var mjög músíkalsk- ur að eðlisfari og hafði hlotið bjarta og fallega söngrödd í vöggugjöf og söng hann bæði fyrir okkur sem börn og við ýmis tækifæri. Einnig lék hann á munnhörpu sem gaman var að hlýða á í rökkrinu, og kom með einn af fyrstu „grammófónum“ sem fluttir voru í sveitina, það var viðburður þá, þó nú séu til hljóm- tæki í hverju húsi. Oft hefur mér verið hugsað til þess hvað hann hefði notið þess að eiga kost á að fara í tónlistarskóla eins og fólk nú á dögum. Þá er ógleymanleg sú há- tíðastemmning sem þeim hjónum tókst að skapa um jól og aðrar há- tíðar, þó minna væri til af veraldleg- um efnum en böm í dag eiga að venjast. Vildi ég óska þess bömum nútíðar og framtíðar til handa að þau ættu því láni að fagna að verða þess aðnjótandi að upplifa það sem við systkinin fengum að njóta svo ríkulega af öryggi og umhyggju, er ég þess fullviss að þá væm vanda- málin færri. Einnig vil ég þakka það að mín börn áttu greiðan aðgang og góðar minningar um marga ógleym- anlega ferðina í „Sveitina" til ömmu og afa, í þeirra huga var bara ein sveit. En jafnan var margt um manninn í Miðhlíð á sumrin og oft með ólíkindum hvernig allir komust fyrir og sannaðist þar hið fom- kveðna að þar sem hjartarúmið er nóg er allt hægt. I búskapartíð Dagnýjar og Steingríms var lengst af stórt heimili, venjulega um 10 manns, því auk barna þeirra bjuggu amma og afi, foreldrar Dagnýjar, hjá þeim til æviloka. Var það ómet- anlegt okkur börnunum á stóra + Friðrik Jón Ásgeirsson Jó- hannsson fæddist á Auðkúlu við Araarfjörð 28. nóvember 1913. Hann lést á Vífílsstaða- spítala 9. september si'ðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 17. september. Elsku afi, farinn frá okkur stofn- inn í okkar skógi. Það var þetta sem kom fyrst í huga mér er ég, systkini mín, móðir, faðir okkar, sonur þinn, komum og kysstum þig í hinsta sinn við kistulagningu þína. Ég veit að þú hefðir sagt við okk- ur: „Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta því ég er svo nærri að hvert ykkar tár heimili að hafa þau líka og samfélag þriggja kynslóða var ekki vanda- mál. Amma lifði 20 ár eftir að afí dó og kom þá í ljós hve vel þau hlúðu að henni og var samband hennar og tengdasonarins þannig að leitun er að öðram eins tengdum, enda var hann henni einstaklega góður. Já, margs er að minnast og margt er að þakka að leiðarlokum, nú síð- ast yndislega daga heima í Miðhlíð í sumar eins og ávallt. Elsku Steini minn, hafðu hjartans þökk iyrir allt og allt. Þín Unnur Breiðfjörð. í dag er jarðsunginn frá Haga- kirkju á Barðaströnd Steingrímur H. Friðlaugsson bóndi frá Ytri-Mið- hlíð. Með honum er genginn einn af mætustu mönnum sem ég hef kynnst og vil ég minnast hans hér örfáum kveðjuorðum. Ég man Steingrím fyrst er ég var unglingur á Patreksfirði en seinasta aldarfjórðunginn hafa kynni okkar orðið meiri. Mannkostum hans kynntist ég eftir að ég hóf störf við Mjólkursamlag V-Barð. á Patreks- firði en hann lagði þar inn mjólk, en ennþá frekar eftir að böm okkar felldu hugi saman og litlu afa- drengirnir fæddust. Steingrímur ólst upp og bjó alla sína tíð á Barðaströnd, einni feg- urstu sveit landsins. Á yngri árum bjó hann eins og margur annar á þeim tíma við kröpp kjör. Það þurfti vinnusemi og útsjónarsemi að kom- ast af við þau skilyrði. Hann hafði hvort tveggja í ríkum mæli. Steingrímur fór til sjós sem ung- ur maður og stundaði önnur störf sem til féllu. Eftir að hann kvæntist konu sinni, Dagnýju Þorgrímsdótt- ur, hóf hann búskap í Ytri-Miðhlíð þar sem þau bjuggu í hálfa öld af einstökum dugnaði og ráðdeildar- semi. Þau hjón vora mjög samhent, snyrtimennsku þeirra við búskap- inn var við brugðið. Mjólkurfram- leiðslan í Ytri-Miðhlíð var alltaf í úr- valsflokki, þar brá aldrei útaf. Alltaf var gott að koma til þeirra hjóna, gestkvænt var enda gestrisn- in einstök hvenær sem gest bar að garði. Steingrímur var greindur maður og hafði gaman af að ræða málefni líðandi stundar en var jafn- framt grandvar í orðum sínum. Ég kvaddi Steingrím síðast á hlaðinu í Ytri-Miðhlíð í fallegu sum- arveðri í júlí. Síðan þá hrakaði heilsu hans mikið og nú er góður maður genginn. Við hjónin þökkum honum öll elskulegheitin við okkur og fjöl- skylduna í gegnum árin og sendum Dagnýju, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Jón Sverrir Garðarsson. Með fáeinum orðum viljum við systkinin kveðja afa okkar og þakka honum alla þá hjartahlýju sem hann sýndi okkur og alla góðu dagana í sveitinni. Okkur var snemma ljóst að afi snertir mig og kvelur, en þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins og ég tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu. (Khalil Gibran.) Og ég segi til þín, elsku afi, og þakka enn þína elsku til okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin (júfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Sesselja, Sigurrós, Jón og Sveinbjörn Allansbörn og fjölskyldur þeirra. var einstaklega góður maður, hann vildi öllum svo vel, hvort heldur var mönnum eða dýram, en minning- amar era einmitt margar úr bú- skapnum því þaðan höfum við systkinin nánast okkar einu kynni af slíku og er okkur minnisstætt hversu mjúkum höndum afi fór um dýrin. Hann talaði til þeirra líkt og um bömin hans væri að ræða, „skammaði" ef með þurfti og strauk þeim blítt og hrósaði eða huggaði. Við eldri systurnar munum seint gleyma eina skiptinu sem afi varð reiður við okkur, þá höfðum við komist að þeirri niðurstöðu að hænsnunum hlyti að leiðast þetta tilbreytingarlitla líf í hænsnakofan- um og ákváðum að halda smá- skemmtun fyrir þau. Við stilltum okkur því upp í miðjum hænsnakof- anum og dönsuðum fyrir hænurnar fugladansinn og sungum með, með tilheyrandi látum. Afi átti þá leið hjá og sá okkur inn um gluggann og var ekki mjög hrifinn þar sem hæn- urnar myndu sennilega ekki verpa næstu vikuna eftir þessa skelfingu. í annað skipti fengum við eldri að fara einar í sveitina og fyrir okkur vakti að sýna fram á hæfni okkar í bústörfum. Ömmu og afa fannst hins vegar ómögulegt að vekja okk- ur fyrir allar aldir þannig að við vorum bara vaktar í kaffi þegar verkunum var lokið. Reyndin varð sú að mestan tímann sátum við inni og prjónuðum og var afrakstur þessarar tveggja vikna ferðar tvær prjónaðar peysur. Afi var einstakt snyrtimenni og það var sko ekki óreiðunni fyrir að fara hjá þeim ömmu, hvort heldur var heima í bæ eða í útihúsunum. Við voram alltaf svo stolt af hvað húsin og jörðin sem og dýrin vora vel hirt og Miðhlíð var og verður alltaf fallegasta og í raun eina „sveitin" fyrir okkur. Það er varla hægt að minnast afa án þess að sjá ömmu honum við hlið því þau vora svo einstaklega sam- rýnd og góð hvort við annað. Fal- legt var að sjá, og lærdómsríkt fyrir okkur sem yngri eram, hvað sú skil- yrðislausa umhyggja og ást sem þau bára hvort fyrir öðru Ieiddi gott af sér, sjá þau strjúka hvort öðru, alltaf að hugsa um hvemig hinn að- ilinn hefði það, ómöguleg ef þau gátu ekki allt hvort fyrir annað gert. Elsku afi, við kveðjum þig nú en eftir eru ógrynni hlýrra minninga sem munu fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku amma, Guð blessi þig og styrki. Þorgrúnur, Jóhanna, Dagný Erla og Elísa Sigríður Vilbergsböm. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. FRIÐRIK JON ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.